Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ þeirri einföldu ástæðu að það er hún ekki auk þess_ sem það er ekki vilji iðkendanna. I rauninni er hjóla- brettafími mun meira en íþrótt en það er einmit það sem gerir ástund- unina sérstaka," heldur hann áfí'am með ákefð. „Þegar við erum að æfa okkur þá gerum við það á eigin for- sendum. Það má því segja að hér sé um skapandi íþrótt að ræða. Listræni þátturinn leikur einnig stórt hlutverk vai'ðandi stíl og hvemig „trikkin“ eru gerð. Auk þess skiptir máli hvemig við nýtum okkur aðstæðumar hverju sinni en þetta em hlutir sem aðeins sannh' iðkendui' hafa auga fyrir.“ Hvaða skilyi'ði ætli þurfi að upp- fylla til að teljast góður á hjólabretti? „Það er aðeins eitt,“ segir Hafsteinn, „að elska sportið og hafa gaman af því sem maður er að gera. Innan íþróttarinnar tíðkast ekki alhæfingar á borð við „hann er bestur" því „trikkin“ eru jafn fjölbreytileg og að- stæðurnar sem íþróttin er stunduð við. Og þar sem engar reglur gilda em engir staðlai’ og takmörk. Iðk- endurnir geta því verið jafn góðir og þeir eru margir. Þetta skapar góðan anda á meðal okkar. Við finnum ekki fyrir lélegum móral eins og vill ger- ast í fótboltaliðum til dæmis þegar strákum með takmarkaðan þroska er skipt niður í hópa eftir getu, A-, B- og C-lið. Af þessu má sjá að hjóla- brettafimin er í raun mun þróaðri og göfugri en flestar íþróttir sem oft er stjómað af skyni skroppnum sportidjótum. Hún er því mjög fé- lagsleg í eðli sínu og verður stór hluti af lífi manns.“ Nú kynni einhver að segja: Það er engin samkeppni í þessari íþrótt, hvar er metnaðurinn? „Þessu er fljótsvarað,“ segir Haf- steinn. „Það er sennilega enginn keppinautur harðari en maður sjálfm' og má augljóslega sjá það á þeirri öra þróun sem orðið hefur í sportinu á undanförnum árum. Það er ekki að- eins að brettin sjálf hafi tekið stakka- skiptum á undanförnum tíu áram heldur eru iðkendurnir orðnir marg- falt betri. Við þessar aðstæður sem ég hef verið að lýsa era iðkendurnir alltaf að læra eitthvað nýtt um sjálfa sig og beitingu líkamans sem er afai' þroskandi.“ Berjast fyrir bættum aðbúnaði Hafsteinn hefur ásamt félögum sínum barist fyrir bættum aðbúnaði Morgunblaðið/Golli HAPSTEINN Gunnar Sigurðsson eða Haddi eins og hann er kallaður en í heimi hjólabrettanna eru allir þekktir af gælunöfnum sínurn. strákar eins og áður segir. En gera má ráð fyrir að nokkur þúsund ung- menni eigi hjólabretti hér á landi þótt það séu ekki nema 200-300 manns sem stunda íþróttina af einhverri al- vöra. En hvers vegna ætli hjólabrett- in séu eingöngu notuð af körlum? „Skýringin gæti verið félagsleg, stelpurnar nenna ekki að vera innan um alla þessa stráka," segir „skeitar- inn“ Hafsteinn Gunnar Sigurðsson eða Haddi eins og hann er kallaður, í heimi hjólabrettanna era allir þekkt- ir af gælunöfnum sínum. Engar reglur, staðlar né takmörk Það er ýmislegt fleira sem vefst fyrir þeim sem ekki þekkja til íþrótt- arinnar eins og hvort eigi að kalla hjólabrettafimi íþrótt eða eitthvað annað. Hafsteinn sem hefur stundað brettafimi í sjö ár og er í stjóm Brettafélags Reykjavíkui' segir að spurningin sé örlítið flóknai'i en svo að hægt sé að svara henni með jái eða neii því í hjólabrettafimi sameinist þættir eins og líkamlegur styrkur, lífstíll og list. „Til þess að geta orðið góður á hjólabretti þarf styrk, fimi, kraft, snerpu, úthald og góða jafn- vægiskennd og iðkunin styrkir lík- amann, því má kalla þetta íþrótt," segii' hann þai' sem við hittum hann í Brettabæ skömmu áður en honum var lokað í byrjun desember, en þar hafði hjólabrettafólk aðstöðu til að æfa sig inni á vetuma. „Hjóla- brettafimi mun þó sennilega seint teljast til hefðbundinna íþrótta af segja þeir sem stunda greinina, hún er líka list og henni fylgir ákveðinn lífstíll. Hildur Einarsdóttir reyndi að komast til botns í þessari flóknu samsetningu. AINGÓLFSTORGI má iðu- lega sjá unglinga, einkum stráka, leika ýmsar kúnstir á hjólabretti. Þeir renna sér ef til vill á fullri ferð á brettinu og fljúga fram af háum tröppum sem þar era, snúa brettinu í hring í loft- inu og lenda af öryggi á stéttinni fyr- ir neðan - en ef eitthvað fer úrskeiðis er eins gott að vera með þykkan skráp! Furðuiegast er þó að horfa á þá hoppa með brettin einhvers staðar nálægt skósólunum upp á mjó hand- rið og renna sér niður af fullkomnu öryggi. Það liggur við að manni finnist yf- irnáttúrlegt hvemig brettin eins og loða við fæturna á þessum elskum þótt þeir hangi í háloftunum. Hér eru þó engin töfrabrögð að verki heldur er skýringarinnar að leita í þeim grandvallareiginleika þyngdarlög- málsins að allir hlutir detta niður með sama hraða ef ekki er nein loft- mótstaða. Svo einfalt er það - eða hvað? Hugmyndin að fyrsta hjólabrett- inu er talin hafa orðið til þegar ein- hver unglingurinn í henni Ameríku hélt ótrauður áfram að leika sér á hlaupahjólabrettinu sínu þrátt fyrir að stöng og stýri væru dottin af - og hafði gaman af. Þetta var í kringum 1950 þegai' brimbrettaíþi'óttin var í algleymingi og fólk áttaði sig á að hægt var að endurskapa að einhverju leyti þá tilfinningu að fylgja öldunni á brimbretti með því að renna sér á krossviðarplötu með hjólum undir á ósléttum götum borganna. I kinngum 1960 var byrjað að fjöldaframleiða hjólabretti. Síðan þá hefur hjóla- brettið og notkun þess verið að þró- ast í átt til þess sem nú er. I Bandaríkjunum þar sem hjóla- brettið varð til fer áhugi á því ört vaxandi en nú stunda hjólabrettafimi um 6% þjóðarinnar, fólk á ýmsum aldri. Iðkunin er því ekki aðeins bundin við ungt fólk. Hér á landi eru það þó aðallega unglingar sem renna sér á hjólabrettum og þá einkum „Skeitað“ á láði og í lofti Hjólabrettafími er miklu meira en íþrótt s I tíma draumsins speglast ný tíð DRAUMSTAFIR Krisljáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson ANDI nýrra tíma. NYR tími fer að höndum, tími draumsins og tíð mannsonarins. 1999 er samkvæmt Biblíunni og út- listun genginna spekinga á tölfræði og eðli pýramídans mikla, ár Krists. Talan 999 er tákn þess sem sendur er af Guði til jarðar að frelsa manninn undan oki andstæð- unnar 666, sem er Satan. Tákn Lúsífers merkir lægri hvatir, hór- dóm og undirferli. Sá sem töluna ber, eirir engu jákvæðu eða upp- byggilegu og vill allt lífvænlegt feigt. Talan styður manninn í lágu sjálfsmati, firrir hann lífsmati og sendir í þyrnum stráða sjálfseyð- ingargöngu. Táknið sækir á þá sem farið hafa á mis við ástúð og getuna að þroska tilfinningar og þar með líf í Kristi, en þar sem summan af 666 er 9, geta menn virst kristilega þenkjandi þrátt fyrir illt innræti. 1999 myndar töluna 1, sú tala er tákn þess eina sanna Guðs sem koma muni að réttlæta jörð. Þetta ár er því ár undirbúnings fyrir alla þá sem feta veg 999, ár vakningar og hreinsunar. Það er uppgjörsár við úreltar skoðanir, úr sér gengin gildi, tilbúnar ímyndir eða íkona skinhelgis og 666. En um skrattann og lok hans hér segir Biblían í Op- inberan Jóhannesar 20 1, 2, 3. „Og ég sá engil stíga niður af himni, og hélt hann á lykli undir- djúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, hinn gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Og hann kastaði honum í undir- djúpið, og læsti og setti innsigli yfir honum, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess að fullnuðust þúsund árin. Eft- ir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.“ Um árið í ár dreymdi Ingimund Sveinsson (bróðir Kjarvals og nefndur fiðla, því hann var sjálf- lærður fiðluleikari sem ferðaðist um landið og lék fyrir fólk) í sér- stæðum draumi árið 1900. í kveri hans, Fjórir draumar, frá 1918, lýs- ir hann fjórða drauminum sem eins konar geimferð um tímann frá 1900 til loka árs 1999 eða eins og Ingi- mundur segir sjálfur: „Þennan draum sem mig dreymdi um vorið í maí, árið 1900, þegar ég bjó að Fitj- um á Miðnesi í Gullbringusýslu, ræð ég fyrir tuttugustu öldinni.“ „Ég þóttist standa úti á hlaði fyr- ir framan baðstofugluggann. Ég snéri mér til suðurs og horfði á suð- urloftið. Vornóttin var björt, þótti mér, eins og hún var þá líka um það leyti árs. Eftir augnablik sé ég koma austan úr lofti dökkrauðan járnflein. Ég sá hann greinilega. Hann var þverhníptur fyrir báða enda og var alsettur „körtum“ (kvistum). Á aftari endanum logaði eitt lítið ljós bjart og snéri til him- ins. - Ég horfði á járnfleininn frá því fyrsta, þá er hann kom austan úr loftinu og leið hann með tölu- verðum hraða, á að giska eins og seglskip sem siglir með öllum segl- um á sjó og þeys liðugan vind. Gul- rauður geisli var yfír loftinu, þarna sem járnfleinninn fór yfir. Vega- lengdin frá mér og suður í loftið, þar sem jámfleinninn fór yfir, er um tíu kílómetrar. - Ég horfði á þetta, þar til hann hvarf í vestur- loftið. Þá vaknaði ég.“ Áfram heldur Ingimundur og ræður draum sinn. „Þennan draum ræð ég fyrir tutt- ugustu öldinni, sem nú er. Kvist- ina á járnfleinin- um ræð ég fyrir vondu áranum og alls konar erf- iðleikum, hörm- ungum og styrj- öldum á þessari öldinni. En Ijós- ið, sem logaði stillt í aftari enda fleinsins, ræð ég fyrir síðasta ári aldarinnar, að það verði júbil- gæðaár (gleði og gæfa) og friður og rósemi meðal manna og þjóða.“ Þessi draumur og ráðning Ingi- mundar Sveinssonar eru um margt merkileg. Hann lýsir í stórum drátt- um öldinni sem nú er að enda og er Ingimundur sannspár um framgang hennar í vondum málum enda hefur þessi öld verið undirlögð af erjum milli manna og illverkum. Þá minnir draumurinn óneitanlega á hingað- komu Hale Bopp halastjömunnar fyrir tveim áram og vangaveltur manna um hana og áhrif hennar á jarðmenn. En það er ljósið í rófunni á þessum fleini sem hann telur merki um andlega upphefð manns- ins og merki um þann frið sem mönnum er tamt að tala um en höndla eigi. Ef ég skil Ingimund rétt þá verði árið í ár (júbilgæðaár), upphaf á nýju skeiði í sögu manns- ins þar sem koma Krists (andleg vakning) og þar með andlegar fram- farir er fleyta (fleyta kerlingar) muni manninum í stökkum inn í nýjan tíma á nýju árþúsundi. Þar verði dulinn sannleikur boðorðanna tíu manninum sönn opinberun. Þar muni áður lokaðar dyr sannleikans þeytast upp í hugum manna. Og þar verði tilurð og tilgangur lífsins manninum opin bók til skilnings. Þessi vitundarvakning muni leiða af sér áður óþekktar framfarastærðir og lausnir sem hingað til hafa þótt ógerlegar í vísindum anda og efnis. Þetta verður júbilár allra sem láta sig dreyma. „Það sem áður hefur gerst. mun gerast aftur.“ - Málahóttur frá IbíZuIu í S-Afríku. •Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Rcykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.