Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj án Aldur fíkniefna- neytenda lækkar Jón Arnar tekur þátt í þemaviku ÍÞRÓTTIR og heilsa eru mál málanna á þemaviku sem nú stendur yfír í Glerárskóla á Akureyri. Nemendur og kennar- ar líta þá upp frá hefðbundnu námi og leggja sérstaka áherslu á íþróttir og heilsu. I gær fengu nemendur skólans góðan gest í heimsókn alla leið frá Sauðár- króki en þar var á ferðinni tug- þrautarkappinn Jón Arnar Magnússon. Jón Arnar settist niður með nemendum í íþróttasal Glerár- skóla og ræddi við þá um ýmis mál, m.a. hversu mikið gott mataræði og góður svefn hefðu að segja fyrir heilsuna. Jón Arn- ar hvatti krakkana til að borða hafragraut í morgunmat og að taka lýsi en sú hvatning féll nú í misjafnlega góðan jarðveg hjá krökkunum. Sjálfur sagðist Jón Amar hafa verið alinn upp við að borða allan mat sem var lagð- ur á borð á hans heimili og það hafí örugglega komið sér vel fyrir sig. Einnig kom Jón Arnar inn á tölvunotkun, sjónvarpsgláp og nauðsyn góðrar hreyfingar. Hann sagði að í sínu ungdæmi hefðu ekki verið sjónvarpsút- sendingar á fímmtudögum og ekki í júlímánuði og þá hafí heldur ekki verið myndbands- tæki á hveiju heimili. Þetta fannst krökkunum að hlytu að hafa verið erfíðar tímar en Jón Arnar sagði að það hefði ekki verið erfítt að fínna sér eitthvað að gera. Eftir að hafa spjallað við nem- endur fékk hann þá til að taka með sér létta æfíngu á gólfínu í salnum. DANÍEL Snorrason, lögreglufull- trúi hjá rannsóknardeild lögregl- unnar á Akureyri, segir að fíkni- efnaneysla fari vaxandi í bænum og að aldur neytenda fari lækk- andi. „Við erum að hafa afskipti af sífellt fleiri unglingum á aldrinum 14-16 ára. í flestum tilfellum er um að ræða hassneyslu en einnig virð- ist sem neysla amfetamíns sé að aukast mikið.“ Daníel sagði að neysla am- fetamíns væri frekar á meðal eldri neytenda en einnig væra sögu- sagnir í gangi um daglega neyslu á hassi hjá nokkrum 15-16 ára ung- lingum. „Við höfum verið að vinna í fíkniefnamálum í nánast hverri viku og taka fíkniefnasendingar úr Reykjavík. Staðan er því engan veginn nógu góð.“ Foreldrar séu vel á verði Árið 1994 komu upp 10 fíkniefna- mál á Akureyri og árið eftir voni slík mál 20. Árið 1996 fjölgaði fíkni- efnamálum um helming en þá komu upp 40 slík mál og jafnmörg á síð- asta ári. Það sem af er þessu ári hafa komið upp rétt tæplega 40 mál og það síðasta er frá síðustu helgi. Áð mati Daníels er nauðsynlegt að foreldrar og forráðamenn í bæn- um séu vel á verði og opnir fyrir samstarfi við lögregluna. Vanda- málið sé ekki eingöngu lögreglunn- ar heldur allra og engar líkur á að árangur náist nema fólk taki hönd- um saman. Daníel vill hvetja fólk sem býr yfir einhverjum upplýs- ingum að hafa samband við lög- regluna. Þá er lögreglan með upp- lýsingasíma sem hægt er að hringja í án þess að gefa upp nafn og er símanúmerið 462 1881. Körfuknattleiks- deild Þórs Happdrættis- miði gildir á leik AKUREYRINGAR hafa síðustu daga verið að fá inn um lúguna hjá sér happdrættismiða frá Körfuknattleiksdeild Þórs. Dregið verður í happdrættinu á morgun, föstudaginn 6. nóvember. Greiddur happdrættismiði gildir sem að- göngumiði á leik Þórs og Vals í DHL-deildinni en sá leikur fer fram um kvöldið. Körfuboltadeildin hefur á að skipa ungu liði en er styrkt með nokki'um mönnum með reynslu. --------------- Djasstríó Ómars á Pollinum DJASSTRÍÓ Ómars Einarssonar heldur tónleika á veitingastaðnum Við Pollinn í kvöld, fimmtudags- kvöldið 5. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 22. Tríóið leikur þekkt djasslög, ný og gömul, en það skipa þeir Ömar Einarsson, gítarleikari, Stefán Ing- ólfsson, bassaleikari, og Karl Peter- sen, trommuleikari. Aðgangseyrir er 500 krónur. ------♦-♦-♦---- V erkmenntaskólinn Ráðstefna um stöðu og- framtíð RÁÐSTEFNA um stöðu og framtíð Verkmenntaskólans á Akureyri verður haldin í Giyfjunni, sal skól- ans í dag, fimmtudag frá kl. 9 til 16. Markmiðið með ráðstefnunni er að draga fram og skerpa þau mark- mið sem mótað hafa starf Verk- menntaskólans á Akureyri og finna að hvaða leyti ástæða er til að setja ný eða breytt markmið með starfinu. TILKYNNING UM ÚTBOÐ OG SKRÁNINGU HLUTABRÉFA Á VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS HLUTABRÉFASJÓÐUR NORÐURLANDS HF. Útgefandi: Hlutabréfasjóður Norðurlands hf., kennitala 601191-2379, Skipagötu 9, 600 Akureyri. Nafnverð hlutabréfa: Nýtt hlutafé að nafnverði að lágmarki 10.000.000 og að hámarki 184.500.000 króna. Gengi hlutabréfanna: Sölugengi bréfanna er í upphafí 2,18. Á útboðstímanum verður gengi sjóðsins reiknað út daglega og munu söluaðilar veita upplýsingar um gengi hverju sinni. Sölutími bréfanna er 9. nóvember 1998 til 9. maí 1999. Þó áskilur félagið sér rétt til framlengingar sölutímabils, enda sé þá heimild til hlutafjáraukningar ekki fullnýtt, að fengnu leyfi Verðbréfaþings íslands. Kaupþing Norðurlands hf., Skipagötu 9, 600 Akureyri, sími 460 4700, fax 460 4717. Áður útgefin hlutabréf Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. eru skráð á Verðbréfaþingi íslands, að nafnverði 315.500.000. VÞÍ hefur samþykkt að skrá þau bréf, sem seld verða í þessu útboði, enda hafí skilyrðum skráningar verið fullnægt. Niðurstaða útboðsins verður birt í viðskiptakerfí VÞÍ ásamt upplýsingum um endanlega dagsetningu skráningar. Þess er vænst að skráning verði í byrjun júní 1999, ef ekki kemur til framlengingar á útboði þessu. Umsjon með útboði: Kaupþing Norðurlands hf., Skipagötu 9, 600 Akureyri, sími 460 4700, fax 460 4717. Skráningarlýsing og önnur gögn um Hlutabréfasjóð Norðurlands liggja frammi hjá Kaupþingi Norðurlands hf. og Kaupþingi hf. KAUPÞING NORÐURLANDS HF Sölutími: Aðalsöluaðili: Skráning: Atvinnubílstjórar áhyggjufullir Lausaganga hrossa veldur erfíðleikum ATVINNUBÍLSTJÓRAR sem aka milli Norðurlands og Reykjavíkur hafa átt í hinu mesta basli undan- farnar vikur vegna lausagöngu hrossa. Að sögn Ragnars Karlsson- ar, bílstjóra á Akureyri, er ástandið sérstaklega slæmt í Húnavatns- sýslu. Hann sagði nokkur óhöpp hafa hlotist af lausagöngu hrossa og oft hafi mátt litlu muna. „Bílstjórar eru mjög óhressir með að ekkert skuli gert í þessum málum annað en banna okkur að nota sérstök ljós sem oft hafa bjarg- að okkur bílstjórum frá því að keyra á skepnur. Þegar ekið er á skepnur er ábyrgðin alltaf bílstjórans, sama hvort svæðið sem ekið er um er girt eða ekki. Og þessa dagana eru girð- ingar víða á kafi í snjó,“ sagði Ragn- ar. AKSJON 5. nóvember, fímmtudagur 12.00ÞSkjáfréttir 18.15Þ-Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endursýnd- ur kl. 18.45, 19.15, 19.45, 20.15 og 20.45. 21.00Þ-Áttatíu og eitthvað Sígild tónlistarmyndbönd. www.mbl.is Fulllestaður flutningabíll frá Akureyri fór út af veginum og valt vestan við Garðsgil í Norðurárdal í Skagafirði sl. sunnudag. Flutninga- bíllinn skemmdist nokkuð en bíl- stjóri og farþegi sluppu ómeiddir. Óhappið varð er verið var að reka eitt hross á bíl á veginum þar sem flutningabíllinn kom yfir blindhæð og við að koma í veg fyrir árekstur fór fiutningabíllinn útaf á öfugum vegarhelmingi og valt. Þá skemmdist sendibíll sem Ragnar ók við Stórhól í Húnavatns- sýslu í síðustu viku. Ragnar lenti þar í hrossahóp og er hann reyndi að koma í veg fyrir að lenda á stóð- inu á veginum, snerist bíllinn með þeim afleiðingum að kerra sem hann var með skall á bílnum og olli skemmdum. Fæðing breytist í sorg SIGRÍÐUR Sía Jónsdóttir, ljósmóð- ir og lektor við Háskólann á Akur- eyri, heldur fyrirlestur sem hún nefnir: „Þegar fæðing breytist í sorg“ á fundi Samhygðar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð á Akur- eyri og nágrenni í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 5. nóvember. Fyrirlest- urinn verður fluttur í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju og hefst kl. 20. Allir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.