Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR • rr— -irr i~n— .1 j GLEÐILEGT nýtt klónað góðæri með þökk fyrir þau liðnu. Morgunblaðið/Kristinn Viðgerðum á Bessastaðakirkju lokið LOKIÐ hefur verið við viðgerðir á Bessastaðakirkju að utan, en viðgerðirnar hafa staðið yfír frá því í júní síðastliðnum og hefur Istak séð um verkið. Að sögn Tómasar Tómassonar, verkfræð- ings hjá Istaki, var múrhúðunin á kirkjunni endurnýjuð og er steinhleðslan í veggjum kirkj- unnar nú sýnileg. Turn kirkjunnar var mjög fú- inn og þurfti að skipta um tré í honum að verulegu leyti. Turn- inn var tekinn niður á meðan á viðgerðinni stóð og var burðar- virki hans eudurnýjað að veru- legu leyti og síðan var hann kop- arklæddur á nýjan leik. Þá var skipt um milligólf í turninum, það var orðið fúið og hætta staf- aði af. ós/icu^ oids/ifíftí- otíuim/ rStíití/tí t(//edtíe/jrx á/ss' (Hj/ />tí//(tí' Otíf'S/tífettíl/ Salon Veh, Kringlunni 7. á Mnum árum, Salon Veh, Álfheimar 74. Flugeldar um áramót Allir eiga að hafa hanska og hlífðargleraugu Hlynur Jónasson Ikvöld verður flugeld- um skotið á loft um land allt. En það er að ýmsu að huga þegar skot- eldar eru meðhöndlaðir því sé ekki varlega farið er voðinn vís. Hlynur Jón- asson er deildarstjóri slysavamardeildar Slysa- varnafélags íslands. „Sem betur fer hefur dregið úr slysum vegna flugelda undanfarin ár. En betur má ef duga skal. I fyrra var helst að brenn- ur og flugeldar á nýárs- dagsmorgun væru orsaka- valdur meiðsla. Á nýárs- dagsmorgun er enn glóð í sumum brennum og börn laðast að þeim. Þau fara oft ein út að leika sér og það er ekki óalgengt að við brennur megi finna heila flugelda sem þau fara þá að fikta við að skjóta á loft. Það er nauðsynlegt að for- eldrar brýni íyrir börnum sínum að þetta er mjög hættulegur leikur. Þar að auki eiga flugeldar alls ekki heima við brennur þar sem margir eru komnir saman. Fólk ætti ekki undir neinum kringumstæðum að hafa skot- elda með sér á brennur." - Eru þetta. þá aðallega bruna- slys og slys á augum sem um er aðræða? „Já og yfirleitt verða þau við brennurnar. Á hinn bóginn vor- um við líka um síðustu helgi rækilega minnt á hversu hættu- legur leikur það er að búa til sprengjur heima. Þá fórst í Dan- mörku 27 ára gamall maður sem þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir var búinn að fikta við heimatil- búnar sprengjur í nokkur ár. Svo öflug var sprengingin að mesta mildi þótti að ekki fórust fleiri.“ -Hvernig á að skjóta upp flugeldum þannig að fyllstu var- kárni sé gætt? „Það á fyrst og fremst að fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja skoteldum og skjóta ekki upp flugeldum í mannþröng. Þá þarf að gæta þess að börn og unglingar fikti ekki við skotelda og að fullorðið fólk fylgist alltaf með þegar verið er að skjóta flugeldum á loft.“ - Hvernig er hægt að koma í veg fyrir augnmeiðsli? „Aðalatriðið er að vera alltaf með hlífðargleraugu þegar skot- eldar eru meðhöndlaðir og for- eldrar ættu endilega að lirýna fyrir unglingum sínum og börn- um að nota þau. Fyrir nokkrum árum var hlegið að þessari ábendingu en í dag eru sem betur fer flestir með hlífðar- gleraugu og finnst það sjálfsagt. Almenn notkun hlífðargleraugna er án efa ein aðal ástæðan fyrir því að dregið hefur úr augn- meiðslum um áramót." Hlynur segist vilja benda á að fóik ætti að tileinka sér þann sið að hafa alltaf hanska þegar það meðhöndlar skotelda. „Á sama hátt og hlífðargleraugu eru nauð- synleg þá er það forgangsatriði að nota hanska. Slysin gera ekki boð á undan sér og glóð kann að leka úr handblysum eða kveikur að fuðra upp of fljótt ef verið er að skjóta upp þyrlum." -Skiptir ekki réttur fatnaður líka miklu máli? ► Hlynur Jónasson fæddist í Reykjavík árið 1964. Hann lauk BS-námi í íþróttafræði við Há- skólann í Salem í Massachusetts í Bandan'kjunum árið 1990. Þá hóf hann störf sem rekstarstjóri hjá Mætti og sinnti því starfi til ársins 1998. Hlynur hóf störf sem deildar- stjóri slysavarnadeildar Slysa- varnafélags Islands síðastliðið sumar. „Það er ákaflega varasamt að vera í eldfimum fatnaði eins og úr nælonefnum þegar skjóta á flugeldum á loft. Kuldagallar úr slíkum efnum eru ekki góður kostur. Það borgar sig að vera í góðum skóm og í fatnaði sem er ekki eldfimur eins og t.d. galla- buxum og fötum úr öðrum vönd- uðum efnum.“ - Hvernig undirstaða er æski- leg fyrir flugelda? „Undirstaðan skiptir miklu máli. Skotkökur þurfa að vera á þurrum og sléttum fleti og und- irstaðan þarf að vera stöðug þegar um flugelda er að ræða. Það er einnig nauðsynlegt að festa sólir eða þyrlur á öflugar undirstöður svo þær færist ekki úr stað.“ - Hvaða tegundir skotelda eru varasamastir í umgengni? „Það sem hefur aðallega valdið slysum undanfarin ár eru heima- tilbúnar sprengjur og síðan svo- kallaðar kökur. Fólk þarf bara að hafa hugfast að standa ekki of nálægt þegar verið er að skjóta á loft og hafa undirstöðuna trygga. Handblys hafa sum hver sprungið í hönd- unum á fólki en ef það er varkárt og hefur vetthnga eða hanska og beinir handblysun- um ávallt frá sér á það að vera tiltölulega öruggt.“ Hlynur segir að aldrei sé of oft brýnt fyrh- fólki að áfengi og skoteldar fara ekki saman undir neinum kringumstæðum og hafi fólk áfengi um hönd borgi sig að láta flugeldana bíða betri tíma. „Gamlárskvöld og nýjársnótt er ein mesta ánægjustund ársins hjá mörgum fjölskyldum og ekki hvað síst hjá unglingum og börn- um. Hún kann á hinn bóginn að breytast í martröð ef ekki er far- ið varlega. Leggjumst því á eitt og fógnum nýju ári með því að skjóta flugeldum á loft slysa- laust.“ Heimatilbúnar sprengjur eru hættulegastar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.