Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 B 11
KNATTSPYRNA
Reuters
PETER Schmeichel, markvörðurinn snjalli hjá Man. Utd, og Alex Ferguson með bikarinn á Wembley.
Manchester United tók báða titlana af Arsenal og leikur um þann þriðja í kvöld
Tveir komnir í
húsf einn efíir
MANCHESTER United varð á laugardag enskur bikarmeistari í
knattspyrnu er liðið sigraði Newcastle, 2:0, á Wembley-leikvang-
inum í Lundúnum. Þetta er í þriðja sinn sem Man. Utd. vinnur
tvöfalt í ensku knattspyrnunni - bæði deild og bikar og er það
met. Hetja leiksins var varamaðurinn Teddy Sheringham. Hann
kom inn á sem varamaður snemma leiks, skoraði strax mark og
lagði svo hitt upp fyrir Paul Scholes. Sheringham, sem er 33 ára
og margreyndur enskur landsliðsmaður, hafði fyrir leiktíðina
aldrei unnið titil á ferlinum, en á nú tvær og getur ásamt félög-
um sínum bætt þeirri þriðju við í kvöld í úrslitaleik Meistara-
keppni Evrópu gegn Bayern Munchen.
Leikmenn Man. Utd tryggðu sér
enska meistaratitilinn helgina áð-
ur og á laugardag voru þeir miklu
sterkari en leikmenn Newcastle.
Fyrirliðinn Roy Keane varð að fara
af velli snemma leiks vegna meiðsla
og kom Sheringham inn á í stað
hans. Hann hafði ekki verið lengi
inni á er hann skoraði fyrsta mark
leiksins með laglegum hætti og það
mark skildi liðin að í leikhléi, þrátt
fyrir nokkur ágæt tækifæri meistar-
anna til að auka forystuna.
„Það er ótrúlegt hvað hlutirnir
eru fljótir að gerast í knattspym-
unni. Eina stúndina siturðu rólegur
á bekknum og á næstu mínútu ertu
búinn að skora í sjálfum úrslita-
leiknum,“ sagði Sheringham eftir
leikinn, en hann var næstum búinn
að bæta öðru marki sínu við undir
lok leiksins, en lagleg vippa hans
fór í þverslána. Hann lagði þó upp
síðara mark liðsins, fyrir Paul
Scholes á upphafsmínútum seinni
hálfleiks.
Markið kom nokkuð gegn gangi
leiksins. Duncan Ferguson kom inn
á sem varamaður í liði Newcastle í
leikhléi og hleypti strax miklu lífi í
sóknarleik sinna manna. Það kom
því eins og köld vatnsgusa er leik-
menn Man. Utd bættu öðru marki
við. Gríski varnarmaðurinn Nikos
Dabizas gerði sig sekan um slæm
mistök í vöm Newcastle, sendi
knöttinn beint á Ole Gunnar Sol-
skjær og þaðan barst knötturinn til
Sheringham sem lagði upp gott skot
Scholes í mitt markið. „Eg tel ekki
að þetta hafi verið eitt af fallegustu
mörkum ársins, enda hitti ég knött-
inn frekar illa. En sem betur fer fór
knötturinn inn,“ sagði Scholes eftir
leik og var hinn hógværasti.
Eftir leikinn átti Ferguson bágt
með að leyna gleði sinni. Hann jós
varamanninn Teddy Sheringham
sérstaklega lofi.
„Teddy var hreint frábær og lykill
okkar að sigri í leiknum. Leikmenn-
imir hafa allir verið stórkostlegir á
þessu keppnistímabili og ég er bæði
sæll og stoltur yfir því sem hefur
áunnist," sagði hann.
Danski markvörðurinn lék sinn
síðasta leik fyrir liðið á enskri gmnd
og hann var sigurreifur í leikslok.
„Þetta var erfiður leikur á hörðum
velli og á stundum fannst mér við
vera þreyttir. En þetta gekk og ég
hlýt að vera hamingjusamur með
það. Ég er líka bjartsýnn fyrir Evr-
ópuleikinn og þá náum við þriðja titl-
inum,“ sagði markvörðurinn.
Hollenski knattspymustjórinn
Ruud Gullit hjá Newcastle, sem gerði
Chelsea að bikarmeisturum 1997, var
allt annað en kátur. „Þetta er sárt,
því við vorum komnir inn í leikinn og
er svo refsað íyrir slæm vamarmis-
tök. Þar með var leikurinn búinn fyr-
ir okkur. Staðreyndin er sú að lið
Man. Utd býr yfir slíku einvalaliði
leikmanna að þeir geta nánast skorað
að vild. Leikmenn vinna allir vel hver
iyrir annan og era gæðalið.“
Gullit, sem líklega verður áfram
stjóri Newcastle, sagði að liðið þyrfti
að byggja upp nýtt lið, losa sig við
leikmenn og kaupa aðra í staðinn.
„Við verðum að taka eitt skref fyrir í
einu,“ sagði hann.
Fyrirliðinn Alan Sherarer sagði að
það hefði verið vond tilfinning að tapa
fyrir Arsenal í fyrra og nú væri sú tíl-
finning mætt á ný. „Við getum samt
ekki annað en viðurkennt að þeir voru
betri. Gangi þeim vel á miðvikudags-
kvöld [í kvöld]. Þeir eru með gott lið
og ég vona að þeir bæti þriðja títlinum
við gegn Bayem,“ sagði fyrirliðinn.
Sheringham kallaður
í landsliðshópinn
TEDDY Sheringham sagði eftir bikarúrslitaleikinn að hann stefndi að
því að komast á nýjan leik í enska landsliðið. Það virðist ætla að ræt-
ast þjá honum, því Kevin Keagan, þjálfari landsliðsins, segir að Teddy
verði í 24 leikmanna hdpi sínum fyrir leikinn gegn Svíum í byrjun
næsta mánaðar. „Teddy hefiir ekki leikið reglulega og því gat ég ekki
valið hann. Nú er hann mjög heitur og á sama tíma eru Dion Dulilin
og Michael Owen meiddir," sagði Keagan og var hinn sáttastí.
Ferguson
sigur-
sælastur
ALEX Ferguson, hinn
skoski knattspyrnustjóri
Man. Utd., er sigursæl-
asti „stjórinn“ í sögu
ensku bikarkeppninnar.
Með sigrinum á
Newcastle hefur Fergu-
son stýrt liði sínu til fjög-
urra bikarsigra - 1990,
1994 og 1996 og nú 1999.
Það hefur engum knatt-
spyrnusfjóra tekist áður í
127 ára sögu þessarar
elstu útsláttarkeppni
heims.
Shering-
ham
stjarna
leiksins
TEDDY Sheringham,
sem margir hafa gagn-
rýnt harðlega á leiktíð-
inni og ekki talið eiga
heima í hinu sterka liði
Man. Utd., var stjarna
bikarúrslitaleiksins og
hefur nú á skömmum
tíma eignast tvo sigur-
verðlaunapeninga - þá
fyrstu á löngum ferlinum.
„Ég er 33 ára og þá
eru ekki margar slíkar
stundir eftir. Sfjórinn
velur í Iiðið og maður
bíður og vonast til að
verða valinn. Síðustu
dagar hafa verið stór-
fenglegir og þetta er eitt-
hvað sem ég hefði ekki
getað látið mig dreyma
um,“ sagði Sheringham,
sem keyptur var frá
Tottenham fyrir síðustu
leiktíð.
Sárabót
fyrir
Paul
Scholes
SEINNA mark Man. Utd.
skoraði Paul Scholes og
hefur það eflaust verið
honum einhver sárabót,
því hann verður í leik-
banni í kvöld er liðið leik-
ur gegn Bayern MUnchen
í Barcelona. Hið sama
gildir um fyrirliðann Roy
Keane, sem varð að fara
meiddur af velli á upp-
hafsmínútum bikarúr-
slitaleiksins.
Litlu munaði raunar að
Scholes gæti ekki tekið
þátt f úrslitum bikar-
keppninnar, því hann
fann fyrir verkjum í
brjósti skömmu fyrir leik
og var settur í skyndi í
læknisskoðun. Eftir hana
var afráðið að láta pilt
leika og sjá menn sjálf-
sagt ekki eftir því.