Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 37
MINNINGAR
STANLEY
KIERNAN
sameiginlega uppáhalds lið. Svo
fórum við stundum í Ölver saman
en við sögðum engum frá því. Afi
minn gat verið stríðinn og má segja
að jafn stutt hafi verið hjá honum í
stríðnina og hláturinn. Honum
fannst gaman að gagnrýna og efast
um getu alþingismanna en ég veit
að það var meira gert til að stríða
ömmu heldur en hitt.
Öði-u hvoru sagði hann mér
hversu mikinn leiða hann væri
kominn með á Islandi og hvað hann
langaði mikið út tii Englands.
Hann blótaði veðurfarinu hér og
lýsti fyrir mér græna grasinu hin-
um megin hafsins. Oftar en ekki lét
hann af verða og ferðaðist til ætt-
ingja sinna í Englandi, dvaldi þar í
mánaðartíma en var svo kominn
aftur heim til Islands. Oftast var
hann feginn að vera kominn heim.
Hann var nefnilega hrifinn af Is-
landi, bjó hér meirihlutann af ævi
sinni og átti hér flesta vini sína og
fjölskyldu.
Mér hlotnaðist sá heiður að fá að
búa í kjallaranum heima hjá afa
mínum og ömmu í eitt ár. Þeim
kynnum sem tókust með okkur
þremur á þessu ári sem ég bjó hjá
þeim mun ég búa að alla mína ævi.
Afi minn varð vinur minn og amma
mín vinkona mín. Eg hélt mikið
upp á afa minn og hann gaf mér
óendanlega margt sem ég mun
alltaf varðveita innra með mér.
Hann kenndi mér þolinmæði og
hann hvatti mig til dáða. Hann lýsti
stolti sínu yfir því sem ég gerði rétt
og rökræddi það við mig sem hon-
um fannst betur mega fara. Hann
gaf mér trú á sjálfan mig og veitti
mér gleði í hjarta. Hann var sterk-
ur karakter og vissi nákvæmlega
hvað hann vildi. Hann hefði ekki
viljað að ég skrifaði væmna minn-
ingargrein um sig. Hann var St-
anley Kiernan og hann var yfir alla
gagnrýni hafinn. Afi minn var,
merkilegasti maður sem ég hef
kynnst.
Kjartan Orn Sigurðsson.
Elsku afi. Við þökkum þér þær
fjölmörgu ánægjustundir sem við
áttum saman. Minningar um ótal
hluti koma nú í hugann og það er
erfitt að trúa því að þú skulir ekki
sitja lengur í stólnum þínum eða
við tölvuna. Það var svo gaman að
koma og gefa þér stóran rembings-
koss. Fallega brosið þitt og hlátur-
inn kom öllum í gott skap. Aldrei
munum við gleyma laugardags-
morgnunum með þér í Kolaportinu
og Kringlunni eða ævintýraheimin-
um í bílskúrnum. Þú varst svo mik-
ill félagi, við lékum okkur með
járnbrautarlestina, þú hlustaðir á
okkur og það var svo gaman að
hlusta á sögumar þínar frá því þú
varst strákur í Englandi, úr stríð-
inu, frá tívolíinu og úr sælgætis-
gerðinni. Ef þú vissir hversu oft við
höfum sagt vinum okkar: Afi okkar
fann upp ... og afi okkar er ..., já, þú
varst og ert sannkallaður galdra-
karl í huga okkar, sem þekktir og
kunnir hina ótrúlegustu hluti.
Elsku afi, við vitum nú að þér
líður vel og við munum gæta minn-
inganna vel. Við biðjum góðan Guð
að styrkja elsku ömmu í missi sín-
um.
Sigurður Jens, Andri
Stanley og Hrefna Marín.
V
Sölusýning
+ Stanley Kiernan
fæddist við
Kempster Street í
Manchester 18. jan-
úar 1915. Hann lést
á hjartadeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur 7. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
James Kiernan og
Ethel Kiernan.
Hann á einn hálf-
bróður samfeðra,
Dennis Kiernan,
sem býr í Salford,
útborg Manchester.
Hinn 18. maí 1946 kvæntist
Stanley Kiernan eftirlifandi
konu sinni, Maren Níelsdóttur
Kiernan, f. 16. janúar 1922, og
eignuðust þau sex börn. Þau
eru: Edward læknir, búsettur á
Akureyri, Erla arkitekt, búsett í
London, Elsa kennari og lista-
maður, búsett í Penzance í Suð-
ur-Englandi, Stella hjúkrunar-
fræðingur, búsett í Garðabæ,
Jóhann innanhússarkitekt, bú-
settur í Reykjavík,
og Victor, markaðs-
fulltrúi, búsettur í
Kópavogi. Barna-
börn eru orðin
sautján og eitt
barnabarnabarn.
Stanley lauk
skyldunámi en fór
snemma að vinna
og lagði m.a. stund
á nám í sælgætis-
iðnaði. Hann gekk í
breska herinn og
gegndi herþjónustu
til stríðsloka, aðal-
lega í Austurlönd-
um nær. Stanley bjó á íslandi
frá 1946 og starfaði aðallega
við sælgætisiðnað og ráðgjöf,
lengst af við eigin rekstur Efna-
blöndunnar hf. og Sælgætis-
gerðarinnar Amor hf.
Utför Stanleys Kiernans fer
fram frá Fossvogskirkju á
morgun, mánudaginn 16. nóv-
ember, og hefst. athöfnin klukk-
an 15.
Allt er þrungið af þrá til að unna,
þúsundir óska stíga frá jörð,
upp yfir landsins grjótköldu grunna
grösin sig rétta, svo hátt sem þau kunna.
Ljósið heldur um lifið vörð.
(Einar Ben.)
Kæri Stanley. Þessu varð ekki
breytt, dagskráin var tæmd og þér
duldist ekki hvað í vændum var.
Það var komið að leiðarlokum hjá
þér. Ég mun aldrei gleyma því
hvernig við kynntumst. Þú varst
húsbóndi á þínu heimili, en varst
samt ekki alveg viss um hvernig þú
ættir að taka þessum unga síð-
hærða og skeggjaða manni sem var
farinn að gera sig heimkominn hjá
Stellu, yngstu dóttur þinni. Þetta
fékk ég að heyra í notalega eldhús-
króknum hjá Maren svo ég herti
upp hugann, gekk inn í stofu til þín
og það veit víst allt heimilisfólkið
hvemig framhaldið varð. Við urðum
strax góðir félagar, vinir án aldurs-
munar sem gátum talað um hvað
sem var, vissum allt manna best, sá-
um siðleysi og vandræða kommún-
ista í öðrum hverjum manni og
gerðum endalaust grín að öllu í
kringum okkur. Ótakmarkaður og
óbeislaður fjöldi nýrra viðskipta-
tækifæra sem gæfi okkur ómælan-
legan ágóða, að sjálfsögðu framhjá
skattayfirvöldum, voru skemmtileg-
ir dagdraumar sem fáir skildu nema
við. Einlægni og trúmennska og lát-
leysi kom víða fram og hvergi mátt-
ir þú aumt sjá eða hallað á nokkurn.
Það er ómetanlegt að hafa fengið að
kynnast þér og forgöngu þinni í hin-
um ýmsu viðskiptatækifærum, list-
rænum hæfileikum, m.a. í hönnum
auglýsinga og umbúðamerkinga
auk hinnar frábæru og högu handar
til allra hluta. Framsýni þín og hug-
sjón var ótrúleg og öll tækni lá sem
opin bók fyrir þér. Seint gleymi ég
ferðinni okkar þegar þú keyptir
tölvuna forðum. Innan tveggja daga
varstu farinn að vinna í teikniforrit-
um og eigin ævisöguskráning vel á
veg komin. Það voru góðar stundir
sem ég átti með þér á morgnana
þegar ég kom með blaðið til þín og
við horfðum á erlendu fréttirnar, þú
skráðir gengi á hlutabréfunum,
heims- og landsmálin voru krufin og
þú hafðir vaxandi áhyggjur af 2000-
vanda fyrirtækja.
Það er svo margs að minnast
þessi ár sem ég hefi fengið að njóta
nærveru þinnar. Hvort sem það var
í ferðalaginu okkar um Suður- og
Austurland, í herberginu þínu, bílt-
úrar um Reykjavík og nágrenni eða
bara berjaferðin núna í haust, alltaf
áttir þú góðar sögur, geislaðir af
frásagnargleði og sást skemmtilegu
hliðina á öilu. Já, skemmtilega
enska kímnin allt fram til síðustu
stundar þegar þú baðst mig á
hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
um að útvega þér nýtt heimilisfang.
Þá vafðist mér tunga um tönn og
mig setti hljóðan. Því miður, kæri
Stanley. Það voru örlögin en ekki ég
sem sáu um það að verða við þessari
beiðni þinni. Það varð aðeins einn
afi, afi Stan, sem börnin mín fengu
að kynnast og minningin um hann
mun þeim og mér aldrei gleymast
og megi hann hvíla í friði.
Elsku Maren, ég bið algóðan Guð
að styrkja þig og vemda.
Að leika upp æskunnai- ævintýr
með áranna reynslu, sem var svo dýr,
er lífið í ódáins-líki.
Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut,
ég gjöri mér veginn að rósabraut
og heiminn að himnaríki.
(Einar Ben.)
Sigurður Jónasson.
Ég er glaður. Ég er glaður yfír
því að lífið hafi verið svona gott við
mig að leyfa mér að kynnast þeim
stórmerkilega manni sem afi minn
var. Ég er stoltur. Ég er stoltur yf-
ir því að hafa átt hann sem afa. Ég
man fyrst eftir afa mínum þegar ég
var mjög ungur og hann lék við
mig í sófanum í stofunni. Ég man
eftir honum fara snemma á fætur,
snemma að sofa og ég man eftir
honum drekka melrose-te. Nú era
tæp tuttuguogfjögur ár síðan við
kynntumst fyrst í þessu lífi og í
tuttuguogfjögur ár höfum við verið
vinir. Hann er búinn að vera kenn-
arinn minn og ég að sama skapi
nemandinn. Námið var lífið. Afi
kenndi mér að vera sterkur, vera
hafinn yfir alla gagnrýni og gera
það sem hann fékk ekki tækifæri
til að gera, „Athafnamaður" er orð
sem lýsir afa vel. Hann las mikið
og vai' alltaf að fá nýjar hugmyndir
og átti auðvelt með að tileinka sér
nýjungar. Hann var uppfinninga-
maður og þúsundþjalasmiður og
lýsa leikföngin mín þegar ég var
lítill því vel. Hann var vellesinn og
vissi um allt. Hann hlustaði mikið á
tónlist og var hrifinn af Björk, lýsir
það vel hversu auðvelt hann átti
með að tileinka sér nýjungar. Fyrir
hann var J>að að læra á tölvu ekk-
ert mál. I huganum gat hann allt
og ef líkaminn hefði leyft honum
það hefði hann farið í heimsreisur,
stofnað ný fyrirtæki og haldið
áfram að klífa tindana í kringum
sig. Honum fannst gaman að safna
hlutum og sá verðgildi í öllu, ef
hluturinn var verðlaus þá skyldi
hann bara eiga hann þangað til
hann yrði einhvers virði. Þannig
var afi minn, þannig sá ég afa
minn.
En afi minn var líka annað og
miklu meira. Hann var faðir sex
barna og er eitt þeirra móðir mín.
Hann var líka hermaður og guð
veit hvað hann hefur mátt ganga í
gegnum. Og guð veit líka hvað
hann á stoltan afastrák. Þegar ég
var lítill og enn þann dag í dag segi
ég vinum mínum sögur af afa mín-
um sem era fullar af hugrekki,
stolti og lotningu. Og vinir mínir
hlusta, því allir geta hlustað á ein-
hvern segja frá einhverjum sem
var þeim svo mikils virði. Afi var
mikill fótboltaunnandi og við eydd-
um oft laugardögum saman. Enski
boltinn var okkar sameiginlega
áhugamál og Manch. United okkar
J
10% staðgreiðslu-
afsláttur
i E ; RAÐGREIBSLUR
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hótel, Reykjavík.
HOTEt
REYKJAVIK
í dag, sunnudaginn 15. nóv.
frá kl. 13-19