Morgunblaðið - 16.01.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnarandstaðan í Malasíu segir Anwar hafa verið beittan órétti
Minni líkur á vopnahléi í Sierra Leone
Farið fram á neyðar-
fund þjóðþingsins
Kuala Lumpur. Reuters.
STJÓRNARANDSTAÐAN í Mala-
síu sagði í gær að Anwar Ibrahim,
fyrrverandi fjármálaráðherra lands-
ins, hefði verið beittur miklum órétti
af hálfu saksóknara í réttarhöldum
sem nú hafa staðið í á þriðja mánuð,
en Anwar er sakaður um kynferðis-
glæpi og spillingu. Fór stjórnarand-
staðan fram á neyðarfund þjóðþings
landsins vegna málsins.
Sagði í yfirlýsingu Lims Kits Si-
angs, leiðtoga Lýðræðisflokksins, að
undanfama tvo daga hefði óréttlætið
orðið svo bersýnilegt að almenning-
ur í landinu gæti ekki lengur setið
aðgerðalaus hjá. Kom yfirlýsing
þessi eftir að saksóknarar breyttu
orðalagi fjögurra ákæruatriða gegn
Anwar og dómari í málinu vísaði frá
öllum sönnunargögnum sem tengj-
ast ásökunum um meinta kynferðis-
glæpi og lögð höfðu verið fyrir dóm-
inn í réttarhöldunum til þessa.
Breytingar saksóknaranna komu um
það bil sem þeir luku málflutningi
sínum gegn íjármálaráðherranum
fyrrverandi, sem Mohamad Mahat-
hir forsætisráðherra rak úr stjóm
sinni í september á síðasta ári.
Var í yfirlýsingu Lims tekið undir
þau orð verjenda Anwars að að-
gerðir saksóknara og dómara sviftu
Anwar tækifærinu til að hreinsa
mannorð sitt, sem atað hefði verið
auri í réttarhöldunum með ásökun-
um um samkynhneigð, sem er
bönnuð með lögum í Malasíu, og
gróf hjúskaparbrot. Vill stjómar-
andstaðan að til neyðarfundar
þingsins verði boðað til að fjalla um
minnkandi traust almennings á
stofnunum og æðstu embættis-
mönnum lókisins.
Neitaði Mohamed Rahmat, upp-
lýsingamálaráðhema Malasíu, í gær
fregnum dagblaðs í Singapúr þess
efnis að Mahathir forsætisráðherra
hefði átt leynilegan fund með helstu
ráðherrum sínum í nóvember til að
brugga Anwar launráð.
Anwar hefur alla tíð haldið því
fram að hann sé fórnarlamb ráða-
braggs til að sverta nafn hans og
skaða stjómmálaferil hans. Vopnin
virðast hafa snúist nokkuð í hönd-
um Mahathirs á síðustu mánuðum
og hélt dagblaðið því fram í frétt
sinni að Mahathir hefði kallað til
fundar í nóvember svo ræða mætti
nýjar leiðir til að klekkja á Anwar.
Sankoh ekki
sleppt úr haldi
Freetown. Reuters.
AHMAD Tejan Kabb-
ah, forseti Sierra Leo-
ne, sagði í gær að úti-
lokað væri að Foday
Sankoh, leiðtoga upp-
reisnarmanna í land-
inu, yrði sleppt úr haldi
að svo stöddu og dró
það verulega úr líkun-
um á að samkomulag
næðist um varanlegt
vopnahlé í landinu.
Forsetinn sagði að
ekki kæmi til greina að sleppa San-
koh úr fangelsi nema með samþykki
þjóðþingsins. Hann bætti við að án
slíks samþykkis myndi þjóðin krefj-
ast þess að honum yrði vikið úr for-
setaembættinu.
Sagði Kabbah í samtali við
Reu ters-fréttastofu n a heldur
ekki koma til greina að Sankoh
yrði fluttur til annars lands en
Sankoh var dæmdur til dauða í
október á síðasta ári fyrir land-
ráð.
Kveðst Kabbah ekki hafa
útilokað samningaviðræður við
uppreisnarmennina en sagðist
ætla að standa í vegi fyrir öll-
um tilraunum til að flytja San-
koh til annars lands, en það er
ein af meginkröfum uppreisn-
armanna eigi vopnahlé, sem þeir
hafa boðað til á mánudag, að vara
lengur en eina viku.
„Sleppi ég Sankoh úr haldi þá
verður hann að dvelja áfram í Si-
erra Leone og má ekki fara til ann-
ars ríkis,“ sagði forsetinn.
AHMAD Tejan
Kabbah, forseti
Sierra Leone.
m
Reuters
Mótmæla
strangari
prófum
GRISKIR námsmenn brenna
dúkku í líki Gerasimos Arsenis,
menntamálaráðherra Grikk-
lands, í Aþenu í gær. Þeir og
kennarar einnig hafa nú um
tveggja mánaða skeið mótmælt
ýmsum nýmælum Arsenis í skóla-
málum en þau eru meðal annars
að herða á inntökuprófum í æðri
skólum. Segja þeir, að afleiðingin
verði sú, að verulega færri kom-
ist inn en áður.
------------
Réðu vanda-
menn í stöð-
ur hjá ESB
Brussel. Reuters.
DAGINN eftir að framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins (ESB)
stóð af sér atkvæðagreiðslu um van-
traust á Evrópuþinginu vegna ásak-
ana um fjármálamisferli og einka-
vinavæðmgu, vörðu 1 gær talsmenn
hennar þá staðreynd, að nánir
vandamenn tveggja meðlima fram-
kvæmdastjórnarinnar em í góðum
stöðum innan hennar.
Talsmennimir brugðust við orra-
hríð spurninga fréttamanna með því
að staðfesta að eiginkona og mágur
Joaos Deus de Pinheiros, fulltrúa
Portúgals í framkvæmdastjórninni,
og eiginkona spánska fulltrúans
Manuels Marins væm öll í embætt-
um á vegum framkvæmdastjómar-
innar. En Martine Reicherts tók
fram, að þau hefðu öll verið ráðin á
grundvelli faglegs mats á hæfni
þeirra til þeima staifa sem þau
hefðu verið ráðin til.
• Sérlega rúmgóður
• Stílhreint og glæsilegt útlit
• Sameinar mikið afl og litla eyðslu
Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur
Bíll fyrir nýja öld
Sýning helgina
16-17 janúar.
kl. 12-17.
$ SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HFskeifunni 17 Simi 568 5í|
Heimasíða: www.suzukibil