Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 27 ur í þessari stöðu. Einstæðar og barnlausar konur séu líka miklu fremur öryrkjar en karlar í sömu stöðu. Gunnar segir að skýringin á þessu sé hugsanlega sú, að hugsana- háttur karlanna sé annar en kvenn- anna, þeir vilji telja sig vinnufæra fram í rauðan dauðann. Skjólstæðingar félagsmálastofnana eiga við margvíslegan vanda að stríða. Ófaglært fólk, sem skortir að- lögun og þjálfun, kemst ekki út á vinnumarkaðinn. I Reykjavík hafa rúm 60% þeirra, sem leita aðstoðar, eingöngu skyldunám eða minni menntun að baki og hlutfall kvenna er hærra en karla. „Við þurfum að skoða sérstaklega þann hóp, sem er búinn að fá aðstoð samfleytt í langan tíma,“ segii' Sigríður og vísar til þess að langvarandi erfíðleikar foreldra geti haft áhrif á bömin þeirra. Hún bendir á, að sá hópur stækki sífellt hér á landi, sem þui'fi aðstoð til iangs tíma. Sama sé uppi á teningnum hjá nágrannaþjóðum. „Eg hef kannað þann hóp sem fékk aðstoð í 8 mánuði eða lengur árin 1995 og 1996. Af þeim hópi þiggja 42% ekki aðstoð nú, en huga þarf sérstaklega að aðstæðum þeirra sem fá aðstoð enn á mánaðar- legum grunni.“ María segir að þess sjáist vissu- lega merki að önnur og þriðja kyn- slóð komi til félagsmálastofnunar af því að hún hafí lent í sama farinu og foreldrarnir. „Við þurfum heildstæða stefnu, þar sem tekið er á þeim vanda í skólum, hjá íþróttafélögum og öðrum sem vinna með börnum.“ Gunnar Klængur samsinnir og seg- ir reynt að vinna samkvæmt þessu í Kópavogi. Þessi vandi snúi ekki ein- göngu að félagsmálastofnunum, held- ur öllu uppeldi þjóðfélagsþegna. Lífeyrir til sjálfshjálpar Þau Gunnar Klængur, María og Sigríður eru öll sammála um að æskilegt væri að fólk gæti fengið einhvers konar endurhæfingarlíf- eyri, til að komast til mennta eða fá starfsþjálfun. „Við eigum ekki alltaf að líta eingöngu til örorku út frá sjúkdómum og svipta fólk styrk ef það reynir að komast úr því farinu," segir Sigríður og tekur dæmi af konu, sem er öryrki en fór í háskóla- nám. Hún var þá svipt örorkustyrk, en gat ekki fengið námslán þar sem henni sóttist námið hægar en öðrum nemendum vegna fótlunar sinnar. „Þetta eru fáránlegar reglur. Ef konan hefði haldið sínum lífeyri með- an hún lauk námi, þá hefði hún að öllum líkindum fengið vinnu við sitt hæfí og aldrei þui’ft á lífeyri að halda framar. Þess í stað er komið í veg fyrir að hún geti skapað sér nýtt líf. Hvort ætli sé nú hagkvæmara fyiir samfélagið?" spyr Sigríður. Gunnar og María taka undir að það sé illt að horfa upp á fótunum kippt undan fólki með þessum hætti. „Fólki er refsað ef það reynir að brjótast áfram,“ segir Gunnar. Vísi að þjónustu af þessu tagi er þó að fínna hjá félagsmálastofnunum. Ef fólk er undir 25 ára aldri og aðstæður þess eru erfiðar getm' það fengið styrk ti! að stunda nám, sem ekki er lánshæft hjá Lánasjóði námsmanna. „Við gerum þetta einnig ef fólk vill fai-a á styttri námskeið, til dæmis í bókhaldi eða tölvufræðum,“ segii' María. „Slíkt nám er ekki lánshæft, en árangurinn lætur ekki á sér standa, því oft þarf þetta fólk aldrei á aðstoð að halda framar. Það er nauð: synlegt að styðja ungt fólk til náms. í sérstökum tilfeOum veitum við fólki styrki í allt að eitt ár. Markmiðið er að fólk geti náð sér í grunnmenntun og komist áfram í lánshæft nám eða bætt stöðu sína á vinnumarkaði." Gunnar segir að starfsmenn fé- lagsmálastofnana eigi á brattan að sækja með sjónarmið sín um endur- hæfíngarlífeyri. „Ástæðan er sú, að öryrkjum hefur fjölgað mjög og þá er tilhneiging hjá þeim, sem ráða yf- ir fjármurium ríkisins, að draga mörkin mjög skýrt við læknisfræði- lega örorku. Það fjármagn, sem lagt er í menntun og endurmenntun, er hverfandi." Þai-na er þó nokkur munur á milli sveitai'félaganna. Reykjavík hefur nokkra sérstöðu sem höfuðborg. Sig- ríður segir að af þeim sem þiggi að- stoð Félagsmálastofnunar Reykja- víkur séu rúm 8% nemar sem búa við erfiðar aðstæður og gætu ekki stundað nám nema með slíkri aðstoð. „Þessi hópur fékk 11% af þeirri upp- hæð sem veitt var til fjárhagsaðstoð- ar í Reykjavík á síðasta ári. Eg tel þetta vel að verki staðið, enda sett- um við okkur það markmið í Reykja- vík að veita þessum hópi þjónustu.“ Ófaglærðir skjólstæðingar félags- málastofnana eiga æ erfiðara með að fá vinnu. Gunnar Klængur segir að störfín, þai- sem menn gátu hallað sér fram á skóflu daglangt, séu horf- in. „Það er einfaldlega ekkert pláss lengur fyi'ir þá sem geta aðeins stundað einfóldustu störf. Þjóðfélag- ið hefur breyst svo mikið að þeir eru ekki lengur gjaldgengir.“ Sá aldurshópur, sem hefur mesta þörf fyrir stuðning félagsmálastofn- ana er fólk á aldrinum 20-49 ára, fólk með börn, sem er að koma sér upp húsnæði og allra mest á aldrinum 25- 35 ára. Hins vegar hefur mjög dregið úr því að fólk yfir 67 ára aldri þurfi fjái'hagsaðstoð, enda eiga flestir elli- lífeyrisþegar nú rétt á einhverjum greiðslum úr lífeyrissjóðum. „Aldr- aðir geta lifað frá degi til dags á tryggingabótum, en um leið og ein- hver aukakostnaður fellur til er það meira en þeir ráða við.“ Félagsmálastofnanir meta þörf barnafjölskyldna í hvert skipti. „Við verðum að vera sveigjanleg, enda setja þarfir barnanna reglur okkar til hliðar. Þrátt fyrir að foreldrarnir teljist yfír fátæktarmörkum þá mega þeh- ekki við neinum aukaútgjöldum, svo við reynum að styðja við íþrótta- iðkun barnanna, gi-eiða skóla- eða skátaferðir og fleira í þeim dúr. Slík- ir styrkir eru veittir út frá barna- verndarsjónarmiði,“ segir Gunnar Klængur. Hann segir að í minni sveitarfélögum sé oft hægt að leysa þessi mál á auðveldari hátt en í þeim stærri. „I litlu sveitarfélagi er lík- legra að þú þekkir formann íþrótta- félagsins og getir beðið hann að hafa barn endurgjaldslaust á æfingum og fleira í þeim dúr.“ Þau segja helsta muninn á fátækt nú og áður vera þann, að fátækt sé ekki sýnileg í nútíma samfélagi. Þá þurfi tilfinnanlega að samræma hug- tök og skilgreiningar milli sveitarfé- laga, svo starfið verði markvissara. Nú fara skjólstæðingar gjarnan frá einni félagsmálastofnun til annarrar, þvi margir eru þeir á leigumarkaði og flytja oft. „Einstædir foreldrar og einhleypingar eru á leigumarkaði og hjá þeim er oft afleitt ástand, enda húsaleiga mjög há,“ segir María. Gunnar Klængur segir að sam- ræma þurfi störf fleiri en félags- málastofnana, enda þjóni ýmis fé- lagasamtök sama hópi, s.s. Rauði kross Islands, sem rekur athvörf fyrir geðfatlaða. Undh'búningur er hafmn að verk- efni á vegum Tryggingarstofnunar i'íkisins, Félagsvísindastofnunar Há- skóla íslands og Félagsþjónustunnar í Reykjavík, þar sem kanna á hvert fólk í vanda leitar og hvaða lausn það fær. Staðan hjá vinnumiðlun, félags- málastofnun og TR verður skoðuð og er þetta verkefni hluti af norrænu verkefni. „Fólk fellur oft milli stafs og hurðar og við þurfum að finna þær glufur," segir Sigríður. „Þetta verk- efni tekur hins vegar nokkur ár.“ Hverfaskrifstofur Sigríður segir að þróunin hljóti að verða sú, að settar verði upp hverfa- skrifstofur, þar sem hægt verði að leita allra upplýsinga á einum stað. Hún vísar þar til reynslusveitarfélags- verkefnis í Grafarvogi, fjölskylduþjón- ustunnar Miðgarðs, þar sem Fræðslu- miðstöð, Dagvist bama, Fé- lagsþjónustan og Iþrótta- og tóm- stundaráð eru undir sama þaki, en segir að þar vanti að vísu heúsugæsl- una. „Þessi leið hefur verið farin á hin- um Norðurlöndunum og gefist vel.“ María tekur undir nauðsyn þess að þjónustan sé í minni einingum og segir smærri sveitarfélög þar eiga hægar um vik en höfuðborgina. Gunnar Klængur bendir á að í Kópa- vogi séu allar þjónustuskrifstofur á einum stað, en það tryggi ekki skil- virkni, því skörun á milli þeirra sé ekki nógu mikil. „Fólk þarf sífellt að segja sögu sína upp á nýtt, þegar það leitar til félagsmálastofnunar- innar eftir fjái'stuðningi, til læknis vegna bakverkja, Tryggingastofnun- ar vegna örorkunnar og til dagvistai' vegna leikskólans fyrir barnið. Svo vantar það uppburði og þá færni sem þaif til að standa í þessu. I raun þyrftum við að hafa eins konar þjón- ustufulltrúa þessu fólki til aðstoðar." SÍÐliMÚLA 2 SÍMI 568 9090 www.sm.is Uniboðsmenn um land allt: REYKJAVllt leímskiíflilan. Krinilunni.VISlURlANO: Hljáinsin fttanesi. Kauplélag lunliriinoa. Borgamesi. Binstiiniellir. Hellissandi. Giiáni HallgrimssDn. GrundarlirðLVESTFIRÐIR: Rafbúð Júnasat Þórs. PslreksWi. Pállinn, isaliiii. NOROURtAKD: KF Steingrímsljarðar. Ilólmavik. KF V Húnvetninga. Hvanunsianga. 1(1 Húnveininga. Blönduósi. Skaglirðingabúð. Sauðátkiöki. KEA. Dalvík. Ijssgjalinn. Akureyri. Kí bingevinga. Húsavik. M Raularhötn AUSIURIAHD: Kf Héraðsbúa. Egilsstóðum.Verslunin Vík. Neskaupsstað. Kauptúa Vnpnafirði. KEVopnfirðinga Vnpnafirði. Kf Héraðsbúa. Seyðistirði.Tunibræðut SeyðisfirðEKE Fáskrúðsfjarðar. fáskrúðsfirði. KftSK DjúpavogL KASK. Háln Homafirði. SUIUREAND: Haftnagnsverkstaði KH, Hvslsvelli. Musfell. Hellu. Hcimstskni, Sellassi. KA, Sellossi. Rás. Poiliksltáln. Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Crindavík. Rallagnavinnust. Sig. (ngvarssonar. Gatði. Rafmætti. Hafnarfirði Innborg, Kópavogi. Stafrænt FM/MW/LW útvarp með RDS og 30 minnum 270w+83w+83w (2x120+30+30w RMS) HEIMABÍÓ magnari jTj Fullkomiö Dolby ProLogic HEIMABÍÓ hljóðkerfi Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum | 8 Handahófsspilun á geislaspifara fyrir 3 diska /§SSBi Tónjafnari með popp, rokk, jass, bgm, klassík og flat þrlsg|a jra Tvöfalt DOLBY segulband með síspilun (Auto Reverse) ánvraa Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema Tímastilling og vekjari nn; douív surroupjo l Fullkominfjarstýring ‘ pTp'V'i o'nT'o LKAI Þrlggia ara | áDurgd 52 watta (2 x 14w RMS) magnari Stafrænt FM/MW/LW útvarp með 30 minnum Þriggja diska geislaspilari með 30 minnum Innstunga fyrir heyrnartól og hljóðnema ■ Tónjafnari með fimm forstíllingum Dínamiskur Súper Bassi .......... Tímastilling og vekjari Tvöfalt segulbana Fullkomin fjarstýring AKAI www.mbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.