Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 10

Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ "5 Milan meistari AC MILAN tryggði sér á sunnudag ítalska meistaratit- ilinn í knattspyrnu í sextánda sinn í sögu félagsins og þann fimmta á síðustu átta árum. Mílanó-liðið sigraði Perugia á útivelli, 1:2, og gerði vonir Rómarliðsins Lazio um meist- aratitil að engu. Lazio sigraði Parma, 2:1, á Ólympíuleikvanginum í Róma- borg, en það dugði ekki til og Róm- verjar verða að láta sér lynda ann- að sætið. Það er ekki svo rýr upp- skera, enda færir það liðinu, sem varð Evrópumeistari bikarhafa á dögunum, sæti í Meistaradeild Evr- ópu á næstu leiktíð. Hins vegar er grátlegt íyrir leikmenn Lazio að hafa glutrað tækifærinu niður, því baráttan um titilinn hefur í raun staðið milli þeirra og Fiorentina í allan vetur, en á endasprettinum stökk gamla risaveldið frá Mílanó fram í sviðsljósið og hirti titilinn - enduðu með einu stigi meira en Lazio. „Við eigum þetta skilið. Ég til- einka leikmönnum mínum þennan titil,“ sagði Alberto Zaccheroni, þjálfari Milan, sem kom frá Udi- nese fyrir tímabilið. Hann nær meistaratitli á sínu fyrsta ári og það þótt hann hafi aðeins keypt tvo leikmenn, báða frá Udinese - Oli- ver Bierhoff og Thomas Helveg. Að öðra leyti lét hann sér nægja álit- legan leikmannahóp AC Milan, sem þó hafði aðeins náð 10. og 11. sæti í deildinni síðustu tvö árin. Aðdáendur Lazio fögnuðu sínum mönnum ákaft, þrátt fyrir úrslitin. Ef AC Milan hefði ekki unnið sjö síðustu leiki sína hefði Lazio enda náð fyrsta meistaratitli sínum í 25 ár. „Þetta er stórkostlegur draumur, sem því miður rættist ekki,“ sagði Sergio Cragnotti, eigandi Lazio og einn ríkasti maður Ítalíu. Hann hef- ur dælt fjármunum til liðsins á und- anfömum árum og gert því kleift að kaupa marga af bestu knattspymu- mönnum heims. Lazio var lengst af á toppi deildarinnar, m.a. í þrjá mánuði samfleytt. En Milan komst á toppinn eftir næstsíðustu umferð- ina og gaf það ekki eftir. Lazio var mun sterkara í viður- eigninni við Parma og nautabaninn Marcello Salas skoraði bæði mörk liðsins. Milan var einnig sterkara gegn Peragia, en geta þó þakkað markverði sínum sigurinn að nokkra leyti, því hann varði nokkram sinnum stórkostlega í seinni hálfleik. Auk Milan og Lazio verða Fior- entina og Parma í Meistaradeild- inni á næstu leiktíð og er óhætt að telja öll hðin líkleg til afreka á þeim vettvangi. Roma tryggði sér rétt til að leika í hinni nýju UEFA-keppni, en Juventus, Udinese, Bologna og Intemazionale verða að leika um önnur tvö sæti Itala í þeirri keppni. Tapliðin tvö úr þeim viðureignum fá sæti í Inter-Toto, Getrauna- keppni Evrópu. Van Gaal skaut föstum skotum í Barcelona HOLLENSKI þjálfarinn Louis van Gaal skaut föstum skotum að spænskum íþróttafréttamönnum á sunnudag eftir að lið hans, Barcelona, tryggði sér Spánarmeistaratitilnn í knattspyrnu ann- að árið í röð á laugardagskvöld með 4:1-sigri á Alaves. Þótt enn séu þrjár umferðir eftir af spænsku deildinni er staða Börsunga trygg á toppnum og þeir fagna sjötta titli sínum á þessum áratug og þeim sextánda í sögu þessa fornfræga félags, sem fagnar aldarafmæli sínu á þessu ári. Ván Gaal hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir stjórri sína á Katalóníu-stórveldinu, ekki síst fyr- ir þær sakir að þjóðhollir Spánverj- ar, einkum Katalóníubúar, telja frá- leitan allan þann fjölda Hollendinga sem með liðinu leikur. Alls eru átta hollenskir landsliðsmenn innan vé- banda liðsins auk þess sem van Gaal hefur sér við hlið þrjá hollenska að- stoðarmenn, þeirra á meðal Ronald Koeman, stórskyttuna gömlu. Arangurinn hefur þó ekki látið á sér standa og seinni hluta leiktíðar- innar hefur Barcelona haft umtals- verða yfirburði. Hin óvenjulega leikaðferð liðsins, 3-3-3-1, hefur skilað sínu og þjálfarinn notaði svo tækifærið í sigurvímunni á sunnu- dag og lét spænsku pressuna heyra það. „Nú vil ég að fjölmiðlar skýri frá því sem hefur átt sér stað, hverju við höfum áorkað, í stað þess að gagnrýna mig og hagræða sannleik- anum,“ sagði hann. „Mikilvægast er þó að aðdáendur Barcelona, fólkið á götunni, hafa ávallt staðið með mér. Fólkið hefur ávallt sýnt mér stuðning." Tugþúsundir æstra Barcelona- búa þustu út á götur borgarinnar eftir að úrslitin vora ljós á laugar- dagskvöld. Hetjur þeirra eru enda ótvíræðir sigurvegarar í spænsku knattspymunni - hafa tapað einum leik af síðasta 21 og unnið 17. And- stæðingarnir í Mallorca, Celta Vigo, Valencia og Real Madrid, stóðu þeim hvergi á sporði og úrslitin era nú ljós þótt enn séu níu stig eftir í pottinum. En margt hefði getað farið öðra- vísi. Fyrir jól gekk gagnrýnin á van Gaal nefnilega svo langt að hann bauðst til að segja af sér. Þá hélt forseti félagsins, Josep Lluis Nu- nez, ró sinni þrátt fyrir meiðsli lyk- ilmanna og slaka framgöngu liðsins í Meistaradeildinni. Spænskir fjölmiðlungar fóru þá mikinn í skrifum sínum og heimtuðu afsögn - eða uppsögn - hollenska þjálfarans. Sumir fjölmiðlar sýndu m.a. fram á það í vafasömum skoð- anakönnunum að aðdáendur liðsins vildu þjálfarann frá. Neyðarfundur stjómar liðsins, 18. desember sl., ákvað þó að lýsa yfir fullri samstöðu með þjálfaran- um og aðferðum hans. Raunar mun- aði aðeins einu atkvæði í þeirri at- kvæðagreiðslu og stuðningur for- setans vó þar þyngst, enda hafði hann fagnað ógurlega með honum árið á undan og lagt mikið undir til að fá hann frá Ajax á sínum tíma. Van Gaal og leikmenn liðsins hafa nú endurgoldið það traust og sýnt og sannað að þeir era besta lið Spánar og um leið evrópskrar knattspyrnu. Aðeins er nú eftir að sýna styrk- leik sinn á leiksviði Meistaradeild- arinnar og þar eru Börsungar stað- ráðnir í að gera betur næstu leiktíð. Þeir ættu að geta lært sitthvað af úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld, en leikur Manchester United og Bayern Miinchen fer einmitt fram á Camp Nou, leikvelli félagsins. Bæði voru liðin í riðli með Barcelona í Meistaradeild- inni og varð spænska liðið að horfa á eftir þeim upp í út- sláttarkeppnina en sitja sjálft eft- ir með sárt enn- ið. Eftir standa þó í minningunni tvær stórkost- legar viðureign- ir við ensku meistarana, sem báðar enduðu með jafntefli, 3:3. HOLLENDINGAR fagna - framherjinn Patrick Kluivert og þjálfarinn Louis van Gaal fagna eftir 4:1-sigur Barcelona á Alaves á laugardagskvöld. Helgi og Tryggvi í liði vikunnar ÞRÍR landsliðsmenn íslands voru á skotskónum í Noregi um helg- ina. Helgi Sigurðsson hjá Stabæk og Tryggvi Guðmundsson hjá Tromsö skoruðu hvor sín tvö mörkin og voru þeir valdir í lið vikunnar hjá Nettavisen - sem sóknardúett liðsins. Alls léku tíu Islendingar með liðum sinum í 8. umferðinni. Helgi Sigurðsson var valinn maður leiksins þegar lið hans, Stabæk, lagði Valerenga á úti- velli, 3:1. Stabæk hefur verið í vandræðum vegna meiðsla leik- manna og enn bættist í hóp meiddra þegar einn Iykilleik- manna liðsins, Axel Kolle, var borinn út af á 12. mínútu, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Á 62. minútu jafnaði norski lands- liðsmaðurinn John Carew fyrir heimamenn á Bislet leikvangin- um. Það var svo Helgi sem gerði út um leikinn með tveimur mörk- um, á 72. og 86. mínútu. Eftir leik- inn sagði Helgi síðara markið vera það glæsilegasta sem hann hafi skorið í Noregi, en hann vipp- aði boltanum yfir markvörð Val- erenga af 18 metra færi. Pétur Marteinsson var einnig í liði Sta- bæk og spilaði vel. Tromsö, lið Tryggva Guð- mundssonar, hefur heldur betur sótt í sig veðrið eftir slaka byijun í mótinu. Liðið hefur skorað 13 mörk í þremur sfðustu leikjum. Um helgina komu Rúnar Kristins- son og Heiðar Helguson með Lil- leström í heimsókn norður. Eftir að Tromsö hafði komist í 2:0 minnkaði Heiðar muninn. Færðist þá mikil spenna í leikinn og Lil- leström var ekki langt frá því að jafna þegar Tryggvi tók til sinna ráða og gerði tvö mörk á síðustu 16 mínútunum, 4:1. Þar með komst Tromsö fram fyrir Víking, upp í fimmta sæti deildarinnar, og er tveimur stigum á eftir Lille- ström. Þrír Islendingar byijuðu inná þegar Strömsgodset tók á móti Viking. Valur Fannar Gíslason var með frá byrjun í Strömsgod- set og Stefán bróðir hans kom inná sem varamaður. Þeir léku vel og hjálpuðu liði súiu að landa sigri eftir sex tapleiki í röð. Leik- urinn einkenndist af baráttu og fór 1-0. Auðun Helgason og Rík- arður Daðason léku með Vík- ingsliðinu. Steinar Adolfsson lék með Kongsvinger þegar það nældi sér í fyrstu stig sumarsins - með 1:0 sigri á Moss. Sá leikur sem vakti mesta at- hygli var viðureign toppliðanna Molde og Rosenborg. Molde var meira með boltann en nýtti ekki færin sín svo að Rosenborg fór heim með þrjú stig eftir 0:2 sigur. Rosenborg og Stabæk eru nú jöfn á toppi deildarinnar með 19 stig og Molde í þriðja sæti með 18. Þriggja vikna hlé verður nú gert á deildinni áður en 9. umferð verður leikin. Meistarar á aldarafmælinu TVÖ stórveldi í evrópskri knattspyrnu fögnuðu meistaratitli um helgina á aldarafmælum sín- Um. i Í8B-1 Spænska stórliðið Barcelona tryggði sér Spánarmeistaratitilinn á laugardagskvöld ogA > litlu síðar höfðu leikmenn AC Milan gert hið p sama á Italíu. Þess má geta að Knattspyrnuféiag Reykja- víkur fagnar aldarafmæli sínu á árinu, en hvort það dugar þeim til fyrsta íslandsmeist- aratitils sins í 31 ár skal ósagt látið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.