Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 19
Fimm skáld
á Gráa
kettinum
Á VEGUM Besta vinar ljóðsins
munu fímm höfundar lesa úr
nýjum og væntanlegum bókum
á Gráa kettinum við Hverfís-
götu í dag, sunnudag, kl. 16.
Auður Jónsdóttir les úr
fyrstu skáldsögu sinni, Óstöðv-
andi lukka; Elísabet Jökulsdótt-
ir flytur örsögur úr væntanlegri
bók; Amaldur Indriðason les úr
skáldsögunni Dauðarósir;
Kristín Ómarsdóttir flytur ljóð
úr væntanlegri bók og Guðrún
Eva Mínervudóttir les úr smá-
sagnasafninu Pegar hann horfir
á þig ertu María mey.
Upplestra
rkvöld í Kaffí-
leikhúsinu
BJARTUR og frú Emilía
standa fyrir upplestrarkvöldi í
Kaffileikhúsinu í kvöld, kl. 21.
Huldar Breiðfjörð les úr bók
sinni Góðir íslendingar; Guðrún
Eva Mínervudóttir, les úr bók
sinni Á meðan hann horfir á þig
ertu María mey; Haraldur
Jónsson, les úr bók sinni Fylgj-
ur; Sigfús Bjartmars, les úr bók
sinni Vargatai; Jón Karl Helga-
son les úr bók sinni Næturgal-
inn og Þorvaidur Þorsteinsson
les úr bók sinni Eg heiti Blíð-
finnur, þú mátt kalla mig Bóbó.
Hljómsveitin Sig rós og leyni-
gesturinn og hirðskáld Bjarts,
Bragi Ólafsson, skemmta.
Jasspúkar
á Múlanum
JASSPÚKARNIR halda tón-
leika í Múlanum, Sóloni ís-
landusi, í dag sunnudag kl. 21.
Leikin verða ýmis þekkt
djasslög, blús og frumsamið
efni.
Hljómsveitin samanstendur
af meðlimum úr Milljónamær-
ingunum, þeim Jóel Pálssyni,
saxafón, Ástvaldi Traustasyni,
píanó, Guðmundi Steingn'ms-
syni, trommur og Birgi Braga-
syni, bassa.
Bókakaflar
á Netinu
NÝLEGA var útliti heimasíðu
Máls og menningar og Forlags-
ins breytt og nýjum upplýsing-
um bætt við. Gefst nú kostur á
að fletta upp fyi’stu síðu nýrrar
bókar. Netfangið er:
http:www//mm.is nýjar bækur.
Fyrirlestur
um sýningu
Sigurjóns
Olafssonar
AÐALSTEINN Ingólfsson
flytur fyrirlestur um stein-
myndir Sigur-
jóns Ólafsson-
ar í Hafnar-
borg, í dag
sunnudaginn
kl. 16.
Fyrirlestur-
inn tengist yf-
irlitssýningu
þeirri sem nú
stendur yfir í
Hafnarborg á
verkum Sig-
urjóns og útgáfu bókarinnar
Sigurjón Ölafsson - Ævi og list
I.
Beethoven,
Debussy
og Blíðfinnur í
Digraneskirkju
ORN Magnússon píanóleikari flytur verk eftir
Beethoven og Debussy í Digraneskirkju
mánudagskvöldið 16. nóvember kl. 20.30.
Á fyrri hluta tónleikanna flytur Örn píanó-
sónötur Beethovens ópus 27, en þær hafa þá
sérstöðu að vera nokkuð óbundnar af sónötu-
forminu, og Tunglskinssónötuna. I seinni
hlutanum leikur Órn tvö verk eftir Claude
Debussy: Image 1, eða Myndir 1, þijú mynd-
ræn tónverk og Eyja gleðinnar, eða L’isle
Joyeuse.
Órn Magnússon er fæddur í Ólafsfirði og
ÖRN Magnússon við flygilinn.
hlaut þar sína fyrstu tónlistarmenntun. Hann
tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum á
Akureyri og stundaði framhaldsnám í
Manchester, Berlín og London fram til ársins
1986. Örn hefur komið fram á fjölda tónlcika
og leikið inn á geislaplötur, bæði sem einleik-
ari og í kammertónlist. Hann hefur farið í
tónleikaferðir um Japan og hefur leikið á tón-
leikum á Norðurlöndunum, á Bretlandi og á
meginlandi Evrópu.
A geislaplötu hefur Örn leikið pfanótónlist
Jóns Leifs (fyrir sænska útgáfufyrirtækið
BIS), frumflutt og hljóðritað Svipmyndir Páls
Isólfssonar til útgáfu (hjá Islenskri tónverka-
miðstöð), auk þess að hljóðrita píanóverk
yngri höfunda íslenskra, bæði einleiksverk og
kammertónlist. í undirbúningi er geislaplata
með söngverkum Jóns Leifs þar sem þeir
vinna saman Örn og Finnur Bjarnason söngv-
ari. Þeir munu flytja þá efnisskrá á Myrkum
músíkdögum í janúar.
Þorvaldur Þorsteinsson, höfundur Skila-
boðaskjóðunnar, les úr nýrri bók sinni, Eg
heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó.
Verð aðgöngumiða kr. 1.000 kr. og verða
þeir seldir við innganginn.
4581 / SlA.IS