Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stjórnarandstaðan í Malasíu segir Anwar hafa verið beittan órétti Minni líkur á vopnahléi í Sierra Leone Farið fram á neyðar- fund þjóðþingsins Kuala Lumpur. Reuters. STJÓRNARANDSTAÐAN í Mala- síu sagði í gær að Anwar Ibrahim, fyrrverandi fjármálaráðherra lands- ins, hefði verið beittur miklum órétti af hálfu saksóknara í réttarhöldum sem nú hafa staðið í á þriðja mánuð, en Anwar er sakaður um kynferðis- glæpi og spillingu. Fór stjórnarand- staðan fram á neyðarfund þjóðþings landsins vegna málsins. Sagði í yfirlýsingu Lims Kits Si- angs, leiðtoga Lýðræðisflokksins, að undanfama tvo daga hefði óréttlætið orðið svo bersýnilegt að almenning- ur í landinu gæti ekki lengur setið aðgerðalaus hjá. Kom yfirlýsing þessi eftir að saksóknarar breyttu orðalagi fjögurra ákæruatriða gegn Anwar og dómari í málinu vísaði frá öllum sönnunargögnum sem tengj- ast ásökunum um meinta kynferðis- glæpi og lögð höfðu verið fyrir dóm- inn í réttarhöldunum til þessa. Breytingar saksóknaranna komu um það bil sem þeir luku málflutningi sínum gegn íjármálaráðherranum fyrrverandi, sem Mohamad Mahat- hir forsætisráðherra rak úr stjóm sinni í september á síðasta ári. Var í yfirlýsingu Lims tekið undir þau orð verjenda Anwars að að- gerðir saksóknara og dómara sviftu Anwar tækifærinu til að hreinsa mannorð sitt, sem atað hefði verið auri í réttarhöldunum með ásökun- um um samkynhneigð, sem er bönnuð með lögum í Malasíu, og gróf hjúskaparbrot. Vill stjómar- andstaðan að til neyðarfundar þingsins verði boðað til að fjalla um minnkandi traust almennings á stofnunum og æðstu embættis- mönnum lókisins. Neitaði Mohamed Rahmat, upp- lýsingamálaráðhema Malasíu, í gær fregnum dagblaðs í Singapúr þess efnis að Mahathir forsætisráðherra hefði átt leynilegan fund með helstu ráðherrum sínum í nóvember til að brugga Anwar launráð. Anwar hefur alla tíð haldið því fram að hann sé fórnarlamb ráða- braggs til að sverta nafn hans og skaða stjómmálaferil hans. Vopnin virðast hafa snúist nokkuð í hönd- um Mahathirs á síðustu mánuðum og hélt dagblaðið því fram í frétt sinni að Mahathir hefði kallað til fundar í nóvember svo ræða mætti nýjar leiðir til að klekkja á Anwar. Sankoh ekki sleppt úr haldi Freetown. Reuters. AHMAD Tejan Kabb- ah, forseti Sierra Leo- ne, sagði í gær að úti- lokað væri að Foday Sankoh, leiðtoga upp- reisnarmanna í land- inu, yrði sleppt úr haldi að svo stöddu og dró það verulega úr líkun- um á að samkomulag næðist um varanlegt vopnahlé í landinu. Forsetinn sagði að ekki kæmi til greina að sleppa San- koh úr fangelsi nema með samþykki þjóðþingsins. Hann bætti við að án slíks samþykkis myndi þjóðin krefj- ast þess að honum yrði vikið úr for- setaembættinu. Sagði Kabbah í samtali við Reu ters-fréttastofu n a heldur ekki koma til greina að Sankoh yrði fluttur til annars lands en Sankoh var dæmdur til dauða í október á síðasta ári fyrir land- ráð. Kveðst Kabbah ekki hafa útilokað samningaviðræður við uppreisnarmennina en sagðist ætla að standa í vegi fyrir öll- um tilraunum til að flytja San- koh til annars lands, en það er ein af meginkröfum uppreisn- armanna eigi vopnahlé, sem þeir hafa boðað til á mánudag, að vara lengur en eina viku. „Sleppi ég Sankoh úr haldi þá verður hann að dvelja áfram í Si- erra Leone og má ekki fara til ann- ars ríkis,“ sagði forsetinn. AHMAD Tejan Kabbah, forseti Sierra Leone. m Reuters Mótmæla strangari prófum GRISKIR námsmenn brenna dúkku í líki Gerasimos Arsenis, menntamálaráðherra Grikk- lands, í Aþenu í gær. Þeir og kennarar einnig hafa nú um tveggja mánaða skeið mótmælt ýmsum nýmælum Arsenis í skóla- málum en þau eru meðal annars að herða á inntökuprófum í æðri skólum. Segja þeir, að afleiðingin verði sú, að verulega færri kom- ist inn en áður. ------------ Réðu vanda- menn í stöð- ur hjá ESB Brussel. Reuters. DAGINN eftir að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB) stóð af sér atkvæðagreiðslu um van- traust á Evrópuþinginu vegna ásak- ana um fjármálamisferli og einka- vinavæðmgu, vörðu 1 gær talsmenn hennar þá staðreynd, að nánir vandamenn tveggja meðlima fram- kvæmdastjórnarinnar em í góðum stöðum innan hennar. Talsmennimir brugðust við orra- hríð spurninga fréttamanna með því að staðfesta að eiginkona og mágur Joaos Deus de Pinheiros, fulltrúa Portúgals í framkvæmdastjórninni, og eiginkona spánska fulltrúans Manuels Marins væm öll í embætt- um á vegum framkvæmdastjómar- innar. En Martine Reicherts tók fram, að þau hefðu öll verið ráðin á grundvelli faglegs mats á hæfni þeirra til þeima staifa sem þau hefðu verið ráðin til. • Sérlega rúmgóður • Stílhreint og glæsilegt útlit • Sameinar mikið afl og litla eyðslu Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur Bíll fyrir nýja öld Sýning helgina 16-17 janúar. kl. 12-17. $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HFskeifunni 17 Simi 568 5í| Heimasíða: www.suzukibil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.