Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 2
I 2 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Atak gegn augn- slysum FORSETI íslands, heira Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti fulltrúum Blindrafélagsins, sam- tökum blindra og sjónskertra, á Bessastöðum í gær t.il að styðja átak Blindrafélagsins í forvörn- um gegn augnslysum. Biindrafélagið leggur mikla áherslu á forvarnir tU fækkunar augnslysum og rannsóknir á augnsjúkdómum. Um áramót er mikil hætta á augnslysum vegna ógætilegrar meðferðar á flug- eldum. I ár eins og síðasta ár gefur Blindrafélagið öllum börn- um í 7. bekk í grunnskólum landsins hlífðargleraugu til notkunar á gamlárskvöld. Skólakór Kársness kom einnig til Bessastaða og söng nokkur lög og fékk hlífðargleraugu hjá forsetanum. Að endingu var flugeldasýning í umsjón Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík. 20 áramóta- brennur TUTTUGU áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og verður kveikt í þeim flestum á milli klukkan 20 og 21. Nokkrar breytingar eru frá í fyrra og verður til að mynda ein stór brenna á Suðurbakk- anum í Hafnarfirði að þessu sinni. ■ Áramótabrennur/C3 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn FORSETI íslands, herra Ólafúr Ragnar Grímsson, afhendir meðlimum skólakórs Kársness hlífðargleraugu á Bessastöðum í gær. Til hægri stendur Halldór Guðbergsson, markaðsfulltrúi Blindrafélagsins. Utvarpsráð fjall- ar um Dómsdag ÚTVARPSRÁÐ mun taka til um- fjöllunar erindi Einars Benedikts- sonar sendiherra um sjónvarps- myndina „Dómsdagur" sem Ríkis- sjónvarpið sýndi á annan dag jóla. Einar ritaði útvarpsstjóra bréf í gær vegna sýningar myndarinnar þar sem hann krefst þess að „þeir aðilar sem hafa orðið fyrir því að mannorð og minning ættfólks þess sé svo gróflega svert, séu beðnir af- sökunar opinberlega“. Markús Örn Antonsson, útvai-ps- stjóri, vildi ekki tjá sig um þau við- brögð sem myndin hefur fengið áðui- Jóhanna Sigurðardóttir en málið hefur fengið sameiginlega umfjöllun hjá útvarpsráði og yfir- stjórn Ríkissjónvarpsins. „Eg er sannfærður um að það hefði orðið umræða í útvarpsráði um þessa dag- skrá út frá þeim blaðaskrifum sem þegar hafa orðið og tilefni til þeiiTa. Á grundvelli þess bréfs sem Einar hefur sent frá sér verður sérstaklega fjallað um málið,“ sagði útvarpsstjóri en ekki liggur fyrir hvenær útvarps- ráð mun næst koma saman. Myndin „Dómsdagui'" fjallar um hið svokallaða „Sólborgarmál" þar sem Einar Benediktsson skáld, afi og alnafni Einars sendiherra, kemur m.a. við sögu. Myndin er að hluta til byggð á sönnum atburðum og hefur leikstjóri hennar, Egill Eðvarðsson, lýst því yfir að um skáldverk sé að ræða. vill opnara prófkjör JÓHANNA Sigurðardóttir alþingis- maður hefur óskað eftir fundi með fulltrúum A-flokkanna til að ræða hvort hægt er að hafa prófkjör sam- fylkingar í Reykjavík opnara. Þessi afstaða kom eindregið fram á fundi sem Jóhanna átti með stuðnings- mönnum sínum í gær. Skömmu fyrir fundinn í gær barst Jóhönnu bréf frá stjórn kjör- dæmisráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík þar sem henni var boðið að taka þátt í prófkjörinu með Al- þýðuflokknum. Frambjóðendur flokksins í prófkjörinu myndu þá bjóða sig fram í nafni Alþýðuflokks- ins og óháðra. „Því er ekki að leyna að menn vilja hafa prófkjörið opnara heldur en gert er ráð fyrir í samkomulagi A-flokkanna, þ.e.a.s. að hægt verði að velja frambjóðendur á milli flokka. Við sem erum sameiningar- sinnar, en erum ekki flokksbundin í A-flokkunum, teljum mjög nauðsyn- legt að hafa þetta opnara ef við eig- um að geta tekið þátt í þessu á jafn- ræðisgrundvelli," sagði Jóhanna þegar hún var spurð út í fundinn með stuðningsmönnum sínum. Jóhanna fer á fund formanna A-flokkanna Jóhanna sagðist hafa óskað eftir fundi með A-flokkunum þar sem hún myndi koma þessari ósk um opnara prófkjör á framfæri. Hún sagðist vænta þess að niðurstaðan lægi fyrir fljótlega eftir áramót. Jóhanna sagði bréf Alþýðuflokks- ins jákvætt og hún sagðist ekki úti- loka að taka þessu boði. „En ef prófkjörið verður ekki opnað meira er alveg eins líklegt að ég taki fjórða sætið án prófkjörs." Ef Jóhanna tekur þátt í prófkjör- inu með Alþýðuflokknum er búist við að milli hennar og Össurar Skarphéðinssonar verði nokkuð mikil keppni um efsta sæti. Líklegt megi telja að keppni þeirra myndi fjölga kjósendum Alþýðuflokksins í prófkjörinu og þar með ykjust líkur á að flokknum tækist að fá fleiri at- kvæði en Alþýðubandalagið. Sá flokkur sem fær fleiri atkvæði í prófkjörinu fær efsta sæti listans. Heimildir blaðsins telja að tilboð Alþýðuflokksins auki þrýsting á AI- þýðubandalagið að opna prófkjörið. Tillögu um opnara prófkjör var hafnað á fundi kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsfélaganna. ■ Bréf Einars/10 Annáll og svipmyndir á mbl.is TEKNAR hafa verið saman helstu íféttir sem birtust á Fréttavef Morgunblaðsins á Netinu á árinu sem er að líða, og er hægt að lesa þennan frétta- annál á mbl.is. Þai- er einnig hægt að skoða valdar frétta- myndir sem ljósmyndarar Morgunblaðsins hafa tekið á ár- inu. Hægt er að lesa fréttayfirlitið og skoða myndirnar með því að velja viðkomandi hnappa á for- síðu Morgunblaðsins á Netinu. Þá er að finna hægra megin á síðunni undir yfirskriftinni Nýtt á mbl.is. 41 hefur látist af slysförum á árinu sem er að líða Míkil fjölgun bana- slysa í umferðinni 41 EINSTAKLINGUR hefur látist af slysförum á þessu ári. Þar af lét- ust 27 manns í umferðarslysum, og er það mikil fjölgun miðað við síð- ustu tvö ár, þegar 11 og 17 manns fórust í umferðarslysum. í fréttatdkynningu frá Slysa- varnafélagi Islands kemur fram að 41 einstaklingur hafi farist af slys- förum á árinu í 39 slysum, þar af 31 karl og 10 konur. Fjöldi banaslysa á árinu er undir meðaltali ef tekið er meðaltal þeirra síðustu 10 árin. Fæst voru banaslysin 1996 eða 32 og flest árið 1995 eða 86. Eitt banaslys varð á sjó á árinu og er það minnsti fjöldi banaslysa á sjó frá því skráning hófst. Langflestir fórust í ágústmánuði, eða 10 manns, og næstflestir í maí eða 5 manns. Langflestir fórust einnig í umferðarslysum, eða 27 manns, þrír fórust í sjóslysum eða drukknuðu, þrír í flugslysum og átta í öðrum slysum. Langflest banaslys í umferðinni urðu vegna útafaksturs eða bílveltu, eða 16, en sjö banaslys urðu vegna áreksturs. Mikill fjöldi banaslysa á þjóðvegum landsins Að sögn Óla H. Þórðarsonar, for- manns Umferðarráðs, er fjölgun umferðarslysa á árinu mikið áhyggjuefni. „Áhyggjur okkar byggjast á því að þróunin hefur ver- ið niður á við undanfarin ár í fjölda látinna í umferðarslysum. Tölurnar fyrir árið í ár eru því skelfilegar og hræðilegt að sjá hvað þetta er stór hópur þegar litið er á árið í heild. Að baki hverju einasta slysi er mikil hörmungarsaga og fjöldi fólks á um sárt að binda vegna þeirra. Ég sam- hryggist öllum aðstandendum og vona að í minningu þeirra getum við í sameiningu bætt ástandið veru- lega á næsta ári með því að sýna mikla aðgæslu í umferðinni. Þá er þörf á að hver einasti farþegi og ökumaður í bíl spenni á sig bílbelti," segir Óli. Að sögn Óla hefur óvenju mikill fjöldi umferðarslysa orðið í dreif- býli í ár. 20 banaslys urðu utan þéttbýlis en aðeins^ sex í þéttbýli, auk þess sem einn íslendingur lést í umferðarslysi erlendis. „Þessar tölur segja okkur að við þurfum að leggja ofurkapp á að koma í veg fyrir slys á þjóðvegum landsins. Þar mun Umferðarráð eiga sam- starf við ríkislögreglustjóraemb- ættið og lögreglu í landinu og mikl- ar vonir eru við það bundnar að löggæsla verði aukin á vegum landsins, meðal annars með til- komu sérstakrar umferðardeildar hjá ríkislögreglustjóraembættinu,“ segir Óli. Slysavarnafélag íslands lýsir einnig yfir áhyggjum sínum vegna | fjölda banaslysa í umferðinni, en I þau voru 66% af öllum banaslysum 1 á árinu. Félagið skorar á landsmenn J að nota alltaf bílbelti þegar ekið er, þar sem mörg banaslysanna i ár megi rekja til þess að bílbelti voru ekki notuð. y óímm VlDSlflFn MVINNULÍF íslenskur hlutabréfa- markaður Vaxandi umsvif á árinu /D1 Heilsurækt fyrír alla AUGLÝSING Blaðinu f dag fylgir auglýsinga- bæklingur frá GYM 80 sem dreift er á höfuðborgar- svæðinu og nágrenni • ••••••••••••••••••••• • • • • • • • Örn fer ekki á HM/B1 Rögnvald hættur/B3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.