Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 65

Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 65 FRÉTTIR Opinn fundur um heilbrigð- isþjónustu í dreifbýli LANDSSAMTÖK heilsugæslu- stöðva efna til opins fundar með pró- fessor Roger Strasser um heilbrigð- isþjónustu í dreifbýli, sérstaklega um þá erfiðleika sem eru á því að manna stöður lækna og annars fag- fólks í heilbrigðisþjónustunni í strjá- býli. Þetta er reyndar ekki séríslenskt fýrirbrigði og mun Roger Strasser m.a. segja frá hvernig brugðist hefur verið við þessu vandamáli í Ástralíu þar sem vegalengdir í dreifbýlingu eru víða gifurlegar, segir í fréttatil- kynningu. ■ Heimssambanbd heimilislækna (WONCA) hefur fjallað sérstaklega um þetta mál undir forystu Strasser og m.a. gert tillögur um þjálfun heimilislækna fyrir vinnu í strjábýli og bent á að kanna þarf sérstaklega þær aðstæður sem eru í dreifbýlinu að þessu leyti. Roger Strasser er forstöðumaður Centre for Rurai Health í Ástralíu og situr auk þess í fjölmörgum nefndum og ráðgjafahópum um heil- brigðismál í heimalandi sínu. Á fundinum mun Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir, gera stutta grein fyrir stöðu mönnunai- á læknis- stöðum á landsbyggðinni. Ráðstefna um virkjanir og umhverfi FÉLÖG verk- og tæknifræðinga standa að ráðstefnu um vatnsafla- virkjanir og umhverfismál á morgun, föstudaginn 6. nóvember á Grand Hóteli milli kl. 13 og 17. Fjallað verður um stefnu stjórn- valda, áætlanir Landsvirkjunai' og viðhorf ýmissa hagsmunaaðila á borð við Náttúruvernd ríkisins, Ferða- málaráð, sveitarfélög o.fl. Ráðstefn- unni er ætlað að fjalla um þetta mik- ilvæga málefni í víðu samhengi frá ólíku sjónarhorni. Ráðstefnan er öll- um opin og _fer skráning fram á skrifstofu VFÍ og TFÍ. Á ráðstefnunni flytja erindi þau: Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, Magnús Jóhannes- son, ráðuneytisstjóri umhverfisráðu- Morgunblaðið/Golli FRA afhendingu hjólastólanna. Afhending nýrra hjólastóla til Grensáss í TILEFNI af 25 ára starfsafmæli endurhæfingar- og taugalækn- ingadeildar Grensáss 24. apríl 1998 festi Lionsklúbburinn Freyr kaup á fjórum nýjum hjólastólum og afhenti þá formlega 3. nóvem- ber sl. Með því endurnýjast hjóla- stólaeign deildarinnar en gömlu og slitnu stólarnir verða aflagðir. Nýju stólarnir taka þeim eldri fram m.a. vegna stillibúnaðar sem gerir þá hentugri fólki af ólíkri stærð. Þeir eru nú form- lega afhentir Grensási til eignar og afnota með ósk um að þeir komi að góðum notum fyrir alla sem þurfa þeirra með. „A þann hátt vill Lionsklúbbur- inn Freyr styðja það gildisríka og þjóðholla starf sem unnið er á Grensási af vel menntuðu og fórnfúsu starfsfólki er hefur bætt líðan margra manna með þraut- þjálfuðu sérfræðistarfi," segir í frétt frá klúbbnum. neytis, Páll Harðarson, hagfræðing- ur, Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfisdeildar Landsvirlqunar, Ái'ni Bragason, forstjóri Náttúru- verndar ríkisins, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, Smári Geirsson, for- maður Sambands sveitarfélaga Austurlandi, Stefán Thors, skipu- lagsstjóri ríkisins og Þorkell Helga- son, orkumálastjóri. Fjallað um makamissi NÝ dögun - samtök um sorg og sorgarviðbrögð, halda fyrirlestur fimmtudaginn 4. nóvember í safnað- arheimili Háteigskh-kju. Þá mun séra Gunnar Rúnar Matthíasson fjalla um makamissi. Fyrii-lesturinn hefst kl. 20 og eru all- ir velkomnir meðan húsrám leyfir. Fræðslufundur um erfðarann- sóknir og sykursýki FSBU, foreldrafélag sykursjúkra barna og unglinga, stendur fyrir fræðslukvöldi í kvöld kl. 20 um erfðarannsóknir og sykursýki. Árni Þórsson, yfirlæknir og Kristleifur Ki'istjánsson, erfðalæknir hjá Is- lenskri erfðagreiningu fjalla um sykursýki og erfðarannsóknir. Flestir foreldrar sykursjúkra barna hafa tekið þátt í áhugaverðri rannsókn um leitina að sykursýkis- geninu. Kristleifur Kristjánsson ætlar að fjalla um þessa rannsókn og Árni Þórsson mun fjalla um aðra erfðarannsókn og segja frá því nýjasta sem er að gerast í sykur- sýkisrannsóknum. Læknarnir svara síðan fyrirspurnum. Fræðslufundurinn verður haldinn í félagsmiðstöðinni Vitanum, Strandgötu 1, 3. hæð í Hafnarfirði og býður Hafnarfjarðarbær upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir. Fræðslufundur í Smáraskóla FORELDRAFÉLAG Smáraskóla stendur fyrir fræðslufundi í Smára- skóla Dalsmára 3, Kópavogi, í dag, fimmtudaginn 5. nóvember undir kjörorðinu „Gerum góðan skóla betri“. Guðjón Ólafsson sérkennslufræð- ingur mun ræða um „samskipti, líð- an/einelti“ og svarar fyrirspurnum að erindi loknu. Fundurinn byrjar stundvíslega klukkan 20.30 í sal skólans, gengið inn að vestanverðu gegnt Smáran- um. Félagsfundur hjá Neistanum FÉLAGSFUNDUR Neistans, Styi'ktarfélags hjartveikra barna, verður haldinn í Seljakirkju í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Þar mun m.a. sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður prestafé- lagsins, halda erindi, tekið verður við pöntunum á dagbókum auk ann- arra mála. Stofnfundur Hollvinafélags námsbrautar í sjúkraþjálfun STOFNFUNDUR Hollvinafélags námsbrautar í sjúkraþjálfun verður haldinn fostudaginn 6. nóvember í nýju húsnæði námsbrautarinnar í Skógarhlíð 10 og hefst kl. 16. Á fundinum verður borin upp stofnskrá Hollvinafélagsins og kjörin stjórn. Formaður náms- brautarstjórnar, dr. Þórarinn Sveinsson, býður fólk velkomið og sýnir húsakynnin. Framkvæmda- stjóri Hollvinasamtaka Háskóla Islands, Sigríður Stefánsdóttir, flytur ávarp. Allir velunnarar eru velkomnir að koma og kynna sér hina bættu aðstöðu og njóta veit- inga í boði námsbrautarinnar. I undirbúningsnefnd að stofnun Hollvinafélags námsbrautar í sjúkraþjálfun sitja Karl Guð- mundsson, Ágúst Hilmisson, Joost van Erven, Ingveldur Ingvars- dóttir og María H. Þorsteinsdótt- ir. Þeir sem ekki eiga kost á að koma á fundinn, en vilja gerast stofnfélagar, geta haft samband við skrifstofu Hollvinasamtaka Háskóla íslands og skráð sig. Basar og kaffísala í Sunnuhlíð HINN árlegi haust- og jólabasar verður haldinn í Dagdvöl Sunnu- hlíðar, Kópavogsbraut 1, laugar- daginn 7. nóvember kl. 14. Seldir verða handunnir munir, margt fallegt til jólagjafa og heimabakaðar kökur og lukku- pakkar. Kaffisala verður í matsal þjón- ustukjarna og heimabakað meðlæti á boðstólum. Allur ágóði rennur til starfsemi Dagdvalar þar sem aldnir Kópa- vogsbúar dvelja daglangt og njóta ýmissar þjónustu og félagsskapar, segir í fréttatilkynningu. Forseti sendir samúðar- kveðjur FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gær forseta Honduras, Carlos Roberto Flores Facusé, og forseta Nikaragua, Arnoldo Almán Lacayo, samúðar- kveðjur vegna hinna hræðilegu náttúruhamfara, segir í fréttatil- kynningu frá skrifstofu forseta. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn RANGT var farið með föðurnafn Sigríðar Loftsdóttur, sem búsett er í Hondúras, í forsíðufrétt í gær. Þar var Sigríður sögð Sveinsdóttir en hún kallar sig Sveinsson þar í landi, eftir fóðurnafni eiginmanns síns. 0FNUNARTILB0D Kvenfatnaöur í ótrúlegu úrvali! Aðeins 4 verð: 1 Blússur, peysur, buxur, jakkar, dragtir, kápur, vesti, toppar o.m Gæðafatnaður frá Þýskalandi - FRÁBÆRT VERÐ - ALLAR STÆRÐIR > Glæsilegar gæðavörur á ótrúlegu verði [.395,- 5 stk. Ilmvatnsglös Fallegur kertastjaki 1.290,- 3.890,- 2.490,- 990,- 2.295,- 2.390,- 3.790,- 5.890,- 3.900,- 890,- 995,- Quarz-úr Framr. og steikarpönnur 3ja hlutaleðurtöskusett Salatskálar - 7 hl. Hnífasett-14 hl. 30 hl. stál borðbúnaður Fjölnotapotturm. gufu 5hl pottasettm. glerioki Pottasett-8 hl. 3 skálar m. loki 3 framreiðsluföt i n IIjt. oe^1' 4 »VÍm iúndk Itúiinu V9ÍU6II6 DALVEGI2 • SÍMI 564 2000 EKKIMISSA AF ÞESSU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.