Morgunblaðið - 26.05.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 B 9
KNATTSPYRNA
Morgunblaðið/Þorkell
ijá Sævari Guðjónssyni, varnarmanni Framara.
„Rændi
hann
mark-
tæki-
færi“
HLYNUR Stefáns-
son, fyrirliði Is-
lands- og bikar-
meistara Eyja-
manna, fékk að líta
rauða spjaldið tólf
mínútum fyrir
leikslok gegn Val.
Hörður Már Magn-
ússon, vinstri
útherji Valsmanna,
var á fullri ferð að
marki er Hlynur
dró hann niður og
Gylfi Orrason,
mjög góður dómari
leiksins, mat það
svo að Hörður
hefði verið kominn
einn inn fyrir og
rak Hlyn því af
velli.
Bjarni Jóhanns-
son, þjálfari Eyja-
manna, sagðist
ekki gera athuga-
semdir við brott-
vísunina. „Sumir
vilja reyndar
meina að Hörður
Már hafi ekki verið
kominn einn í
gegn, en mér sýnd-
ist Hlynur ræna
hann augljósu
marktækifæri.
Þannig leit það við
mér af hliðarlín-
unni,“ sagði
Bjarni.
Valsmenn miklu betri en náðu aðeins jafntefli
Meistaramir
stálheppnir
á Hlíðarenda
EKKI var hægt að merkja mikinn meistarabrag á íslands- og bik-
armeisturum Eyjamanna er þeir sóttu Valsmenn heim á mánu-
dag. Úrslitin urðu markalaust jafntefli, en í sannleika sagt voru
meistararnir stálheppnir að ná jafntefli, því heimamenn fengu
nokkur upplögð marktækifæri en nýttu ekki. Engu skipti þótt
þeir léku einum færri undir lokin.
Liðin höfðust heldur betur ólíkt
að í fyrstu umferðinni, Vals-
menn lágu þá gegn Blikum í Kópa-
voginum og Eyja-
Bjöm ingi menn hreinlega sölt-
Hrafnsson uðu Leiftursmenn,
skrífar 5:0. Það hafa því ef-
laust einhverjir átt
von á flugeldasýningu meistaranna
á Hlíðarenda, en annað kom á dag-
inn og lending þeirra niður á jörð-
ina hlýtur að hafa verið harkaleg í
meira lagi.
Leikurinn fór afar fjörlega af
stað og þrjú dauðafæri féllu liðun-
um í skaut áður en fimm mínútur
voru liðnar. Heimamenn höfðu
vindinn í bakið í fyrri hálfleiknum,
en gestimir fengu þó fyrsta færið í
leiknum. Mikil hætta skapaðist þá í
markteig Valsmanna, en Hjörvari
Hafliðasyni, markverði þeirra,
tókst að handsama knöttinn. Litlu
síðar fékk Jón Þ. Stefánsson sann-
kallað dauðafæri hinumegin á vell-
inum, en landsliðsmarkvörðurinn
Birkir Kristinsson varði vel í marki
Eyjamanna. Hann var aftur á rétt-
um stað í tvígang skömmu síðar er
Amór Guðjohnsen fékk knöttinn á
markteig - varði þá tvisvar hreint
frábærlega. Ef ekki hefðu komið til
snilldartilrþrif Birkis á upphaf-
smínútunum er ljóst að illa hefði
farið, því hin rómaða vörn Eyja-
manna var alls ekki sannfærandi og
raunar eitthvað allt annað en það.
Eftir þetta róaðist leikurinn
nokkuð og liðin fengu sín hálffærin.
Eftir markalausan fyrri hálfleik,
nutu heimamenn þess að hafa vind-
inn í bakið í þeim síðari og fengu
fjölmargar sóknir. Þar vora þeir
Jón Þ. Stefánsson og Amór
Guðjohnsen fremstir í flokki, en
Birkir sá ávallt við þeim með glæsi-
legri markvörslu, utan að markslá-
in varð meisturanum til bjargar er
hörkuskot Harðar Más Mássonar
lenti á þverslánni.
Eyjamenn vora heldur hikandi,
einkum á miðjunni þar sem barátt-
Steingrímur með yfirfrakka að Hlíðarenda
STEINGRÍMUR Jóhannesson,
framherji Eyjamanna, fékk að
kynnast því gegn Valsmönnum
hvernig er að vera „heitasti"
framherji landsins. Steingrímur
gerði femu gegn Leiftursmönnum í
fyrstu umferð, en var tekinn úr
umferð gegn Valsmönnum og gat
sig lítið hrært.
Sindri Bjarnason var
„yfirfrakki“ Steingríms í leiknum -
fylgdi honum hvert fótmál og gerði
það afar vel. Fyrir vikið fór mesti
broddurinn úr sóknarleik
meistaranna og er ekki að efa að
margir þjálfarar liðanna í efstu
deild muni hugleiða þennan
möguleika fyrir viðureignir sinna
liða gegn Eyjamönnum.
Kristinn Bjömsson, þjálfari Vals,
telur það mjög lfldegt.
„Steingrímur er heitasti framherji
landsins í dag og auðvitað verður
að taka mann ny'ög alvarlega sem
skorar fjögur mörk í fyrsta leik.
Það er ekki annað hægt en að bera
virðingu fyrir slíkum leikmanni og
við voram ákveðnir að bregðast við
því. Sindri tók hann úr umferð,
gerði það afar vel og þá var hálfur
sigur unninn. Eyjamenn áttu ekki
svör við því,“ sagði Kristinn.
i HNJÁNUM.
Morgunblaðið/Arnaldur
■ Varnarmennirnir ívar Bjarklind (ÍBV - t.v.) og Guðmundur Brynjólfsson, Val, eigast við um knðttlnn í leik Vals og ÍBV á mánudagskvöld.
KNATTSPYRNA
an var engin. Aðeins Guðni Rúnar
Helgason lék af eðlilegri getu, flest-
ir aðrir vora beinlínis slakir og
miklu munaði að Baldur Bragason
naut sín alls ekki, gaf eftir í ná-
vígjum og gleymdi alveg að gefa
boltann þegar mikið lá við. Virtist
þetta á stundum fara í taugamar á
samherjum hans og verður eflaust
tekið fyrir á æfingum fyrir næstu
leiki.
Eyjamenn urðu að leika einum
færri, ríflega tíu síðustu mínúturn-
ar, því fyrirliðinn Hlynur Stefáns-
son fékk að líta rauða spjaldið fyrir
að bijóta á Herði Má. Þetta kom
ekki að sök, því svo virtist sem
Valsmenn væra sáttir við eitt stig
og jafntefli og gerðu ekki harða
hríð að marki andstæðinganna und-
ir lokin.
Valsmenn léku mjög vel í þessum
leik, ekki síst vamarmenn liðsins
sem flestir áttu stórleik. Kristinn
Bjömsson gerði ekki neina breyt-
ingu á liði sínu eftir slaka frammi-
stöðu gegn Blikum í fyrsta leik og
leikmennirnir endurguldu traustið
með álitlegum hætti. Sérstaklega
vora þeir Daði Árnason og Sigurð-
ur Sæberg Þorsteinsson sterkir,
auk þess sem Sindri Bjamason stóð
sína vakt sem „yfirfrakki“ Stein-
gríms Jóhannessonar. Hér í eina tíð
voru slíkir leikmenn kallaðir
„manndekkarar".
„Frammistaðan gegn Blikum var
auðvitað fyrir neðan allar hellur og
við áttum aldrei glætu í þeim leik.
Við vissum því að aðgerða var þörf,
enda Eyjamenn og KR-ingar and-
stæðingar í tveimur næstu leikjum.
Það tókst, leikaðferðin gekk upp og
við fengum mun fleiri hættuleg færi
en þeir. Það er því óhætt að segja
að við séum heldur upplitsdjarfari
nú, en eftir tapið í Kópavopginum,“
sagði Kristinn eftir leikinn.
Bjami Jóhannsson, þjálfari ÍBV,
sagðist hneykslaður á leik sinna
manna. „Leikurinn olli mér miklum
vonbrigðum og það vantaði allan
neista í leik okkar. Vörnin var úti á
þekju og ég skil ekki hvemig slíkir
lykilmenn geta kiikkað með svo
áberandi hætti. Aðeins snilldar-
markvarsla Birkis hélt okkur í jafn-
teflinu og fyrir það getum við þakk-
að. Fyrir leikinn hefði ég alls ekki
verið sáttur við jafntefli. Eftir hann
er ég það svo sannarlega,“ sagði
Bjami og bætti því við að þetta
væri líklega einn versti leikur liðs-
ins frá því hann tók við því.