Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIK UDAGUR 26. MAÍ 1999 KNATTSPYRNA MORGtJNBLAÐIÐ Nú fæst úr því skorið hvort Salihamidzic er berdreyminn, hvort frú Effenberg fær óskaafmælis Bænastund í knatt spymumusterinu Rúmlega 100 þúsund manns fögnuðu leik- mönnum Barcelona á götum úti eftir að liðið varð Spánarmeistari í knattspyrnu um helgina. Skapti Hallgrímsson fylgdist í gær með undirbúningi annarrar stór- veislu sem haldin verður í borginni í kvöld; Manchester United og Bayern Munchen etja þá kappi um sæmdarheitið besta knattspyrnlið Evrópu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Reuters OTTMAR Hitzfeld, hinn snjalli þjálfari Bayern Miinchen, fer hér fyrir tveimur af lykilmðnnum sínum á æfingu i Barcelona i gær - þeim Stefan Effenberg, sem ætlar sér Evrópumeistaratitil, og Mario Basler. Schmeichel fyrirliði PETER Schmeichel, danski markvörðurínn frábæri, verður fyrir- liði Manchester United í kvöld í stað Roy Keane, sem er í leik- banni. Schmeichei leikur í kvöld í síðasta skipti með United en Alex Ferguson neitaði því í gær aðspurður hvort það væri í tilefni þess sem Daninn stðri væri fyrirliði. „Hver annar hefði átt að vera fyrirliði?“ spurði hann á mdti á blaðamannafundinum. Sagði nánast sjálfvalið í embættið fyrst Keane væri ekki með. Knattspyrnuunnendur hafa ekki undan miklu að kvarta í Barcelonaborg í dag. Allt er í raun eins og best verður á kosið, nema að sumir sem Morgunblaðið ræddi við eiga ekki miða á leikinn þótt komnir séu langt að. Þetta eru stuðningsmenn Manchester United, sem vonast eftir því að geta keypt miða á svörtum mark- aði, en takist það ekki taka þeir því karlmannlega. Þeir segja nefni- lega, að sigri United í kvöld, geti þeir sagt: Ég var þar! Og það sé mikilvægt. Heimamenn höfðu h'ka vitaskuld ætlað sér að halda upp á 100 ára af- mæli eins merkasta íþróttafélags heims með þvi að fylgjast með FC Barcelona í úrslitaleiknum á heima- velli. Ekki verður hins vegar á allt kosið en þeir kunna að meta góða knattspymu og fjölmenna á völlinn; ef kalla ætti Nou Camp völl - orðið nær eiginlega ekki yfir þennan stórkostlega stað; þetta knatt- spymumusteri. Að sjálfsögðu er löngu uppselt á leikinn en áhorf- endur verða 90 þúsund. Þrátt fyrir að komast ekki í þennan tiltekna úrslitaleik er uppskera Barcelona, þessa frábæra fyrirbæris, þó ekki slök í vetur; félagið er nefnilega Spánarmeistari í knattspymu, körfuknattleik, handknattleik og ís- hokkí. En hetjur Katalóníu komust ekki alla leið á þeim vettvangi sem úrsht ráðast á í kvöld á Nou Camp, enda ekki í neinum smáriðh í Meistaradeildinni - með Manchest- er United og Bayern Miinchen! Og Alex Ferguson, þjálfari ensku meistaranna, hefði ekki viljað mæta heimamönnum í úrslitaleiknum; brosti sínu breiðasta á blaðamanna- fundi í gær þegar hann upplýsti hversu glaður hann væri yfir því að þeir hefðu ekki komist áfram - því liðið hefði eflst mjög eftir því sem á leiktíðina leið. Ekki fer á milli mála að gífurleg stemmning er fyrir leiknum hér í Barcelona enda mikið í húfi og tvö stórkostleg knattspyrnulið á ferð- inni. Nýkrýndir meistarar í Englandi annars vegar og Þýska- landi hins vegar. Þá varð United bikarmeistari um helgina sem kunnugt er og Bayern leikur til úr- slita í þýsku bikarkeppninni í júní. Bæði stefna því að þrennu sem ég held að aðeins tveimur hðum hafi tekist að fagna; að verða lands- meistari, bikarmeistari og sigra í Evrópukeppni meistaraliða. Glas- gow Celtic 1967 og Ajax 1972. Li- verpool var nálægt því 1977; varð Englandsmeistari, sigraði Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða en tap- aði fjórum dögum fyrir þann leik fyrir Manchester United á Wembley í úrslitum ensku bikar- keppninnar. Rauða stjarnan frá Júgóslavíu varð einnig Evrópu- meistari og júgóslavneskur meist- ari 1991 en tapaði bikarúrslitaleik heima fyrir. Stuðningsmenn Manchester United voru áberandi á Römblunum, göngugötunni frægu, strax á mánudagskvöld; syngjandi og trahandi. Skemmtu sér konunglega og sá er auðvitað tilgangur ferðarinnar. Minna bar á Þjóðveijum en þeim hafði fjölgað í gær. Talið er að um 30 þúsund stuðningsmenn ensku meistaranna séu komnir til borgarinar vegna leiksins en reiknað er með að Þjóð- veijarnir verði um 20 þúsund. Liðin voru saman í riðli í Meist- aradeildinni fyrr í vetur, eins og áður kom fram, báðar viðureignir þeirra þar enduðu með jafntefli og í herbúðum beggja er búist við mjög jöfnum leik í kvöld. „Leikim- ir í riðlinum voru jafnir og liðin þekkjast mjög vel; það kæmi mér ekki á óvart þótt jafnt yrði eftir venjulegan leiktíma og framleng- ingu -120 mínútur, og úrslitin réð- ust í vítaspyrnukeppni," sagði landshðsmaðurinn Stefan Effen- berg hjá Bayem á blaðamanna- fundi þýska hðsins í gær. Þess ber að geta að fari leikurinn í fram- lengingu verður stuðst við gull- marksregluna svokölluðu; skori annað hvort liðið verður það sigur- markið og leik hætt. Effenberg bætti því við að eiginkona hans hefði átt afmæh í gær og hún hefði aðeins óskað eftir einni afmæhs- gjöf: að Bayem yrði Evrópumeist- ari! Og hann lofaði auðvitað að uppfylla þá ósk hennar. Bosníu- maðurinn Hasan Sahhamidzic, framherji hjá Bayern, vakti athygli þegar liðið sigraði Barcelona í riðlakeppninni hér á Spáni; sagði þá að sig hefði dreymt það fyrir leikinn að hann kæmi inná sem varamaður og gerði sigurmarkið. Það gekk eftir. Hann var því vita- skuld spurður að því í gær hvort hann hefði dreymt fyrir um leikinn í kvöld. Og hann kvað svo vera: „Við sigmm 3:2.“ Þjálfarar liðanna em báðir sigur- sælir. Ferguson nýbúinn að fagna þriðju tvennunni með United - enska meistaratithnum og bikartith - og Otmar Hitzfeld, sem tók við Bayem fyrir þetta keppnistímabil, var áður við stjórnvölinn hjá Dort- mund og stýrði hðinu til sigurs í Meistaradeildinni fyrir tveimur ár- um er það lagði Juventus að velh í úrslitaleik. „Það yrði auðvitað gam- an að sigra í keppninni með tveim- ur hðum, en það er mun mikilvæg- ara fyrir félagið og þýska knatt- spymu í heild að við sigmm en mig persónulega. Þýsk knattspyma á í talsverðum vanda þessa stundina og það er stórmál að Bayem Múnchen sigri í leiknum. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íþróttina í Þýskalandi," sagði Hitzfeld á blaða- mannafundi félagsins, strax eftir komuna til Barcelona í gær. Hann kvaðst nokkum veginn viss um hvemig hann myndi stilla hðinu upp, en ekki segja leikmönnum frá því fyrr en fyrir hádegi í dag. „Eitt er þó ömggt - hðið verður ekki eins og gegn Bochum.“ Það var síðasti leikur Bayem í deildinni um helg- ina. Nokkuð er hðið frá því Bayem tryggði sér þýska meistaratitihnn og Hitzfeld hefur því getað gefið sumum leikmanna sinna frí í sum- um leikjanna síðan. Hann telur það kost að hafa átt kost á því. „Manchester United hefur tekið þátt í mörgum strembnum leikjum upp á síðkastið. Þeir hafa þurft að berjast í hverjum einasta leik þannig að ég tek tillit til þess í hðs- uppstillingunni, að mínir menn þurfa að geta leikið hratt og verið fastir fyrir allar 90 mínútumar. Annað atriði sem skiptir mjög miklu máh er sjálfstraustið. Við verðum að trúa því að við munum vinna og leggja alla taugaveiklun til hliðar,“ sagði þjálfarinn. Þegar hann var spurður hvort hann væri viss um að Bayern myndi sigra, svaraði þjálfarinn stutt og laggott: „Já.“ Alex Ferguson sagðist ekki endilega viss um að það kæmi niður á sínum mönnum hve mikið þeir hefðu leikið undanfarið. „Þeir virð- ast verða betri með hverjum leikn- um. Þið sáuð þá til dæmis gegn Newcastle á laugardaginn; strák- amir voru frábærir," sagði Fergu- son og bætti við að þeir hefðu reyndar leikið mjög skynsamlega í seinni háfleiknum. „Þeir þurftu ekki að keyra sig út heldur létu boltann vinna; hann gekk vel á milli manna og þannig pössuðu strák- amir sig á því að þreytast ekki um of.“ Alex sagðist hafa valið byrjun- arlið sitt strax á sunnudaginn, en gaf það ekki upp venju fremur. Fyrirliðinn Roy Keane er í leik- banni og Paul Scholes einnig -hvort tveggja miðjumenn - og því er úr vöndu að ráða. Nicky Butt verður væntanlega í hlutverki Keanes í kvöld, en Butt var ekki í leik- mannahópnum gegn Newcastle á laugardaginn. Ferguson vildi ekki taka neina áhættu á að hann meidd- ist. Ekki er ólíklegt að Ronnie Johnsen, Norðmaðurinn sem alla jafna leikur í vöminni, verði með Butt á miðjunni. Eða þá David Beckham sem fór af hægri vængn- um inn á miðjuna eftir að Keane meiddist snemma bikarúrslitaleiks- ins og varð að fara af velli. En þetta kemur allt í ljós í kvöld; það er ljóst að aðstæður allar og andstæðing- amir tveir eru fyrsta flokks og knattspymuáhugamenn mega eiga von á frábærri uppsetningu þessa leikrits sem kennt er við knött og fætur. Framundan er leikur ársins í evrópskri knattspyrnu og staður- inn er vel við hæfi; hér hafa margir af bestu knattspymumönnum heimsins unnið fyrir sér síðustu ár- in, liðin léku hér bæði í riðlakeppn- inni og Nou Camp er glæsilegasti knattspyrnuleikvangur heimsins. Að minnsta kosti að mati Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United. Hann upplýsti það á blaðamannafundinum í gær. Dwight Yorke, framherjinn brosmildi frá Trinidad og Tobago - sem hefur verið aldeilis frábær með United í vetur - vai' þá einnig spurður að því hvort hann væri ekkert taugaveiklaður. Hann væri alltaf brosandi. Og þessi viðkunn- anlegi framherji svaraði að bragði: Völlurinn mjókkaður VÖLLURINN á Nou Camp verður 68 metra breiður þegar leikur- inn fer fram í kvöld, sem er hefðbundin breidd, en þó rnjórra en venjulega á þessum stað. Á heimaleikjum Barcelona eru alltaf 72 metrar milli hliðarlínanna. Fyrir áhugamenn um gras má geta þess að það verður 18 millimetra hátt á velHnum í kvöld!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.