Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 70

Morgunblaðið - 16.01.1999, Síða 70
J 70 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Island snerti hjarta mitt Pólverjinn Slawomir Idziak kvikmyndaði Menn með byssur sem sýnd er á Kvik- myndahátíð í Reykja- vík. Hildur Lofts- ddttir spurði hann, í 5r slitróttu símasam- bandi, um muninn á að vinna í Mexíkó og ------7-------- á Islandi. að gerast úti á landi. Þeir vissu það vel, þeir vildu bara ekki vita það. Mér fínnst hins vegar mjög áhugavert að John Sayles skuli vera að gera óháðar bandarískar myndir um félagsleg og pólitísk málefni og að hann tekur myndina á spænsku, þótt hún sé ætluð fyrir bandarískan markað.“ - Vbru vinnuaðstæðurnar erfíð- ar fyrir þig í frumskógum Mexíkó og þar á vegum úti? „Nei alls ekki, ég fékk alveg frá- bært samstarfsfólk, fullkomið starfslið. Mexíkanskt tæknifólk er mjög gott fólk. Fyrir utan tungu- málavandamálin, þar sem ég tala ekki spænsku, var alls ekki erfítt að mynda, þvert á móti mjög ánægjulegt." Ánægjulegasta reynsla síðari ára - Hvernig fannst þér þá að vinna með Islendingum? „Eg var nú bara á Islandi í nokkra daga, en það var einstak- lega ánægjuleg lífsreynsla að vinna með Hilmari og hans fólki. Vinnuaðferðir þeirra voru svo gjörólíkar því sem gerist í stórum iðnaðarmyndum og alveg sam- kvæmt því hvemig ég vil haga málum; að allt starfsliðið vinni þétt saman þannig að skilin á milli starfs hvers og eins verði ógleggri. Þarna unnu allir saman sem einn og tæknifólkið var mjög hugrakkt þegar kom að hinu óútreiknanlega og áhrifamikla íslenska veðri. Eg var þrumu lostinn yfír fegurð landsins og þetta er ánægjulegasta starfsreynslan mín núna síðustu árin. Mér fyndist ógurlega gaman að fá að koma aftur til Islands og helst til að taka þar kvikmynd. Þótt ég hafí stoppað stutt á ís- landi, þá virkilega snerti það hjarta mitt.“ MENN með byssur er eftir óháða bandaríska leikstjórann John Say- les, en hann átti meðal annars myndina Lone Star sem hlaut góð- ar viðtökur áhorfenda á Kvik- I 1 !i I -hrein og fallegjhönnun- Q896-1183_ Tölvur og tækni á Netinu mbl.is __ALL.TAf= eiTTHVAÐ rVYTT myndahátíð í Reykjavík 1996. Er þetta í fyrsta skipti sem Slawomir vinnur með Sayles, en hann vann árum saman með Kieslowsky og varð einnig svo frægur að kvik- mynda vetraratriðin í Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson. I myndinni Menn með byssur segir frá mexíkönskum lækni sem hefur haft þá hugsjón að þjálfa unga lækna til þjónustu við fátæk- linga á landsbyggðinni. Honum bregður því þegai- hann fréttir að illa sé komið fyrir nemendum sín- um og leggur af stað í ferð að at- huga málið. Of bandarísk vinnubrögð - Hvernig var að vinna með John Sayles? „Það var ágætt, á vissan hátt, en hann vinnur á allt annan máta en gert er í Evrópu. Hann er leik- stjóri sem vill ráða öllu sem gerist á upptökustað. Eg er vanur því að tökumaðurinn taki þátt í listræn- um ákvörðunum, en það tíðkast víðast í Evrópu.“ - Pað hefur því ríkt bandarísk- ur vinnuandi þarna sunnan landamæranna? „Já, það má segja það. Síðan þá hef ég tekið fjórar bandarískar myndir en tvær síðustu myndinar voru ensk og írsk mynd. Eg er eiginlega að vinna út um allan heim og er vanur flestu." - Hvað fínnst þér um sögu þess- arar myndar? „Mér finnst nálgunin við efnið mjög bandarísk. Mér fínnst erfítt að trúa því að einhver eins og þessi læknir, sem tilheyrir menntastéttinni, hafí ekki hug- mynd um hvað er að gerast úti á landsbyggðinni. Það er eins og í seinni heimsstyrjöldinni, þá þótt- ust Þjóðverjar ekki vita hvað var ÞRÖSTUR Leó að vetri til í „Tár úr steini“ eftir Hilmar Oddsson. LITIR Á STOFUNA Notfærðu þér 800 númerin, gjaldfrjáls þjónustunúmer fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. Nokkrar af myndum dagsins ANNAR dagur Kvikmyndahá- tíðar Reykjavíkur er í dag og er úr mörgu að velja í fimm kvikmyndahúsum borgarinnar. Á eftir fer stutt kynning á nokkrum mynda hátíðarinnar sem í boði eru í dag. Fjórir dagar í september I DAG er brasilíska myndin Fjórir dagar í september sýnd í Háskólabíói, en myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1997 sem besta erlenda myndin. Sögusviðið er Ríó árið 1969 og er sögð saga uppreisn- armanna sem ræna bandaríska sendiherranum til að þrýsta á um að 15 pólitískir fangar verði látnir lausir. í myndinni er spennan í fyrirrúmi í sögu sem beinir kastljósinu að sið- ferðilegum spurningum og sýnir hvað gerist þegar hug- myndafræði og draumar missa merkingu sína. Leikstjóri er Bruno Baretto. Eve’s Bayou ANDRÚMSLOFT suðurrikj- anna er í aðalhlutverki í bandarísku myndinni Eve’s Ba- you sem segir frá sumri í lífi tíu ára stúlku. Myndin er frumraun leikstjórans Kasi Lemmons sem einnig skrifar handritið. „Minningar eru valdar myndir, sumar óljósar og aðrar skýrar eins og þær hafi verið grafnar inn í heil- ann. Sumarið sem ég myrti föður minn var ég tíu ára...“ Eve’s Bayou er sýnd í Bíóborg- inni. Sá fjóti (The Ugly) FRÁ Nýja-Sjálandi kemur myndin Sá ljóti sem fjallar um morðingjann Simon sem hefur verið lokaður inni í fimm ár. Karen, sem er sálfræðingur, á að tala við Simon og komast að því hvort hann sé hæfur til að vera utan geðveikrahælisins. En saga Simons tekur á sig margar og óhugnanlegar myndir. Leikstjóri er Scott Reynolds. Myndin er sýnd í Stjörnubíói. KVIKMYNDAHÁTÍÐ « REYKJAVÍK Sýningar í dag: Regnboginn Kl. 16.45 The General (enskt tal) Kl. 17.00 Salaam Cinema (e. texti) Kl. 19.00 Moment of Innocence (enskur texti) Kl. 19.00 The Thousand Wonders of the Universe (enskt tal) Kl. 21.00 Funny Games (e. texti) Kl. 21.00 Karakter (enskur texti) Kl. 23.00 The Mighty (enskt tal) Kl. 23.00 Idioterne (enskur texti) Bíóborgin Kl. 16.50 Eve’s Bayou (enskt tal) Kl. 18.55 Eve’s Bayou (enskt tal) Kl. 21.00 Eve’s Bayou (enskt tal) Kl. 23.10 Eve’s Bayou (enskt tal) Stjörnubíó Kl. 19.00 The Ugly (enskt tal) Háskólabíó Kl. 17.00 Festen (íslenskur texti) Kl. 17.00 Four Days in September (danskur texti) Kl. 19.00 Festen (íslenskur texti) Kl. 19.00 Tango Lessons (enskt tal) Kl. 21.00 My Son the Fanatic (e. tal) Kl. 23.00 Festen (íslenskur texti) Kl. 23.00 Men with Guns (e. texti) Bæjarbíó Hafnarfirði Kl. 17.00 Bros sumarnæturinnar iiiinnmiiiiiiiimj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.