Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 8

Morgunblaðið - 26.05.1999, Side 8
8 B MIÐVTKUDAGUR 26. MAÍ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ur fýrir sín þrumuskot Hann er þekkt ÞAÐ er ekki laust við að þessar Ijóðlínur úr Jóa útherja komi upp í hugann þegar rætt er um mörk Ágústs Gylfasonar fyrir Framara gegn Keflvíkingum á mánudagskvöld. Mörk Ágústs, sem bæði komu úr sannkölluðum þrumuskotum, skildu liðin að í leiknum og fyrir vikið eru Framarar komnir á nokkurn skrið í deildinni, en Keflvíkingar sitja á botninum án stiga. - „Þegar hann leikur knattspyrnu, þá er það ekkert pot.“ Það ér annars hálfgerð skömm frá því að segja að glæsimörk Agústs voru sem næst það eina sem stendur upp úr í Bjöm Ingi minningunni frá Hrafnsson viðureign liðanna að skrífar kvöldi annars í hvítasunnu. Utan kannski skiptimaður liðanna, kári kuldaboli, sem fór mikinn með lið- unum hvoru í sínum hálfleiknum og setti ljótan svip á leikinn með krafti sínum og bægslagangi. Er óskandi að veðurguðirnir velji hann ekki í lið sitt fyrir næstu umferð deildarinnar annað kvöld. Leikurinn fór rólega af stað og Keflvíkingar, sem höfðu goluna í bakið, voru heldur sterkari og sóttu meira. Framherjamir Þórarinn Kristjánsson og Kristján Brooks voru ógnandi í fremstu vígh'nu og komst Kristján nálægt því að ná forystunni snemma leiks, en hörku- skot hans fór rétt framhjá. Heimamenn voru öllu rólegri í sínum aðgerðum og virðist sem As- geir Elíasson, þjálfari liðsins, sé ekki enn méð fastmótaðar hug- myndir um framlínu liðsins. Þannig voru þeir Valdimar Sigurðsson og Asmundur Arnarson fremstir í þessum leik, en í fyrsta Ieiknum í Grindavík höfðu Haukur Snær Hauksson og Arngrímur Amarson þau hlutverk með höndum. Valdi- mar var nokkuð ógnandi, er ekki sérlega fljótur en þeim mun fylgn- ari sér og hann átti besta tækifæri fyrri hálfleiks, sannkallað dauða- færi á 35. mín., en Bjarki Guð- mundsson í marki gestanna sá við honum með frábærri markvörslu. Hið sama varð starfsbróðir hans í marki Framara að gera tíu mínút- um síðar er Gunnar Oddsson náði hörskuskoti að markinu. Olafur Pét- ursson varði það vel í hom. Framarar náðu undirtökum á miðjunni í seinni hálfleik og nutu þess að hafa Kára með sér í liði. Ás- geir Halldórsson var ógnandi á hægri kantinum og á miðjunni fór mikið fyrir þeim Ivari Jónssyni og Agústi Gylfasyni sem unnu flest ná- vígi. Þeir félagar gerðu fjölmargar heiðarlegar tilraunir til að koma knettinum fram á miðherjana tvo, en þeim varð lítið úr þeim viðskipt- um og svo fór að Ásgrímur var tek- inn af velli og Haukur Snær settur inn á í hans stað. Hefði þjálfarinn að ósekju mátt gera slíkt hið sama við Anton Bjöm Markússon, sem lék allan leikinn á vinstri kanti Framara og náði sér ekki á strik. Þrátt fyrir þetta var nokkurt jafn- vægi í leiknum er Ágúst Gylfason kom Frömumm yf- ir. Steinar Guð- geirsson tók hom- spyrnu og gaf inn í teig, varnarmenn Keflvíkinga sköh- uðu samviskusam- lega frá en Ágúst beið ekki boðanna utan vítateigs og hamraði knöttinn í markið með vinstri fæti. Eftir markið vora Framarar mun sterkari og engu skipti þótt Sigurð- ur Björgvinsson, þjálfari Keflvík- inga, brygði á það ráð að setja tvo fríska menn í sóknina. Vöm þeirra veiktist aðeins fyrir vikið og Ágúst kórónaði svo frábæran leik sinn með öðra gullmarki þremur mínút- um fyrir leikslok - marki sem ef- laust mun lengi í minnum haft. Framarar hafa nú fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Það verð- ur að teljast býsna gott, einkum þegar haft er í huga að Grindvíking- ar og Keflvíkingar hafa oft reynst þeim hinn mesti Þrándur í Götu. Spilið er óðum að taka á sig betri mynd í liðinu, en þjálfarinn á enn eftir að sh'pa af mestu vankantana. Þeir eru mestir í framlínunni, sem er í sjálfu sér athyglisvert þegar nafn hðsins er haft í huga. Að sama skapi hljóta Keflvíking- ar að vera súrir með úrslit leiksins. Þeir vora sterkari í fyrri hálfleik, en höfðu ekki erindi sem erfíði upp við mark Framara. I seinni hálfleik þraut þá svo örendi og vora algjör- lega slegnir út af laginu við tvö glæsimörk Ágústs Gylfasonar. Ekki er þó enn ástæða til að örvænta í bítlabænum, það koma nefnilega ekki allir dagar í einum böggli og era nú tveir erfiðir útileikir að baki og tekur nú heimaleikur við. Hann er raunar ekki af auðveldari sort- inni - gegn Skagamönnum annað kvöld. Sannkallað draumamark SEINNA mark Ágústs Gylfasonar gegn Keflvfkingum var svo sannarlega drauma- mark. Þremur minútum fyrir leikslok var Ágúst staddur inni á eigin vallarhelmingi er hann fékk boltann. Ágúst leit snöggt upp og sá að Bjarki Guðmundsson, markvörður Keflvíkinga, var kominn allt of langt frá marki sínu og skaut því föstu og hnitmiðuðu skoti yfír hálfan völlinn og í markið. Sann- arlega skemmtilegt skot og áreiðanlega eitt af mörkum sumarsins. ÞÓRARINN Kristjánsson, framherji Keflvíkinga, reynir að komast framt Nauðsyn- legur sigur” Eg er geysilega ánægður með s Rússar eru til- búnir í slaginn RÚSSAR segjast tilbúnir í slaginn og hvergi bangnir fyrir landsleiki landsliðs þeirra í knattspyrnu gegn Frökkum og Islendingum í byrjun næsta mánaðar. I báðum tilvikum eiga Rússar harma að hefna, því Frakkar sigruðu þá 3:2 í Rússlandi í fyrra og íslenska hðið sigraði 1:0 á Laugardalsvelh. Landsliðsþjálfarinn valdi Dmi- try Alenichev, leikstjómanda ítalska hðsins Roma, í hópinn, en litlar líkur er þó taldar á að hann geti verið með vegna meiðsla. Landsliðshópur Rússa er þannig skipaður: Markverðir: Stanislav Cherchesov (Tirol Innsbrack), Sergei Ovchinnikov (Benfica), Alexander Filimonov (Spartak Moskva). Varnarmenn: Dmitry Khlestov (Spartak Moskva), Viktor Onopko (Oviedo), Artur Pagayev (Alania Vladikavkaz), Yevgeny Varlamov (CSKA Moskva), Igor Chugainov (Lokomotiv Moskva), Igor Yanov- sky (Paris St Germain), Sergei Semak (CSKA Moskva) og Alex- ander Shirko (Spartak Moskvu). Miðjumenn: Ilya Tsymbalar, Yegor Titov, Ándrei Tikhnov, Viktor Bulatov (aJlir Spartak Moskva), Yuri Drozdov, Alexei Smertin (báðir Lokomotiv Moskva), Alexander Mostovoi, Valery Karpin (báðir Celta Vigo), Dmitry Khokhlov (PSV Eind- hoven), Dmitry Alenichev (AS Roma). Sðknarmenn: Sergei Yuran (Spar- tak Moskva), Vladimir Beschastnykh (Racing Santand- er), Alexander Panov (Zenit St Pétursborg) isigurinn - hann var nauðsyn- legur,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálf- ari Fram, eftir leikinn gegn Kefl- víkingum. „Við voram betri að mínu mati og glæsimörk Ágústs glöddu augað,“ bætti þjálfarinn við. Ásgeir sagði að Framarar hefðu oft átt í mesta basli með Keflvík- inga og því væri sigurinn mjög kærkominn. „Það er kannski kom- inn tími til að þeir reyni hvernig er að byrja illa. Keflvfldngar hafa nefnilega oft byrjað Islandsmótið með miklum glæsibrag á undan- fórnum áram og náð mörgum 1:0- sigram.“ Aðspurður um hvort hann væri sáttur við framlínu liðsins, sagði Ásgeir að enn væri of snemmt að dæma menn. „Eg gerði tvær breyt- ingar frá fyrsta leiknum og þær vora ekki vegna þess að menn hefðu staðið sig illa, heldur vegna þess að ég er með stóran hóp og margir koma til greina,“ sagði hann. „Leikurinn var annars frekar jafn og þess vegna hlýt ég að vera mjög sáttur við öll stigin. Okkar markmið era að vera í hópi efstu liða og eins langt frá fallbaráttunni og kostur er. Þessi sigur er því afar dýrmætur," sagði Ásgeir. Sigurður Björgvinsson, þjálfari Keflvíkinga, var öllu ósáttari, enda lið hans án stiga eftir tvo leiki. „Það er enn ekki komið sumar hjá okkur Keflvfldngum," sagði Sigurður. „Við erum í mótbyr núna og þá er mildlvægt að menn snúi bökum saman og vinni sig út úr vandanum. Við voram heldur sterkari að mínu mati og hefðum vel getað skorað á undan þeim. En það datt ekki okk- ar megin og við verðum bara að gera betur næst.“ Keflvíkingar gerðu breytingu á skipulagi sínu frá tapleiknum gegn Víkingum, breyttu úr 3-5-1 í 4-4-2 og bættu Kristjáni Brooks í sóknar- línuna. „Valbjarnarvöllur er svo pínulítið frímerki að ekki er mögu- legt að ná upp spili að einhverju marki. Þess vegna töldum við að þetta leikkerfi myndi duga okkur betur. Það þarf alls ekki að vera til frambúðar, það era flestir vellir betri en þessi,“ sagði Sigurður. Hann vildi lítið gera úr markinu, sem Bjarki Guðmundsson mark- vörður fékk á sig, skoti aftan frá miðju vallarins. „Það skipti engu máli. Við tókum ákveðna áhættu, bættum í sóknarleik okkar og freistuðum þess að jafna metin. Eftir á skiptir ekki máli hvort við töpuðum með einu eða tveimur mörkum. Við reyndum allt til að skora. Það gekk ekki,“ sagði Sig- urður. Hollenskur sóknar- leikmaður til Fram HOLLENSKI sóknarleikmaðurinn Marcel Oerlemans kom til lands- ins f gær - til reynslu hjá Framliðinu. Hann mun æfa með liðinu í eina viku og eftir það verður tekin ákvörðun um hvort. samið verð- ur við hann. Oerlemans er þrítugur og kemur frá hollenska 1. deildar liðinu Harlem, þar sem hann skoraði 8 mörk f 22 leikjum á síðustu leiktfð. Áður hefur hann spilað í austurrísku úrvalsdeild- inni með liðunum Reid og Austria Vín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.