Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 5 7 í
við hlið í kaffisamsæti, þegar einn
af fyrrverandi samstarfsmönnum
Eiríks hjá Vegagerðinni lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Þá var
Eirík hinn hressasti og sagðist
hafa náð sér af þeim veikindum,
sem hrjáð höfðu hann fyrr á þessu
ári.
Eirík hóf störf hjá Vegagerðinni
1961 og tók þá við forstöðu véla-
deildar hennar. A þeim tíma var
Vegagerðin einn allra stærsti eig-
andi véla í landinu. í vélaflota
hennar voru stórir bílar og jarð-
vinnuvélar af öllum gerðum, auk
sérhæfðra vegagerðartækja. Á
þessum tíma var lítið um jarð-
vinnuverktaka og Vegagerðin ann-
aðist sjálf mest af framkvæmdum á
þessu sviði, ýmist með eigin tækj-
um eða hún réð til sín vélar frá
búnaðar- og ræktunarfélögum eða
öðrum eigendum tækja, sem gjarn-
an voru þá einyrkjar.
Véladeildinni fylgdi þá einnig
rekstur nokkurra verkstæða vítt
um landið, en á þessum tíma var
viðhald vélanna krefjandi verkefni
og ekki alltaf auðhlaupið að því að
útvega varahluti. Þurfti oft að hafa
uppi miklar og skjótar útveganir á
þeim eða jafnvel smíða þá. Kom sér
þá vel að hafa góð sambönd bæði
innanlands og utan.
Áður en Eirík kom til Vegagerð-
arinnar hafði hann starfað hjá
Vélanefnd ríkisins, sem á árunum
eftir heimsstyrjöldina hafði með
höndum umtalsverða vélaútgerð.
Þar á eftir fór hann til Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO), og síðan til Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar. Hann
þekkti því vel til vélareksturs þeg-
ar hann hóf að vinna hjá Vegagerð-
inni.
Eirík reyndist mjög ötull í starfi
sínu. Hann og samstarfsmenn hans
á véladeildinni lögðu sig alla fram
um að leysa þau vandamál fljótt og
vel, sem upp komu vegna bilana og
óhappa í vélarekstrinum. Þurfti þá
oft mikillar útsjónarsemi við og
vinnutíminn vildi teygjast fram á
kvöldin, þegar eitthvað lá við.
Aldrei taldi Eirík slíkt eftir, heldur
var farsæl lausn höfð að leiðarljósi.
Eirík naut þess einnig við útvegun
varahluta, að hann var góður mála-
maður og ræktaði sambönd sín við
Norðurlöndin, sem og hinn ensku-
mælandi heim. Mörg mál leystust
þannig með skjótari hætti en ella
hefði verið.
Á áttunda og níunda áratugnum
fóru umsvif Vegagerðarinnar
minnkandi í vélarekstri, og um-
hverfi hans breyttist jafnframt.
Verktakar efldust og verkefni í
vegagerð voru boðin út í sívaxandi
mæli. Mátti merkja það hjá Eirík
og reyndar fleiri starfsmönnum
véladeildarinnar, að þeir söknuðu
með nokkrum hætti hins fyrri tíma,
þegar atið og stressið var meira.
Á sjöunda áratugnum keyptum
við nokkrir starfsmenn Vegagerð-
arinnar saman jörð og áttum hana í
hálfan annan áratug. Var Eirík
einn í þeim hópi. Þar var smám
saman komið upp frumstæðri að-
stöðu til dvalar að sumrinu. Sú að-
staða var fljótt mikið notuð af okk-
ur og fjölskyldum okkar, og staður-
inn naut mikillar hylli og þá ekki
síst ungu kynslóðarinnar. Þar
kynntist ég Þórunni, hinni traustu
og góðu konu Eiríks, og dætrum
þeirra tveim, Margréti og Þóru.
Þarna var dvalið við leik og
störf, en þetta leiddi einnig til
meiri samgangs eigendanna allt ár-
ið en títt er um samstarfsmenn.
Var skipst á heimsóknum að vetr-
inum og var jafnan gott að koma á
hið myndarlega heimili þeirra Þór-
unnar og Eiríks, þar sem rausn og
höfðingsskapur réðu ríkjum.
Skjótt skipast veður í lofti og nú
er Eirík svo skyndilega hrifinn á
brott. Við þau tímamót vil ég þakka
honum fyrir langt og gott sam-
starf, sem stóð í meira en aldar-
þriðjung. Undir þær þakkir taka
fjölmargir samstarfsmenn Eiríks
hjá Vegagerðinni.
Þórunni, dætrum þeirra Eiríks
og fjölskyldum þeirra færi ég sam-
úðarkveðjur mínar og minna. Megi
tíminn sefa söknuð þeirra.
Helgi Hallgrímsson.
+ Guðmunda Jó-
hannsdóttir
fæddist í Reykjavík
18. sept. 1920. Hún
lést á Landspíta-
lunum 22. október
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristín
Guðnadóttir, f. 22.
apríl 1891, d. 8.
júní 1942, _og Jó-
hann Kr. Ólafsson,
húsa- og brúar-
smiður, f. 24. okt.
1883, d. 22. júní
1967. Heimili
þeirra var í Reykjavík að und-
anskildum sjö árum sem þau
bjuggu á Selfossi. Þau eignuð-
ust átta börn og lifa þrjú
þeirra Guðmundu systur sína,
en þau eru: Guðni, f. 24. sept.
1913, búsettur á Akranesi; Ein-
ar Magnús, f. 2. mars 1928, bú-
settur í Reykjavík, og Margrét
Ragna, f. 8. ágúst 1929, sem
býr í Mosfellsbæ. Látin eru
Guðmundur, f. 18. febr. 1912,
d. 30. jan. 1974; María, f. 6.
febr. 1915, d. 3. febr. 1989;
Ólafur, f. 13. des. 1922, d. 28.
júní 1996, og Hrefna, f. 31. okt.
1932, d. 3. ágúst 1988.
Guðmunda stundaði margs
konar þjónustustörf frá unga
aldri. Hún giftist Sigurþóri
Sigurðssyni árið 1940, en þau
slitu samvistir. Hún átti heimili
Það er liðin hálf öld síðan ég sá
Mundu mágkonu mína fyrst og man
ég enn hve mér leið vel í návist henn-
ar. Hún var afar þægileg í viðmóti,
glaðsinna og skemmtileg og átti gott
með að blanda geði við fólk. Smávax-
in var hún og fíngerð kona, en ákaf-
lega atorkusöm, dugleg, vandvirk en
fljótvirk og undraðist ég oft hve
miklu hún afkastaði, þegar hún stóð
fyiir stóru heimili í Óddgeirshólum,
en á því skeiði í lífshlaupi hennai-
kynntist ég henni best.
Það var hennar gæfa að gerast
bústýra með drengina sína hjáþeim
bræðrum, Óiafí og Jóhanni Árna-
sonum í Oddgeirshólum, sem þá
bjuggu þar með aldraðri móður
sinni, Elínu Steindórsdóttur Briem.
Henni leið strax vel á því góða
heimili og bar hún í hvívetna hag
þess fyrir brjósti frá fyrstu tíð. Hún
virti og dáði húsmóðurina, sem átti
eftir að verða tengdamóðir hennar,
og ég held að það hafi verið gagn-
kvæmt. Hún var sístarfandi og
eignaðist góða vini í sveitinni sinni.
Fljótlega fór hún að taka til sín
sumarbörn úr hópi systkinabarna
sinna og urðu dætur mínar, Mar-
grét og Kristín, þeirrar gæfu að-
njótandi sumar efth- sumar. Þótt
barnahópurinn væri stundum stór,
hafði heimilisfólkið einstakt lag á að
stjórna honum og jafnframt að gefa
þeim tíma til leikja, fara í fótbolta
eða á hestbak o.s.frv. og voru bræð-
urnir þá oft þátttakendur.
Mér skilst að með breyttum bú-
skaparháttum heyri það til liðinni tíð
að koma börnum til sumardvalar í
sveit. Er það stór skaði fyrir uppvax-
andi æskufólk, þar sem fátt er
þroskavænlegra fyrir það en að
kynnast lífsháttum og störfum á
góðu og reglusömu menningarheim-
ili eins og Oddgeirshólaheimilinu.
Eftir farsæla starfsævi brugðu
þau hjón búi og fluttu heimili sitt til
Selfoss og bjuggu þar síðasta rúma
áratuginn. Að Olafi látnum uppfyllti
Heiðar óskir stjúpfóður síns og flutti
til móður sinnar til að vera henni
styrkur.
Nú að leiðarlokum þökkum við
Einar Mundu fyrir alla velvild í okk-
ar garð og barna okkar. Við stöndum
í ævarandi þakkarskuld við Odd-
geirshólaheimilið fyrir það veganesti
sem það lét dætrum okkar í té út í
lífið.
Við biðjum Mundu blessunar guðs
á nýi'ri vegferð og sendum börnum
hennar og ástvinum öllum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigríður G. Jóhannsdóttir.
á Akranesi um
nokkurt skeið og
eignaðist hún þá
tvo syni með Ragn-
ari Björnssyni.
Þeir eru: 1) Hörður
verkfræðingur, f.
14. maí 1949,
kvæntur Guðrúnu
Margréti Jónsdótt-
ur verkfræðingi, f.
13. ág. 1963. Þau
eru búsett í Dan-
mörku. Börn þeirra
eru Una, f. 14. febr.
1989, og Ragnar, f.
26. júní 1990. Dótt-
ir Harðar frá fyrra hjónabandi
er Drífa, f. 28. júní 1977, sem
stundar þar nám í meinatækni.
2) Heiðar, f. 27. jan 1953, mat-
sveinn. Hann er ókvæntur og
barnlaus og býr á Selfossi. Ár-
ið 1957 gerðist Munda ráðs-
kona hjá bræðrunum Olafi og
Jóhanni Árnasonum í Odd-
geirshólum í Flóa. Hún giftist
Olafi, f. 23. maí 1915, d. 19.
maí 1996, og eignuðust þau
eina dóttur, Kristínu, f. 24.
febr. 1962, garðyrkjukonu,
sem býr og starfar að Sólheim-
um í Grímsnesi ásamt manni
sínum Kristjáni Jónssyni tré-
smið og tveim börnum, Eyrúnu
Briem og Hákoni Fannari.
Utför Guðmundu fór fram í
kyrrþey frá Selfosskirkju
laugardaginn 31. okt.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast fóðursystur minnar Guð-
mundu Jóhannsdóttur og eigin-
manns hennar Olafs Árnasonar frá
Oddgeirshólum.
Sem barn kynntist ég fólkinu í
Oddgeirshólum i Flóa. Þá bjuggu
þar þrír bræður, Ólafur, Guðmundur
og Jóhann og fjölskyldur þeh’ra. I
gamla bænum bjuggu Óli og Jói og
Munda frænka mín var þá ráðskona
þeirra. I nýja bænum bjuggu Gummi
og Ilse og börn þeirra. Verkaskipt-
ing var ákveðin. Óli sá um kýrnar,
Gummi um féð og Jói var á vertíð á
veturna. Konurnar sáu um heimilis-
störfin. Og heimilin voru stór. Full-
orðnir, eigin börn og sumai’börnin,
auk allra gesta. En allh’ hjálpuðust
að við daglegan rekstur.
Ég átti því láni að fagna að vera
„Oddgeirshólabarn". Þá á ég ekki
bara við börnin frá Oddgeirshólum,
heldur ekki síður okkur sumarbörn-
in sem fengum að koma í sveitina á
sumrin. Við biðum eftir að skólanum
lyki, svo við kæmumst í sauðburðinn.
Það var alltaf jafn spennandi með
lömbin. Og þessi litlu gi’ey, sem
komu stundum inn í eldhús til
Mundu, fengu ullarteppi um sig og
þornuðu og hitnuðu í volgum bökun-
arofninum. Ég man eftir að ég sat
stundum framan við opinn ofninn og
sá líf færast í þessi litlu ósjálfbjai’ga
lömb. En þau bröltu smátt og smátt
á fætur og komust út aftur. Það var
ekki mikið sagt, en ég lærði að lífið
er mikils virði.
Á stóru heimili verður að vera röð
og regla og Munda stóð fyrir því. Að
koma öllum á fætur á morgnana, sjá
um mat og drykk meira og minna
allan daginn og að sjá um að allir
kæmust í bólið á kvöldin. Það hefur
ekki verið auðvelt verk. Heimabakað
kaffibrauð var alltaf til og rúgbrauð-
ið hennar Mundu var alveg sérstak-
lega gott. Best þó með heimareykt-
um laxi. Hjá henni lærði ég líka að
búa til flatkökur. Þetta með sælgæti
var líka ákveðinn punktur. Börn í
sumardvöl hafa sum með sér sæl-
gæti og önnur ekki. Hjá Mundu voru
ákveðnar reglur um það að allt
nammi fór í einn pott og síðan skipL
um við börnin því á milli okkar eftir
hádegismatinn á hverjum degi. Þetta
var „skammturinn". Ekkert rifrildi,
allir fengu það sama.
Lífið var í fóstum skorðum, en þó
breytilegt. Kýmar voru alltaf á sama
stað. Mjólkaðai’ kvölds og morgna.
Við krakkarnir vorum vakin um
klukkan átta og þá voru mjaltir að
mestu búnar. Bara eftir að ganga frá
og hleypa út. Ég sá venjulega um að
gefa hænunum og hreinsa hjá þeim.
Síðai’ fól Óli mér að hreinsa mjalta-
vélarnar sem þurfti að gera sérstak-
lega öðru hverju. Þetta þurfti að
gera vel og ég var mjög stolt yfu’ að
mér var falið þetta verk.
Eftir sauðþurðinn þurfti að rýja
ærnar og marka lömbin áður en rek-
ið var á fjall. Síðan tók heyskapurinn
við megnið af sumrinu. Ti’aktorar og
heyvinnslutæki léttu vinnuna en ég
lærði þrátt fyrir það að binda bagga
og að drekka kaffi á engjunum.
Frá því heyskap lauk beið maður
efth’ réttunum. Skeiðaréttir, það
voru bestu réttir í heimi. Nesti og
hlý fót. Snemma í rúmið, en við sofn-
uðum aldrei seinna eii þá. Spenning-
ui’inn í algleymingi. Það var farið á
tveim bílum, jeppa og vörubíl. Hluti
af okkur krökkunum sat aftan á
vörubílspallinum og hossaðist þar og
hristist eldsnemma morguns í
myrkrinu. En ekki hefðum við viljað
missa af því fyrir nokkurn hlut. Állt
féð sem fyllti réttina. Hestai’nir utan
við. Bændur með pela á lofti og
söngurinn fór vaxandi þegar líða fór
á daginn.
En sumardvölin var ekki bara
vinna. Óli og Jói voru oft til í tuskið
að „slást“ við okkur krakkana og
gera okkur „rúmrusk“ á kvöldin. Og
ekki má gleyma hestunum. í Odd-
geirshólum voru til og eru enn af-
bragðs hestar. Við krakkarnir feng-
um oft að sækja hestana og fara í
reiðtúra. Á rigningardögum lágum
við inni og lásum. í bókahillunum
kenndi ýmissa grasa og háaloftið var
eins og gamall fjársjóður fyrir
krakka sem gleyptu í sig allt sem
stóð á prenti. Ég man að ég las allt
frá „Arabahöfðingjanum" til „Vesal-
inganna".
Ég man vel eftir því þegar ég fór
heim eftir fyrstu sumardvölina.
Pabbi og mamma komu og náðu í
mig. Þann dag kallaði Óli á okkur
eitt og eitt. Við fengum sumarkaupið
okkai’. Ég fékk 500 krónur. Ég hef
aldrei verið eins stolt af neinum
launum sem ég hef fengið.
Óla hitti ég seinast á Landspítal-
anum nokkrum vikum áðui’ en hann
dó. Hann var enn samur við sig.
Léttur í skapi, skarpur í kollinum og
spurði athugull um mína hagi og
mína fjölskyldu. Mundu hitti ég sein-
ast fyrir ári. Lítil og grönn eins og
fuglsungi, en ákveðin eins og venju-
lega og krafturinn geislaði af henni.
Eftir því sem ég hef orðið eldri hef
ég kunnað betur og betur að meta
dvöl mina í Oddgeirshólum og kynni
mín af Oddgeirshólafólkinu. Og það
kemur oft fyi-ir núna að ég minnist
löngu liðinna atburða, bæði gleði og
sorgar.
Eg vil að lokum þakka Mundu og
Óla samveruna og allt sem þau gáfu
mér. Innilegustu samúðarkveðjur til
Kristínar, Heiðars og Harðar og fjöl-
skyldna þeirra og til Jóa, sem nú er
einn eftir úr gamla bænum.
Mig langai’ að lokum að vitna til
ljóðs Stephans G. Stephanssonai’,
Við verkalok:
Er sólskins hlíðar sveipast aftanskugga
um sumarkvöld
og máninn hengir hátt í greinar trjánna
sinn hálfa skjöld,
er kveldkul andsvalt aftur kæla tekur
mitt enni sveitt
og eftir dagsverk friðnum nætur fagnar
hvert fjörmagn þreytt, -
En þegar hinzt er allur dagur úti
og upp gerð skil,
og hvað sem kaupið veröld kann að virða,
sem vann eg til, -
í slíkri ró eg kysi mér að kveða
eins klökkvan brag
og rétta heimi að síðstu sáttarhendi
um sólarlag.
Margrét Einarsdóttir,
Lundi, Svíþjóð.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hennar Mundu móðursystur
minnar í Oddgeirshólum, sem átti
svo stóran þátt í lífi okkar systkina.
Á kveðjustundu koma upp í hugann
margai’ góðai’ minningai’ úr sveitinni
sem gáfu svo mikið. Okkar samskipti
hófust sumarið 1970 þegar við syst-
m’nar komum þangað í okkar fyrstu
sumai’dvöl aðeins sex og sjö ára
gamlar og titluðum okkur kaupakon-
ur. En að taka okkur svona ungar í
GUÐMUNDA
JÓHANNSDÓTTIR
„kaupavinnu“ gerði Munda í greiða-
skyni við móður mína, sem var ein
með okkur þrjú systkinin. Seinna
fylgdi bróðir okkar með, aðeins fjög-
un-a ára gamall. Eitt er víst að okk-
ur líkaði vistin vel hjá Mundu og átt- *
um þar okkar annað heimili á upp-
vaxtarárunum.
Það var eins og að hljóta stóran
happdrættisvinning að komast í sum-
ardvöl að Oddgeirshólum, en þar
bjuggu félagsbúi þeir bræður Ólafur,
Guðmundur og Jóhann. í efri bænum
bjuggu Guðmundur og fjölskylda, en
í gamla bænum voru saman í heimili
Jóhann og hjónin Ólafur og Munda,
ásamt dótturinni Stínu. Við systkinin
tókum slíku ástfóstrí við þetta heim-
ili, að sumrin urðu ekki bai’a eitt eða
tvö, heldur ellefu. Öll jóla- og páska-
frí og flestar helgar voru nýttar til
austurferða. Stína, dóttfrin á bænum,
var sem systfr okkar og fús að deila
öllu með okkur. Heiðai’ sonur Mundu
lagði líka sitt af mörkum. Það var allt
sem heillaði, skepnmTiar, lífið og
störfin í sveitinni. Én helst af öllu var
það mannlífið á bænum. Er það þeim
öllum að þakka sem þar bjuggu, en
mest þó natni Mundu og Óla við okk-
ur systkinin.
Sumarannir á þeim tíma voru
miklar, enda búið stórt hjá þeim
bræðrum. Allir lögðust á eitt og var
vinnudagurinn oft langur. Með árun-
um var svo komið að við systur vild-
um ekki af neinu missa og tókum
þátt í öllu af lífi og sál. Þau hjónin
höfðu einstakt lag á að laða unga
fólkið til verks og kenna handbrögð-
in. Sérsvið Mundu í þeim efnum var
heimilishaldið. Hún vann öll sín verk
af miklu skipulagi og hraða. Heimili
hennai’ bar vitni um snyrtimennsku
og útsjónarsemi við nýtni í matar-
gerð og öllu því sem sneri að rekstri
heimilisins. Munda var lítil og grönn
en bjó yfir ótrúlegum dugnaði og
orku. Ósérhlífni hennar og kapp hreif
mann með. Hún var alltaf létt í skapi
og fann yfirleitt lausn á öllum málum
hjá okkur börnunum. Hún kenndi
okkur handavinnu af ýmsu tagi og ’
var óþreytandi að hvetja okkur
áfram þótt eitthvað hefði misfarist og
gat hún lagað allt sem virtist í augum
okkar óþolinmóðra stelpnanna hrein-
lega ónýtt. Á kvöldin las hún fram-
haldssögu af innlifun fyrir okkur og
valdi bókmenntirnar af kostgæfni.
Það voru fleiri en við systkinin
sem nutum velvildar og gestrisni
þefrra hjóna. Sumardvalarbörnin
voru mörg gegnum árin og gesta-
koma mikil. Það var oft þéttskipað
við matarborðið og á svefnloftinu.
Allir voru velkomnir og kunni
Munda þá list að töfra fram mat og
bakkelsi með leifturhraða. Búrið
virtist ótæmandi. Mjólkurbílstjórinn,
sæðingarmaðurinn og allir sem áttu _
leið um litu inn, tylltu sér á litla eld-
húsbekkinn og þáðu kaffisopa með
örlitlu spjalli.
Spilamennska var eitt þeirra
áhugamála sem voru mikið stunduð
á heimilinu og fylgdi henni oft gleði
og hlátrasköll. Þar var ekki undan-
komu auðið ef vantaði mann við
borðið. Þar sátu allfr jafnir við borð,
ungir sem aldnfr, og var reynt að
kenna manni að taka tapi og sigri af
æðruleysi.
Mesta afþreying Mundu og
ánægja að loknum löngum vinnudegi
var að fara í garðinn sinn, þar sem
hún af eigin rammleik og dugnaði
kom upp grænmetisgarði í fúamýri
fyrir neðan bæjarhólinn. Það var
náttúrulega afrek út af fyrír sig, en
að fá síðan væna uppskeru af hinum
ýmsu tegundum grænmetis þegar
líða tók á sumarið var annað afrek. I
sauðburðinum var hún ómissandi
þegar illa gekk. Var hún þá fljót að
bregðast við með vaskafatið og
sápuna út í fjárhús. Með sinni smáu
hendi gat hún oftast togað út líf. Ef
lömb voru köld og líflítil tók Munda
þau inn í eldhús og hlúði að þeim.
Mai’gt ungviðið endui’heimti líf í eld-
húsi Mundu.
Nú hefur Munda kvatt þennan
heim og er horfin á vit annai’rar ver-
aldai’, þar sem sjálfsagt verða ljúfir
endurfundir hennar við horfna ást-
vini. Hún var ekki feimin að tala um
þau vistaskipti sem hennai’ biðu í ell-
inni við hrakandi heilsu. Hún taldi
þetta eðlilegan gang lífsins, enda
þess fullviss að sín biði nýtt líf. Elsku
Munda, hafðu mínar innilegustu
þakkir fyrir allt.
Kristín Sverrisdóttir.