Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 19 Fimm skáld á Gráa kettinum Á VEGUM Besta vinar ljóðsins munu fímm höfundar lesa úr nýjum og væntanlegum bókum á Gráa kettinum við Hverfís- götu í dag, sunnudag, kl. 16. Auður Jónsdóttir les úr fyrstu skáldsögu sinni, Óstöðv- andi lukka; Elísabet Jökulsdótt- ir flytur örsögur úr væntanlegri bók; Amaldur Indriðason les úr skáldsögunni Dauðarósir; Kristín Ómarsdóttir flytur ljóð úr væntanlegri bók og Guðrún Eva Mínervudóttir les úr smá- sagnasafninu Pegar hann horfir á þig ertu María mey. Upplestra rkvöld í Kaffí- leikhúsinu BJARTUR og frú Emilía standa fyrir upplestrarkvöldi í Kaffileikhúsinu í kvöld, kl. 21. Huldar Breiðfjörð les úr bók sinni Góðir íslendingar; Guðrún Eva Mínervudóttir, les úr bók sinni Á meðan hann horfir á þig ertu María mey; Haraldur Jónsson, les úr bók sinni Fylgj- ur; Sigfús Bjartmars, les úr bók sinni Vargatai; Jón Karl Helga- son les úr bók sinni Næturgal- inn og Þorvaidur Þorsteinsson les úr bók sinni Eg heiti Blíð- finnur, þú mátt kalla mig Bóbó. Hljómsveitin Sig rós og leyni- gesturinn og hirðskáld Bjarts, Bragi Ólafsson, skemmta. Jasspúkar á Múlanum JASSPÚKARNIR halda tón- leika í Múlanum, Sóloni ís- landusi, í dag sunnudag kl. 21. Leikin verða ýmis þekkt djasslög, blús og frumsamið efni. Hljómsveitin samanstendur af meðlimum úr Milljónamær- ingunum, þeim Jóel Pálssyni, saxafón, Ástvaldi Traustasyni, píanó, Guðmundi Steingn'ms- syni, trommur og Birgi Braga- syni, bassa. Bókakaflar á Netinu NÝLEGA var útliti heimasíðu Máls og menningar og Forlags- ins breytt og nýjum upplýsing- um bætt við. Gefst nú kostur á að fletta upp fyi’stu síðu nýrrar bókar. Netfangið er: http:www//mm.is nýjar bækur. Fyrirlestur um sýningu Sigurjóns Olafssonar AÐALSTEINN Ingólfsson flytur fyrirlestur um stein- myndir Sigur- jóns Ólafsson- ar í Hafnar- borg, í dag sunnudaginn kl. 16. Fyrirlestur- inn tengist yf- irlitssýningu þeirri sem nú stendur yfir í Hafnarborg á verkum Sig- urjóns og útgáfu bókarinnar Sigurjón Ölafsson - Ævi og list I. Beethoven, Debussy og Blíðfinnur í Digraneskirkju ORN Magnússon píanóleikari flytur verk eftir Beethoven og Debussy í Digraneskirkju mánudagskvöldið 16. nóvember kl. 20.30. Á fyrri hluta tónleikanna flytur Örn píanó- sónötur Beethovens ópus 27, en þær hafa þá sérstöðu að vera nokkuð óbundnar af sónötu- forminu, og Tunglskinssónötuna. I seinni hlutanum leikur Órn tvö verk eftir Claude Debussy: Image 1, eða Myndir 1, þijú mynd- ræn tónverk og Eyja gleðinnar, eða L’isle Joyeuse. Órn Magnússon er fæddur í Ólafsfirði og ÖRN Magnússon við flygilinn. hlaut þar sína fyrstu tónlistarmenntun. Hann tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum á Akureyri og stundaði framhaldsnám í Manchester, Berlín og London fram til ársins 1986. Örn hefur komið fram á fjölda tónlcika og leikið inn á geislaplötur, bæði sem einleik- ari og í kammertónlist. Hann hefur farið í tónleikaferðir um Japan og hefur leikið á tón- leikum á Norðurlöndunum, á Bretlandi og á meginlandi Evrópu. A geislaplötu hefur Örn leikið pfanótónlist Jóns Leifs (fyrir sænska útgáfufyrirtækið BIS), frumflutt og hljóðritað Svipmyndir Páls Isólfssonar til útgáfu (hjá Islenskri tónverka- miðstöð), auk þess að hljóðrita píanóverk yngri höfunda íslenskra, bæði einleiksverk og kammertónlist. í undirbúningi er geislaplata með söngverkum Jóns Leifs þar sem þeir vinna saman Örn og Finnur Bjarnason söngv- ari. Þeir munu flytja þá efnisskrá á Myrkum músíkdögum í janúar. Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur Skila- boðaskjóðunnar, les úr nýrri bók sinni, Eg heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Verð aðgöngumiða kr. 1.000 kr. og verða þeir seldir við innganginn. 4581 / SlA.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.