Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 1
261. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Irakar gefa eftir á síð- ustu stundu Bagdad, London, Dubai. Reuters. Reuters Enn miklar óeirðir í Indónesíu ÍRAKAR gáfu í gær eftir í deilunni um vopnaeftirlit Sameinuðu þjóð- anna í Irak og mun Saddam Hussein, forseti Iraks, hafa sam- þykkt að taka upp samstarf við UNSCOM, vopnaeftirlitsnefnd SP, að nýju, og án skilyrða að því er CNN greindi frá um miðjan dag í gær. Var þetta síðan staðfest á fréttamannafundum málsaðila. Virðist því stríðsátökum við Persaflóa hafa verið afstýrt, í annað skipti á tíu mánuðum og enn á ný mun Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafa leikið lyk- ilhlutverk. Hafði háttsettur fulltrúi Iraksstjórnar fyrr um daginn sagt Karríréttir og flug- drekakúnst London. The Daily Telegraph. LAGT hefur verið til, að bresk- ur háskóli, Thames Valley Uni- versity, verði sviptur réttindum til að veita prófgráður og hefur það ekki gerst fyrr í sögu breskra menntastofnana. Háskólinn var stofnaður áinð 1992 og um 31.000 nemendur stunda nú nám eða námskeið við skólann, þar sem er meðal annars boðið upp á rokktónlist, flugdrekakúnst og matreiðslu karrírétta. I skýrslu um skólann segir, að ráðamenn skólans hafi kannski ekki vitandi vits gert námsefnið að hálfgerðum skrípaleik en hins vegar hafi þeim alls ekki tekist að sýna fram á gildi þess fyrir æðri menntun í landinu. f skýrslunni er dr. Mike Fitz- gerald, aðstoðarrektor, sem nú hefur sagt af sér, ekki síst kennt um ástandið í skólanum, og þar segir, að ekki sé vitað um annan breskan rektor, sem liti á sér hárið, sé með hringi í eyrunum og segi, að rokktón- list, knattspyrna og brimbrett- areið séu helstu áhugamál sín. að von væri á yfirlýsingu frá írökum þar sem þeir „brygðust með upp- byggilegum hætti“ við bréfi sem Kofi Annan sendi Saddam Hussein á föstudag. Atti Annan símasamtal við Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráð- herra íraks kl. 15 í gær þar sem Aziz gerði Annan grein fyrir stefnubreyt- ingu íraka og að þeir samþykki að taka á nýjan leik upp samstarf við UNSCOM. Ekki er hins vegar ljóst hver viðbrögð öryggisráðs SÞ verða við tíðindum þessum, og ljóst þykir að þar á bæ munu menn ekki sætta sig við að þessari sáttfysi fylgi skil- yrði. í bréfi sínu til Saddams Husseins mun Kofi Annan hafa farið fram á það við íraka að þeir leyfðu UNSCOM að taka aftur upp störf sín í írak an skilyrða. Ekki er þó ólíklegt að írakar geri sér einhverjar vonir um að þeim muni með stefnu- breytingu sinni verða umbunað með því að ákveðið verði hvenær við- skiptabanni SÞ á írak verði mögu- lega aflétt, sýni írakar UNSCOM fullan samstarfsvilja. Var gert ráð fyrir að öryggisráð SÞ myndi ræða málefni íraks á fundi sínum í gær og einnig áttu utamákis- ráðherrar sex arabaríkja við Persaflóann fund í Dubai. Mótmæli í Bagdad Fyrr um daginn höfðu um þúsund írakar gengið fylktu liði í gegnum miðborg Bagdad og að höfuðstöðv- um Sameinuðu þjóðanna í útjaðri borgarinnar þar sem þeir( lýstu mót- mælum sínum við hótanir Banda- ríkjamanna um loftárásir vegna deil- unnai- um UNSCOM. Brenndu göngumenn bandaríska og ísraelska þjóðfána á leiðinni og fordæmdu starfshætti UNSCOM. „Eftirlits- mennirnir eru bandarískir njósnar- ar,“ hrópaði fólkið fyrir framan höf- uðstöðvar SÞ. Gerði Robin Cook, utanríkisráð- herra Bretlands, lítið úr ummælum sem höfð voru eftir Saddam Hussein, forseta íraks, á föstudag sem þóttu benda til að Saddam væri að linast í afstöðu sinni. Þar hafði Hussein léð máls á að írakar væru reiðubúnir til að bregðast á jákvæð- an hátt við tillögum sem kæmu til móts við réttmætar kröfur þeirra. TIL mikilla óeirða kom í Djak- arta, höfuðborg Indónesíu, í gær, fjórða daginn í röð, og fleygði nnigur manns grjóti að lögreglunni, brenndi bfla og lét greipar sópa í verslunum borg- arinnar. Beitti lögreglan táragasi og gúmmíkúlum. A.m.k. tólf manns hafa látist í átökum þessa viku, sem eru þau verstu síðan í maí þegar stjórn- leysi á götum úti olli því að Suharto forseti hrökklaðist frá völdum. Fórust að minnsta kosti 1200 í óeirðunum þá. Fór B.J. Habibie, forseti landsins, fram á að fólk sýndi ró, en forsetinn sat á neyðar- fundum með Wiranto hershöfð- ingja, yfirmanni indónesíska hersins, og ríkisstjóni sinni. Hafa stjórnarandstæðingar og námsmenn krafist afsagnar bæði Habibies og Wirantos. Hef- ur Habibie haldið því fram að þeir sem standi að baki mótmæl- unum séu einungis pólitískir vandræðamenn sem vilji flæma hann úr embætti. Um fimm þúsund námsmenn tóku einnig um stundarsakir öll völd á flugvellinum í Medan, sem er á Norður-Súmötru, og kröfðust þess að vera fluttir til Djakarta til að geta tekið þátt í mótmælum námsmanna þar. Telja námsmenn fyrirhugaðar stjórnarumbætur Habibies ekki ganga nægilega langt. Þeir krefjast þess einnig að Suharto verði þegar sóttur til saka fyrir meint afglöp í starfi. Samkomu- lag í Buen- os Aires Buenos Aires. Reuters. UMHVERFISRÁÐHERRAR þjóða heims náðu í gær samkomulagi um aðgerðaáætlun um hvernig draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sögðu fulltrúar á loftslagsráðstefn- unni í Bueons Aires að með þessari samþykkt héldust enn fyrirætlanú um minnkun gróðurhúsaáhrifa á loftslag jarðar. Mun í samkomulaginu vera að finna tímaáætlun um hvernig ljúka eigi umræðum fyrir árið 2000 um þau fjölmörgu atriði sem ekki hefur enn náðst sátt um. Meðal þeiiTa er t.d. sú hugmynd að þeir, sem ekki nái til- skildum mörkum um losun gasefna, verði beittir refsingum, hvernig hægt sé að koma tækni, sem hlífir náttúr- unni, í gagnið í vanþróuðum ríkjum þannig að þau mengi minna og loks hvernig lagt verður mat á mengun hvers ríkis. Var með þessu sam- komulagi bundinn endahnútur á erf- iðar samningaviðræður sem átti að ljúka á fóstudagskvöld en teygðust langt fram á laugardagsmorgun. „Við erum afar ánægð með þenn- an árangur. Við teljum að þar með sé starfinu sem unnið var á ráðstefn- unni í Kyoto haldið áfram á mark- vissan hátt,“ sagði Stuart Eizenstat, aðstoðarutanríkisráðhen'a Banda- ríkjanna, að afloknum samninga- fundi. Átti að kynna öllum fulltrúum á ráðstefnunni í Buenos Aires inni- hald samkomulagsins seinna í gær. --------------------- Hussein seg- ist læknaður Amman. Reuters. HUSSEIN Jórdaníukonungur sagði í samtali við ríkissjónvarp Jórdaníu seint á fóstudag að læknismeðferð sú sem hann hefur verið í vestur í Bandaríkjunum við krabbameini í eitlum hefði skilað góðum árangri og að krabbinn væri á bak og burt. Konungurinn hefur nú lokið fimm af sex áætluðum lotum lyfjameðferðar sinnar. Hussein kom aftur fram í sviðsljós- ið í síðasta mánuði er hann aðstoðaði við að miðla málum í samningavið- ræðum ísraelsmanna og Palestínu- manna í Bandaríkjunum en þótti veiklulegur og gaf það sögusögnum um að læknismeðferðin hefði ekki til- ætluð áhrif byr undir báða vængi. Héldu dagblöð í Bretlandi og Israel því fram að Hussein væri dauðvona. Ummæli Husseins á fóstudag komu í þann mund er lögð var loka- hönd á undirbúning vegna afmælis- veislu sem haldin var í Jórdaníu í gær til að fagna 63 ára afmæli konungsins. Vil sátt milli manns og náttúru 10 eirra sem ejtir sitja STJÓRNAÐ MEÐ SKÝRUM MARKMIÐ UM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.