Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_ _ Reuters
PALESTINSKAR konur sitja innan ura föggur sínar eftir aö Israelsher jafnaði hús þeirra, sem byggt var án tilskilinna leyfa, við jörðu.
Vinnum að því að gera
ranglætið sjáanlegt
JEFF Helper er bandarísk-
ur gyðingur sem fluttist til
ísrael fyrir 25 árum. Hann
hefur starfað með ísraelsk-
um friðarhreyfingum um
árabil en starfar nú með samtökum
sem berjast gegn eyðileggingu
palestínskra húsa. „ísraelskar frið-
arhreyfingar hafa aldrei verið
sterkar,“ segir hann. „Eftir Oslóar-
samningana drógu þær sig enn
meira í hlé og það er eins og þær
hafi enn ekki áttað sig eftir að Net-
anyahu komst til valda. Þær standa
fyrir friðarsamkomum á nokkurra
mánaða fresti en að öðru leyti er
eins og þær viti ekld hvað þær eiga
af sér að gera.“
Jeff segir máttleysi friðarhreyf-
inganna hgfa orðið til þess að sam-
tök gegn eyðileggingu palestínskra
✓
A undanförnum árum hafa ofbeldisfullar
aðgerðir öfgasinnaðra heittrúarmanna oft-
ar en ekki haft afdrifaríkar afleiðingar á
--------a ——-----------------------
deilu Israela og Palestínumanna. Minna
hefur hins vegar farið fyrir þeim sem berj-
ast friðsamlegri baráttu fyrir mannréttind-
-------------------------r . . — ■■ --
um og afnámi hernáms Israela á Vestur-
bakkanum. Sigrún Birna Birnisdóttir hitti
tvo slíka menn og veitti því athygli að báðir
leggja þeir áherslu á mikilvægi þess að
umheimurinn beiti deiluaðila þrýstingi.
húsa voru sofnuð fyrir einu og hálfu
ári. „Við erum í raun fremur póli-
tískur vinnuhópur en hefðbundin
samtök,“ segir hann. „Erum að
jafnaði fámennur hópur en getum
safnað saman stærri hópi tii þess að
takast á við ákveðin verkefni. Hefð-
bundnar friðarhreyfingar mótmæla
á friðsamlegan hátt en við byggjum
starf okkar á aðgerðum sem oft
mætti kalla borgaralega óhlýðni.“
Jeff segir samtökin leggja höfuð-
áherslu á beinar aðgerðir til þess að
koma í veg fyrir að hús verði rifin.
Þau leiti þó einnig annarra leiða til
að ná því markmiði. Þannig komi
þau t.d. palestínskum fjölskyldum,
sem hafa fengið úrskurð um að hús
þeirra skuli rifin, í tengsl við fjöl-
skyldur bæði í ísrael og erlendis og
útvegi fólki lista yfir þá sem hafa
áhrif á ákvarðanatöku, þannig að
það geti sett sig í samband við þá.
Yfirleitt hús í íjar-
lægum þorpuni
Hann segir að yfirleitt sé um hús
í fjarlægum þorpum að ræða sem
hafi verið byggð án tilskilinna leyfa.
Herinn leggi að jafnaði til atlögu
snemma á morgnana eftir að karl-
mennirnir eru farnir til vinnu. Hann
umkringi þá húsið, reki fjölskyld-
una út og hefjist síðan handa við að
rífa það. „Jafnvel þó haft sé sam-
band við okkur og við bregðumst
fljótt við er afar ólíklegt að okkur
takist að komast á staðinn í tíma,“
segii' hann. „I sumar varð hins veg-
ar röð tilviljana til þess að til beinna
átaka kom milli okkar og hersins.
Við vorum að undirbúa mótmæla-
fund í Ramallah þegar við heyrðum
að verið væri að rífa hús í þorpi í ná-
grenninu. Þetta var um eftirmiðdag
sem er mjög óvenjulegt auk þess
sem rúta, full af fólki á leið til mót-
mælafundarins, var í nágrenninu.
Við snérum rútunni til þorpsins og
héldum sjálf af stað.“
Jeff kveðst hafa komið fyrstur á
staðinn og segir að þar sem herinn
sé ekki vanur því að hafa Israela á
staðnum hafi hermennirnir ekki vit-
að hvað þeir ættu við sig að gera.
„Ég vissi að þeir myndu ekki skjóta
mig svo ég gekk í gegn um varnar-
línur hersins og tók mér stöðu með
fjölskyldunni sem barðist gegn því
að verða fjarlægð úr húsinu,“ segir
hann. Rútan kom síðan á meðan
átökin stóðu sem hæst og 40 ísrael-
ar urðu vitni að blóðugri baráttu
fjölskyldunnar og liðsmanna sam-
takanna íyrir húsinu. Að auki voru
fréttamenn CNN og CBS frétta-
stofanna í rútunni þannig að mynd-
um frá átökunum var sjónvarpað
um allan heim. „Eftir að húsið var
jafnað við jörðu héldum við barátt-
unni áfram,“ segir Jeff. „Við feng-
um 150 Israela til að koma og end-
urbyggja húsið á þremur dögum.
Herinn kom síðan og jafnaði það við
jörðu á nýjan leik auk þess sem
hann eyðilagði nú einnig garðinn og
ólífutrén."
Hann segist telja að þetta atvik
hafi skipt sköpum. Það hafi vakið
athygli heimsins á eyðileggingunni
og orðið til þess að ísraelsk yfirvöld
hafi nú tilkynnt breyttar vinnuregl-
ur. Ákveðið hafi verið að láta 2300
hús á jaðarsvæðum á Vesturbakk-
anum standa og samtökin líti á það
sem áfangasigur þrátt fyrir að enn
standi til að rífa ólöglegar bygging-
ar í Austur-Jerúsalem og ósam-
þykktar byggingar Bedúína.
.Aðgerðir okkar miða fyrst og
fremst að því að draga aðgerðir yf-
irvalda fram í dagsljósið,“ segir
hann. „Með því að gera ranglætið
sjáanlegt munum við að lokum sigi'a
kerfið. Við munum byggja húsið aft-
ur og aftur. Við munum ekki hefja
lagalegar deilur eða taka málið íyrir
hæstarétt. Við lýsum því bara yfir
Baráttan fyrir lýð-
ræði varir að eilífu
BASSEM Eid er palest-
ínskur múslimi, sem er í
forsvari fyrir palest-
ínsku mannréttinda-
samtökin Monitor.
Hann er ríkisfangslaus eins og
flestir Palestínumenn en hefur ísra-
elsk persónuskilríki þar sem hann
er búsettur í Austur-Jerúsalem.
„Ég tel að ástandið í mannrétt-
indamálum, eins og reyndar öllum
öðrum málum, hafi versnað frá því
Palestínumenn tóku við stjórn á
Vesturbakkanum,“ segir hann. „Ég
er ekki að segja að mannréttinda-
brot Palestínumanna séu verri en
brot ísraela eða að við vildum held-
ur vera hemumin en það er mun
sárara að þola mannréttindabrot
okkar eigin manna en brot Israela.
ísraelar eru óvinir okkar og maður
býst við hörku frá óvini sínum á
sama tíma og maður hefur ákveðnar
væntingar til sinna eigin yfirvalda."
Bassem segir einnig sárt að sjá
hversu lík mannréttindabrot yfir-
valda á palestínsku sjálfstjórnar-
svæðunum séu mannréttindabrot-
um Israela. Enda hafi komið í ljós
að flestir þeir sem standi að pynt-
ingum í palestínskum fangelsum
hafi einhvern tíma verið pyntaðir af
Israelum.
„Monitor-samtökin voru stofnuð í
desember árið 1996 til þess að
fylgjast með mannréttindabrotum
yfirvalda á palestínsku sjálfstjóm-
arsvæðunum," segir hann. „A þeim
tíma voru u.þ.b. 20 mannréttinda-
samtök starfandi í Palestínu. Þau
einblíndu hins vegar öll á mannrétt-
indabrot Israela, útþenslu land-
nemabyggða, eignarnám lands og
eyðileggingu palestínskra húsa.
Ekkert þeirra treysti sér til þess að
takast á við mannréttindabrot
palestínskra yfirvalda og því stofn-
uðum við sarrítökin til þess að
takast á við brot þeirra.“
Bassem segir það einnig hafa
verið vandamál að öll þessi mann-
réttindasamtök hafi tengst stjórn-
málahreyfingum og því hafi gagn-
rýni þeirra á mannréttindabrot
Israela orðið hluti af þjóðernis-
stefnu. „Fyrir okkur eru mannrétt-
indi hins vegar algert grundvallar-
atriði sem hefur ekkert með stjórn-
málaskoðanir að gera,“ segir hann.
„Við vinnum starf okkar af hlut-
lægni og án allra tengsla við stjórn-
málasamtök. Palestínsk yfirvöld
kalla hins vegar alla gagnrýni róg-
burð og gera allt sem í þeirra valdi
stendur til þess að gera okkur og
starf okkar tortryggilegt. Þetta
Morgunblaðið/SBB
BASSEM Eid á skrifstoíú sinni í Austur-Jerúsalem.
hamlar allri starfsemi okkar sem
íyrst og fremst byggir á upplýs-
ingaöflun. Fólk óttast viðbrögð yfir-
valda. Það óttast hefnd öryggis-
sveitanna og hikar því við að veita
okkur upplýsingar.“
Hann segir þetta þó vera að
breytast. A undanförnum tveimur
til þremur árum hafi samfélagið
verið að missa traust sitt til yfir-
valda. Fólk hafi misst vonina og sé
því viljugi-a til að tala um mannrétt-