Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ SMÁÞJÓÐALEIKAR Þrumur og eld- ingar í Liecht- enstein UM leið og keppni í frjálsí- þróttum hófst á Smáþjóða- leikunum í Liechtenstein f gær fór að rigna og í kjöl- farið komu þrumur og eld- ingar. Keppnin hófst með undanrásum f 100 m hlaupi karla kl. 17.00 að staðar- tíma og fram að því hafði verið léttskýjað og hitastig- ið um 22 gráður. Þrumu- veðrið setti svip á frjálsí- þrótt akeppnina og áhorf- endur voru mun færri en vænta mátti. Þeir sem mættu voru flestir létt- klæddir, í stuttbuxum og bol. Þar sem engin stúka er fyrir áhorfendur urðu þeir hundblautir og fækkaði eft- ir því sem leið á keppnina. Morgunblaðið/Golli ÍSLENSKA tennislandsliðið á Smáþjóðaleikunum. Efri röð frá vinstri: Davíð Halldórsson, Jón Axel Jónsson, Raj Bonifacius, Hrafnhildur Hannesdóttir og Ólafur Sveinsson, liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Rakel Pétursdóttir og íris Staub. Arnar Hrafn- hildur æfir í Seattle HRAFNHILDUR Hannes- dóttir, sem keppir á fjórðu Smáþjóðaleikunum, var fyrst með þegar þeir fóru fram á Möltu, hefur æft tennis í Seattle í Bandaríkj- unum sl. tvö ár. Hún er þar í háskólanámi, í vistfræði, og æfir með tennisliði skólans sem hún segir að sé með 20. besta skólalið Bandaríkj- anna. Hún kom til Liechten- stein beint frá Bandaríkjun- um og fer þangað aftur eftir þá. Hún á að mæta í próf í næsta mánuði. „Ég hef æft mjög vel í vet- ur, sex sinnum í viku og þá fjóra tíma í senn. Þjálfari skólaliðsins er fyrrum at- vinnumaður í tennis. Ég hef bætt mig verulega og von- andi fæ ég að sýna hvað í mér býr hér á Smáþjóðaleik- unum. Ég hef einu sinni unnið til verðlauna á leikun- um, en það var í Lúxemborg fyrir fjórum árum þegar ég og Stefania Stefánsdóttir höfnuðum í þriðja sæti í tví- liðaleik," sagði Hrafnhildur. Um framhaldið 1 tennis- íþróttinni sagði hún: „Ég verð ekki í Bandaríkjunum á næsta ári. Ég hef sótt um skólavist í Kaupmannahöfn næsta vetur. Námið er núm- er eitt hjá mér, en vonandi get ég líka stundað tennisí- þróttina. Það væri synd að hætta núna. En það verður bara að koma í (jós,“ sagði hún. íslenska lands- liðið á uppleið „SIGUR okkar á Möltu sýnir og sannar að við erum í mikilli framför," sagði Ólafur Sveinsson, liðsstjóri íslenska landsliðs- ins í tennis, við Morgunblaðið. „Við vorum að taka þátt í 4. deild Davis-Cup í fjórða sinn og alltaf verið í tveimur af neðstu sætunum þar til nú. Við unnum alla leikina og sigurinn í riðlinum var því mjög sannfærandi.“ Fjórar þjóðir voru í riðli með ís- lendingum í keppninni á Möltu; Kýpur, Súdan og Eþíópía ásamt Möltu. íslenska liðið hefur aldrei unnið Möltu áður, enda mikil hefð fyrir tennis þar. I 3. deildinni eru lið frá Austur-Evrópu og Afríku. Ólafur sagði að fyrsta markmiðið væri að halda sér í þeirri deild en síðan væri stefnan auðvitað tekin á 2. deild. íslenska landsliðið, sem tók þátt í 4. deildarkeppninni á Möltu, var skipað þeim Arnari Sigurðssyni, Raj Bonifacius, Jóni Axel Jónssyni og Davíð Halldórssyni. Þeir keppa allir á Smáþjóðaleikunum í Li- echtenstein nema Amar sem tekur þátt í opna franska meistaramótinu um næstu helgi. „Við erum í sjöunda himni yfir árangrinum og hann kom okkur skemmtilega á óvart. Tennisíþrótt- in er ekki nema rúmlega 10 ára gömul á Islandi þannig að við erum greinilega á réttri leið. Það eru margir ungir og efnilegir að koma upp í tennisíþróttinni heima,“ sagði Ólafur Sveinsson. Góð byrjurt hjá Raj RAJ Bonifacius hóf fyrstur íslend- inga keppni í tennis í gær og sigr- aði í hörkuspennandi viðureign. Hann mætti Dalbergue frá Mónakó og vann í þremur settum, 3:6, 7:5 og 6:4. Bonifacius sagðist ánægður með leikinn, en hann hefði verið mjög erfiður. Andstæðingm- hans er þriðji á styrkleikalista leikanna og því ætti Bonifacius að fá léttari and- stæðing í næstu umferð. Davíð Halldórsson átti einnig að keppa í einliðaleiknum í gær, en leiknum var frestað vegna vatnselgs á tennisvellinum í kjölfar þruma og eldinga. Stúlkurnar hefja keppni í dag. Morgunblaðið/Golli RAJ Bonifacius fagnaði sigri í gær. aopna franska í París ARNAR Sigurðsson, tennismaður- inn efnilegi, keppir í forkeppni opna franska meistaramótsins í tennis sem hefst á laugardag. Hann er fyrsti íslendingurinn sem tekur þátt í einu af stóru mótunum í tennis. Amar keppir í flokki 18 ára og yngri. Upphaflega átti hann að vera með á Smáþjóðaleikunum 1 Liechtenstein, en fyrir tveimur vikum fékk hann þátttökurétt á opnu móti sem fram fer í París. Arnar er 17 ára og er númer 120 á heimslistanum. Hann hefur æft í Þýskalandi í vetur og er á styrk frá Ólympíusamhjálpinni, sem styður efnilega íþróttamenn. Ef honum gengur vel í París er ráð- gert að hann keppi einnig á Wimbledon-mótinu og yrði þá einnig fyrstur íslendinga til þess. Arnar var með íslenska landsliðinu sem sigraði í 4. deild (Davis-Cup) á Möltu um síðustu helgi og vann þar alla leiki sína í einliðaleik. Bonifacius ísienskur ríkisborgari BANDARIKJAMAÐURINN Raj Bonifacius fékk íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er því löglegur með ís- lenska landsliðinu. Hann hef- ur búið í sjö ár á íslandi og er tennisþjálfari að atvinnu. Hann keppir á Smáþjóðaleik- unum fyrir ísland í fyrsta sinn og var með Davis-Cup liðinu á Möltu um síðustu helgi og stóð sig vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.