Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 14
HREINTfrábœrt
14 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
Hreint skyr frá
Mjólkursamlagi KEA
hiaut guiiverðlaun
í fagkeppni
mjólkuriðnaðarmanna
í Danmörku 1998.
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/SBB
JEFF Helper á heimili sínu í Vestur-Jerúsalem.
að þetta sé rangt og munum standa
gegn ranglætinu þar til eitthvað
verður að gefa eftir.“
Gegnsæjasta birtingar-
form deilunnar
Jeff segir að í raun snúst málið
ekki um hús heldur um land. Með
aðgerðum sínum séu yfirvöld að
stunda jijóðernishreinsanir í
serbneskum skilningi þess orðs.
Þau séu að reyna að hrekja Palest-
ínumenn og Bedúína frá þeim hluta
Vesturbakkans sem Israelar ráði og
einangra þá á litlum, ótengdum og
þéttsetnum svæðum. „Eyðilegging
palestínskra húsa færir okkur beint
að kjama málsins sem er hersetn-
ing palestínsks lands,“ segir hann.
„í eyðileggingunni sjáum við eitt
gegnsæjasta birtingarform deilunn-
ar um land auk þess sem þjáningar
palestínsku þjóðarinnar birtast hér
hvað skýrast."
Jeff kveðst vera búinn að gefast
upp á hefðbundnum baráttuaðferð-
um, því rétt eins og það hafi verið
óhugsandi á sjötta áratugnum að
sannfæra hvíta suðumkjamenn um
að svartir væru jafningjar þeima og
ættu því rétt til sömu kjara, sé
óhugsandi að telja ísraelum hug-
hvarf enda snúist þetta ekki einung-
is um hugmyndir heldur hagsmuni.
„Auk þeirra fjölmörgu sem gangast
við því að um hreina hagsmunabar-
áttu sé að ræða leikur stór hluti
frjálslyndra tveimur skjöldum,"
segir hann. „Á sama tíma og þeir
tala gegn hersetunni njóta þeir góðs
af ódýru vinnuafli Palestínumanna
og eru því ekki heilir í baráttu sinni
fyrir breytingum."
Jeff telur að til þess að knýja
fram breytingar verði að sýna þessu
fólki ffam á að efnahagslegur ágóði
fylgi breytingunum. Það verði að
skapa alþjóðlegan þrýsting á Israel,
gera stöðuna þannig að hún verði
óþolandi án breytinga. „Við flnnum
fyrir miklum stuðningi Evrópubúa
en vandinn liggur í Bandaríkjunum,
bæði hjá samtökum Gyðinga og
Bandaríkjaþingi sem er mjög
hlynnt ísrael,“ segir hann. Sjálfm-
kveðst hann ekki vera til viðræðu
um málið þó hann sjái mikilvægi
þess að unnið sé að því að breyta
viðhorfi þessa fólks. „Eg reyni ekki
að sannfæra fólk enda stendur mér
nákvæmlega á sama um það hvort
fólk er mér sammála eða ekki.“ seg-
ir hann. „Það eina sem ég hef um
málið að segja er að ranglætinu
verður að linna og síðan geti menn
velt framhaldinu fyrir sér.“
Völdu hlutverk fórnarlambsins
Jeff segir afnám hersetunnar
hagsmunamál Israela engu síður en
Palestínumanna enda hafl hersetan
eitrað ísraelskt þjóðfélag ekki ein-
ungis efnahagslega og stjórnmála-
lega heldur einnig siðferðilega og
félagslega. Hann segir hernámið
hafa brenglað sjálfsmynd Israela.
Síonistahreyfingin hafi reynt að
breyta þeirri fórnarlambsímynd
sem löngum hafi loðað við Gyðinga
en ísraelskir stjórnmálamenn hafí
kosið að setja þjóðina aftur í það
hlutverk.
„Styrkur fórnarlambsins felst í
því að það ber enga ábyrgð," segir
hann. „Imynd hins nýja Gyðings
krafðist þess hins vegar að menn
öxluðu ábyrgð á gerðum sínum og
er fram í sótti þjónaði það hags-
munum stjórnmálamanna að setja
þjóðina aftur í hlutverk fórnar-
lambsins. Með þessu móti gátum við
orðið voldugasta og ásásargjarnasta
þjóðin í þessum heimshluta, orðið
kjarnorkuveldi og gert hvað sem
okkur datt í hug á Vesturbakkanum
án þess að taka nokkurn tíma
ábyrgð á gerðum okkar. Þetta hefur
þjónað hernaðarlegum hagsmunum
okkar en á sama tíma spillt þjóð-
inni.“
Jeff segir sex daga stríðið hafa
skollið á einmitt í þann mund er
fyrsta kynslóð innfæddra Israela
hafí verið að vaxa úr gasi. Síðan þá
hafi Israelar ekki haft tækifæri til
að þróa með sér ímynd hins nýja
Gyðings sem taki ekki einungis
ábyrgð á eigin lífi heldur einnig á
gerðum sínum.“
Því ekki að smakka
i
sjálf(ur), það er
hreint frábært.
indabrot yfirvalda en áður. „Fram-
koma palestínskra yfirvalda gengur
þvert á það sem þjóðina hafði
dreymt um,“ segir hann. „Fólkið
hefur séð hvers konar framtíð bíður
þess undir stjórn Arafats og það lít-
ur til þess hver geti fært því breyt-
ingar. Það hefur rekið sig á það að
baráttan fyrir sjálfstæði stendur í
ákveðinn tíma en baráttan fyrir lýð-
ræði stendur að eilífu.
Mannréttindi aldrei á
stefnuskrá yfirvalda
Bassem segir mannréttindi aug-
ljóslega aldrei hafa verið á stefnu-
skrá palestínski-a yfirvalda. Frá því
Palestínumenn tóku við stjórn
Vesturbakkans hafi rúmlega 20
manns látist í fangelsum þar, 23
hafi hlotið dauðadóm og tveir þegar
verið teknir af lífi. Það sé því ekki
nema von að palestínskum almenn-
ingi finnist hann standa á milli
hamars ísraela og axar Palestínu-
manna.
„Ég vona auðvitað að þetta eigi
eftir að breytast en á sama tíma
spyr ég sjálfan mig að því hvað
muni verða til þess að kalla fram
breytingar,“ segir hann. „Það er
grundvallaratriði að fólk geri sér
grein fyrir því að lýðræði hefur
aldrei komist á vegna aðgerða leið-
toganna heldur vegna þrautseigju
fólksins. Það er fólkið sem verður
að standa gegn ranglætinu."
Stór hluti af starfi Monitors mið-
ar því að því að vekja almenning til
vitundar um það sem fram fer.
Samtökin prenta 1000 eintök af
skýrslum sínum á ensku og 20.000
eintök á arabísku. „Við viljum ekki
einungis að fólk í Chicago og París
frétti af brotum yfirvalda heldur
einnig að palestínskur almenningur
geri sér grein fyrir ástandinu," seg-
ir Bassem. „En það er einmitt þetta
sem ergir yfirvöld hvað mest. Þeim
er sama þótt upplýsingarnar birtist
á Netinu því enginn óbreyttur Pa-
lestínumaður hefur aðgang að því.
Vilji maður hins vegar dreifa upp-
lýsingum í flóttamannabúðunum
getur maður átt von á vandræðum."
Bassem segir yfirvöld ekki hafa
gengið beint til verks gagnvart
samtökunum en að þau reyni óbeint
að skapa vandræði. „Þannig hafði
upplýsingaráðuneytið t.d. samband
við okkur á síðasta ári og sagði að
við hefðum eklci dreifingarleyfi,"
segir hann. „Við sóttum auðvitað
strax um leyfið og þegar við höfð-
um beðið eftir því í sex mánuði hót-
uðum við að snúa okkur til Hæsta-
réttar. Þá dró ráðherrann leyfið
loks upp úr skúffu sinni en þar
hafði það legið undirritað frá því
tveimur dögum eftir að umsókn
okkar barst. Þá hafa starfsmenn
okkar fengið upphringingar þai-
sem þeir eru hvattir til þess að
hætta starfi sínu með samtökunum
þar sem það þjóni einungis hags-
munum óvina okkar.“
Áhuginn af stjórnmála-
legum toga
Bassem segir það flækja alla
umræðu um málið að vandann
megi ekki einungis rekja til stjórn-
valda heldur einnig til samfélags-
gerðarinnar. „Eins og í mörgum
öðrum músh'mskum samfélögum
lítur fjöldi fólks á lýðræði sem
vestrænt fyrirbæri sem eigi enga
samleið með menningu okkar,“
segir hann. „Og vegna augljóss
misræmis milli mannréttindahug-
sjóna og ákveðinna hluta Kórans-
ins lítur það á þá sem berjast fyrir
mannréttindum sem guðleysingja.
Yfirvöld notfæra sér þetta í áróð-
ursstríðinu gegn okkur. Þau hafa
kosið að gleyma því að þegar ég
vann að mannréttindamálum fyrir
tíma sjálfstjórnarsvæðanna var ég
virtur og dáður fyrir starf mitt. Þá
voru allir stoltir af því sem ég var
að gera enda ýtti það undir stjórn-
málastefnu þeirra. Ég sé það núna
að þessir menn höfðu aldrei áhuga
á mannréttindamálum. Bæði
palestínskum yfirvöldum og
vinstrisinnuðum ísraelum er ná-
kvæmlerga sama um mannréttindi
Palestínumanna.“
Bassem segir áhyggjur og áhuga
vinstrisinnaðra ísraela einungis
vera af stjórnmálalegum toga. Þeir
vilji ganga frá friðarsamningi, jafn-
vel koma á stofn sjálfstæðu ríki Pa-
lestínumanna en hafi engin skýr
markmið varðandi réttindi fólksins.
Á sama hátt segir hann gang friðar-
ferlisins augljóslega skipta Evrópu-
búa meira máli en það hvað örygg-
issveitir Arafats geri Palestínu-
mönnum. Evrópuþjóðir fjármagni
stjómsýslu sjálfstjórnarsvæðanna
að miklu leyti en líti samt sem áður
svo á að hér sé um innanríkismál að
ræða sem þær hafi engan rétt til að
skipta sér af.
Hann kveðst þó vera andvígur
því að Evrópubúar hætti
fjárstuðningi sínum við sjálfstjórn-
arsvæðin en mælir með því að allir
þeir sem leggi yfirvöldum lið geri
þeim ljóst að þeir muni ekki styðja
lögregluríki.
Palestínumenn verða sjálfir að
verjast sinum yfírvöldum
Bassem, sem er í persónulegum
tengslum við ísraelska mannrétt-
indafrömuði, kveðst andvígur því að
ísraelar skipti sér af mannréttinda-
brotum í Palestínu. „ísraelar
fremja enn mannréttindabrot gegn
Palestínumönnum og ég tel að
mannréttindasamtök þeirra eigi að
einbeita sér að því að stöðva brot
sinna eigin stjórnvalda enda hljóta
að vera meiri líkur á því að þeim
takist að hafa áhrif á landa sína,“
segir hann. „Palestínumenn verða
síðan sjálfir að verjast sínum eigin
yfirvöldum.“
Bassem segir erfitt að sjá fyrir
um það hver framtíð sjálfstjórnar-
svæðanna verði. Hann vonist þó til
þess að þrýstingur frá umheiminum
muni koma í veg fyrir að ofsatrúar-
menn nái þar völdum. „Umheimur-
inn verður hins vegar einnig að
gera sér grein fyrir mikilvægi þess
að komið verði í veg fyrir að Palest-
ína verði einræðisríki," segir hann.
„Stofnun lýðræðisríkis er eina von-
in til þess að varanlegur friður
komist á. Að öðrum kosti muni hat-
ur Palestínumanna í garð Israela
einungis halda afram að aukast.“