Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 31.12.1998, Qupperneq 76
76 FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Heldur vinsamleg geði og sálarheill TðlVLIST Geisladiskur SKEMMTILEG ÞESSI JÓL Skemmtileg þessi jól. Ýmsir flytjendur flytja erlend jólalög með íslenskum textum. Eitt ís- lenskt lag er á plðtunni „Handa þér“ eftir Ein- ar Bárðarson. Söngvarar eru: Gunnar Ólason, Einar Ágúst Víðisson, Rúnar Örn Friðriksson, Telma Ágústsdóttir, Esther Jökulsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Ragnar Bjarnason, Berg- lind Björk, Guðrún Gunnarsdóttir og Birgir (frekari upplýsingar sýnilega taldar óþarfar). Hljóðfæraleikarar: Hafþór Guðmundsson trommur og forritun, Kjartan Valdemarsson og Þórður Guðmundsson hljómhorð, Þórður Guðinundsson gítar, bassi. Sigurgeir Sig- mundsson gítar, Gunnar Ólason gítar í einu lagi. Strengjasveit skipuð þeim Szymon J. Kuran, Margréti Kristjánsdóttur, Þrúði Gunn- arsdóttur og Bryndísi Björgvinsdóttur leikur undir í „Óskalistinn". Textar eru eftir: Einar Bárðarson, Siggeir Pétursson, Krisiján Hreinsson, Ómar Ragnarsson, Ólaf Gauk og Óskar Skúlason. Útsetningar eru eftir Hafþór Guðmundsson, Kjartan Valdemarsson og Þórð Guðmundsson. ALGENGT mun vera þegar undirbúning- ur jóla nálgast hástig og menn geta engan veginn notið þess að vera í friði að þeir leiti á vit jólatónlistar. Slík tónlist endurspeglar þá oftar en ekki hugleiðingar og venjubundið athæfi manna við þær aðstæður, leit, á köfl- um nánast örvæntingarfulla, að jólagjöfum, eftirsjá og vaxandi eftirvæntingu eftir gleði jólanna. Þetta er tónlist tíma og andrúms sem síðan fær góða hvíld þangað til hátíð er næst í bæ. Þessi tónlist hefur oftar en ekki yfir sér yfirbragð verksmiðjuframleiðslu. Þetta er oft „varningur", „neytendavara" með sama hætti og „smellir" þeir sem hljómsveitir senda frá sér þegar sumar gengur í garð á Islandi samkvæmt skilgreiningu. Yfirleitt er jólatónlistin geði og sálarheill heldur vinsam- legri heldur en „sumarsmellirnir" og finna má verulega falleg og vel flutt lög sem falla undir þessa skilgreiningu. Platan „Skemmtileg þessi jól“ hefur að geyma nokkur ágæt jólalög. Eina íslenska lagið „Handa þér“ eftir Einar Bárðarson er vel frambærilegt jólalag og ágætlega flutt þótt bakrödd sé í lokin full hömlulaus. „Þetta eru jólin“ nefnist hið ágæta lag John Lennon „So This Is Christmas" á íslenskri tungu. ,pskalistinn“ er skínandi flutt af Telmu Agústsdóttur, fallegt lag og textinn vel þol- anlegur. „Gleði um jólin“ líður fyrir heldur ósmekklega og verksmiðjukennda útsetn- ingu. „Glæddu jólagleði“ hljómar vel í vönd- uðum flutningi Andreu Gylfadóttur. Næsta lag verðskuldar sérstaka umíjöllun því þar er á ferðinni hið sívinsæla „Jóla- sveinninn kemur í kvöld“. Utsetningin er nánast rannsóknarefni. Lagið hefst á því er söngvarinn hrópar „Ó-je-je-ha-ha“. Rífandi rafgítar svarar ýmist söngvaranum eða fyllir upp taktendingar. Söngvarinn er ágætlega hás og gæti upptakan hafa farið fram að af- lokinni einhverri útihátíðinni. Sjálfsagt er og eðlilegt að leitað sé nýrra leiða við útsetning- ar svo þekktra og ofnotaðra laga. Hér er hins vegar ógætilega farið og af heldur lítilli smekkvísi. „Hátíð í bæ“ heitir á ensku „Winter Wonderiand“ ef rétt er munað. Þetta er fal- legt lag sem býður upp á mikla möguleika í útsetningu en þeir eru ekki nýttir. Lagið er rafmagnað úr hófi fram, raunar niður á „plebejískt" stig og ráða þar mestu kröftug- ur gítarleikur og forritanleg fjölmúlavíl. Söngur þeirra Andreu Gylfadóttur og Ragn- ars Bjarnasonar megnar ekki að bjarga lag- inu. „Meiri snjó“ er öllu áheyrilegra í heldur átakalítilli djassútsetningu og góðum flutn- ingi þeirra Berglindar Bjarkar og Guðrúnar Gunnarsdóttur. Síðasta lagið „Nú á ég jólin með þér“ hefur ekki áður heyrst. Lagið er í heldur ósmekklegri, tölvuvæddri útsetningu og þótt viðlag sé ágætlega grípandi verður þetta seint talin heillandi tónsmíð. Söngur á þessari plötu er yfirleitt með ágætum. Hljóðfæraleikur er vélvæddur og heldur andlaus. Utsetningar eru margar góðar og fagmannlegar en nokkrar og þá sérstaklega „Jólasveinninn kemur í kvöld“ og „Nú á ég jólin með þér“ hefðu þarfnast nánari skoðunar. Ásgeir Sverrisson. Kótasta króin í bænum 3ja óra og 31 daga (iin aramoi Duffi félajíar mæta ckki, kannski Sveddi Everet, en Bjarni Try^va, mæta Óli McGuiness Indvar Gareia ta alveg pottþétt og stuða o gstuða Opið: Gamlársnótt: 00:30 04:00 Föstuda^l. janúar: 18:0003:00 Laugardag 2. janúar: 15:00-03:00 Sunnudaé, 3. janúar: 15:00 01:00 GLEÐILEGT IRSKT AR FRA JOA OG STAFFINU íA(ceturgaCinn Smiðjuvegi 14, ‘Kópavogi, sími 587 6080 Gamlárskvöld leika hin frábæru Rut Reginalds og Birgir Birgisson Opió frá kl. 24—4 Nýárskvöld og laugardagskvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms Opió frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Óskum öllum viðskiptavinum og lands- mönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum góðar stundir á árinu sem er að líða. í SULNASAL Nýársdansleikur með hljómsveitinni Pops 1. janáar. Dansleikur með Pops einnig laugardaginn 2. janáar. Hljómsveitina skipa Pétur Kristjánsson söngvari, Óttar Felix Hauksson, Ólafur Sigurðsson, Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson og Birgir Hrafnsson. Miðaverð: 2000 kr. I. janúar 1000 kr. 2. janúar -þín skemmtisaga! Fasteignir á Netinu 1 Dilbert á Netinu ^mbl.is ýi> mbl.is Stutt Vildu á sig blómum bæta ► TALIÐ er að hjón nokkur hafi stundað það að ræna jarðarfarar- krönsum og blómaskreytingum úr kirkjugarði í Norður-Englandi til að selja í blómabúð sinni. Hjónin Mary og David Scott voru gripin glóðvolg í kirkjugarðinum af umsjónarmanni garðsins eina nótt- ina í apríl. Við lögregluleit á heimili hjónanna fundust samúðarkort í stórum stöflum, og þar á meðal eitt sem skrifað var með barnalegri rit- hönd „Til Jóa frænda. Megi Guð blessa þig“. Hjónin neituðu ásökunum um þjófnað fyrir rétti, en þau voru ákærð fyrir fimm aðgreindar ráns- ferðir. Niðurstaða er ekki ennþá ljós í máli þeirra, en málaferlin standa enn yfir. Vitlaus þjóðsöngur UPPI varð fótur og fit á fótbolta- leik sem haldinn var í Bangkok á dögunum þegar hljómsveit heima- manna spilaði vitlausan þjóðsöng fyi-ir leikinn. Keppni stóð á milli Sa- meinuðu arabísku furstadæmanna og Norður-Kóreu, en hljómsveitin spilaði þjóðsöng Saudi-Ai-abíu fyrir leikinn. Stjórnandi liðs Sameinuðu arab- ísku furstadæmanna varð fokreiður og mótmælti hástöfum, en innileg af- sökunarbeiðni frá sveitarstjóra hér- aðsins bjargaði leiknum. En orðatiltækið fall er fararheill sannaðist þennan dag því eftir þessa leiðinlegu byi-jun leiksins fóru Sa- meinuðu arabísku furstadæmin með sigui' af hólmi, unnu Norður-Kóreu með sjö mörkum gegn fjórum í víta- spymukeppni eftir leikinn sem vai'ð jafntefli, 3-3. • • Ofgar í aga ► DÓMARI kvað upp þann dóm að frönsk hjón yrðu tekin til rannsókn- ar eftir að þau sendu sjö ára son sinn í skólann með hundaól um hálsinn. Lögreglan sagði að foreldrarnir hefðu sent drenginn svona í skólann til að refsa honum fyrir slakar ein- kunnir. Kennarar höfðu samband við lögregluna þegar drengurinn kom í skólann 28. nóvember sl. í bænum Vienne í frönsku ölpunum. Lísa á metverði ► SJALDGÆF 1. útgáfa sögunnar um Lísu í Undralandi eftir Lewis CaiToll frá árinu 1865 seldist á 1,5 milljónir dollara á dögunum á upp- boði Christie í New York. Fyrsta boð í bókina voru 800 þúsund dollar- ar, en seldist fljótlega þegai- óþekkt- ur kaupandi gerði lokatilboðið í gegnum síma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.