Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Endurskoðuð verðbólguspá Seðlabankans 2,2% verðbólgu spáð á árinu SEÐLABANKI íslands hefur end- urskoðað verðbólguspá sína fyrir árið 1999 í ljósi nýjustu mælinga vísitölu neysluverðs og upplýsinga um þróun undirliggjandi stærða. Seðlabankinn spáir nú 1,9% verðbólgu milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og 2,2% verðbólgu frá upphafí til loka árs 1999. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% á milli þriðja og fjórða árs- fjórðungs 1998, sem samsvarar 2,2% verðbólgu á heilu ári. Spá Seðla- bankans í október sl. gerði ráð fyrri 0,2% hækkun á milli ársfjórðung- anna. Frávikið er innan tölfræði- legra skekkjumarka. Verðbólga síðasta árs mældist 1,7% milli ársmeðaltala og 1,3% yfir árið. Milli ára var verðbólgan hin sama og 1995 sem var sú næst lægsta síðan 1959. Spá bankans í október geri ráð fyrir 1,6% hækkun milli ára og 0,6% hækkun yfir árið. Meginforsendur endurskoðaðrar spár gera ráð fyrir 3,7% hækkun um- saminna launa í upphafi þessa árs, um 2% launaskriði og 2,5% fram- leiðniaukningu í ár og óbreyttu gengi frá deginum í dag. Einnig er gert ráð fyrir að innflutningsverðlag í erlendri mynt lækki á fyiri hluta ársins en snúist síðan til hækkunar á seinni hluta þess. Að lokum er gert ráð fyrir að hækkun markaðsverðs húsnæðis umfram almenna verðlagsþróun muni stuðla að meiri hækkun vísitölu neysluverðs á þessu ári en ella, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Islands. I endurskoðaðri spá Seðlabankans er gert ráð fyrir því að verðbólga þessa árs verði 1,9%, mælt milli árs- meðaltala, og 2,2% yfir árið. Þetta er nokkur hækkun frá spá bankans í október sl., en í henni var gert ráð fyrir 1,3% hækkun milli árs- meðaltala og 2% hækkun yfii- árið. „Munar þar mest um meiri hækkan- ir vísitölunnar á síðasta ársfjórðungi 1998 en spáð hafði verið. Mikill vöxt- ur innlendrar eftirspurnar að undan- fórnu og vaxandi spenna á vinnu- markaði gætu stuðlað að meii’i verðbólgu þegar líður á árið en hér er spáð. A móti kemur að erlend verðþróun kann að verða hagstæðari en hér er reiknað með, sérstaklega á fyrri hluta ársins,“ segir í fréttatil- kynningu frá Seðlabankanum. Seðlabankinn hefur einnig metið þróun raungengis krónunnar. Sam- kvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 1998 hækkaði raungengi á mæli- kvarða hlutfallslegs verðlags um 1,5% á milli áranna 1997 og 1998, en um 4,5% á mælikvarða hlutfallslegs launakostnaðar á framleidda ein- ingu. „Gangi verðlagsspá bankans eftir og gefur óbreyttu gengi krón- unnar frá því sem það er nú mun raungengi krónunnar á mælikvarða hlutfallslegs verðlags verða óbreytt á þessu ári, en hækka um 0,7% á mælikvarða hlutfallslegs launa- kostnaðar á framleidda einingu," að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Seðlabankanum. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6% frá fyrra mánuði Breytingar á vísitölu neysluverðs Mars 1997 = 100 Tölurísvigumvisatil vægis einstakra Ik5a. Frá des. 98 til jan. 99 01 Matur og óáfengar drykkjarvörur (17,3%) 011 Matur (15,2%) 012 Drykkjarvörur (2,1 %) 02 Áfengi og tóbak (3,4%) 03 Föt og skór (6,0%) 031 Föt (4,9%) 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,9%) 042 Annað vegna húsnæðis (2,3%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,6%) 056 Ýmsar vörur og þjónusta (1,0%) 06 Heilsugæsla (3,2%) 07 Ferðir og flutningar (16,1 %) 072 Rekstur ökutækja (7,0%) 08 Póstur og sími (1,1 %) 09 Tómstundir og menning (13,7%) 10 Menntun(1,0%) 11 Hótel og veitingastaðir (5,3%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,4%) s +2,6% | +2,4% □ +3,7% | l +0,3% |l §§gf -2,7% I | -3,2% +0,7% D +6,5% l +0,3% | +1,7% □ +1,5% □ 0 -0,4% □ -1,4% Q -0,6% +0,6% Q +2,5% | +0,2% | +0,8% 0 VÍSITALA NEYSLUVERÐS í DES: 103,6 stig +0,6% Q 2,6% verð- bólga síð- ustu þrjá mánuði VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í janúarbyrjun 1999 var 184,8 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í janúar var 187,3 stig og hækkaði um 0,5%. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,7% síðustu þrjá mánuði sem jafngildir 2,6% verðbólgu á ári. í tilkynningu frá Hagstofu Is- lands segir að verð á mat og drykkj- arvöru hafi hækkað um 2,6%, sem hafi leitt til 0,44% hækkunar vísitölu neysluverðs. Þá varð 6,5% hækkun á gjöldum vegna fasteigna sem olli 0,14% hækkun á vísitölunni. Helstu lækkanir á vísitölu neysluverðs voru á fötum og skóm um 2,7% sem lækkaði vísitölu neysluverðs um 0,17% og lækkun á bensínverði um 3,3% sem lækkaði vísitölu neyslu- verðs um 0,13%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,5%. I Morgunfrétt- um viðskiptastofu Islandsbanka hf. í gær segir að of snemmt sé að túlka hækkun á vísitölunni sem vísbend- ingu um verðbólgu, þrátt fyrir held- ur meiri hækkun á innlendum hluta vísitölunnar en vænst var. I Morg- unkorni Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. segir hins vegar að breyting á vísitölu neysluverðs hafi verið í aðalatriðum í samræmi við spá bankans og að gera megi ráð fyrir meiri verðbólgu en á því síðasta. „Því er ástæða til að gera ráð fyrir að verðbólga verði 2,5%-3% milli áranna 1998 og 1999,“ segir í Morgunkorni FBA. Verðbólga í EES-ríkjum frá nóvember 1997 til nóvember 1998, mæld á samræmda vísitölu neyslu- verðs var 1% að meðaltali. Minnst verðbólga mældist í Svíþjóð, 0,1%, en mest í Grikklandi, 3,9%. Á sama tímabili var verðbólga á íslandi 0,7% og 1,2% í helstu viðskiptalöndum. Gjaldeyrisforðinn 29,6 milljarðar í desember GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka íslands jókst um 600 milljónir króna í desember á síðasta ári og nam í lok mánaðarins 29,6 milljörð- um króna, að því er kemur fram í bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Islands. Á sama tímabili árið 1997 var gjaldeyrisforðinn 27,9 milljarð- ar. Erlendar skammtímaskuldir bankans voru 3,9 milljarðar í des- ember á síðasta ári og lækkuðu lítil- lega frá fyrra mánuði. Bókfærð gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans voru jákvæð um 1,1 milljarð króna í desember, en bank- inn átti gjaldeyrisviðskipti á inn- lendum markaði fyrir 2,8 milljarða króna í mánuðinum. Gengi íslensku krónunnar mælt með vísitölu geng- isskráningar hækkaði um 0,4% í desember og um 0,7% frá ársbyrjun til loka desember. Heildareign Seðlabankans í markaðsskráðum verðbréfum minn- kaði í desember um 2,8 milljarða króna miðað við markaðsverð og nam í mánaðarlok 7,9 milljörðum króna. Ríkisvíxlaeign minnkaði um 1,8 milljarða króna og ríkisbréfa- eign minnkaði um 1 milljarð króna. Eign bankans í markaðsskráðum verðbréfum minnkaði um 7,9 millj- arða á árinu. Kröfur á innlánsstofnanir hækkuðu um 6 milljarða í desember en innstæður þeirra í bankanum lækkuðu um 3 milljarða. Kröfur Seðlabankans á aðrar fjármála- stofnanir drógust saman um 1,3 milljarða, en innistæður þeirra í bankanum jukust um 1,2 milljarða í mánuðinum. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir lækkuðu um 6,8 milljarða króna í mánuðinum og voru neikvæðar um 8,2 milljarða í lok árs , segir í tilkynningu. Grunnfé bankans nam 20,6 millj- örðum króna í árslok. GUÐNI Þórir Jóhannsson, Jóhann Þórisson og Kristrún Jónsdóttir, eigendur Naustavogs ehf. „Von okkar að stækka og dafna“ Ný fískverkun stofnuð á Djúpavogi NAUSTAVOGUR ehf., nýtt fisk- verkunarfyrirtæki, var formlega opnað á dögunum á Djúpavogi. Eig- endur þess eru Jóhann Þórisson, Kristrún Jónsdóttir og Guðni Þórir Jóhannsson. Fyrirtækið er til húsa í fyrrverandi húsnæði Mallands hf., sem flutt hefur í stærra húnæði. Að sögn Jóhanns Þórissonar er markmið þeirra að byrja á að salta fisk, auk þess sem farið verði út í meiri fullvinnslu ef vel gengur. „Við fórum upphaflega af stað með þetta fyrirtæki til að tryggja okkur at- vinnu. Guðni Þórir á bátinn Haförn NK 15 og við komum til með að vinna af honum aflann. Þar sem lítill kvóti er á bátnum og lélegt fiskverð hér ákváðum við að auka afla- verðmæti hans og réðumst því í þessar framkvæmdir," sagði Jóhann Þórisson. Til að byrja með eru fjórir starfs- menn við Naustavog, en fyrirhugað er að kaupa fisk af mörkuðum í framtíðinni. „Og er von okkar að fyrirtækið stækki og dafni," segir Jóhann. Loðnuleiðangur Hafró Töluvert magn af loðnu fyrir austan RANNSÓKNASKIP Hafrann- sóknastofnunarinnar, Árni Frið- riksson og Bjarni Sæmundsson, eru nú við loðnurannsóknir undan Austfjörðum en hafa lítið getað at- hafnað sig vegna veðurs. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri, seg- ir þó að svo virðist sem talsvert magn af loðnu sé á miðunum. Nokkur loðnuskip voru að veiðum á svæðinu í fyrrinótt og fengu reyt- ingsafla en vora öll á landleið í gær vegna brælunnar. „Við erum búnir að skoða svæðið frá Reyðarfjarðardýpi, suður undir Hvalbak og þar út af landgrunns- kantinum. Það var töluvert að sjá af loðnu með kantinum en einnig var að sjá loðnudreif um það bil 25 mflur austur úr. Loðnan virðist ekki ennþá vera komin suður í hlýja sjóinn en okkur sýnist að hún sé að færa sig hægt og bítandi suð- ur eftir. En það er lítið hægt að fullyrða um hve mikið er hér á ferðinni ennþá, til þess höfum við ekki skoðað nógu stórt svæði,“ sagði Hjálmar í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði um að ræða stóra og góða hrygningar- loðnu en sagði að alla þessa þætti ætti eftir að skoða betur þegar veðrið gengur niður. Enn góð sfldveiði Sfldveiðar hafa gengið vel síð- ustu vikur en fá skip eru þó enn við veiðarnar. Húnaröst SF og Ant- ares VE fengu góðan afla, um 700 tonn, um 20 mílur vestur úr Malar- rifi á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Þá var Jóna Eðvalds SF í gær á leið til Hornafjarðar með um 300 tonn af sfld og Huginn VE rúm 400 tonn, einnig á leið til Hornafjarðar. Barentshafið Loðnan veidd á ný NORSK stjómvöld hafa ákveðið að heimila veiðar á 48.000 tonnum af loðnu í Barentshafi á þessu ári. Loðnu má aðeins veiða til manneld- is. Loðnuveiði hefur ekki verið stunduð í Barentshafi síðan 1993, en nú telja vísindamenn að stofn- inn þoli veiði á ný. Nótaskipin í Noregi fá frjálsan aðgang að veiðunum, en smærri bátar og togarar verða að hlíta tak- mörkunum. 20 smærri bátar og 15 togarar fá leyfi og verða þeir heppnu dregnir út úr hópi umsækj- enda verði þeir fleiri en þetta. Umsóknir og tilkynningar um þátttöku í veiðunum þurfa að ber- ast fyrir 25. janúai'. Norðmenn geta því keppt við okkur á loðn- umörkuðunum í Japan og Rúss- landi á ný eftir langt hlé.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.