Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 65 FRÉTTIR Opinn fundur um heilbrigð- isþjónustu í dreifbýli LANDSSAMTÖK heilsugæslu- stöðva efna til opins fundar með pró- fessor Roger Strasser um heilbrigð- isþjónustu í dreifbýli, sérstaklega um þá erfiðleika sem eru á því að manna stöður lækna og annars fag- fólks í heilbrigðisþjónustunni í strjá- býli. Þetta er reyndar ekki séríslenskt fýrirbrigði og mun Roger Strasser m.a. segja frá hvernig brugðist hefur verið við þessu vandamáli í Ástralíu þar sem vegalengdir í dreifbýlingu eru víða gifurlegar, segir í fréttatil- kynningu. ■ Heimssambanbd heimilislækna (WONCA) hefur fjallað sérstaklega um þetta mál undir forystu Strasser og m.a. gert tillögur um þjálfun heimilislækna fyrir vinnu í strjábýli og bent á að kanna þarf sérstaklega þær aðstæður sem eru í dreifbýlinu að þessu leyti. Roger Strasser er forstöðumaður Centre for Rurai Health í Ástralíu og situr auk þess í fjölmörgum nefndum og ráðgjafahópum um heil- brigðismál í heimalandi sínu. Á fundinum mun Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir, gera stutta grein fyrir stöðu mönnunai- á læknis- stöðum á landsbyggðinni. Ráðstefna um virkjanir og umhverfi FÉLÖG verk- og tæknifræðinga standa að ráðstefnu um vatnsafla- virkjanir og umhverfismál á morgun, föstudaginn 6. nóvember á Grand Hóteli milli kl. 13 og 17. Fjallað verður um stefnu stjórn- valda, áætlanir Landsvirkjunai' og viðhorf ýmissa hagsmunaaðila á borð við Náttúruvernd ríkisins, Ferða- málaráð, sveitarfélög o.fl. Ráðstefn- unni er ætlað að fjalla um þetta mik- ilvæga málefni í víðu samhengi frá ólíku sjónarhorni. Ráðstefnan er öll- um opin og _fer skráning fram á skrifstofu VFÍ og TFÍ. Á ráðstefnunni flytja erindi þau: Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- Morgunblaðið/Golli FRA afhendingu hjólastólanna. Afhending nýrra hjólastóla til Grensáss í TILEFNI af 25 ára starfsafmæli endurhæfingar- og taugalækn- ingadeildar Grensáss 24. apríl 1998 festi Lionsklúbburinn Freyr kaup á fjórum nýjum hjólastólum og afhenti þá formlega 3. nóvem- ber sl. Með því endurnýjast hjóla- stólaeign deildarinnar en gömlu og slitnu stólarnir verða aflagðir. Nýju stólarnir taka þeim eldri fram m.a. vegna stillibúnaðar sem gerir þá hentugri fólki af ólíkri stærð. Þeir eru nú form- lega afhentir Grensási til eignar og afnota með ósk um að þeir komi að góðum notum fyrir alla sem þurfa þeirra með. „A þann hátt vill Lionsklúbbur- inn Freyr styðja það gildisríka og þjóðholla starf sem unnið er á Grensási af vel menntuðu og fórnfúsu starfsfólki er hefur bætt líðan margra manna með þraut- þjálfuðu sérfræðistarfi," segir í frétt frá klúbbnum. neytis, Páll Harðarson, hagfræðing- ur, Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfisdeildar Landsvirlqunar, Ái'ni Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, Smári Geirsson, for- maður Sambands sveitarfélaga Austurlandi, Stefán Thors, skipu- lagsstjóri ríkisins og Þorkell Helga- son, orkumálastjóri. Fjallað um makamissi NÝ dögun - samtök um sorg og sorgarviðbrögð, halda fyrirlestur fimmtudaginn 4. nóvember í safnað- arheimili Háteigskh-kju. Þá mun séra Gunnar Rúnar Matthíasson fjalla um makamissi. Fyrii-lesturinn hefst kl. 20 og eru all- ir velkomnir meðan húsrám leyfir. Fræðslufundur um erfðarann- sóknir og sykursýki FSBU, foreldrafélag sykursjúkra barna og unglinga, stendur fyrir fræðslukvöldi í kvöld kl. 20 um erfðarannsóknir og sykursýki. Árni Þórsson, yfirlæknir og Kristleifur Ki'istjánsson, erfðalæknir hjá Is- lenskri erfðagreiningu fjalla um sykursýki og erfðarannsóknir. Flestir foreldrar sykursjúkra barna hafa tekið þátt í áhugaverðri rannsókn um leitina að sykursýkis- geninu. Kristleifur Kristjánsson ætlar að fjalla um þessa rannsókn og Árni Þórsson mun fjalla um aðra erfðarannsókn og segja frá því nýjasta sem er að gerast í sykur- sýkisrannsóknum. Læknarnir svara síðan fyrirspurnum. Fræðslufundurinn verður haldinn í félagsmiðstöðinni Vitanum, Strandgötu 1, 3. hæð í Hafnarfirði og býður Hafnarfjarðarbær upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir. Fræðslufundur í Smáraskóla FORELDRAFÉLAG Smáraskóla stendur fyrir fræðslufundi í Smára- skóla Dalsmára 3, Kópavogi, í dag, fimmtudaginn 5. nóvember undir kjörorðinu „Gerum góðan skóla betri“. Guðjón Ólafsson sérkennslufræð- ingur mun ræða um „samskipti, líð- an/einelti“ og svarar fyrirspurnum að erindi loknu. Fundurinn byrjar stundvíslega klukkan 20.30 í sal skólans, gengið inn að vestanverðu gegnt Smáran- um. Félagsfundur hjá Neistanum FÉLAGSFUNDUR Neistans, Styi'ktarfélags hjartveikra barna, verður haldinn í Seljakirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Þar mun m.a. sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður prestafé- lagsins, halda erindi, tekið verður við pöntunum á dagbókum auk ann- arra mála. Stofnfundur Hollvinafélags námsbrautar í sjúkraþjálfun STOFNFUNDUR Hollvinafélags námsbrautar í sjúkraþjálfun verður haldinn fostudaginn 6. nóvember í nýju húsnæði námsbrautarinnar í Skógarhlíð 10 og hefst kl. 16. Á fundinum verður borin upp stofnskrá Hollvinafélagsins og kjörin stjórn. Formaður náms- brautarstjórnar, dr. Þórarinn Sveinsson, býður fólk velkomið og sýnir húsakynnin. Framkvæmda- stjóri Hollvinasamtaka Háskóla Islands, Sigríður Stefánsdóttir, flytur ávarp. Allir velunnarar eru velkomnir að koma og kynna sér hina bættu aðstöðu og njóta veit- inga í boði námsbrautarinnar. I undirbúningsnefnd að stofnun Hollvinafélags námsbrautar í sjúkraþjálfun sitja Karl Guð- mundsson, Ágúst Hilmisson, Joost van Erven, Ingveldur Ingvars- dóttir og María H. Þorsteinsdótt- ir. Þeir sem ekki eiga kost á að koma á fundinn, en vilja gerast stofnfélagar, geta haft samband við skrifstofu Hollvinasamtaka Háskóla íslands og skráð sig. Basar og kaffísala í Sunnuhlíð HINN árlegi haust- og jólabasar verður haldinn í Dagdvöl Sunnu- hlíðar, Kópavogsbraut 1, laugar- daginn 7. nóvember kl. 14. Seldir verða handunnir munir, margt fallegt til jólagjafa og heimabakaðar kökur og lukku- pakkar. Kaffisala verður í matsal þjón- ustukjarna og heimabakað meðlæti á boðstólum. Allur ágóði rennur til starfsemi Dagdvalar þar sem aldnir Kópa- vogsbúar dvelja daglangt og njóta ýmissar þjónustu og félagsskapar, segir í fréttatilkynningu. Forseti sendir samúðar- kveðjur FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gær forseta Honduras, Carlos Roberto Flores Facusé, og forseta Nikaragua, Arnoldo Almán Lacayo, samúðar- kveðjur vegna hinna hræðilegu náttúruhamfara, segir í fréttatil- kynningu frá skrifstofu forseta. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Sigríðar Loftsdóttur, sem búsett er í Hondúras, í forsíðufrétt í gær. Þar var Sigríður sögð Sveinsdóttir en hún kallar sig Sveinsson þar í landi, eftir fóðurnafni eiginmanns síns. 0FNUNARTILB0D Kvenfatnaöur í ótrúlegu úrvali! Aðeins 4 verð: 1 Blússur, peysur, buxur, jakkar, dragtir, kápur, vesti, toppar o.m Gæðafatnaður frá Þýskalandi - FRÁBÆRT VERÐ - ALLAR STÆRÐIR > Glæsilegar gæðavörur á ótrúlegu verði [.395,- 5 stk. Ilmvatnsglös Fallegur kertastjaki 1.290,- 3.890,- 2.490,- 990,- 2.295,- 2.390,- 3.790,- 5.890,- 3.900,- 890,- 995,- Quarz-úr Framr. og steikarpönnur 3ja hlutaleðurtöskusett Salatskálar - 7 hl. Hnífasett-14 hl. 30 hl. stál borðbúnaður Fjölnotapotturm. gufu 5hl pottasettm. glerioki Pottasett-8 hl. 3 skálar m. loki 3 framreiðsluföt i n IIjt. oe^1' 4 »VÍm iúndk Itúiinu V9ÍU6II6 DALVEGI2 • SÍMI 564 2000 EKKIMISSA AF ÞESSU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.