Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 3

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 B 3 KNATTSPYRNA gjöfina og hvort 31 árs bið Manchester United er á enda Reuters TVEIR brosmildir á fundi með fréttamönnum í gær - Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, og markahrókurinn Dwight York. Blikarnir hófu keppni með stór- skotahríð - skoruðu átta mörk Tæplega fimm mörk skoruð í leik KVENNAKNATTSPYRNAN hófst með tilþrifum í gærkvöldi þegar leikin var heil umferð í meistaradeildinni - alls voru skoruð nítján mörk í fjórum leikjum. Flest mörkin urðu í Kópavoginum þar sem Blikastúlkur skoruðu átta á móti Fjölni en í Vesturbæn- um náði KR að skora þrjú á móti einu Vestmannaeyinga. í Gr- indavík börðust nýliðarnir við Garðbæinga og tókst að skora sitt fyrsta mark í deildinni en það dugði skammt gegn þremur Stjörnustúlkna og á Akranesi vann Valur Skagastúlkur 2:1. KR-stúlkur hófu titilvörn sína í Vesturbænum en mörkin létu á sér standa þrátt fyrir harða hríð að ■BM marld gestanna úr Stefán Eyjum. Engu að síð- Stefánsson ur áttu Eyjastúlkur fyrsta skot leiksins en þetta var eina færi þeirra fyrir hlé. Hinum megin opnaði marka- hrókurinn Olga Færseth marka- reikning sinn fyrir sumarið með marki úr vítaspyrnu á 36. mínútu, eftir að hafa fallið innan vítateigs ÍBV, en fleiri mörk létu bíða eftir sér enda var oft eins og KR-stúlkur vildu skora auðveld mörk fljótt og oft. Eftir hlé brast stíflan þegar Guðlaug bætti við marki á 51. mín- útu og fimm mínútum síðar bætti Helena við góðu skallamarki. KR- ingar biðu eftir fleiri mörkum en gleymdu sér í vöminni og á 63. mín- útu, sjö mínútum eftir þriðja mark KR, sendi Hjördís Halldórsdóttir boltann inn fyrir vörn KR á Bryn- dísi Jóhannesdóttur sem minnkaði muninn í 3:1. Undir lokin biðu flest- ir leikmenn eftir lokaflautinu en Eyjastúlkur náðu tvívegis ágætis- færum til að minnka muninn meira en tókst ekki að skora. Vesturbæjarstúlkur unnu leikinn en þurfa meira til ef þær ætla að verja titla sína í sumar. Vörnin hélt þó nokkuð vel með Guðrúnu Gunn- arsdóttur snögga en miðjuleikmenn náðu ekki fullum tökum á miðjunni. í sókninni voru Olga og Guðlaug Jónsdóttir atkvæðamiklar og Hel- ena Olafsdóttir var ágæt. „Þær hefðu svo sem getað skorað fleiri mörk en úr því varð ekki,“ sagði Petra Fanney Bragadóttir, markvörður ÍBV, sem átti ágætan leik og greip vel inn í. „Við hlökkum til að fá þessa þijá leikmenn sem eru á leiðinni til okkar þó að þessar ungu, sem fengu að spreyta sig nú, hafi staðið sig ágætlega, svo ég er bjartsýn á sumarið." Bryndís og Fanný Yngvadóttir voru einnig góð- ar í Eyjaliðinu, sem gafst aldrei upp. Collina dæmir úrslitaleikinn ÍTALSKI dómarinn Pierluigi Collina mun dæma úrslitaleik Meist- arakeppni Evrópu í kvöld - viðureign Man. Utd. og Bayern Miinchen. Collina er talinn einn fremsti knattspyrnudómari heims um þessar mundir og er einkum frægur fyrir glæsilegan skalla sinn, sem hann hefur haft í áraraðir þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára. Aðstoðardómarar eru landar hans, Gennaro Mazzei og Ciaudio Puglisi. Þetta er í fyrsta sinn sem Collina dæmir úrslitaleik á Evrópu- mótunuin, en hann dæmdi úrslitaleik Ólympiuieikanna í Atianta 1996 - milli Nígeríu og Argentínu. ' KRAFTLYFTINGAR / ÍSLANDSMÓT Auðunn kom sá og sigraði AUÐUNN Jónsson var maður íslandsmótsins í kraftlyftingum, sem fór fram í Valsheimilinu við Hlíðarenda á laugardaginn. Hann kom, sá og sigraði - mótið allt snerist um hvort Auðuni tækist að lyfta meiri samanlagðri þyngd í kraftlyftingagreinunum þremur en nokkrum íslendingi fyrr. Bestan árangur fyrir mótið áttu Hjalti Árnason, 1017,5 kg, og Magnús Ver Magnússon, 1015 kg. AUÐUNN Jónsson var heldur betur í sviðsljósinu, setti fjögur íslandsmet. Ég er bara svona; mér fínnst gott að brosa! Barcelonabúar tóku vel á móti heiminum þegar Ólympíuleikarnir fóru hér fram sumarið 1992 og svo virðist sem þeir hafi engu gleymt síðan þá. Amigos para simpre var þá sungið - vinir að eilífu - og hér myndast örugglega einhver vin- áttusambönd. Vonandi milli stuðn- ingsmanna Bayern og Manchester United. Þeir hafa skemmt sér vel hingað til og svo verður vonandi áfram. Þetta er jú bara leikur... Eitt er víst, annað liðið sigrar og hitt tapar en óhugsandi er að spá hverjir fagna í kvöld. Einungis er hægt að hlakka til - enda rík ástæða til - og vona að veislan verði skemmtileg og eftirminnileg. í kvöld kemur svo í ljós hvort frú Effenberg fær þá einu afmælis- gjöf sem hún óskaði sér eða hvort Salihamidzic er berdreyminn eftir allt saman. Eða hvort Alex Fergu- son fetar í fótspor goðsagnarinnar sir Matts Busby og stýrir Manchester United til sigurs í Evrópukeppni rpejstaraliða - sem nú er kölluð Meistaradeild Evr- ópu. Þrjátíu og eitt ár er síðan lið Busbys hampaði Evrópubikam- um, 1968, og mörgum finnst tími til kominn að Rauðu djöflarnir endurtaki þann leik. Ekki þó Þjóð- verjum náttúrlega. En hvernig sem fer getur að minnsta kosti einn brosað. Hann er bara svo- leiðis... Auðunn byrjaði í hnébeygju á að lyfta 390 kg og bætti þannig eig- in árangur um 5 kg. Þessu næst reyndi hann við 405 kg, en mistókst, og nú var komin talsverð spenna í mótið, því sæti Auðunn eftir með að- eins 390 kg, væri vonin um saman- lagða árangurinn veik. í þriðju og síðustu lyftu tókst honum svo að lyfta 405 kg þyngdinni, nýju Islands- meti og léttist þá brún manna. Lyft- an var vel djúp og erfið alla leið. í bekkpressunni bytjaði Auðunn á 240 kg, sem var auðvelt. Reyndi svo við nýtt íslandsmet, 252,5 kg, en mistókst. Þriðja og síðasta tilraun við sömu þyngd mistókst líka og nú var á brattann að sækja fyrir Auðun. Hann yrði að lyfta 375 kg í réttstöðulyftu til að bæta samanlagða metið, en það er 4,5 kg meira en hann hafði áður lyft. Fyrsta lyfta Auðuns í réttstöðu- lyftunni var 355 kg og tryggði hún honum 1000 kg í samanlögðu og Is- landsmeistaratitilinn. Næst bað hann um 375 kg, sem gæfi besta ár- angur allra tíma, 1020 kg, og lyfti henni létt. I þriðju og síðustu tilraun fór Auðunn svo í 380 kg - meira en nokkur Islendingur hafði áður lyft pg lyfti gildri lyftu og setti með því Islandsmet í greininni og saman- lögðu. Samtals setti Auðunn því fjög- ur íslandsmet á mótinu. Hann fékk stigaverðlaun fyrir allar greinar nema bekkpressu, en þau verðlaun fékk Jón B. Reynisson íyrir Islands- met sitt, 262,5 kg. Eins og íyrr sagði setti Aðunn fjög- ur íslandsmet og Jón B. Reynisson eitt. í kvennaflokki hafði ekki áður verið keppt í 90 kg flokki og voru all- ar lyftur Þórdísar Garðarsdóttur því Islandsmet kvenna og einnig í öld- ungaflokki kvenna yfir 50 ára. Eitt unglingamet var sett, en það gerði Isleifur Amason með því að lyfta í bekkpressu 152,5 kg. Nokkur öldungamet voru sett. Kári Elíson var með 250 kg í hné- beygju í 75 kg flokki. Halldór Eyþórsson var með 250 kg í hnébeygju í 82,5 kg flokki. í 125 kg flokki setti Víkingur Traustason öldungamet í hnébeygju, 300 kg, í bekkpressu 200 kg, í rétt- stöðulyftu 310 kg og í samanlögðu 810 kg. Lúðvík Björnsson setti öldunga- met yfir 50 ára í hnébeygju 230 kg, í réttstöðulyftu 245 kg og í saman- lögðu 640 kg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.