Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 12
12 B MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999
TORFÆRA
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Sigur
Ásgeir Jamil Allansson fagnar sigri eftir að hafa klárað loka-
þrautina í fyrsta torfærumóti ársins.
eitthvað að viti var ég kominn útúr
kosinni aksturslínu. Komst ekki
þrautina. En ég slapp með þetta,
vann sigur í flokknum. Nú er að
skoða hvað ég geri í framhaldinu.
Ég ætla að reyna að semja við
styrktaraðila, þannig að ég geti
klárað íslandsmótið í ár. Það kem-
ur í ljós á næstu dögum,“ sagði
Gísli.
ÁSGEiR JAMiL ALLANSSON stal senunni í fyrsta torfærumóti
ársins á laugardaginn, á Akureyri. Ók jeppa í flokki götujeppa
og lagði reynda meistara á sérútbúnum ökutækjum í flokki
jeppa með betri dekkjabúnað og annan búnað sem veita á
þeim forskot. Ásgeir Jamil hlaut 1.880 stig, Gísli G. Jónsson
1.768 og Einar Gunnlaugsson 1.740 í heildarstigum. Ásgeir
vann flokk götujeppa, en Gísli flokk sérútbúinna. Fimm mót
eru í íslandsmótinu og gilda þau öll til lokastiga, en fjögur af
fimm giltu í fyrra.
kvað það hentugt að vatnskassinn
var beint fyrir aftan ökumannssæt-
ið. Þannig gat hann yljað sér í kuld-
anum og vosbúðinni í keppninni á
Akureyri. Hann varð þriðji í sérút-
búna flokknum, þrátt fyrir að milli-
kassi brotnaði.
■ HARALDUR PÉTURSSON
keppti á nýsmíðuðu ökutæki, sem er
nýstárleg smíði í torfærunni. Ólíkt
öðrum ökutækjum. En tímaskortur
á lokasprettinum þýddi að ekki var
hægt að prófa tækið fyrir keppni.
Ýmis vandamál komu upp.
■ HARALDUR missti af fyrstu
þremur þrautunum vegna kveikju-
vandamála: Flansar fyrir framöxla
gáfu sig og við það missti hann
framdrifið. Haraldur kvað endur-
bætur gerðar og stefnir ótrauður á
meistaratitilinn, þrátt fyrir slæma
byrjun og engin stig í fyrstu keppni.
■ EINAR GUNNLAUGSSON frá
Akureyri vonaðist eftir heimasigri,
en varð ekki að ósk sinni. Einar tap-
aði öxli í 5. braut, sem kostaði hann
klifurmöguleika og dýrmæt stig. Þá
voru gangtruflanir í vélinni eftir að
heddpakkning gaf sig í nýrri keppn-
isvél hans.
■ EINAR var í meiri vandræðum,
innspýting virkaði ekki sem skyldi
og blöndungar voru látnir vinna
hefðbundið verk. Hann stefnir þó á
titilslag, nú í öðru sæti að stigum.
Hann hreinsaði að eigin sögn 200 kg
af drullu úr jeppanum eftir keppni,
slíkt var svaðið á keppnisstað.
■ GISLI G. Sigurðsson flaug hátt í
einni þraut á Komatsu jeppa sínum,
fylgdi Helga Schiöth að málum.
Helgi sleppir vart keppni án þess að
taka himnaflug og kollsteypur. Gísli
skilaði sér í 4. sæti í sérútbúna
flokknum, Helgi í það fímmta.
■ SVANUR LÁRUSSON og Ásgeir
Örn Rúnarsson eru starfsmenn
KLÍA, sem heldur utan um allt
keppnishald í íslenskum akstursí-
þróttum í sumar. HeOdarsvipur hef-
ur verið skapaður um öll akstursí-
þróttamót undir merkjum styrktar-
aðila. Hátt í 40 mót eru á dagskrá.
■ ÁSGEIRIJAMIL ALLANSSYNl
var vel fagnað í Sjallanum þegar
hann tók á móti verðlaunum fyrir
fyrsta sætið. Ásgeir er með
brosmildari ökumönnum tor-
færunnar og geislaði enn meir en
ella á ballinu sem fylgdi verðlauna-
afhendingunni, enda að vinna sinn
fyfsta sigur.
■ RAFN A. GUÐJÓNSSON varð
annar í flokki götujeppa og Gunnar
Gunnarsson á Trúðnum þriðji,
þrátt fyrir að tapa framhjóli undan í
einni þraut. Margfaldur torfæru-
meistari, Gunnar Pálmi Pétursson,
varð fimmti og síðastur.
Eg ætla að vinna,“ sagði Asgeir á
hlaupum þegar aðeins tveimur
þrautum af átta var lokið í vætu-
samri keppni í gryfj-
Gunnlaugur um fyrir utan Akur-
Rögnvaldsson eyri. Hann lét ekki
skrifar leðju og blautar
brekkur aftra sér í
akstrinum og stóð við stóru orðin.
Ók af mikilli lipurð og þótt hann æki
gripminni skófludekkjum, sem not-
uð eru á götujeppum, þá bitu ausu-
dekk sérútbúnu jeppanna stundum
of mikið. Brot og veltur voru afleið-
ing þess hjá mörgum kappanum. Á
meðan ók Ásgeir af yfirvegun og
fullur áhuga milli hliðanna sem af-
mörkuðu þrautimar best allra.
Vann íyrsta sigur götujeppa yfir
heildina, sem unnist hefur frá því
torfærujeppum var skipt upp í tvo
aðskilda flokka.
Keppt er um íslandsmeistaratitil
í báðum flokkum, en samkvæmt
bókinni ættu ökumenn í sérútbún-
um flokki að leggja þá á götujepp-
um. Ásgeir brýtur því blað í sögu
torfærannar með árangri sínum.
Auk þessa vann hann sinn fyrsta
sigur. Þessi keppni markaði því
tímamót í tvennum skilningi. Meist-
arinn í sérútbúna flokknum, Gísli G.
Jónsson náði að vinna sigur í sínum
flokki, með því að verða annar að
stigum yflr heildina.
Sjónlítill í
tveimur þrautum
„Mér gekk ágætlega, þannig séð.
Ók þó tóma vitleysu í tímaþraut,
eftir að framdekkin höfðu ausið
drallu yfír mig. Fékk sand í augun
og sá lítið,“ sagði Gísli. „Þetta gerð-
ist aftur í 5. þraut. Þá setti ég
stefnuna á að sneiða barð, fékk enn
sand í augun og loks þegar ég sá
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
HREYFINGAR í spánnýju ökutæki Haralds Péturssonar minntu á eðlu eða könguló. Þessi smfði iofar
góðu, þó Haraldur lenti í basli í fyrstu keppni.
Fyrsti
sigurinn
FYRSTI sigurinn í íþrótta-
móti er alltaf sætastur hjá
flestum íþróttamönnum.
Ásgeir Jamii kvaðst þó al-
veg á jörðinni, þrátt fyrir
fyrsta gullið á Akureyri.
„Ég þurrkaði af bikarahill-
unni fyrir keppni, var stað-
ráðinn f að vinna minn
flokk. En ég átti ekki von á
að verða efstur allra að
stigum“, sagði Ásgeir Ja-
mil Allansson í samtaii við
Morgunblaðið.
Ásgeir, sem er bflaparta-
sali og starfar skammt frá
Rauðavatni í Reykjavík,
hefur keppt í torfæru í 4
ár. Þrátt fyrir velgengnina
um helgina kveður hann
öktuæki sitt til sölu. „Fyrir
rétt verð er jeppinn falur.
Ég er búinn að keppa nógu
lengi, en á meðan ég á
jeppann, þá verð ég með,“
sagði Ásgeir, „ég held að
ég og aðstoðarmenn mínir
höfúm unnið þessa keppni
á góðri heimavinnu. Unn-
um öll kvöld vikuna fyrir
keppni óg jeppínn var í
toppstandi. Það gerði
gæfumuninn.
Ég var lánsamur að ná
100 stiga forskoti í fyrstu
þraut, en náði þó að halda
því forskoti alla keppnina.
Það var gott grip í þraut-
unum og því meira að gera
við stýrið. Ég Iét bara vaða
í þrautimar og fann ekki
fyrir spennu, þó ég næði
forystu í byijun. Svo gekk
bara allt upp í akstrinum
og ég sat uppi með gullið,“
sagði Ásgeir. Hann hefur
ekið sama jeppa í tvö ár.
Ók fyrstu Skutlunni
svokölluðu, en lagði henn
sálarlausri í túninu heima,
eftir að hafa tekið allt
kramið, vél, gírkassa og
drifbúnað úr henni. Núver-
andi ökutæki er byggt upp
úr fyrrum jeppa Kjartans
Guðvarðarsonar. Yfir vetr-
artímann er Ásgeir oft á
fjöllum á jeppa, en taldi
það þó ekki iykilatriði í tor-
fæmnni.
„Aðalmálið er að ég
breyttí litlu, þekki hegðun
jeppans frá síðasta keppn-
istímabili og tók ekki í mál
að gera einhveijar stórar
breytingar. Breytti afstöðu
afturstífa, en litlu öðm.
Þekkti því hreyfmgamar
frá fyrstu þraut,“ sagði Ás-
geir.
taém
FOLK
■ SIGURÐUR ÞÓR JÓNSSON
Tímamót
í tvennum
skilningi