Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Endurnýjaður Mannréttindadóm- stóll Evrópu Hraðari og skilvirkari máismeðferð Strassborg. Morgunblaðið. ENDURNYJAÐUR Mannrétt- indadómstóll Evrópu tók til starfa á þriðjudag í Strassborg í Frakk- landi. Viðstaddir hátíðlega vígslu- athöfn í samkomusal ráðgjafar- þings Evrópuráðsins voru, auk nýju dómaranna 40 frá jafnmörg- um Evrópuríkjum, meðal annars fráfarandi dómarar og ráðamenn frá aðildarríkjunum, þar á meðal Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra og Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðheira. Breytingarnar á eftirlitskerfinu með Mannréttindasáttmála Evr- ópu eiga rætur að rekja til viðauka 11 við samninginn, sem gekk í gildi 1. nóvember síðastliðinn. Sam- kvæmt honum hafa Mannréttinda- nefnd Evrópu og Mannréttinda- dómstóllinn verið sameinuð í eina stofnun. Dómarar verða í fullu starfi en ekki hlutastarfi eins og áður. Islenski dómarinn er dr. Gaukur Jörundsson, en hann hefur verið umboðsmaður Alþingis frá stofnun embættisins árið 1988 auk þess að sitja í Mannréttindanefnd Evrópu frá árinu 1974. Fráfarandi dómari af Islands hálfu og jafn- framt varaforseti gamla dómstóls- ins er Þór Vilhjálmsson, fyrrver- andi hæstaréttardómari, nú dóm- ari við EFTA-dómstólinn í Lúxem- borg. Hraðari afgreiðsla Tilgangurinn með endurnýjun eftirlitskerfisins í Strassborg er fyrst og fremst sá að hraða af- greiðslu mála. Málafjöldinn hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og var svo komið á síðasta ári að nefndinni bárust tæplega 12.500 mál. A síðustu árum hefur tekið fimm til sex ár að fá dómsúrlausn eftir að kæra er send til Strass- borgar. Bætist sá tími við þann sem það hefur tekið fyrir kærand- ann að fá endanlega úrlausn heima fyrir. Markmiðið er að afgreiðslu- hraðinn verði tvö til tvö og hálft ár eins og fram kom hjá Svisslend- ingnum Luzius Wildhaber, forseta nýja dómstólsins, á fréttamanna- fundi á þriðjudag. Risavaxið verkefni Nýi dómstóllinn stendur frammi fyrir risavöxnu verkefni sem er að tryggja 800 milljón íbú- um Evrópuríkja frá Atlantshafi til Kyrrahafs þau mannréttindi sem skráð eru í Mannrétt.indasáttmála MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg. Evrópu. Meðal þessara réttinda má nefna bann við pyntingum og annarri vanvirðandi meðferð, tján- ingarfrelsi, rétt til réttlátrar máls- meðferðar fyrir dómi, friðhelgi einkalífs og rétt ýmissa þjóðfé- lagshópa sem eiga undir högg að sækja eins og fanga, samkyn- hneigðra og innflytjenda. Fram kom á fréttamannafundinum að markmið breytinganna nú um hraðari og skilvirkari málsmeð- ferð næðust ekki nema aðildarrík- in öxluðu þá ábyrgð sína að tryggja réttindin heima fyrir. Annars gæti holskefla mála, eink- um frá nýju aðildarríkjunum í Austur-Evrópu, stefnt ávinningn- um af einfaldara eftirlitskerfi í hættu. Þegar hafa borist 1.800 kærumál frá Rússlandi eftir að Rússar fullgiltu mannréttindasátt- málann og viðurkenndu lögsögu eftirlitsstofnananna í maí síðast- liðnum. Rétt er þó að geta þess að væntanlega verður einungis brot af þessum kærum tekið til alvar- legrar skoðunar og flestum vísað frá án þess að hljóta formlega skráningu, enda varða margar efnahagsástandið í landinu en ekki þau borgaralegu og stjórnmála- legu réttindi sem mannréttinda- sáttmálinn stendur vörð um. Ekki slakað á kröfum Wildhaber lagði áherslu á að nýi dómstóllinn myndi byggja á göml- um grunni, þ.e. þeirri markverðu dómaframkvæmd sem skapast hefði frá því mannréttindasáttmál- inn gekk í gildi árið 1953. Ekki yrði undir nokkrum kringumstæð- um slakað á kröfum gagnvart nýju aðildarríkjunum í austri. Það gengi ekki að hafa mismunandi mælikvarða í Evrópu á mannrétt- indasviðinu, einn fyrir gömlu aðild- arríkin 24 og annan fyrir nýju rík- in 16. Borgarráð hefur samþykkt nýtt skipulag stjórnsýslunnar í Ráðhúsinu Fjórum stjórn- sviðum verð- ur komið á BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu stjórnkerfisnefndar um nýtt skipulag stjórnsýslunnar í Ráðhúsinu, þar sem gert er ráð fyrir að komið verði á fjórum sviðum. I bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- fiokks er bent á að tillagan geri ráð fyrir veigamiklum breytingum án augljósra efnis- legra raka, t.d. sé ætlunin að leggja niður embætti borgarhagfræðings og starfs- mannastjóra. í bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlista segir að unnið hafi verið að því að draga úr miðstýringu Ráðhússins og auka sjálfstæði og ábyrgð stofnana. Bent er á að flutningur verkefna úr Ráðhúsinu hafi áhrif á starfsemi hagdeildar og starfs- mannahald. Stjórnsviðin fjögur eru: Stjórnsýslu- og fjármálasvið, undir stjórn borgarritara, sem fara mun með fjármálastjórn, borgar- bókhald, kjaraþróunarmál, rekstur og sam- eiginlega þjónustu Ráðhússins, fram- kvæmd og eftirfylgni með jafnréttisstefnu borgarinnar, yfirumsjón með undirbúningi stefnumótunar og ráðgjöf í tölvumálum, samhæfingu á starfsemi og ábyrgð á boð- skiptum við veitustofnanir, Reykjavíkur- höfn, Innkaupastofnun, slökkviliðið og SVR. Þróunar- og fjölskyldusvið Sérstakt þróunar- og fjölskyldusvið verð- ur undir stjórn framkvæmdastjóra menn- ingar-, uppeldis- og félagsmála og mun það fara með undirbúning að framtíðarsýn og langtímastefnu borgarinnar, mótun fram- kvæmda- og gagnaöflunarstefnu hennar, undirbúning að og framkvæmd á upplýs- ingastefnu innan og utan borgarkerfisins, fræðslu- og starfsmannaþróun og samhæf- ingu á starfsemi. Þróunar- og fjölskyldusvið ber einnig ábyrgð á boðskiptum við stofnan- ir á sviði menningarmála, skóla- og fræðslu- mála, dagvistarmála, félagsþjónustu og öldr- unarmála, húsnæðismála, heilbrigðismála, atvinnu- og ferðamála og íþrótta- og tóm- stundamála. Fylgir eftir ákvörðunum Þriðja sviðið er skrifstofa borgarstjóra, undir stjóm skrifstofustjóra, og mun sjá um starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa, undirbúning og umsjón með fundum borgarstjómar og borgarráðs og fylgja eftir ákvörðunum sem þar eru teknar. Jafnframt sér hún um þjón- ustu við borgarfulltrúa og nefndir og ráð, hefur yfirumsjón með skipulagðri fræðslu fyrir kjörna fulltrúa, sér um erlend sam- skipti borgarstjórnar og samskipti við önnur sveitarfélög, gestamóttökur borgarstjórnar, kynningu til borgarfulltrúa á lagafrumvörp- um og undirbúning og framkvæmd kosninga í Reykjavík. Fjórða sviðið er skrifstofa borgarlög- manns, undir stjórn hans, sem sjá mun um málflutningsstörf fyrir borgina, stofnanir hennar og fyrirtæki, lögfræðilegar álitsgerð- ir fyrir borgarstjóm, borgarráð, borgar- stjóra, stofnanir og íyrirtæki. Þá hefur þetta fjórða svið á sinni könnu ráðgjöf varðandi úr- lausn lögfræðilegra álitaefna til annarra lög- fræðinga borgarsjóðs, stofnana og fyrir- tækja borgarinnar, samningsgerð og frá- gang samninga m.a. um kaup og sölu og leigu eigna, yfirumsjón með lögfræðilegri innheimtu og að fylgjast með löggjafastarfi Alþingis og kynna frumvörp og lög sem snerta borgina fyrir forstöðumönnum við- komandi sviða. Embætti lögð niður í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- manna segir að tillagan um skipan stjórn- sýslu í Ráðhúsinu staðfesti að breytingar sem gerðar voru á stjómskipuriti borgarinn- ar árið 1995 hafi í megindráttum ekki heppn- ast og leitt til meiri óskilvirkni en áður. Reynslan hafi sýnt að gagnrýni sjálfstæðis- manna hafi verið á rökum reist, t.d. sé emb- ætti borgarlögmanns gert sjálfstætt á ný. Fram kemur að tillögurnar séu ekki til þess fallnar að skýra verkaskiptingu, einfalda boðleiðir eða gera stjórnkerííð skilvirkara. Þvert á móti virðist sem tillögurnar auki upplausnarástand sem ríki í stjórnsýslunni. Bent er á að veigamiklar breytingar séu gerðar án augljósra efnislegi-a röksemda eins og t.d. eigi við um embætti borgarhag- fræðings sem ætlunin sé að leggja niður svo og embætti starfsmannastjóra. Borgarverkfræðingur og borgarskipulag ekki með Þá segir: „Vinnubrögð meirihlutans í þessu máli eru með ólíkindum. Tillögumar eru unnar eftir forskrift borgamtara og borgarstjóra. Nánast ekkert samráð er haft við starfsmenn borgarinnar og er virðingar- leysi stjórnenda við starfsmenn með ein- dæmum. Stjómkerfisnefnd var greinilega aldrei ætlað að hafa neitt um tillögurnar að segja.“ Bent er á að veigamikill þáttur í stjórn- skipulagi borgarinnar, embætti borgar- verkfræðings og borgarskipulagsstjóra sé ekki hluti af heildartillögunum nú og hafi ekki heldur verið við síðustu breytingar ár- ið 1995. Öllum ætti að vera ljóst að ekki gangi að breyta stjórnsýslu og skipuriti á þriggja ára fresti með þessum hætti. Loks segir: „Það eykur á óvissu meðal borgar- starfsmanna um starfsumhverfí og starfs- öryggi og eykur á óvissu meðal borgarbúa varðandi hið flókna skipulag Ráðhúss Reykjavíkur og hvernig ber að nálgast stofnanir borgarinnar." Lagað að breyttum aðstæðum I bókun borgarstjóra segir að starfsum- hverfi opinberrar stjórnsýslu sé stöðugt að breytast og að mildlvægt sé að þeir sem sinna henni og beri ábyrgð á framkvæmd hennar geti lagað sig að breyttum aðstæð- um. Stjórnsýslan í Ráðhúsinu hafi verið bæði stöðnuð og miðstýrð allt til ársins 1994 en frá þeim tíma hafi verið gerðar umtalsverðar breytingar. I framhaldi þeirra breytinga hafi mikil vinna verið lögð í að draga úr miðstýr- ingu Ráðhússins og auka sjálfstæði og ábyrgð stofnana. Þannig hafi veruleg breyt- ing orðið við vinnu að fjárhagsáætlun borg- arinnar, sem hafi áhrif á starfsemi hagdeild- ar, verkefni hafi verið flutt frá bókhaldi og starfsmannahaldi til stofnana, nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi verið tekið í notkun og unnið hefur verið að verulegum breytingum á skjalastjórnun. Þá segir: „En breytingar á stjórnsýslu verða hins vegar aldrei gerðar í eitt skipti fyrir öll. Sífellt verða til nýjar þarfir og nýjar kröfur eru gerðar til stjórn- sýslunnar sem Reykjavíkurborg verður að svara ef hún ætlar að standa undir nafni sem þjónustufyrirtæki í eigu og þágu borgar- búa.“ Ekki fylgst með nýjungum Síðan segir að tillögumar séu vissulega sett- ar fram að fmmkvæði borgarstjóra og borgar- ritara enda beri þeir ábyrgð á stjómsýslu borgarinnar. Tillögumar miði fyrst og fremst að því að styrkja þá þætti sem forstöðumenn stofnana og Rekstur og ráðgjöf töldu að finna þyrfti stað í stjómsýslunni. í lokin segir að bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins beri því dapurlegt vitni að hann hefur ekki fylgst með þeim nýju hugmyndum sem þróast hafa um opinbera stjómsýslu á undaniomum ámm, né heldur virðist hann gera sér grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á starfs- umhverfi Ráðhúss Reykjavíkur og þar af leið- andi á stjómsýslu þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.