Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 51 I DAG Árnað heilla OZ\ÁRA afmæli. Á OvJmorgun, mánudaginn 16. nóvember, verður átt- ræð frú Sonja B. Helgason, Bakkaseli 15, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Ax- el Helgason, listamaður og forstjóri Nestis hf., sem lést 1959. Sonja verður að heim- an á afmælisdaginn. BRIDS llm.vjón (ínðmniidin l’áll Aniarson SUÐUR opnar á tveimur gröndum og norður lyftir í þrjú: Norður + 64 V KD6 ♦ 98654 + 1032 Suður + Á95 VÁ75 ♦ ÁD102 *ÁK9 Vestur spilar út spaða- drottningu og austur kali- ar. Suður gefur og vestur spilar þá smáum spaða upp á kóng austurs, sem suður gefur aftur, en fær þriðja slaginn á ásinn. Hvernig myndi lesandinn vinna úr þessu? Spilið tapast sennilega ef vestur á tvo slagi á tígul, en hitt er líka aug- ljós hætta að vestur eigi eina innkomu á tígulinn og geti tekið þrjá slagi í viðbót á spaða. Það er í lagi að gefa einn slag á tígul ef spaðinn fellur 4-4, svo það er sjálfsagt að gera ráðstafanir til að vestur komist ekki inn. Að svo mæltu má velta fyilr sér hvort rétt sé að leggja niður tígulás. Norður * 64 V KD6 ♦ 98654 * 1032 Vestur Austur * DG1073 * K82 V G98 V 10432 ♦ K »673 + 8654 +DG7 Suður *Á95 VÁ75 ♦ ÁD102 + ÁK9 Það heppnast ágætlega í þessari legu, en er þó ekki nákvæmasta spila- mennskan. Hitt er nefni- lega til í dæminu að tígul- kóngurinn sé blankur í austur, en þá kemst vest- ur inn á gosann ef byrjað er á ásnum. Því er best að fara inn í borð á hjarta og spila tígli þaðan. Ef kóng- urinn kemur úr austrinu dúkkar sagnhafí, en drep- ur annars á ásinn. 0/\ÁRA afmæli. í dag, O V/sunnudaginn 15. nóv- ember, verður áttræður ÓIi B. Jónsson, íþróttakennari, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Hann dvelst á hótel Atl- antiko á Kanaifeyjum, fax: 0034 928760271. /?/VÁRA afmæli. í dag, O v/sunnudaginn 15. nóv- ember, verður sextugur Grétar Haraldsson, sölu- stjóri hjá EUROPAY ís- land, Seljalandi 7, Reykja- vík. Kona hans var Kristín Sólveig Sveinbjörnsdóttir, en hún lést árið 1992. Grét- ar er að heiman í dag. Þór Gísla, ljósmyndari, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. ágúst í Akureyr- arkirkju af sr. Birgi J3næ- björnssyni Gígja Rut ívars- dóttir og Jón Hrannar Ein- arsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Pór Gísla, ljósmyndari, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. ágúst í Skútu- staðakirkju af sr. Ornólfi Jóhannesi Ólafssyni íris Dögg Ingadóttir og Einar Georgsson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Þór Gísla, ljósmyndari, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. ágúst í Húsavík- urkirkju af sr. Sighvati Karlssyni Dagmar Krist- jánsdóttir og Hallgrímur Hreiðarsson. Heimili þeirra er á Akureyri. Þór Gísla, ljósmyndari, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voi-u saman 15. ágúst í Laufás- kirkju af sr. Pétri Þórarins- syni Ágústa Kristín Bjarna- dóttir og Sigurður Vilhelm Steinarsson. Heimili þeirra er á Akureyri. HOGNI HREKKVISI „ Pékksta mjölk?" STJÖRJVUSPA eftir Franecx Hrake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú hefur hæfúeika til að koma fólki og f}rrirbærum á hreyfíngu en mátthalda aft- ur af kappsemi þinni og sjáifsánægju. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þér líður eins og þú sért með of margt á þinni könnu en hafðu ekki áhyggjurþví hlut- imir leysast af sjálfu sér. Naut (20. apríl - 20. maí) Það má alveg gleðja sjálfan sig með óvæntum uppátækj- um við og við. Varastubara að gera ekki of mikið úr hlutun- um eða ganga of langt. M Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það kann að vera að sam- starfsmönnum þínum finnist þú einum of fljótur tilsvo hægðu á þér og láttu sam- starfið ganga fyrir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það er engin ástæða til að hleypa öllu í bál og brand þótt fólk þurfi aðsetjast niður og ræða viðkvæm mál. Vertu sáttfús. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Erfiðar deilur eru að baki og í ljós kemur að þú hefur haft rétt fyrir þér.Sýndu lítillæti sigurvegarans í garð þeirra sem við þig deildu. MeyÍa (23. ágúst - 22. september)®i Það er ekkert vit í öðru en að velta fyrir sér öllum þeim möguleikum semstanda tii boða í fjármálum. Gakktu úr skugga um réttmæti þess sem þúgerir. (23. sept. - 22. október) m Það er eitt og annað sem lífið færir manni til að kljást við en efhugarfarið er rétt þá eru átökin aðeins til ánægju. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það hefur ekkert upp á sig að berja höfðinu við steininn. Þú ert í rönguliði að þessu sinni og átt bara að viðurkenna það möglunarlaust. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt þú finnir til vanlíðunar vegna þeirrar stefnu sem líf þitt hefur tekið þá liggja or- sakirnar fyrst og fremst hjá sjálfum þér. «0 Steingeit (22. des. -19. janúar) k Láttu það eftir þér að njóta dagsins með hressandi gönguferð og umfram allt- hafðu gaman að því sem þú gerir. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Það vekur margar spuming- ar í huga manns að kynnast fólki frá fjarlægumslóðum. Mættu þeim með vinsemd og opnum huga. Fiskar (19. febrúai' - 20. mars) Þú hefur grun um að einhver sé að reyna að notfæra sér þig í viðkvæmudeilumáli. Haltu þér til hlés og vernd- aðu sjálfan þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Kaupa samkvæmiskjóla? Ekki ég! Aðeins einn fejóll af hverri gerð. Aldrei meira úrval, aidrei fleiri litir. Allir fylgihlutir. Stærðir frá 10-24. Opið virha daga fel. 9-18. laugardaga fel. 10-14. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi, sími 565 6680. Áletraður penni í jólapakkann Glæsilegir kúlupennar þar sem nafnið er grafið á í gylltum lit. Marmaragrænn, glansandi áferð. Svartur, mött áferð. Gjafaaskja fylgir hverjum penna. Verð aðeins kr. 1.790,- Persónuteq Oinarqjöf. Gjöf tii œttinqja erlendis. Giöf tit óilskiptaöina eoa penni handa sjdlfum f)ér. i Sendingarkostnaður bætist við vöruverð. Afhendingartími 7-14 dagar PONTUNARSIMI virka daga kl 16-19 ísifturT^ 'W 557 1960 f 'V r 1,1 PEUGEOT Ljén A veðíMfifl Samband Ijóns og sporðdreka einkennist af ástríðu og tilfinningum. Á yfirborðinu er allt með kyrrum kjörum þó undir niðri kraumi mikil orka. Gleymið ykkur samt ekki í of mikilli keyrslu. Staldrið við og leyfið hvort öðru að kafa undir yfirborðiö og kynnast náið, þið sjáið ekki eftir þvf. J 0 F U R NYBYLAVEGI S I M I 5 5 4 2 6 0 0 i&o* i hverfínu Alþingismenn og borgarfulltráar Sjálfstæðisfloklcsin sverða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Lára Margrét Ragnardóttir alþingismaður °g Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi í Árbæ, Hraunbæ 102, ki. 17—19. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. Næstu mánudagsspjallfundir: Mánudagur 23. nóv. kl. 17—19, Grafarvogur, Hverafold 1-3. Mánudagur 30. nóv. kl. 17—19, Breiðholt, Álfabakka I4a. VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA f REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.