Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 29
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 29
ERLENT
Leiðtogakjör Likud-flokksins fyrir kosningarnar í fsrael
Landau ekki í fram-
Netanyahu
Jerúsalem. Reuters.
UZI Landau, harðlínumaður í
Likudflokknum í Israel, tilkynnti í
gær, að hann hefði hætt við að
bjóða sig fram gegn Benjamin Net-
anyahu forsætisráðherra í for-
mannskosningum í flokknum.
Skoðanakannanir sýna, að Net-
anyahu og Ehud Barak, leiðtogi
Verkamannaflokksins, hafa jafn
mildð fylgi meðal kjósenda en
kosningar verða í Israel 17. maí.
Formannskosningin í Likud-
flokknum verður 25. þessa mánað-
ar og ljóst virðist, að þá muni þeir
takast á tveir, Netanyahu og Mos-
he Arens, fyrrverandi varnar-
málaráðherra. Landau, sem er
formaður utanríkis- og varnar-
málanefndar þingsins, telur, að
Leiðtogar störu
flokkanna með
jafn mikið fylgi
ákvörðun sín muni koma Arens vel
en hann vildi þó ekki lýsa yfir
stuðningi við hann. Kvaðst hann
vera óánægður með, að Arens,
sem er 73 ára gamall, skuli hafa
gefíð í skyn, að hann ætlaði að
hætta afskiptum af stjórnmálum
yrði hann ekki kjörinn leiðtogi
Likudflokksins. „Mér líkar það
ekki þegar menn krefjast alls eða
einskis,“ sagði hann.
Skoðanakönnun, sem birt var sl.
mánudag, sýndi, að í formanns-
slagnum innan Likud fengi Net-
anyahu 57% atkvæða, Arens 22%
og Landau 7,5%.
Þreyttur á
Netanyahu
Ai-ens, sem hefur ekki verið í
stjómmálum frá 1992, átti á sínum
tíma mestan þátt í frama Netanya-
hus innan flokksins. Því kom það
flatt upp á marga og ekki síst Net-
anyahu þegar Arens ákvað að
reyna að steypa sínum gamla skjól-
stæðingi. Arens er hins vegar
sagður vera orðinn mjög þreyttur
á stjómarháttum Netanyahus og
hann er alveg sérstaklega andsú-
inn Wye-samkomulaginu, sem Net-
anyahu gerði við Palestínumenn.
Reuters
Stendur Salinas-
ættin á bak við morð?
Reykjavík, Keflavík,
Selfoss, Akureyri,
og Egilsstaðir.
TEGUND:
1,3 GL 3d
1,3 GL 4d
1,6 GLX 4d, ABS
1,6 GLX 4x4,4d, ABS
1,6 GLX WAGON, ABS
WAGON 4x4, ABS
VERÐ:
1.195.000 KR.
1.295.000 KR.
1.445.000 KR.
1.575.000 KR.
1.495.000 KR.
1.675.000 KR.
RAUL Salinas de Gortari, bróðir
fyrrverandi Mexíkóforseta, sést
hér njóta lífsins á snekkju sinni
með vinkonu í kjöltunni. Hann er
ákærður fyrir að vera aðalmað-
urinn á bak við morð sem framið
var árið 1994 á José Francisco
Ruiz Massieu, þáverandi aðalrit-
ara mexíkóska stjórnarflokksins
PRI. The New York Times skýrði
frá því í gær, að Raul Salinas
Lozano, höfuð hinnar áhrifa-
miklu Salinas-fjölskyldu, hafi
samþykkt morðið, að því er fram
kæmi í hljóðupptöku af yfir-
heyrslu yfír manni sem var
dæmdur fyrir aðild að þessu um-
talaðasta morðmáli síðustu ára í
Mexíkó.
Blaðið segist hafa fengið í
hendur hljóðupptöku af yfir-
heyrslu, þar sem Salinas Lozano,
sem er 81 árs, er sagður hafa
lagt blessun sína yfír áform um
að ráða Massieu af dögum. Sal-
inas Lozano er faðir Carlosar
Salinas de Goi-tari, fyi-rverandi
forseta Mexíkó, og ofangreinds
Rauls Salinas de Gortari, meints
aðalmanns að baki morðinu.
Réttarhaldinu yfir honum á að
ljtíka 22. janúar nk.
Aðalverjandinn, Luengo Creel,
sagði aðspurður í New York
Times ekki geta tjáð sig um
þetta þar sem dómur ætti senn
að falla í málinu, en í bréfi sem
hann sendi blaðinu og gert var
opinbert í Mexíkóborg segir
hann að frásögnin „eigi ekkert
sameiginlegt með sannleikanum"
og umrædd hljóðupptaka væri
ekki meðal málsgagna í réttar-
haldinu.
Upptakan er af fyrstu lög-
regluyfírheyrslunni yfir Jorge
Rodriguez Gonzalez, sem síðar
var dæmdur í 37 ára fangelsi fyr-
ir aðild að morðinu.
0.
",is
Varasamar
strendur í
Astralíu
Canberra. Reuters.
YFIRVÖLD í Ástralíu hafa
áhyggjur af ástandinu á og við
strendur landsins og hafa þau
sérstaklega hvatt erlenda
ferðamenn til að fara varlega.
Astæðan er sú, að þar
drukknar árlega fjöldi manns
og nú þegar ástralska sumarið
er hólfnað er tala látinna kom-
in í 33.
Á síðasta sumri drukknuðu
64 menn og hugsanlega verða
þeir orðnir fleiri áður en þetta
sumar er á enda. Eru þessi
dauðaslys langflest í fjöl-
mennasta ríkinu, Nýja Suður-
Wales, en alls dnakkna um
300 manns í Ástralíu á heilu
ári, í sjó, vötnum og ám.
Jackie Kelly, íþróttaráð-
herra Ástralíu, sagði í gær
eftir viðræður við ráðherra í
öðnim ríkjum landsins, að
nauðsynlegt væri að bregðast
við þessu með upplýsingaher-
ferð, sem beint yrði sérstak-
lega að ungu fólld og erlend-
um ferðamönnum.