Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 B 7 stigum Logi um leik Skagamanna Von- brigði „VIÐBRÖGÐ mfn við úrslit- um leiksins eru vonbrigði. Við vissum að liðið yrði að sína þolinmæði í leik sínum en það fiékk aldrei að reyna til fúlls hvað það gæti því Gunnlaugi [Jónssyni] var vik- ið af velli á 9. mínútu seinni hálfleiks. Greinilegt var að Víkingar voru hingað komnir til þess að ná í eitt stig og það tókst þeim,“ sagði Logi Olafs- son, þjálfari Skagamanna, að loknum leik sinna manna og Víkinga. „Við vissum að það yrði okkar hlutskipti að sælqa og lögðum upp með það að markmiði að opna göt í vörn þeirra og skora fleiri mörk en eitt. Jafnframt lögðum við áherslu á að fá ekki á okkur inark. Það gekk ekki eftir. Eg vil ekki segja að brottreksturinn hafi gert út- slagið fyrir okkur en okkur gekk verr að sækja á þá ein- um færri, ekki síst vegna þess að þeir voru jafn marg- ir í vörn og áður.“ Skagamönnum var spáð 3. sæti í efstu deild í sumar, en liðið hefur fengið eitt stig úr fyrstu tveimur Ieikjum sín- um. Logi sagðist ekki eiga von á að gera neinar veru- Iegar breytingar á liði sínu fyrir næsta leik. „Við höfum ekki efni á að gera stórfelld- ar breytingar á liðinu. Hóp- urinn er ekki stór og við er- um með unga og efnilega stráka sem eru að stíga sín fyrstu skref og eiga skilið að fá sín tækifæri.“ Víkingum tókst ætlunarverkið „Mér finnst stórkostlegt að ná jafntefli hér á Akranesi við eitt besta lið landsins. Víkingsliðið er ungt og óreynt en því tókst ætlunarverkið og vonandi gef- ur þessi leikur fyrirheit um framhaldið," sagði Luka Kost- ic, þjálfari Víkinga er iið hans hafði sótt eitt stig í greipar Skagamanna í annarri umferð íslandsmótsins í efstu deild. Frá upphafi var ljóst að hlutverk Skagamanna í leiknum var að sækja en Víkinga að verjast. Strax á upphafsmínútum leiks- Gísli ins dró Víkingsliðið sig Þorsteinsson aftar á völlinn og lét skrifar Skagamönnum eftir völdin á miðjunni, en heimamönnum varð lítið ágengt upp við mark gestanna. Víkingar beittu að sama skapi skyndisóknum en fengu fá tækifæri til þess að ógna marki Skagamanna í fyrri hálfleik. Mannmörg vöm Víkinga gaf fá færi á sér en svaf illilega á verðinum rétt fyrir leikhlé er Sigurður Ragn- ar Eyjólfsson var á auðum sjó inni í teig gestanna og skoraði laglegt skallamark. Skagamenn gátu andað léttar, biðlund þeirra hafði borið ár- angur en Víkingum var vandi á höndum því nú sáu þeir fram á að breyta liðsuppstillingu sinni og sækja af meiri krafti en áður. Skagamenn urðu fyrir talsverðu áfalli er Gunnlaugi Jónssyni var vik- ið af velli fyrir að krækja í Jón Grétar Ólafsson, sóknarmann Vík- inga, sem var á leið í gegnum Skagavörnina á upphafsmínútum síðari hálfleiks. Brottreksturinn dró að mestu leyti bitið úr sóknarleik Skagamanna, sem gátu ekki lengur haldið uppi sama sóknarþunga og áður. Þeir áttu engu að síður gott tækifæri til þess að bæta við marki er Ragnar Hauksson átti skot í slá Víkingsmarksins. Þeim var hins vegar fyrirmunað að bæta við marki, en þess í stað náðu Víkingar að jafna leikinn eftir vamarmistök Skagmanna. Víkingar vom komnir upp á Skaga til þess að leika stífan varn- arleik og freista þess að ná í stig. Áætlun þeirra tókst fullkomlega. Þeim tókst að halda sóknarmönnum Skagamanna í skefjum með skyn- samlegum leik og beittu skyndi- sóknum sem skiluðu árangri. Aætl- un Skagamanna gekk hins vegar ekki eftir og staða liðsins er allt önnur en forráðamenn þess höfðu vænst fyrir mót. Liðið hefur eitt stig eftir tvo leiki og verður að bretta upp ermarnar fyrir næsta leik og sýna að liðið eigi heima á meðal þeirra bestu í efstu deild. Síðast 10:1 á Skaganum SÍÐAST þegar ÍA og Vík- ingur léku á Akranesi í efstu deild, unnu Skaga- menn stórt - 10:1 1993. Tveir leikmenn sem voru í hópnum gegn Víkingum í þessum leik voru í liði Skagamanna á sunnudag, Alexander Högnason og St- urlaugur Haraldsson. Þá var Lúkas Kostic, sem nú þjálfar Víkinga, einnig í liði Skaga- manna. Einnig var Ólafur Adólfsson í Skagaliðinu á þessum tfma en hann er nú í liðsstjórn ÍA-Iiðsins. Hólmsteinn Jónasson er eini Víkingurinn, sem Iék þá. Morgunblaðið/Arnaldur SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson fagnar marki sínu, ásamt Ragnari Haukssyni og Unnari Valgeirssyni, sem faðmar Sigurð Ragnar. „ÞETTA var rokleikur, sem hefði getað farið á hvorn veg- inn sem var en ég er feginn að það vorum við sem unnum," sagði Grétar Ólafur Hjartarson, sem skoraði eina markið þegar Grindvíkingar lögðu Blika að velli í Grindavík á mánudaginn en mikið rok setti svip sinn á leikinn. Grindvíkingar eru því komnir með fjögur stig eftir tvo leiki þrátt fyrir spá um að fall bíði þeirra. „Staða okkar sýnir að það er ekkert að marka þessar spár, það er oft búið að spá því að Grindvíkingar falli en slík spá þjappar okkur enn frekar saman," bætti Grétar við en hann sýndi skemmtileg til- þrif. Þó að Kári hafi ekki verið á leik- skýrslu hafði hann samt mest áhrif á leikinn því strekkingsvmdur næstum þvert á völlinn Stefán gerði mönnum erfitt fyr- Stefánsson ir með að sýna góða skrifar knattspymu. Grétar gerði þó vel þegar hann náði að skora úr erfiðri stöðu á 12. mínútu. Bæði lið lögðu þó mikla áherslu á vömina en síður á miðjuspil- ið svo að sóknarmenn höfðu oft úr litlu að moða. Erfitt var að hemja boltann en bæði lið gerðu þó heiðarlegar til- raunir en ef boltinn fór nokkra metra upp í loftið tók Kári við honum. Það var ekki fyrr en í síðari hálf- leik að liðin fóra að sýna sínar betri hliðar. Þá náðu Blikar að koma betra skikld á sinn sóknarleik og auka- spyrna Salih Heimis Porsa á 60. mín- útu fór í varnarvegg Grindvíkinga. Heimamenn vom síður en svo búnir að leggja árar í bát og fimm mínút- Morgunblaðið/Jón Stefánsson BLIKAR Sækja að marki Grindvíkinga - Albert Sævarsson handsamar knöttinn, enn einn varnar- maður Grindvíkinga handsamar Marel Baldvlnsson, miðherja Blikanna. um síðar komst Grindvíkingurinn Scott Ramsey í gegnum vörn gest- anna en Atli Knútsson varði vel og aftur þegar Duro Mijuskovic skaut af stuttu færi úr þvögu. Á síðustu tíu mínútunum gerðu Blikar oft harða hríð að marki heimamanna og Albert Sævarsson markvörður þurfti tví- vegis að grípa inn í. Grindvík var betra liðið í þessum leik, vörnin var föst fyrir og í sókn- inni skapaði Grétar oft usla með snerpu sinni en mestu skipti að leik- menn vora yfirvegaðri og spiluðu af meiri öryggi en mótherjar þeirra. Að vísu er ekki hægt að dæma liðin út frá þessum leik. „Við vorum óheppnir að fá ekki að minnsta kosti eitt stig en það var erfitt að ná góðu spili í rokinu," sagði Hákon Sverrisson, fyrirliði Blika, eftir leikinn. „I síðari hálfleik hélst okkur betur á boltanum en áttum erfitt með að brjóta vöm þeirra á bak aftur þrátt fyrir að fá samt nokkur færi til að jafna." Blikar náðu ekki að sýna jafn nett spil og í sigur- leiknum við Val í fyrstu umferð enda var mótstaðan meiri núna. Leik- menn voru ekki alveg eins á tánum og vönduðu ekki nægilega til sam- spilsins þó að síðari hálfleikur hafi verið mun betri hjá þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.