Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Vakinn á hverium morgni
„ÞAÐ er orðinn nokkuð þéttur
og góður hópur sem æfír júdó
af miklum krafti og hefur sett
sér skýr markmið,“ segir
Vernharð Þorleifsson, sem
ásamt fleiri félögum sinum
stefnir á keppni á næstu
Ólympíuleikum. „Ég vona að
við getum æft sem best og
mest í sumar, bæði hér heima
og eriendis, þá getum við gert
góða hluti.“
Vernharð æfir af krafti und-
ir stjórn Jóns Óðins Óðinssonar
og segist vera í góðri æfingu
enda gefi Jón hvergi eftir við
æfingarnar og gefi engin tæki-
færi til þess að menn slaki á.
„Ég hef því tekið æfingar mjög
alvarlega og Jón Óðinn hefur
verið að opna augu okkar fyrir
atriðum fyrir utan æfingarnar
og reynt að temja okkur nýjan
hugsunarhátt. Meðal annars
má geta þess að á mótum sem
þessu, hafa menn stundum haft
frítt spil eftir að keppni lýkur
og til dæmis getað sofið fram á
hádegi. Hjá Jóni kemur það
ekki til greina og nú erum við
t.d. vaktir sjö á morgnana og
sendir í gönguferðir eða aðra
hreyfingu. Þessu hefur maður
ekki átt að venjast, en verður
að venjast ætli menn sér að
vera í fremstu röð eins og ég
og fleiri stefnum að. Þá verður
að taka íþróttina alvarlega og
haga sér eins og atvinnumað-
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR
íslenskir júdókarlar unnu fjóra flokka af sex og fengu brons í einum
Allt vannst á ipponi
Morgunblaðið/Golli
GULLVERÐLAUNAHAFARNIR í júdókeppninni á Smáþjóðaleikunum í gær. Frá vinstri: Höskuldur Einarsson,
Bjami Skúlason, Þorvaldur Blöndal og Vernharð Þorleifsson.
Fjórða
brons Gígju
Gígja Gunnarsdóttir vann bronsverð-
laun í -70 kg floktó kvenna í júdó.
Eru þetta fjórðu bronsverðlaunin
sem hún vinnur á jaftimörgum leik-
um, en hún keppti íyrst á Smáþjóða-
leikum á Möltu 1993. Gígja vann nú
eina glímu en tapaði tveimur.
„Ég hafði stefnt á einhverja aðra
málmtegund á þessum leikum,"
sagði Gígja og brosti sínu breiðasta
við keppnislok í gær. Ég reikna
ekki með að sækja fimmta bronsið
að tveimur árum liðnum. Ef ég
keppi aftur verður það til þess að
vinna eitthvað annað en brons.“
Auk Gígju kepptu Berglind Ás-
geirsdóttir og Margrét Bjamadóttir
einnig í kvennaflokki. Berglind tap-
aði viðureign um bronsverðlaun en
Margrét laut í lægra haldi í þrígang
og vann enga viðureign.
Fóru ekki á EM
vegna fjárskorts
Enginn íslenskur júdómaður tók
þátt í Evrópumeistaramótinu í
Bratislava um síðustu helgi, þrátt
fyrir að þangað hafi menn átt er-
indi. Astæðan fyrir þessu var sú að
ekki voru til fjármunir í sjóðum
Júdósambands íslands til þess að
standa straum af ferðinni.
Vernharð Þorleifsson var einn
þeirra sem höfðu hug á að keppa á
EM, sagði það vissulega vera baga-
legt að hafa ekki komist, en hefði
orðið af þátttöku á mótinu hefði það
engin áhrif haft á þátttöku hans á
Smáþjóðaleikunum.
Ég hefði viljað keppa á báðum
mótunum. EM hefði verið góður
prófsteinn á hvar ég stend og meðal
keppinauta minna um sæti á
Ólympíuleikunum á næsta ári. Ég
verð bara að taka hraustlega á á
HM sem fram fer í haust, en þangað
stefnum við júdómenn hiklaust,"
sagði Vernharð.
Stórtap í
skvassi
ÍSLAND steinlá bæði í karla-
og kvennaflokki í íyrstu leikj-
um sínum í skvasskeppni leik-
ana, en bæði liðin mættu Li-
echtenstein. Karlaliðið tapaði
4:0, en kvennaliðið 3:0. Náði ís-
lenska liðið ekki einu sinni að
vinna eitt sett í viðureignunum.
Kvennaliðið tapaði 81:21 í stig-
um talið og karlaliðið 108:18.
Þetta er í fyrsta skipti sem
keppt er í skvassi á Smáþjóða-
leikunum og er óhætt að segja
að íslenska liðið hafi ekki byrj-
að vel. I dag mætir Island
Möltu fyrripartinn og Lúxem-
borg síðdegis.
Sigur og
tap í
blaki
ÍSLENSKA karlaliðið í blaki
sigraði Liechtenstein 3:1 í
fyrsta leik sínum á Smáþjóða-
leikunum, en kvennaliðið beið
hins vegar lægri hlut fyrir San
Marínó, 3:1, í fyrstu viðureign
sinni. I karlaleiknum byrjuðu
heimamenn betur og höfðu sig-
ur í fyrstu hrinu, 25:22. Is-
lenska liðið sneri hins vegar við
blaðinu og vann þrjár næstu,
25:17, 25:22, 25:13. Næsti leik-
ur liðsins er í dag gegn Kýpur.
Kvennalið íslands tapaði
fyrstu hrinunni 25:23, vann
aðra hrinu, 26:24, en tapaði
tveimur síðustu með sömu tölu,
25:18. Konurnar mæta stöllum
sínum frá Lúxemborg í dag.
ÍSLENSKIR júdókarlar unnu fern gullverðlaun og ein bronsverð-
laun í júdókeppni Smáþjóðaleikanna. Er það framför frá síðustu
leikum, þegar þeir unnu ekkert gull og urðu að láta tvenn silfur-
verðlaun og þrenn bronsverðlaun nægja. Öll voru gullverðlaunin
unnin með fulinaðarsigri, ipponi, á innan við tveimur mínútum.
ívar
Benediktsson
skrifar frá
Liechtenstein
Auk þess vann Gígja Gunnars-
dóttir bronsverðlaun í -70 kg
flokki, þannig að uppskera íslenska
júdóliðsins er viðun-
andi að mati Jóns Óð-
ins Óðinssonar, þjálf-
ara þeirra. „Stefnan
var að vinna fimm
flokka og það vantaði ekki nema
herslumuninn upp á það. Eftir tvö
ár vinnum við alla flokka, þú mátt
herma það upp á mig,“ sagði Jón
Óðinn að keppni lokinni.
Vernharð Þorleifsson vann örugg-
lega í -100 kg flokki, lagði alla and-
stæðinga sína þrjá á ipponi og gaf sér
ekki lengri tíma til þess í hvert sinn
en hálfa mínútu. Vemharð var ektó á
meðal keppenda á Smáþjóðaleikun-
um fyrir tveimur árum, en hann vann
gull á leikunum í Lúxemborg fyrir
fjórum áram. Þorvaldur Blöndal af-
greiddi andstæðinga sína á sama hátt
í -90 kg flokki. Enginn hafði roð við
Bjama Skúlasyni í -81 kg flokki og
m.a. tók það hann aðeins 16 sekúnd-
ur að vinna úrslitaviðureignina gegn
Xavier Noez frá Andorra. Höskuldur
Einarsson sýndi heldur ekkert hik er
hann vann gullverðlaun í -60 kg
flokki og sigurgh'man stóð aðeins yfir
í 50 sekúndur.
Sævar Sigursteinsson krækti sér í
bronsverðlaun í -73 kg flokki, tapaði
aðeins einni viðureign, þeirri fyrstu.
Vildi Jón Óðinn þjálfari skrifa það
tap á reikning óheppni þar sem Sæv-
ar vann síðar sterkari keppendur.
„Það er alltaf svolítið erfitt að byrja,
en í þessum flokki hefði ég viljað fá
gull,“ sagði Jón. Hilmar Trausti
Harðarson var hins vegar fjarri
verðlaunum í -66kg flokki.
„Það kom ekkert annað til greina
en sigur, það þýddi ekkert að vera
með hálfkák," sagði Vernharð glað-
beittur yfir sigrinum. „Hópurinn er
í heildina sterkur og nokkrir okkar
hafa orðið góða reynslu af keppni á
erlendri grund, við kepptum tals-
vert í Evrópu í fyrravetur og vöxum
við hverja raun. Nú er stefnan sett
á heimsmeistaramótið næsta haust,
þar sem við getum tryggt okkur
sæti á næstu Ólympíuleika.“
Vernharð sagði að þessi árangur
segði ekkert til um hvar hann stæði
að vígi í baráttunni um sæti á
Ólympíuleikana, en ljóst væri hins
vegar að hann væri í góðri æfingu.
„Ég hefði viljað keppa á Evrópu-
meistaramótinu sem fram fór um
síðustu helgi, það hefði verið meiri
prófsteinn á það hvar ég stend.“
Bjarni var snöggur
BJARNI Skúlason vann andstæðing sinn í úrslitaglímunni í -81 kg
flokki á ippon eftir aðeins 16 sekúndur, en það er fráleitt það
besta sem Bjarni hefur gert á Smáþjóðaleikum. Á leikunum í
Reykjavík 1997 vann hann einn andstæðinga sinna eftir aðeins sjö
sekúndur. Þar var reyndar um að ræða fyrstu viðureign Bjarna á
leikunum. Hann hafnaði í þriðja sæti í það skiptið.
Stefnt að sigri í öllum greinum
Fyrsti keppnisdagur af fjórum í
sundkeppni Smáþjóðaleikanna
fer fram í dag, en á undanförnum
leikum hefur sund-
keppnin verið aðal ís-
lands. Alls hafa ís-
lenskir sundmenn
unnið 245 gullverð-
laun á leikunum sjö og stefnt er að
því að bæta talsvert í það safn að
þessu sinni. „Við stefnum á að vinna
allar greinarnar að þessu sinni og
teljum það ekki óraunhæft mark-
ivar
Benediktsson
skrífar frá
Liectenstein
mið,“ sagði Sigurlín Þorbergsdóttir,
annar þjálfari landsliðsins. „Við er-
um með sterkt lið, sem er til alls lík-
legt. Andinn er góður og aðstaða hér
er öll til fyrirmyndar auk þess sem
það er bókstaflega stjanað við okk-
ur,“ sagði Sigurlín ennfremur.
Alls vann Island 18 gullverðlaun á
síðustu leikum en 11 gullverðlaun
fóru til annarra þjóða. Auk þess komu
16 silfurverðlaun og 10 bronsverðlaun
í hlut íslensks sundfólks. Keppnis-
greinar að þessu sinni eru 32.
Öm Amarson, íþróttamaður árs-
ins 1998, stefnir að því að vinna sjö
gull, fjögur í einstaklingsgreinum og
þrenn í boðsundum. „Ég held að fátt
geti komið í veg fyrir að það gangi
eftir,“ sagði Brian Marshall, annar
þjálfari íslenska sundlandsliðsins.
„Órn þarf ekki að setja nein met til
þess að vinna sínar greinar, sem eru
eitt og tvö hundruð metra baksund
og eitt og tvö hundruð metra skrið-
sund,“ sagði Brian ennfremur.
Auk Amar má reikna með að Lára
Hmnd Bjargardóttir, Kolbrún Ýr
Kristjánsdóttir, Eydís Konráðsdóttir
og Hjalti Guðmundsson komi hlaðin
gullpeningum heim gangi vonir og
óskir sundmanna eftir, en fleiri þarf
tO og auk þeirra skipa landsliðið Óm-
ar Snævar Friðriksson, Jakob Jó-
hann Sveinsson, Númi Snær Gunn-
arsson, Friðfínnur Kristinsson, Rík-
arður Ríkarðsson, Tómas Sturlaugs-
son, Elín Sigurðardóttir, Sunna
Björg Helgadóttir, Louisa Isaksen
og íris Edda Heimisdóttir.