Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 51
I DAG
Árnað heilla
OZ\ÁRA afmæli. Á
OvJmorgun, mánudaginn
16. nóvember, verður átt-
ræð frú Sonja B. Helgason,
Bakkaseli 15, Reykjavík.
Eiginmaður hennar var Ax-
el Helgason, listamaður og
forstjóri Nestis hf., sem lést
1959. Sonja verður að heim-
an á afmælisdaginn.
BRIDS
llm.vjón (ínðmniidin
l’áll Aniarson
SUÐUR opnar á tveimur
gröndum og norður lyftir í
þrjú:
Norður
+ 64
V KD6
♦ 98654
+ 1032
Suður
+ Á95
VÁ75
♦ ÁD102
*ÁK9
Vestur spilar út spaða-
drottningu og austur kali-
ar. Suður gefur og vestur
spilar þá smáum spaða
upp á kóng austurs, sem
suður gefur aftur, en fær
þriðja slaginn á ásinn.
Hvernig myndi lesandinn
vinna úr þessu?
Spilið tapast sennilega
ef vestur á tvo slagi á
tígul, en hitt er líka aug-
ljós hætta að vestur eigi
eina innkomu á tígulinn
og geti tekið þrjá slagi í
viðbót á spaða. Það er í
lagi að gefa einn slag á
tígul ef spaðinn fellur 4-4,
svo það er sjálfsagt að
gera ráðstafanir til að
vestur komist ekki inn. Að
svo mæltu má velta fyilr
sér hvort rétt sé að leggja
niður tígulás.
Norður
* 64
V KD6
♦ 98654
* 1032
Vestur Austur
* DG1073 * K82
V G98 V 10432
♦ K »673
+ 8654 +DG7
Suður
*Á95
VÁ75
♦ ÁD102
+ ÁK9
Það heppnast ágætlega
í þessari legu, en er þó
ekki nákvæmasta spila-
mennskan. Hitt er nefni-
lega til í dæminu að tígul-
kóngurinn sé blankur í
austur, en þá kemst vest-
ur inn á gosann ef byrjað
er á ásnum. Því er best að
fara inn í borð á hjarta og
spila tígli þaðan. Ef kóng-
urinn kemur úr austrinu
dúkkar sagnhafí, en drep-
ur annars á ásinn.
0/\ÁRA afmæli. í dag,
O V/sunnudaginn 15. nóv-
ember, verður áttræður ÓIi
B. Jónsson, íþróttakennari,
Kleppsvegi 62, Reykjavík.
Hann dvelst á hótel Atl-
antiko á Kanaifeyjum, fax:
0034 928760271.
/?/VÁRA afmæli. í dag,
O v/sunnudaginn 15. nóv-
ember, verður sextugur
Grétar Haraldsson, sölu-
stjóri hjá EUROPAY ís-
land, Seljalandi 7, Reykja-
vík. Kona hans var Kristín
Sólveig Sveinbjörnsdóttir,
en hún lést árið 1992. Grét-
ar er að heiman í dag.
Þór Gísla, ljósmyndari, Akureyri.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 15. ágúst í Akureyr-
arkirkju af sr. Birgi J3næ-
björnssyni Gígja Rut ívars-
dóttir og Jón Hrannar Ein-
arsson. Heimili þeirra er á
Akureyri.
Pór Gísla, ljósmyndari, Akureyri.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 22. ágúst í Skútu-
staðakirkju af sr. Ornólfi
Jóhannesi Ólafssyni íris
Dögg Ingadóttir og Einar
Georgsson. Heimili þeirra
er í Kópavogi.
Þór Gísla, ljósmyndari, Akureyri.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. ágúst í Húsavík-
urkirkju af sr. Sighvati
Karlssyni Dagmar Krist-
jánsdóttir og Hallgrímur
Hreiðarsson. Heimili þeirra
er á Akureyri.
Þór Gísla, ljósmyndari, Akureyri.
BRÚÐKAUP. Gefin voi-u
saman 15. ágúst í Laufás-
kirkju af sr. Pétri Þórarins-
syni Ágústa Kristín Bjarna-
dóttir og Sigurður Vilhelm
Steinarsson. Heimili þeirra
er á Akureyri.
HOGNI HREKKVISI
„ Pékksta mjölk?"
STJÖRJVUSPA
eftir Franecx Hrake
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins: Þú
hefur hæfúeika til að koma
fólki og f}rrirbærum á
hreyfíngu en mátthalda aft-
ur af kappsemi þinni og
sjáifsánægju.
Hrútur
(21. mars -19. aprfl)
Þér líður eins og þú sért með
of margt á þinni könnu en
hafðu ekki áhyggjurþví hlut-
imir leysast af sjálfu sér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það má alveg gleðja sjálfan
sig með óvæntum uppátækj-
um við og við. Varastubara að
gera ekki of mikið úr hlutun-
um eða ganga of langt.
M
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það kann að vera að sam-
starfsmönnum þínum finnist
þú einum of fljótur tilsvo
hægðu á þér og láttu sam-
starfið ganga fyrir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er engin ástæða til að
hleypa öllu í bál og brand þótt
fólk þurfi aðsetjast niður og
ræða viðkvæm mál. Vertu
sáttfús.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Erfiðar deilur eru að baki og í
ljós kemur að þú hefur haft
rétt fyrir þér.Sýndu lítillæti
sigurvegarans í garð þeirra
sem við þig deildu.
MeyÍa
(23. ágúst - 22. september)®i
Það er ekkert vit í öðru en að
velta fyrir sér öllum þeim
möguleikum semstanda tii
boða í fjármálum. Gakktu úr
skugga um réttmæti þess
sem þúgerir.
(23. sept. - 22. október) m
Það er eitt og annað sem lífið
færir manni til að kljást við
en efhugarfarið er rétt þá eru
átökin aðeins til ánægju.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það hefur ekkert upp á sig að
berja höfðinu við steininn. Þú
ert í rönguliði að þessu sinni
og átt bara að viðurkenna það
möglunarlaust.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þótt þú finnir til vanlíðunar
vegna þeirrar stefnu sem líf
þitt hefur tekið þá liggja or-
sakirnar fyrst og fremst hjá
sjálfum þér.
«0
Steingeit
(22. des. -19. janúar) k
Láttu það eftir þér að njóta
dagsins með hressandi
gönguferð og umfram allt-
hafðu gaman að því sem þú
gerir.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Það vekur margar spuming-
ar í huga manns að kynnast
fólki frá fjarlægumslóðum.
Mættu þeim með vinsemd og
opnum huga.
Fiskar
(19. febrúai' - 20. mars)
Þú hefur grun um að einhver
sé að reyna að notfæra sér
þig í viðkvæmudeilumáli.
Haltu þér til hlés og vernd-
aðu sjálfan þig.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Kaupa samkvæmiskjóla? Ekki ég!
Aðeins einn fejóll af hverri gerð.
Aldrei meira úrval, aidrei fleiri litir.
Allir fylgihlutir. Stærðir frá 10-24.
Opið virha daga fel. 9-18. laugardaga fel. 10-14.
Fataleiga Garðabæjar,
Garðatorgi, sími 565 6680.
Áletraður penni
í jólapakkann
Glæsilegir kúlupennar
þar sem nafnið er grafið
á í gylltum lit.
Marmaragrænn,
glansandi áferð.
Svartur, mött áferð.
Gjafaaskja fylgir
hverjum penna.
Verð aðeins
kr. 1.790,-
Persónuteq Oinarqjöf.
Gjöf tii œttinqja erlendis.
Giöf tit óilskiptaöina
eoa penni handa sjdlfum f)ér.
i
Sendingarkostnaður bætist við
vöruverð.
Afhendingartími
7-14 dagar
PONTUNARSIMI
virka daga kl 16-19
ísifturT^ 'W 557 1960
f 'V r
1,1
PEUGEOT
Ljén A veðíMfifl
Samband Ijóns og sporðdreka einkennist
af ástríðu og tilfinningum. Á yfirborðinu
er allt með kyrrum kjörum þó undir niðri
kraumi mikil orka. Gleymið ykkur samt
ekki í of mikilli keyrslu. Staldrið við og
leyfið hvort öðru að kafa undir yfirborðiö
og kynnast náið, þið sjáið ekki eftir þvf.
J 0 F U R
NYBYLAVEGI
S I M I 5 5 4 2 6 0 0
i&o*
i hverfínu
Alþingismenn og borgarfulltráar
Sjálfstæðisfloklcsin sverða með viðtalstíma í
hverfum borgarinnar næstu
mánudaga.
Á morgun verða
Lára Margrét Ragnardóttir
alþingismaður
°g
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarfulltrúi
í Árbæ, Hraunbæ 102, ki. 17—19.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til
að ræða málin og skiptast á skoðunum við
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast.
Næstu mánudagsspjallfundir:
Mánudagur 23. nóv. kl. 17—19, Grafarvogur, Hverafold 1-3.
Mánudagur 30. nóv. kl. 17—19, Breiðholt, Álfabakka I4a.
VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA f REYKJAVÍK