Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.01.1999, Qupperneq 39
38 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TUGMILLJARÐA GREIÐSLUR RÍKISSKULDA GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra, hefur tilkynnt um enn meiri lækkun á skuldum ríkissjóðs en áður hefur komið fram, eða alls um 34 milljarða króna í fyrra og á þessu ári. Ríkissjóður mun í ár greiða niður skuldir sínar um 21 milljarð króna, þar af 16 milljarða innanlands og fimm milljarða af erlendum skuldum. Gert er ráð fyrir því, að vaxtagreiðslur ríkissjóðs verði þremur milljörðum króna lægri á þessu ári en í fyrra vegna bættrar skulda- stöðu. Þessi miklu umskipti í fjármálum ríkisins eru mikið fagnaðarefni og eru rós í hnappagat fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar, ekki sízt með tilliti til þess, að tekju- skattur einstaklinga hefur lækkað um fjögur prósentustig frá því í maí 1997. Þegar skuldastaða ríkissjóðs er orðin viðunandi verður kominn tími til að minnka enn frekar þá þungu skattabyrði, sem hvílt hefur á landsmönnum undan- farin ár. Heildarskuldir ríkissjóðs eru enn háar, þrátt fyrir þess- ar miklu niðurgreiðslur. Þær verða 213 milljarðar í lok þessa árs. Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu voru skuldirn- ar 53% árið 1996, 47% árið 1997, en lækka niður í 35% á þessu ári. Erlendar skuldir verða um helmingur af ríkis- skuldunum á þessu ári og um 18% af landsframleiðslu, sem er undir því sem þær voru lægstar árið 1988. Helztu ástæður fyrir því, að mun meira er greitt niður af innlend- um skuldum en erlendum eru þær, að vextir eru mun hærri innanlands auk þess sem tillit þarf að taka til gjald- eyrisstöðunnar og viðskiptahallans. Fjármálaráðherra bendir á, að hagkvæmt kunni að vera fyrir ríkissjóð að taka lán í erlendri mynt, þar sem vextir væru nú víða í lág- marki. Hins vegar væri það markmið ríkisstjórnarinnar að stuðla að viðvarandi stöðugleika í efnahagslífinu með því að draga úr erlendum skuldum. Geir H. Haarde kynnti í fyrradag fyrir fjármálastofnun- um áætlanir ríkisins um verðbréfaútgáfu á árinu og þær breytingar sem gerðar verða. Þá tilkynnti hann um þá nýj- ung, að ríkissjóður muni á þessu ári bjóðast til að kaupa útistandandi spariskírteini, eins konar öfugt útboð, og verður þá keypt af þeim sem hagstæðust kjör bjóða. Fyrsti áfangi í slíkum uppkaupum á ríkisverðbréfum verða í lok janúar, en áætlað er að verja allt að einum milljarði til þessa verkefnis á árinu. Fjármálaráðherra telur, að niðurgreiðslur ríkisskulda muni skapa öðrum aðilum svigrúm á peningamarkaði og það eigi að stuðla að lækkun vaxta. Vonandi gengur það eftir en a.m.k. er ljóst, að stefna fjármálaráðherra og ríkis- stjórnar í ríkisfjármálum hefur gjörbreytt aðstæðum á fjármagnsmarkaði hér á landi. UNDIRBÚNINGUR AÐ KRISTNIHÁTÍÐ AKVEÐIÐ hefur verið að vei-ja hálfum milljarði króna í endurbætur á Þingvallavegi og vegabótum á Grafn- ingsvegi vegna fyrirhugaðra hátíðarhalda í tilefni eittþús- und ára kristnitökuafmælis á næsta ári, árið 2000. Mun ekki veita af slíkum endurbótum eigi þær þúsundir íslend- inga, sem leggja munu leið sína til Þingvalla á hátíðina, að komast þangað og heim aftur. Menn eru minnugir þess, er þúsundir sátu sem stranda- glópar á Þingvallaveginum árið 1994, er síðast var haldin stórhátíð á Þingvöllum, þá í tilefni hálfrar aldar afmælis lýðveldisins. Fólk, sem ætlaði á hátíðina og fór af stað um morguninn, missti hreinlega af hátíðahöldunum og sat fast í bifreiðum sínum í löngum biðröðum, sem mynduðust á leiðum til og frá Þingvöllum. Þvílíkt og annað eins vilja menn ekki upplifa aftur. Áðurnefnda fjármuni á m.a. að nota til að gera bifreiða- stæði og göngustíga á Þingvöllum, auk þess sem laga á Grafningsveginn allt frá gatnamótunum við Þingvallaveg- inn og að Nesjavallavegi. Þar verður lagt bundið slitlag. Ennfremur á að gera aðra akrein frá gatnamótunum við Grafningsveg að barmi Almannagjár. Sú akgrein verður að vísu ekki með bundnu slitlagi, en verður í framtíðinni not- uð sem reiðvegur. Eiga þessar ráðstafanir að duga að því talið er til þess að greiða fyrir umferðinni. JAVIER Solana, framkvæmdastjóri NATO, til hægri á myndinni, ræðir málin við Igor Ivanov, utanríkisráðherra Rússlands. 1999, merkisár í sögu NATO Atlantshafsbandalagið fagnar fímmtíu ára af- mæli á þessu ári. Javier Solana segir að þótt ástæða sé til að líta yfír farinn veg á þeim tímamótum verði einnig að líta til viðamikilla verkefna er bíða bandalagsins. ÞETTA ár telst sögulegt fyr- ir NATO. I aprílmánuði mun bandalagið fagna 50 ára af- mæli sínu á leiðtogafundi í Washington þar sem Norður-Atlants- hafssáttmálinn var undirritaður. Við þetta tækifæri munum við fagna ár- angri bandalagsins sem tryggt hefur lengsta friðarskeið í sögu Evrópu. Og það sem mikilvægara er: við munum tryggja að bandalagið verði tilbúið að takast á við verkefni nýrrar aldar. Þróunin síðasta áratuginn hefur gert okkur kleift að hverfa frá hug- myndafræðilegri baráttu kalda stríðs- ins og fagna tilkomu nýn’a lýðræðis- ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Bless- unarlega hafa þessi lýðræðislegu um- skipti að mestu leyti farið friðsamlega fram og eru frjálsar kosningar og leikreglur réttarríkisins til marks um það. Hins vegar höfum við einnig orðið vitni að þjóðernisdeilum og átökum minnihlutahópa, flóttamannastraumi og skipulegum mannréttindabrotum. Þótt hér sé frekar um undantekningar fremur en reglu að ræða hefur slík spenna kallað fram vopnuð átök og of- beldisverk í tilteknum hlutum Evr- ópu, einkum á Balkanskaga. Jafn- framt hafa ný verkefni skapast á sviði öryggismála, sem birtast í útbreiðslu gereyðingarvopna og vopnakerfa sem fær eru um að bera slík vígtól. Þar sem sú speki er viðtekin að hyggilegast sé að byrgja brunninn áð- ur en barnið fellur ofan í hann er við hæfí að NATO skilgreini og búi sig með góðum íyrirvara undir hugsan- lega áhættu og óstöðugleika á vett- vangi öryggismála. Þetta mun ekki einvörðungu krefjast framsýni af okk- ar hálfu heldur þurfum við að tryggja að við ráðum yfir getu til að takast á við þessi nýju verkefni. Þetta þarf að gerast á sama tíma og við horfum til þeirra djúpstæðu breytinga sem orðið hafa á NATO og á sviði öryggismála í Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins. Sökum þessa munum við opinbera nýja skilgreiningu á herfræðihugtaki bandalagsins á leiðtogafundinum í Washington. Leiðtogafundurinn mun hins vegar ekki snúast einvörðungu um herfræði- hugtakið nýja. Fundurinn mun verða okkur til leið- sagnar er við höldum á vit framtíðarinnar og vísa okk- ur veginn hvað varðar end- urskipulagningu Evrópu í kjölfar loka kalda stríðsins. I þessu starfi verður stuðst við þá reynslu sem aflað hefur verið innan NATO við milligöngu og stjórn á átakasvæðum svo sem í Bosníu og Herzegóvínu og nú nýverið í Kosovo. í því mun birtast sú reynsla sem fengist hefur er þróuð hafa verið fram mynstur samskipta og samráðs við nánast öll þau ríki sem er að fínna á Evró-Atlantshafssvæðinu, sem nær allt frá Vancouver til Was- hington. Þannig mun leiðtogafundur- inn í Washington vísa okkur veginn við þróun bandalagsins er nýtt árþús- und gengur í garð. Á síðustu tíu árum hafa fjölmörg ríki Mið- og Austur-Evrópu gengið í gegnum tímabil djúpstæðra breyt- inga. I krafti þess að lýðræðisíyrir- komulagið hefur verið innleitt hafa þessi ríki krafíst þess að þeim sé ætl- aður sá staður sem þeim ber í hinni sameinuðu og endurskipulögðu Evr- ópu. Með nánara samstarfi við aðild- arlönd bandalagsins hafa nýju lýð- ræðisríkin leitast við að taka fullan þátt í því verkefni að tryggja öryggi og stöðugleika í Evrópu. Og mörg þeirra hafa ítrekað þrýst á um að þeim verði veitt full aðild að banda- laginu. Til að bregðast við þessum vænt- ingum höfum við þróað fram víðtækar áætlanir til að tryggja raunhæft sam- starf og til að greiða fyrir að traust skapist með fölskvalausum samskipt- um. Við höfum mótað samstarfsáætl- anir sem aukið hafa verulega mögu- leika okkar á að tryggja friðinn í sam- einingu og að koma í veg fyrir að hættuástand skapist. Og við höfum hafið stækkunarferli innan banda- lagsins. Á leiðtogafundinum í Washington munum við í fyrsta skipti fagna þátt- töku þjóðhöfðingja og stjórnmálaleiðtoga Tékk- neska lýðveldisins, Ung- verjalands og Póllands sem fullgildra aðildarríkja. Þetta er fyrsta skrefíð í stækkun bandalagsins og fleiri munu fylgja í kjölfarið. Stefna okkar hvað það varðar helst óbreytt: dyr NATO standa opnar þeim ríkjum sem vilja og geta lagt sitt af mörkum til að tryggja öryggi aðildarlandanna. Líkt og á leiðtogafundinum sem haldinn var í Madrid, mun Washingtonfund- urinn koma þeim boðum skýrlega til skila að NATO hyggst ekki hverfa frá þessari stefnu sem kennd er við dyrn- ar opnu en hún felur í sér ferli sem áfram mun taka mið af hagsmunum bandalagsins, hagsmunum þeirra ríkja er leita eftir aðild og þróun bæði stjórn- og öryggismála um alla Evr- ópu. Að auki vinnum við nú að því að móta samhæfðar aðgerðir í þeim til- gangi að færa ríki þau sem taka þátt í Félagsskap í friðarþágu ennþá nær bandalaginu og að aðstoða þau ríki sem óska eftir aðild við að uppfylla kröfur og staðla NATO. Á leiðtoga- fundinum verður „pakki“ þessi form- lega kynntur. Á leiðtogafundinum verður einnig treyst samstarf okkar við ríki á Evró- Atlantshafssvæðinu og hlutdeild okk- ar í þróuninni þar. Með því að nýta til fullnustu starf það sem unnið er á vettvangi Samstarfsráðs Evrópu- og Atlantshafsrikja (EAPC) vonumst við tU þess að unnt verði að tryggja að andrúm gagnkvæms trausts og trún- aðar ríki. Á vettvangi ráðsins koma fulltrúar 44 ríkja reglulega saman til funda. EPAC-ráðið er að verða að mikilvægum samráðsvettvangi sem sannað hefur gildi sitt, nú síðast í Kosovo-deilunni. Aukinheldur hyggjumst við þróa frekar samstarfsáætlanir þær sem liggja fyrir á vettvangi Félagsskapar í friðarþágu (PfP). Nú eru að verða liðin fimm ár frá því að efnt var til þessa samstarfs og þetta frumkvæði hefur reynst sérlega árangursríkt sem tæki í því að aðstoða PfP-ríkin við að endurskipuleggja herafla sinn og eins til þess að auka getu þeirra til að vinna með NATO aðjivi að bregð- ast við hættuástandi. Á fundinum í Washington verða frekari skref stigin í þessu viðfangi er kynnt verður fyrir- komulag sem gera mun PfP-ríkjum kleift að taka aukinn þátt í pólitísku samráði, ákvarðanatöku, skipulagn- ingu stjórnunar og gerð áætlana um viðbrögð NATO bæði á hættutímum og þegar þörf er á því að grípa til að- gerða til að tryggja gerða friðarsamn- inga. I krafti samstarfsáætlana munum við efla frekar samskipti og samhæf- ingu bandalagsríkja og aðildarríkja Félagsskapar í friðarþágu. Á meðal þeirra hugmynda sem settar hafa verið fram í þessu viðfangi eru þjálf- unarmiðstöðvar íyrir PfP-ríki, fjöl- þjóða viðbúnaður á vettvangi sam- staifsins og notkun hermi-tækni til að auka getu okkar til að vinna saman. I framtíðinni munum við í auknum mæli njóta góðs af framlagi PfP-ríkja hvað varðar skilvirk viðbrögð við hættuástandi og aðgerðir til stuðn- ings friðarsamningum. PfP hefur hjálpað okkur við að mynda fjölþjóð- legar friðargæslusveitir í Bosníu og í þeim aðgerðum sem gripið hefur ver- ið til í því skyni að koma á friði í Kosovo. í stuttu máli munu leiðtogar NATO og ríkja Félagsskapar í friðarþágu nota Washington-fundinn til þess að halda áfram á grunni þess umtals- verða árangurs sem náðst hefur í því starfí er miðar að því að skapa það ástand í Evrópu að þar sé að finna herafla þjóða, sem starfa saman í stað þess að standa hver andspænis annarri. Rússar gegna mikilvægu hlutverki í þessari viðleitni. Nú er til staðar víð- tækur vettvangur samráðs og sam- starfs Rússlands og NATO sem hefði verið óhugsandi með öllu íyrir fáein- um árum. Við getum hins vegar og ætlum okkur að þróa samstarf þetta enn frekar. Uppbyggileg þátttaka Rússa er nauðsynleg í því nýja evr- ópska öryggiskerfi sem er að mynd- ast. Á árinu 1999 munum við leitast við að bæta enn frekar fyrirliggjandi samstarfsáætlanir á vettvangi Fasta- ráðs Rússlands og NATO. Þar skiptumst við á skoð- unum um þau öryggismál sem hæst ber hverju sinni t.a.m í Bosníu og Kosovo. Þar koma saman sérfræð- ingar til að ræða fjölmörg atriði er varða varnir og hernað jafnframt því sem við leitumst við að dýpka þá raunverulegu samvinnu sem fram fer. Á þessum vettvangi gefst þátttöku- ríkjunum tækifæri til að koma áhyggjum sínum á framfæri og þar er einnig unnt að leiða ágreining fram í dagsljósið og taka hann til meðferðar. Á fundinum munum við einnig treysta til mikilla muna vaxandi sam- skipti NATO og Úkraínu. Þessi sam- skipti fela í sér mikla möguleika hvað varðar þá viðleitni að treysta öryggi og stöðugleika í Evrópu. Og við hyggjumst auka samráð okkar hvað varðar málefni Miðjarðarhafssvæðis- ins en á þeim vettvangi mætast NATO-löndin og sex Miðjarðarhafs- ríki og vinna saman að þróun áætlana um samskipti, samráð og samvinnu. Samtímis því sem við höldum áfram að styrkja samvinnu okkar og samstarfsáætlanir við ríki utan NATO höfum við jafnframt verið að Ijúka við víðtæka aðlögun sjálfs bandalagsins. I henni felast endur- bætur á herstjórnarkerfi bandalags- ins sem og ný skilgreining á fyi’ir- komulagi höfuðstöðva. I krafti þess- arar aðlögunar verður NATO áfram öflugt og fært um að starfa sem sam- hæft stjórnmála- og hernaðarbanda- lag í mjög breyttu öryggisumhverfi. Innri aðlögun NATO mun gera okkur fært að senda liðsafla til stuðnings við gerða friðarsamninga og að tryggja stöðugleika og öryggi á Evró-Atlants- hafssvæðinu samtímis því sem við munum áfram rækja að fullu þær skuldbindingar okkar sem liggja til grundvallar sameiginlegum vörnum aðildarríkjanna. Þessu starfi munum við ljúka fyrir leiðtogafundinn. Við höfum nú í undirbúningi sér- stakt frumkvæði er varðar varnar- getu okkar til að auka bæði samhæf- ingu og úthaldsgetu herafla bandlags- ríkjanna. Herafli ríkjanna þarf í framtíðinni að starfa á sömu bylgju- lengd og vera fær um að vera fluttur til með skilvú’kum og skjótum hætti. Herir ríkjanna þurfa að geta átt sam- skipti, einstakir hlutar heraflans þurfa að geta skipst á upplýsingum með sama hætti og bandamenn þurfa að geta starfað saman í heimi þar sem tölvu- og upplýsingatækni er að verða hluti af búnaði nútíma hermannsins. Gereyðingarvopn geta ekki aðeins skapað áhættu fyrir einstök banda- lagsríki heldur geta þau einnig skap- að óvissu um öryggi hersveita okkar sem kunna að vera að sinna friðar- gæsluverkefnum. Af þessum sökum höfum við í undirbúningi samþykkt leiðtogafundarins sem gæti í senn stuðlað að gagnkvæmum skiptum á upplýsingum varðandi þann vanda sem gereyðingarvopn skapa og sam- hæft stuðning aðildaríkjanna við við- leitni til að hefta útbreiðslu slíkra vopnakerfa. En á sama tíma sem NATO aðlagar sig að breyttum aðstæðum gerir Evr- ópa slíkt hið sama. Nú er svo komið að við lýði er Evrópusamband þar sem í gildi er sameiginlegur gjaldmiðill og sameiginleg utanríkis- og varnarmála- stefna og íyrir liggja skuldbindingar um að stærð bandalagsins verði ekki einskorðuð við aðildarríkin 15. Eðli- legt er að þessarar þróunar gæti einnig innan NATO. Þess vegna sé ég fyrir mér bandalag þar sem evrópskar áherslur eru skýrari, þar sem aðildar- ríkin í Norður-Ameríku og Evrópu hafa getu til að ákveða hvemig best sé að bregðast við sérhverri áskorun. Þróun hins sér-evrópska hluta varnar- og öryggisviðbúnaðarins mun gera NATO kleift að styðja aðgerðir sem lúta stjórn aðildarríkjanna í álf- unni. Þetta fyrirkomulag mun ekki að- eins koma í veg fyrir tvíverknað held- ur mun það einnig verða til þess að þróa fram dýpra og þroskaðra sam- starf aðildarríkjanna beggja vegna Atlantshafsins þar sem hlutverkum og ábyrgð verður deilt með jafnari hætti en áður. Okkur hefur þegar miðað áfram í þessu viðfangi og grunnþætt- irnir munu liggja fyrir er leiðtogarnir koma saman í Washington. Fyrstu 40 árin í sögu bandalagsins gerði kalda stríðið að verkum að at- hygli NATO-ríkjanna var einkum bundin við 5. grein stofnsáttmálans, sem kveður á um sameiginlegar varn- ir. Bandalagið er hins veg- ar allt annað og meira en einungis 5. greinin. Aðild- arríkin hafa einnig skuld- bundið sig til þess að treysta öryggi og stöðug- leika með ýmsum hætti, með sam- vinnu við önnur alþjóðleg samtök og pólitískum stuðningi við markmið og tilgang stofnski’ár Sameinuðu þjóð- anna. Leiðtogafundurinn í Was- hington mun auka möguleika okkar til að færa okkur í nyt Norður-Atlants- hafssáttmálann sem gera mun okkur kleift að njóta friðar og öryggis næstu fimmtíu árin og lengur. Höfundur er framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins. Grein þessi birtist í nokkrum afhelstu dagblöðum Evrópu. „Evrópa að- lagar sig breytingum“ „Dyr NATO verða áfram opnar“ Sex norrænar sjónvarpsrásir í Breiðvarpi Landssímans llSÍgg' 20.55 DetdrtJmeoíDenkk. 21JS5 fónt & sisimed Freddk Skavlan. mhw ít pttjpn medswsct í siuífec. forta^eí og aítadie tcn»w. 22.35 Egentfig. U íotewtdsk kííftUÍ fwíuVírcdensrfiti jeg wwbnsJetMcdCyi!«n Bjcht RuneCoböit C«SHauaC*4tCSt)í?wr. JmitAofOKfcíDe 23.00 Fi!mb«3get{«v}. rsrw«03isjcncfth8ö 23.05-01.05 Maraton* manncn. oeV&rt HuuaCjtttcsþw** hriUto AftácriehOg tjgtw CahiK${tH&} 23JX) Kveldínytt 23.15 Advokatene. AnOfifímtíkCf 11----- yjgj I . ; jemm! t- bntcr i Boítöft. f fmzm "■Slrrettírávw \á srm mm im iMtefíM i áffttsíiuííííw 1 ogíf&fuemim enrMéfíi (tm 00. 'vedimtteOusfan ,?«-<ocOkÁetflgSi3yf r MFsasttK £*<w. Thc ÍM Höfðað til þeirra sem vilja meiri fjölbreytni Sex norrænar sjónvarpsrásir bjóðast nú þeim sem tengdir eru Breiðvarpi Landssím- ans og að sögn Friðriks Friðrikssonar, forstöðumanns breiðbandssviðs Landssím- ans, er boðið upp á rásirnar til að koma til móts við þá sem vilja meiri fjölbreytni í sjón- varpsefni hér á landi. Einnig er verið að . höfða til þess fjölda Islendinga sem dvalið hefur við nám og störf á Norðurlöndunum og þekkir til þessara stöðva. NORRÆNU sjónvarpsrás- imar sem um ræðir eru tvær rásir sænska ríkis- sjónvarpsins, SVTl og SVT2, tvær rásir norska ríkissjón- varpsins, NRKl og NRK2, danska ríkissjónvarpið DRl og danska sjón- varpsstöðin TV2. Nokkrar af þess- um stöðvum eru enn sem komið er í opinni dagskrá og því hægt að ná þeim hér á landi með gervihnatta- diski, að sögn Friðriks. „Sænsku stöðvarnar senda út frá morgni til kvölds, og einnig NRKl í Noregi, en NRK2 er síðdegisrás og hefur ekki útsendingar fyrr en kl. 18.30. Hún er með nokkuð öflugt efni, bæði kvikmyndir, íþróttir og fleira. DRl er svo aðaldagskrá danska ríkissjónvarpsins en TV2 er einhvers konar blanda af einkastöð og almennri stöð. Hugmyndin hjá okkur var sú að velja tvær stöðvar frá hverju þessara þriggja landa, en dagskrá stöðvanna er mjög fjöl- breytt og þetta eru engar vanda- málarásir eins og margir virðast hafa haldið. Það er í bland barna- efni, íþróttaefni af ýmsu tagi, þættir og kvikmyndir,“ sagði Friðrik. Alvörudagskrá Hann sagði að með því að bæta þessum sjónvarpsrásum við Breið- band Landssímans væri fyrst og fremst verið að höfða til þeirra sem vilja meiri fjölbreytni í sjónvarps- efni hér á landi, og einnig og ekki síst þeirra tugþúsunda Islendinga sem dvalist hefðu við nám og störf á Norðurlöndunum og þekktu til þess- ara stöðva og vildu fylgjast með og halda við þeirri norrænu menningu sem þeir hefðu kynnst. „Hinn venjulegi áhorfandi er raunverulega kominn með fleiri kosti en hann hefur núna, en dag- skráin í þessum stöðvum er alvöru- dagskrá og sambærileg við það sem er hjá Stöð 2 og RÚV. Að vísu er þetta ekki á íslensku en það er reyndar minnst af dagskránni hjá íslensku stöðvunum hvort sem er. I norrænu stöðvunum eru bandarísk- ar myndir með ensku tali og síðan með texta frá viðkomandi landi, og við vitum það að menn þurfa hvorki að vera háskólagengnir né hafa búið í þessum löndum til að geta náð samhengi með því að sjá danskan eða norskan texta rúlla yfir skjáinn heyri þeir ekki talið af einhverjum ástæðum," sagði Friðrik. Nær ótakmörkuð flutningsgeta Breiðbandið hefur þá sérstöðu að flutningsgeta þess er nánast ótak- mörkuð og því sagði Friðrik það ekkert mál að bæta þessum rásum við. Þangað til 1. mars næstkom- andi verður dagskrá norrænu sjón- ■ varpsrásanna opin öllum þeim sem hafa aðgang að Breiðbandinu, en þá fellur hún inn í þá áskriftarpakka sem Breiðbandið hefur verið að bjóða. „Núna geta 25.000 til 27.000 heimili á höfuðborgarsvæðinu náð Breiðbandinu og einnig er Breið- bandið með dreifingu á Húsavík. Alls eru rásirnar á Breiðbandinu nú 23 talsins og við erum núna með einn áskriftarpakka sem er 17 rásir og kostar hann 1.595 krónur. Hug- myndin er svo að vera að minnsta kosti með tvo aðra pakka. Það yrði þá evrópskur pakki sem kosta myndi á bilinu 1.600-1.800 krónur og í honum yrðu norrænu rásirnar og hinar Evrópurásirnar sem við erum með, t.d. ríkissjónvarpsstöðv- arnar í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og á Spáni. Síðan yrði boðið upp á heildarpakka með öllum rás- unum 23 og inni í því er aðgangur að RÚV og Alþingisrásinni. Það er hugmyndin að verðið á þessum heildarpakka verði einhvers staðar á bilinu 2.200-2.400 krónur, sem ég held að sé alveg sanngjarnt verð fyrir svona efni,“ sagði Friðrik. Hann sagði að stöðugt væri verið . að þróa og endurmeta það efni sem Breiðbandið býður upp á fyrir sjón- varpsáhorfendur, en á þessari stundu væri ekki hægt að segja frá því sem hugsanlega yrði boðið upp á á Breiðbandinu í framtíðinni og ekki stendur til boða almennum áhorfendum hér á landi sem ekki hafa gervihnattadisk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.