Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
1. september eða sama dag og
Hreinn hóf störf sem forstjóri. „I
framhaldi af því fórum við í innri
skipulagsbreytingu. Deildunum var
fækkað úr átta í fjórar og rekstur-
inn var straumlínulagaður. Síðan
höfum við unnið að innri skipulags-
málum þessara deilda," segir
Hreinn.
„Við höfum fyrst og fremst ein-
faldað skipulagið, aukið upplýsinga-
streymi til starfsfólksins þannig að
það er meðvitað um hvernig rekst-
urinn gengm- og hvort við séum að
ná markmiðum okkar eða ekki. Við
höfum einnig einfaldað boðskiptin
og sett ný markmið í sölu- og mark-
aðsmálum. Við vinnum skipulags-
vinnuna neðan frá og upp í gegnum
fólkið vegna þess að ég hef ekki trú
á þeirri aðferð að sníða fötin fyrst
og síðan þröngva fólkinu í þau.
Heldur þarf maður að vita hvers
konar auðlind starfsfólkið er og því
þarf að líða vei í vinnuumhverfí
sínu.“
- Fékkstu jákvæðar undirtektir
þegar þú fórst að tala um breyting-
arnarí upphafi?
„Já, það fengum við. Þegar erfíð-
leikarnir voru sem mestir lögðum
við áherslu á að ná trúnaði fólksins
og selja því ákveðna framtíð. Við
réðumst strax að rótum þess
vanda, sem olli mestu tapi fyrir-
tækisins og „fituskárum" rekstur-
inn, ef svo má að orði komast. Það
var tiltölulega einfalt. Mun erfiðara
var að byggja upp framtíðarsýnina.
Við urðum að spyrja okkur hvert
við ætluðum að stefna, hvar sókn-
arfærin væru og svo framvegis.
Það er nauðsyn hverju fyrirtæki að
þekkja sínar sterku og veiku hliðar
áður en ákveðið er hvert skal
halda.
Mér fínnst mjög mikilvægt að
hafa skýra stefnu og að starfsfólkið
geri sér grein fyrir að leiðir þess og
fyrirtækisins liggja saman í
ákveðna átt. Hér starfa 137 manns,
sem líta á sig sem einn hóp eða eina
samhenta fjölskyldu, eins og við
segjum stundum. Við viljum gera
vinnustaðinn skemmtilegan, þannig
að fólk hlakkar til að koma í vinn-
una á morgnana og takast á við þau
verkefni sem bíða. Allir starfsmenn
eiga að vita hvert við stefnum og
hver markmiðin eru. Eg tel það
gríðarlega mikilvægt.“
- Heldurðu að almennt sé skort-
ur á markmiðasetningu og að
starfsfólk viti hver markmiðin eru í
íslenskum fyrirtækjum?
„Já, ég tel að víða megi stefnu-
mótun og markmiðasetning vera
skýrari. Fyrirtæki sem hefur ekki
skýra stefnu veit ekki hvert það er
að fara og veit þá ekki heldur
hvenær það er að ná árangri. Þó
hefur orðið mikil breyting á síðustu
árum og sífellt fleiri fyrirtæki hafa
gert sér grein fyrir þessu.“
„Boðorðin tíu“
Frá upphafi þessa árs og fram á
vormánuði var unnið að myndun
nýrrar framtíðarsýnar fyrir
SKÝRR. Farið var yfír hlutverk og
meginmarkmið fyi-irtækisins og
stefnu þess í hinum ýmsu mála-
flokkum. „Út úr þessu komu tíu
stefnur, nokkurs konar „boðorðin
tíu“, þar sem tekið er á öllum
helstu málaflokkum. Þar er mörk-
uð stefna í fjármálum, gagnvart
hluthöfum, markaðsstefna, gæða-,
menningar-, starfsmanna-, sölu-,
tækni-, umhverfis- og öryggis-
stefna,“ segir Hreinn og bætir við
að innbyggt í slíka stefnu verði að
vera sveigjanleiki og ákveðið svig-
rúm til að geta náð þeim árangri,
sem stefnt er að.
„Við skilgreinum SKÝRR sem
þjónustufyrirtæki á sviði upplýs-
ingatækni, sem þýðir að við ætlum
að veita víðtæka þjónustu á þessu
sviði. Meginmarkmið með rekstri
fyrirtækisins er að þjóna „þremur
háum herrum" eins og við segjum
stundum. í öndvegi eru viðskipta-
vinimir, síðan koma starfsmenn og
eigendur."
Hreinn segir að meginbreyting-
in á starfseminni felist í því, að
SKÝRR sé að færa sig inn á ný
svið, auka vöruframboð og bjóða
heilsteyptar lausnir fyrir við-
skiptavini. „Áður má segja að ein-
göngu hafi verið móður- eða stór-
tölvuumhverfi hjá SKÝRR. Nú
bjóðum við upp á lausnir á nýjum
eftir Hildi Friðriksdóttur
UMFANGSMIKLAR
breytingar hafa átt sér
stað í skipulagi og rekstri
SKÝRR hf. undanfarið
eitt ár eða frá því nýr forstjóri,
Hreinn Jakobsson, tók til starfa.
Breytingamar eiga þó að einhverju
leyti rætur að rekja til 1. janúar
1996 þegar rekstrarforminu var
breytt og þess að ríki og borg seldu
51% eignarhlut sinn í fyrirtækinu
vorið 1997. Þar með var fyrsta
skrefíð til einkavæðingar stigið. Á
sama tíma breyttist nafn fyrirtækis-
ins í SKÝRR hf., sem áður hafði
verið skammstöfun þess og stóð fyr-
ir Skýrsluvélar ríkisins og Reykja-
víkurborgar.
Á morgun verður skrefíð stigið til
fulls þegar útboð hefst á síðasta
eignarhluta ríkis og borgar, samtals
44% af hluta fyrirtæksins eða 88
milljónum króna að nafnverði.
Mannauðsstjórnun með
skýrum markmiðum
Þegar gengið er um ganga
SKÝRR hf. gefur opið umhverfí,
þar sem einungis létt skilrúm skilja
starfsfólk að, til kynna að hér ríkir
nýtískulegur stjómunarstfll. Sjálfur
situr forstjórinn við enda gangsins
fyrir opnum dyrum í orðsins fyllstu
merkingu, því engin hurð er á rými
hans. Fundarherbergi eru þó öll af-
lokuð.
í ljós kemur að stjórnunarstíll
Hreins er í anda mannauðsstjórn-
unar (Human Resource Mana-
gement), sem hann segir að sé mik-
ið í tísku núna. „Mér fínnst þetta
skemmtileg stjómunaraðferð. Ég
tel að hlutverk stjómanda sé fyrst
og fremst að hvetja starfsfólkið
áfram og laða fram bestu hæfíleika
þess, en einnig að sjá til þess að fyr-
irtækið og starfsmennirnir hafi
skýra stefnu, enda er hér aðallega
stjórnað með markmiðasetningu.
Við setjum okkur yfírmarkmið fyrir
árið sem brotin eru niður í undir-
markmið, þannig að sérhver starfs-
maður á að geta sagt í byrjun hvers
starfsdags hvað hann ætlar að
leggja af mörkum til þess að fyrir-
tækið nái yfírmarkmiðum sínum.“
Hjá SKÝRR er starfsfólki umb-
unað eftir eigin verðleikum og þar
að geta veitt ívilnanir íyrir lykil-
starfsmenn, sem verða þá árang-
urstengdar.“
Frá ríkisrekstri
til einkavæðingar
Hlutverk Skýrsluvéla ríkisins og
Reykjavíkurborgar var í upphafí
rekstur skýrslu- og bókhaldsvéla og
að sinna verkefnum fyrir eigendur
sína og aðra eftir því sem vélakost-
ur leyfði. Starfsemin byggðist upp í
kringum reksturinn á hinum sam-
eiginlega vélbúnaði, en færðist síð-
an yfir í þróun og rekstur umfangs-
mikilla upplýsingakerfa fyrir ríki og
borg. Þannig var staðan allt til árs-
ins 1996 þegar rekstrarforminu var
breytt og SKÝRR gert að hlutfé-
lagi. Vorið 1997 ákváðu eigendur að
selja 51% hlutabréfa í SKÝRR og
keyptu Opin kerfí bréfín að undan-
gengnu útboði. Hreinn var þá
stjórnarmaður í Opnum kerfum.
Hann játar því, að honum hafí
þótt áskorun að takast á við þær
breyttu aðstæður sem voru að
verða hjá SKÝRR. „Ég sá að það
bjó mikið í fyrirtækinu og að tæki-
færin voru óþrjótandi. Menn sjá oft
ógnanir þegar breyting verður á
rekstri en ég leit svo á, að grunnur-
inn væri traustur og að hann gæti
auðveldlega skapað sóknarfæri í
framtíðinni. Það var kannski megin-
ástæðan fyrir því að ég ákvað að
taka þessari áskorun," segir hann.
Árið 1996 var mjög ei'fítt í rekstri
SKÝRR og varð verulegt rekstrar-
tap. Árið eftir gekk fyrst og ft-emst
út á að hagræða ýmsum þáttum og
koma rekstrinum á réttan kjöl. „Mik-
ið var um kostnaðaraðhald og niður-
skurð óarðbærra verkefna auk þeirra
sem við töldum að féllu ekki að
kjamastarfsemi okkar. Hagnaðurinn
1997 var 33,2 miUjónir en árið áður
var 71,4 milljóna tap. Þessi miklu
umskipti má fyrst og fremst þakka
samstilltu átaki starfsfólksins. Að-
gerðimar leiddu til aukinna tekna,
kostnaðarlækkana og ekki síst auk-
innar framleiðni starfsmanna."
Starfsfólk meðvitað
um reksturinn
Haustið 1997 var stjórnskipulag-
inu breytt og nýtt skipurit tók gildi
VIÐSHPnftlVINNUIÍF
Á SUNNUDEGI
► Hreinn Jakobsson fæddist 15. apríl 1960 í Reykjavík. Hann
lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1981 og prófi í
viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1985. Hann var forstöðu-
maður vöruþróunar- og markaðsdeildar Iðnlánasjóðs
1985-1989. Þá réðst hann til Þróunarfélags Islands og varð
frainkvæmdastjóri þess 1993-1997 eða þar til hann tók við
stöðu forstjóra SKÝRR hf. Hreinn er kvæntur Aðalheiði Ás-
grímsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau tvo syni, Tryggva
Pál 5 ára og Egil Má 2 ára.
OPIÐ vinnuumhverfi hefur rutt sér til rúms hjá SKÝRR.
er ekkert sem heitir kari- eða kven-
réttindi. „Við teljum að þekking og
hæfni starfsmanna skipti megin-
máli. Þá auðlind þurfi að rækta vel
og hæft fólk á að fá umbun í sam-
ræmi við hæfnina. Við erum með
hvatakerfi til að ná sameiginlegum
árangri, annars vegar er um að
ræða kaupaukafyrirkomulag og
hins vegar hópbónusa til að auka
hópeflið. Ég fínn að þessi stefna
hefur fengið jákvæðar undirtektir,
því fólk sækist eftir að fá vinnu hjá
fyrirtækinu."
Hreinn segist telja mjög jákvætt
að starfsfólk eigi hlut í fyrirtæki
eins og SKÝRR, sem byggir fyrst
og fremst á þekkingu og færni
starfsmanna. Aður en hlutafjárút-
boðið hófst 1997 fengu starfsmenn
heimild til að kaupa 5% í fyrirtæk-
inu, sem flestir nýttu sér. Áð þessu
sinni höfnuðu einkavæðingarnefnd-
ir ríkis og Reykjavíkurborgar slík-
um kaupum starfsmanna og vísuðu
til fyi-ri kaupa þeirra. „Okkar rök
voru þau, að töluvert af nýju fólki
hefur gengið til liðs við SKYRR frá
þeim tíma, og hefur ekki haft tæki-
færi til að kaupa hlutabréf. Við
munum reyna að leysa þetta þannig
að fyrirtækið bjóði sjálft í þau bréf
sem boðin verða með tilboðsfyrir-
komulagi. Tilgangurinn með því er
Morgunblaðið/Golli
STJÓRNAÐ MEÐ
SKÝRUM MARKMIÐUM