Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
*----------------------------
MINNINGAR
+
Elskuleg móðir okkar,
ÁSLAUG STEFANIA GÍSLADÓTTIR,
Hólmgarði 51,
Reykjavík,
seinast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu við Skógarbæ,
(Heiðabæ), Reykjavík,
lést mánudaginn 9. nóvember 1998.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Valberg Lárusson,
Eggert Lárusson,
Kristín S. Lárusdóttir,
Guðrún S. Lárusdóttir.
+
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR,
Snorrabraut 56,
lést á Landsprtalanum föstudaginn 13. nóvember.
Ágústa Árnadóttir, Gunnar Kjartansson,
Anna Þóra Árnadóttir, Sveinn Þorgrímsson,
Sigrún Árnadóttir, Ragnar Ragnarsson,
Margrét Árnadóttir, Gunnar Herbertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
KARITAS ÓSK KRISTBJÖRNSDÓTTIR,
lést fimmtudaginn 15. október síðastliðinn.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum samúð og vinarhug.
Gunnar Jónasson, Oddrún Þorbjörnsdóttir,
Jónas Már Gunnarsson,
Róbert Vignir Gunnarsson,
Haukur Yngvi Jónasson.
+
Ástkær móðir okkar,
ANNA PÉTURSDÓTTIR,
Espilundi 5,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
föstudaginn 13. nóvember sl.
Árni Árnason,
Valmundur Pétur Árnason
og fjölskyldur.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR ÓSKARS JÓNSSONAR,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Kirkjuhvols fyrir ómetanlega
umönnun.
Áslaug Fanney Ólafsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Konan mín,
ANNA EINARSDÓTTIR,
Kiðafelli,
Kjós,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. nóv-
ember kl. 15.00.
Hjalti Sigurbjörnsson
og fjölskylda.
INGÓLFUR
ÞORS TEINSSON
+ Ingólfur Þor-
steinsson fædd-
ist 31. júlí 1910 í
Ólafsvík. Hann lést
6. nóvember 1998 á
hjartadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Jónsson skrifstofu-
sljóri í Reykjavík
(d. 1970) og f.k.h.
Margrét Einars-
dóttir (d. 1917). Auk
Ingólfs áttu Þor-
steinn og Margrét
Einar, sem fæddur
var 1906. Hann lést 1971. Með
síðari konu sinni, Katrínu Jó-
hannsdóttur (d. 1940) átti Þor-
steinn þrjú börn, Jón Grétar,
sem lést barn að aldri, Magnús,
sem er fæddur 1926, og Mar-
gréti sem er fædd 1930.
Hinn 26. janúar 1935 kvænt-
ist Ingólfur Vilborgu, f. 20. apr-
íl 1912, Vilhjálmsdóttur, óðals-
bónda í Kirkjuvogi í Höfnum
Ketilssonar og k.h. Valgerðar
Jóakimsdóttur. Sonur þeirra er
Ketill, f. 6. júlí 1936, prófessor í
eðlisfræði í Bandaríkjunum.
Kona hans er Úrsúla tónlistar-
kennari og pianóleikari, f. 22.
des. 1943 í Sviss, dóttir Franz
Fassbind rithöfundar og k.h.
Gertrud. Dætur
þeirra eru Judith,
Miriam og Bera.
Fósturdóttir þeirra
er Katla Soffía.
Ingólfur lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1931.
Stundaði nám í
Technische
Hochscule í Dres-
den 1932-1933. St-
arfsmaður Lands-
banka íslands frá
30. des. 1933, deild-
arstjóri í hlaupa-
reikningsdeild bankans 1. okt.
1942 til 1. júní 1960. Skrifstofu-
stjóri Landsbanka íslands í
gjaldeyrisdeild bankanna frá 1.
júní 1960 til 31. des. 1980.
Kennari við Iðnskólann í
Reykjavík 1945-1970 og við
Bankamannaskólann í Reykja-
vík 1959 í nokkur ár. I samn-
inganefnd um utanríkisviðskipti
Islands og Þýska alþýðulýðveld-
isins (DDR) frá 1972-1980. í
sljórn Nemendasambands
Menntaskólans í Reykjavík
nokkur ár.
títför Ingólfs fer fram frá
Fossvogskirkju á morgun,
mánudaginn 16. nóvember, og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þegar Ingólfur Þorsteinsson lét
aldurs vegna af embætti sem for-
stöðumaður gjaldeyrisdeildar
bankanna í árslok 1980, sjötugur
að aldri, átti hann að baki nær
hálfrar aldar starfsferil í Lands-
banka Islands. Var hann ótvírætt
einn reyndasti bankamaður Islend-
inga og um skeið í hópi hinna
áhrifamestu enda gjaldeyrisdeild-
inni, sem hann veitti forstöðu fyrir
hönd Landsbankans frá upphafi
1960, falið stórt og veigamikið hlut-
verk við stjórn erlendra gjaldeyris-
viðskipta þjóðarinnar.
Ingólfur var föðurbróðir minn og
ég leiddi ekki oft hugann af störfum
hans og stöðu sem bankamanns. Þó
hafði ég svolítil kynni af honum
sem slíkum, þegar ég starfaði hjá
honum í gjaldeyrisdeildinni í
nokkra mánuði skömmu eftir stúd-
entspróf. Eg minnist þess að sam-
starfsmenn báru mikla virðingu
fyrir honum og kunnu að meta að
hann umgekkst þá sem jafningja,
þótt ekki færi milli mála hver réð
ferðinni og ákvarðanir tæki.
Ingólfur fæddist 1910 í Ólafsvík
og ólst þai- upp fyrstu árin en flutt-
ist síðan til Reykjavíkur með for-
eldrum sínum. Ari eftir stúdents-
próf frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1931 fór hann til náms í véla-
GUÐJÓN ÞÓR
ÓLAFSSON
+ Guðjón Þór
Ólafsson fæddist
í Reykjavík 2. júlí
1937. Hann andaðist
í Sjúkrahúsi Akra-
ness 4. nóvember
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Akraneskirkju 13.
nóvember.
Elsku afi Gonni
minn.
Það var alltaf svo
gaman að vera með
þér. Það var svo gam-
an að smíða litla bát-
inn sem við síðan máluðum líka.
Mér fannst svo gaman að hjálpa
þér að púsla stóra púsluspilið þitt.
Mér fannst alltaf svo gaman þegar
ég fór með ykkur ömmu Jónu í
Lundinn í Skarðheiðinni þar sem
þið voruð búin að girða af og gróð-
ursetja fallegan reit. Þar létum við
litla bátinn okkar sigla í ánni, spO-
uðum boltaleiki, grilluðum og
gerðum svo margt skemmtilegt.
Svo var auðvitað langskemmtileg-
ast þegar ég fékk að gista með
ykkur ömmu í stóra húsbílnum
ykkar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesú mæti.
(Höf.ók.)
Bless elsku afi minn og takk fyr-
ir allt.
Þinn
Kristófer Már.
Elsku afi Gonni.
Mér brá hræðilega
fyrir fáeinum vikum
þegar öll systkinin
voru köUuð á fund með
lækni og var þeim sagt
frá hversu alvarleg
veikindi þín voru orðin.
Ég brast í mikinn grát,
og hugsaði að þetta
gæti bara ekki verið
þar sem þú varst ekki
nema 61 árs. Ég dáðist
að þér því þú kvartaðir
aldrei yfir eymslum og
barðist fram á það síð-
asta. Það sem situr eft-
ir hjá okkur eru aðeins minningar
um þig og þær eru margar. Frá því
ég man eftir mér hef ég alltaf borið
ákveðna virðingu fyrir þér. Þú
varst alltaf að hvetja mig til að
fylgjast með hvað væri að gerast í
þjóðfélaginu með því að lesa blöðin
og fylgjast með fréttum. Þú varst
mjög flinkur í höndunum og varst
alltaf að smíða eitthvað nýtt inni í
bílskúr. Ég man þegar þú varst
alltaf að æfa þig á trompetið á
Garðabrautinni, svo fylltist maður
stolti á hátíðisdögum þegar þú
varst að spila með lúðrasveitinni.
Ég man að það var oft verið að
bralla ýmislegt uppi í Rein þar sem
þið amma buðuð okkur krökkunum
oft með. Það var nú aldeilis fjör á
jólunum þegar þú lékst jólasveininn
og gafst bamabömunum pakka, og
svo sagði amma að „hann afi þyrfti
nú gleraugun til að geta lesið á
pakkana“ og enginn fattaði neitt.
Þín var mikið saknað síðastliðið
verkfræði við Tækniháskólann í
Dresden í Þýskalandi með styrk frá
Alþingi. Hann dvaldi þar veturinn
1932 til 1933, á miklum umbrota-
tíma. Hann kaus að koma heim og
var ráðinn starfsmaður Lands-
banka íslands í árslok 1933. Helg-
aði hann bankanum ki'afta sína alla
starfsævina. Fyrstu árin gegndi
hann almennum stöi-fum en varð
deildarstjóri hlaupareikningsdeild-
ar haustið 1942. Sumarið 1960, þeg-
ar gerðar voru miklar breytingar á
skipan gjaldeyrismála, var hann
ráðinn annar tveggja skrifstofu-
stjóra gjaldeyrisdeildar bankanna.
Hafði hann sem slíkur með ákvarð-
anir um úthlutun erlends gjaldeyris
að gera. Það var sannarlega ekki
alltaf öfundsvert hlutskipti, enda
áttu margir þar ríkra hagsmuna að
gæta, jafnt fyrirtæki sem almenn-
ingur. Óhætt er þó að segja að í
þessu erfiða starfi hafi notið sín
réttsýni Ingólfs og sanngimi.
Ingólfur og eftirlifandi kona
hans, Vilborg Vilhjálmsdóttir, Ingi
og Borga eins og við köllum þau,
voru tíðir gestir á heimili mínu á
æsku- og unglingsárunum og ófáar
voru heimsóknirnar til þeirra, fyrst
í Barmahlíðina og síðar í Vatns-
holtið. I endurminningunni er mér
tvennt efst í huga í þessu sam-
bandi. Annars vegar hve mikil
áhrif það hafði á mig að þau töluðu
við mig, bam að aldri, nánast eins
og ég væri fullorðinn en ekki
krakkakjáni eins og eldra fólk hef-
ur stundum tilhneigingu til þegar
böm eiga í hlut. Þeim fannst sjálf-
sagt að heyra álit og skoðanir okk-
ar systkinanna ekkert síður en for-
eldra okkar. Hins vegar, og það
leiddi af hinu fyrra, minnist ég
þess hve þessum heimsóknum
fylgdi óvenju mikil tilhlökkun. Ingi
var mjög vel að sér, hafði ferðast
víða, hafði ákveðnar skoðanir á
fjölbreytilegustu hlutum og leyndi
þeim ekki. En hann var líka gam-
ansamur og sló á létta strengi. ÖUu
var í hóf stillt og mátulegt alvöra-
leysi undir niðri. Kannski var það
ekki tilviljun að Jón Prímus undir
Jökli var í uppáhaldi hjá honum en
Ingi hafði tilvitnanir í Kristnihaldið
á hraðbergi. Hann var mikill bóka-
maður, átti gott bókasafn, og var
sumar í markvörslu á Sleitustöðum,
því áður stóðst þú og varðir okkar
mark en í ár hvattir þú okkur bara
áfram, ég held að það hafi verið
ástæðan fyrir tapinu. En það sem
ég á mikið eftir að sakna er að geta
ekki heilsað upp á þig á verkstæð-
inu hjá pabba og spjallað við þig
þar sem þú varst alltaf við renni-
bekkinn.
En elsku afi Gonni, þó að nú sért
þú búinn að kveðja okkur öll
muntu alla tíð lifa í minningum
okkar allra. Góði guð styrktu hana
ömmu mína og alla fjölskylduna í
baráttunni við sorgina.
Karen Lind.
Elsku afi, við kveðjum þig í dag
með sorg og söknuð í huga, en þeg-
ar við lítum til baka koma okkur
þrjú orð í hug; ást, stolt og virðing.
Við vitum að þó sorgin sé mikil nú
getum við ekki annað en fyllst
stolti yfir því að hafa átt afa með
slíka ást og hlýju, sem þó náði
aldrei efst upp á yfirborðið því þar
réð kímnin og eljusemin ávallt ríkj-
um og minnumst við þín á þann
hátt. Þú kenndir okkur systkinun-
um mjög margt og eitt sem við
munum aldrei gleyma er þessi
endalausa barátta sem einkenndi
þig, þennan mikla mann sem þrátt
fyrir mikil veikindi bar sig alltaf
svo vel og lét ekkert á sig fá heldur
vann úr því sem hann hafði og
gerði það vel. Þetta mun hjálpa
okkur mikið alla okkar lífsleið. Én
þrátt fyrir þessa miklu baráttu
varstu farinn að þreytast og það
hryggði okkur mjög, en eftir sem
áður stendur upp úr minning um
einstakan mann, afa Gonna.
Blessuð sé minning afa Gonna.
Jón Þór Hauksson, Andri
Júlíusson, Heiðdís Júlíusdóttir.