Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 46

Morgunblaðið - 16.01.1999, Side 46
46 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Atta þúsund klukku- tímar til aldamóta! TÆPLEGA það þó því þú sefur sex til tíu tíma á sólarhring þannig að þú átt eftir um fimm þúsund klukkustundir til árs- ins 2000. Gerir þú þér grein fyrir hvernig þú vilt eyða lífinu til þess- ara stóru tímamóta? Er ekki of miklum tíma eytt í að flýta sér hvergi? Stöldrum við, hugs- um um það hvað lífið getur gefið okkur. Meðalaldur íslend- inga er um 75 til 80 ár. 30 til 35 árum af lífinu er eytt í meðvitundarleysi svefnsins. Um það bil 10 árum er eytt í slúður, oft um aðra eða ekk- ert merkilegt þannig að eftir eru um 40 ár. Við vinnum og borðum stóran hluta af þeim tíma þannig að eftir áttu aðeins 10 ár eða 87.000 klukkustundir. Hvernig vilt þú nýta þær. A áttatíu ára lífsferli er margt sem þarf nauðsynlega að gera til að halda lík- amanum í formi. Þú þarft ekki að eiga milljónir til þess að halda þér í formi og vera vel klæddur og vel alinn. Lífsmark- miðið er enn stórfeng- legra, það krefst sí- fellt meiri þekkingar, víðsýni og visku. Hve margar bækur hefuðu lesið nýlega? Hvaða bækur, skila þær ár- angri, eru þær uppbyggjandi? Ekkert er þó á við íhugun og holla sjálfskoðun. A hverjum degi eru milljónir bóka prentaðar í heimin- um. Við lifum nú á upplýsingaöld þar sem auðvelt er að fá upplýs- ingar á alneti um hvað sem er. Lífsmarkmið Ætlar þú að eyða tím- anum í að horfa á hina heppnu hverfa fram- hjá þér á lífsleiðinni? spyr Fanný Jónmunds- dóttir, þá sem ná að nýta tíma sinn? Hvernig getur þú nýtt þér allar þær upplýsingar til árangurs á þessum 10 árum sem þú hefur. Minnumst þess að það eru þeir „heppnu“ sem ná 80 ára aldri og þar yfir. Ætlar þú að eyða tíman- um í að horfa á hina heppnu hverfa framhjá þér á lífsleiðinni, þá sem ná að nýta tíma sinn? Skipulegðu lífið. Finndu þitt Fanný Jónmundsdóttir ISLENSKT MAL ÞAÐ var próf úr Þrymskviðu. í einni úrlausn stóð: „Loki var bjargvættur (reddari) ásanna." Nemandinn virtist ekki viss um að kennarinn skildi orðið bjarg- vættur og setti því reddari í sviga til þess að vera viss um að fá fullt fyrir svarið. Ásanna er eignarfall fleirtölu með greini af orðinu ás(s). Orðið er til í svolítið breytilegum myndum í málum frændþjóða okkar, en uppruni er ekki alveg ljós. Margir halda að það sé skylt andi og kannski animus = hugur á latínu. Beyging orðsins er ekki vandalaus. Það er u-stofn: ás(s) - ás - æsi - ásar; æsir - ásu (ósu) - ásum (ósum) - ása. Eins og nærri má geta, var vinsælt að nefna börn svo, að kennd væru við átrúnaðargoðin, æsina, eða ásuna, eins og fyrr var sagt. Um það bil 30 manna- nöfn hefjast á ás, og má reyndar vera að þau séu fleiri að uppruna til, því að líkur eru til þess að stundum hafi forliðurinn ás breyst í ást. Sumir halda að þessi orð séu skyld. Algengustu samsetningar af ás eru nú Ásdís og Ásgeir. Geir merkir spjót, það er það sem er langt og mjótt, sbr. geisli og Gísli. Dís er talið merkja „gyðja, (tigin) kona, fógur kona.“ Það var sjálfstætt kvenmannsnafn að fomu; voru til dæmis sex árið 1703, allar sunnan lands og vest- an. I Landnámu var ein. Nafnið dó út og var ekkert dæmi í aðal- manntölum 1801-1910, að báðum meðtöldum. Nú hefur nafnið lifn- að til muna sem síðara heiti af tveimur. í þjóðskrá 1990 hétu átta konur Dís einu nafni en a.m.k. 180 síðara nafni. Samsetningar með dís sem síðara hluta eru margir tugir, og Ásdís nú meðal hinna algeng- ustu. Fáeinar voru í Landnámu, en aðeins ein er nefnd í Sturl- ungu: Ásdís Sigmundardótth• frá Svínafelli í Öræfum, gift Amóri Tumasyni af Ásbimingaætt, móðir Kolbeins unga. Árið 1703 voru 70 Ásdísir á ís- landi, dreifðar um allt land. Öld síðar voru þær 61, og 1845 hafði fækkað í 49, og 52 vom í mann- talinu 1910. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 988. þáttur ★ Þó að bili heimsins hylli ogheykistvinurhver, móáurástin býr á bjargi og breytir aldrei sér. Asdís enn í völdum víða vor á meðal er. Þetta er úr kvæðinu Ásdís á Bjargi eftir Jakob Thorarensen úr bókinni Sprettir sem kom út 1919, lokaerindið úr ljóðinu, sem vakti afar mikla hrifningu. Auðnaðist Jakob með merkileg- um orðaleik að búa til málshátt- inn Móðurástin býr á bjargi. Og nú tók nafnið Ásdís til fót- anna. Árin 1921-1950 voru 334 meyjar skírðar Ásdís og em nú komnar yfir þúsund í þjóð- skránni. Er sú fjölgun makleg svo fallegu og merkingargóðu nafni. ★ Systkinin á Ljósavatni, Júdith, Ruth, Bóas og Jónatan Sigurðar- böm, voru öll vel hagmælt, en oft ógætin í orðum. Þau vom í móð- urætt komin út af sr. Stefáni Ólafssyni í Vallanesi. Ekki meintu þau alltaf mikið með skammavísum sínum. Jónatan var prestur; hann kvað: Blessaður Hóla biskupinn burt er numinn í himininn; (hans sakna fáir hjer í sveit, hann grætur enginn það jeg veit); grettur mjög var sá grýlubur, af görpum Jón Teitsson kallaður; hann helt á stólnum hálfum bú, hálfvígði einn prest - og búið er nú. ★ Börðumk einn við átta ogvið ellifu tysvar; svó fengum val vargi, varðk einn bani þeira. Svo á Egill Skalla-Grímsson að hafa kveðið, þegar hann sagði frá afrekum sínum. í þessu vísubroti merkir bani = banamaður. Fleir- talan af þessu orði beygist svo: banar - bana - bönum - bana. Með greini verður þágufall íleir- tölu bönunum. Aðra sögu er að segja af töku- orðinu banani, þar er þágufall fleirtölu banönum. Skal nú svo- lítið segja meira um orðið ban- ani. Islendingar hafa kosið að hafa þetta í karlkyni, en ekki veit ég hvað er upphaflegt. í Suður- Evrópumálum og ensku er orðið haft banana. Svo er sagt, að Portúgalar sigldu til Vestur-Afríku þegar á 16. öld. Maður er nefndur Gareia de Orta og skrifaði um ferðir sín- ar, og frá íbúum meðfram fljót- unum Senegal og Gambia fékk hann orðið banana sem að visu var til í fleiri en einni gerð meðal Afríkuþjóða. Nálægt aldamótunum 1600 voru Portúgalar og Spánverjar teknir að rækta banana, og síðan er þessi ávöxtur mjög víða úr grasi vaxinn og etinn með góðri lyst. Sænski náttúruspekingurinn Carl von Linné (Carolus Linn- eus) kallaði ávöxtinn Paradísar- ávöxt og hefur líklega haldið að Eva hafi freistað Adams með þessu lostæti, og ýmsir gamlir menn ætluðu að bananar gæfu mönnum hæfileikann til þess að kenna skilsmun góðs og ills. En af hverju segjumst við hafa nóg af banönum, ekki „bönun- um“? Vegna þess að u-hljóðið í endingunni nennir ekki að valda tvöföldu hljóðvarpi. Breytir a í ö í viðskeytinu, en ekki rótinni. ★ Hlymrekur handan stældi úr ensku: Eg vil banana heldur en ber, og brauð et ég fremur en smjer; og um hárið á mér: mér finnst flott að það er, en djöfúlli fúlt, ef það fer. Og Þjóðhildur þaðan sendir: Það eru oft í sáldjúpi duldaskil sem dálítið minna á kuldaskil, ef við erum þau flón til að auka okkur tjón, að gera í lífinu skuldaskil. ★ Auk þess fær Sigvaldi Júlíus- son stig fyrir að leiðrétta „kirkj- an opnar“ í kirkjan verður opn- uð í tilkynningu 7. janúar. Og Sigmundur Ernir fyiir skíðatíð, en ekki „skíðavertíð". lífsmarkmið. Lærðu smávegis um allt sem þú hefur áhuga á og allt um það sem þú hefur brennandi áhuga á. I nýlegri könnun Gallup, sem náði yfir 18 þjóðir, kom fram að Islendingar væru hamingju- samasta fólkið á lífi - allir 267.809 þeirra. 82% spurðra Islendinga svöruðu að þeir væru ánægðir með lífið en aðeins 32% Banda- ríkjamanna voru ánægðir. I end- anlegri niðurstöðu könnunar kom fram að Islendingar hafi þróað umburðarlyndi í viðhorfum sínum vegna hráslagalegs og óútreiknan- legs veðurfars og þess að búa svo nærri náttúruöflunum og búast því ekki við þeim stöðugleika sem þykir sjálfsagður meðal annarra þjóða. Hverjh- eru þá þessir hamingju- sömu? Það eru þeir sem hafa gott sjálfsmat, hafa sjálfsábyrgð, eru bjartsýnir og jákvæðir og eni í góðum samskiptum við aðra og eiga sér lífsmarkmið. Nú eftir jóla- hátíðina eru margir fegnir að um- stangið er afstaðið og segja: „Guði sé lof að þetta er búið, nú get ég loks farið að vinna aftur.“ Þetta er sorgleg afstaða því í raun ættu all- ir dagar í lífi okkar að vera jóla- dagar, að minnsta kosti í huga okkar. Um áramót strengjum við heit, við viljum byggja okkur upp lík- amlega, losna við aukakílóin og margir setja sér markmið í sam- bandi við heilsuna og að hætta að reykja. Það er þó ekki nægjanlegt að setja sér markmið í huganum, fyrst verður þú að biðja um guðlega leið- sögn í öllu sem þú gerir til að ná lífsmarkmiði þínu. Hugsaðu ekki aðeins um ytri aðstæður, hugsaðu innávið, skilgreindu, sjónmyndaðu í huga þér, einbeittu þér að lífs- markmiði þínu. Taktu ákvörðun um að eyða slæmum ávönum á nýja árinu, dragðu þá ekki inn í nýtt ár, skildu þá eftir, allar ónýt- ar, neikvæðar, skemmandi hugsan- ir, gamlar sorgir og slæma ávana. Þetta tilheyrir þér ekki lengur. Taktu ábyrgð á tilfinningum þínum og löngunum. Settu þér markmið fyrir líf þitt í fyrsta lagi, persónu- lega og fjölskyldu, í öðru lagi starf, áhugamál og starfsframa og í þriðja lagi andlegan þroska og íhugun. Minnstu alheimslögmáls- ins, friðar, kærleika, þjónustu, um- burðarlyndis og vonar og allt mun verða þér fært. Gleðilegt ár. Höfundur er leiðbeinnndi og um- boðsmaður Brian Tracy á Islandi. Vitur þjóð að verki Bj artsýnisverðlaun Framsóknarflokksins til aldraðra sýna fyrir- litningu þess flokks á þeim sem þeir telja einskis megnuga. I þessu tilfelli var um rakin hæðnisverðlaun að ræða til handa öldr- uðu fólki fyrir trúgimi þess. Framsóknar- flokkurinn er boðberi misréttis, svo það er engin furða þótt hann verðlauni það aldraða fólk sem í barnslegri trú heldur að hann sé vinur þess. Engin bata- merki eru sjáanleg á þeim flokki nema síður sé og eitt af mörgum dæmum eru einræðistil- Þjóðfélagsmál Undarlegur doði og ósjálfræði, segír Albert Jensen, er í hugsun þjóðarinnar. burðir formanns flokksins að vilja breyta stjómarskrá lýðveldisins til samræmis við fiskveiðilög stjórn- valda sem Hæstiréttur telur ekki standast stjómarskrána. Oflát- ungsháttur hans er ekki lengur broslegur. Undarlegur doði og ósjálfræði er í hugsun þjóðarinnar í málum sem varða eignarrétt, sjálfstæði, hálendi, ömurleg kjör aldraðra og öryrkja, launamisrétti og yfirleitt allt óréttlætið sem viðgengst í landinu og ekki má gleyma eitur- lyfjafárinu. Fólk lætur leiða sig stefnulaust út í bláinn og trú þess hefur að miklu leyti færst frá Guði yfir á Framsóknarflokk og Sjálf- stæðisflokk án þess að það geri sér Ijóst hvað af því hlýst og hvert er stefnt. Því virðist einfaldlega líða betur með lokuð augun. Núverandi stjórnvöld sem vinna á neikvæðum nótum í nær öllum málum, sjá fram á stórsigur í næstu kosning- um. Meira að segja stóri dómur Hæstaréttar yfir stjórnarskrár- brotum þessara sömu valdhafa virðist ekki vekja fólk úr slíkri villu. Ekki heldur viðbrögð Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar sem álíta Hæstarétt ekki starfi sínu vaxinn. Háttvirtir ráðherrar, Halldór og Davíð, áttu erfitt með að stilla sig, en hafa ekki ennþá þorað að breyta stjórnarskránni til samræmis við lög sem standast hana ekki. En ríkisstjórnin forð- ast að gera þjóðinni til geðs og afgreiddi frumvarp sem gerir vondan gerning enn verri. I Morgunblaðinu, sem er einn mikilvæg- asti samherji fólksins gegn eignarréttar- ásælni sægreifanna, var í leiðara skorað á valdhafa að nota nýlegan dóm Hæstaréttar og koma á sann- gjaman og skynsamlegan hátt til móts við þjóðina. En því miður að undangengnum skoðanakönnunum telja þeir sér óhætt að sýna á óbil- gjaman hátt hver ræður. Þeim er svo sem ekki láandi þessum stjóm- völdum að sýna sitt rétta innræti með 60% fylgi, við þjóð sem segir eitt, en meinar annað. Þjóð, sem lætur blekkjast af svo einfaldri sið- fræði sem stjórnvöld látlaust halda fram, á þá stjórn skilið sem hún hefur kosið. Háttvirtum ráðherra, Guð- mundi Bjarnasyni, er gefið ráð- rúm til að gera sem mestan óskunda áður en hann fer í þægi- legt embætti. Eftir allt raglið í umhverfismálum snýr hann sér að því að fá lögum breytt til sam- ræmis við ólöglegar kúgunarað- gerðir sem hann hefur beitt menn Landmælingastofnunar. Það er ekki bara að ráðherrann skaði þetta fólk, heldur stofnar hann til aukinna útgjalda ríkissjóðs og allra er til Landmælinga leita. Flestir eiga erindi til Reykjavíkur. Of mörg opinber verk þessa manns hafa einkennst af að fram- kvæma fyrst og hugsa svo. Það góða er að þessi ráðherra fer í starf þar sem aðrir hugsa og fram- kvæma fyrir hann og sætta sig við að hann sé samt á bestu launun- um. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma vill þjóðin hafa hlutina svona, velja menn á flokkspólitísk- an hátt en ekki að verðleikum. Höfundur er byggingameistari. Albert Jensen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.