Morgunblaðið - 26.05.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 1999 B 13
IÞROTTIR
KÓRFUKNATTLEIKUR
GOLF / STIGAMOT GOLFSAMBANDSINS
Afmælisgjöf til Friðriks
FRIÐRIK Ragnarsson, einn
landsliðsmannanna, átti afmæli
á sunnudag, varð 29 ára. Var
mikið sungið fyrir hann í bún-
ingsherberginu eftir leik. Fyrir
leik afhentu skipuleggjendur
mótsins honum afmælistertu og
einum Rúmenanum einnig, en
hann átti líka afmæli. Rúmeninn
kom til Friðriks og óskaði hon-
um til hamingju og kyssti hann
á báðar kinnar eins og siður er
þar í landi, en Friðrik vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið og þótti
lítið til kossins koma. Félagar
hans í landsliðinu höfðu hins
vegar gaman af tilburðum Rúm-
enans.
Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari,
eftir frækilega framgöngu í Slóvakíu
„Erum á
uppleið“
Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálf-
ari íslenska körfuknattleiksliðs-
ins, sem hafnaði í þriðja sæti í und-
anriðli Evrópumótsins í Slóvakíu,
segir að árangur landsliðsins sýni
að íslenskur köifuknattleikur sé á
mikilli uppleið. Liðið hefur unnið
sér þátttökurétt í undanúrslitariðl-
um EM í annað sinn og leikur
fyrstu leikina í keppninni í vetur.
„Pað er ljóst að sú reynsla sem
liðið hefur áunnið sér á undanfórn-
um árum skilaði sér í mótinu í
Slóvakíu. Liðið lék geysilega vel,
ekki síst í síðasta leiknum gegn
Rúmenum, sem eru með sterkt lið,
en við unnum 74:61 og tryggðum
okkur þriðja sætið í riðlinum.
Greinilegt var að leikmenn íslenska
liðsins voru staðráðnir í að halda
áfram á sömu braut og fá tækifæri
til þess að leika við bestu þjóðir álf-
unnar.“
íslenska liðið náði strax undir-
tökunum í leiknum gegn Rúmen-
um, komst í 12:6 og 31:15 og staðan
í leikhléi var 32:30. Aðeins minnk-
Jóhannes
varði
titilinn
JÓHANNES B. Jóhannes-
son, Islandsmeistari í
snóker, varði á laugardag
titil sinn er hann lagði
Brynjar Valdimarsson
sannfærandi í úrslitaleik
ísiandsmótsins, 9:1. Jó-
hannes varð Islandsmeist-
aði bilið eftir hlé en með góðri vörn
tókst að halda fengnum hlut. Her-
bert Arnarson var stigahæstur í ís-
lenska liðinu, gerði 22 stig. Helgi
Jónas Guðfinnsson var með 20 sem
og Falur, Guðmundur Bragason
gerði 10.
íslendingar töpuðu fyrir Slóvök-
um á laugardag, 49:64.
Samningur Jóns Kr. við
Körfuknattleikssamband Islands
rann út eftir keppnina í Slóvakíu.
Jón sagði það draum sinn að fá að
halda áfram með liðið og hann teldi
það eðlilegt að KKI gæfi honum
tækifæri til þess. „Ég hef fengið
mikla reynslu sem landsliðsþjálfari
á undanförnum árum og hef fundið
stuðning frá leikmönnum, sem vilja
að ég haldi áfram,“ sagði Jón, sem
lagði starf sitt að veði fyrir leikina í
Slóvakíu. Hann sagði að mál sín hjá
landsliðinu skýrðust á næstu dög-
um.
Jón sagði árangur landsliðsins,
sem vann Kýpur, Wales og Rúm-
ena á mótinu, sýna að íslenskur
körfubolti væri á mikill uppleið.
„Við mættum ekki með okkar
sterkasta lið, vorum án Hermanns
Haukssonar og Teits Örlygssonar
en tókst engu að síður að ná þess-
um árangri. Ég tel þetta vísbend-
ingu um aukna breidd í íslenskum
körfubolta og að við séum að kom-
ast lengra heldur en Norðurlanda-
þjóðirnar Norðmenn og Danir, sem
við höfum borið okkur saman við,
en þær sátu eftir í undanriðlum
EM.“
Dregið verður í undanúrslitariðl-
um EM í Frakklandi í júlí.
t •
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
RAGNHILDUR Sigurðardóttir kannar aðstæður á flöt, áður en hún púttar.
Öm Ævar og Ragn-
hildur best í Eyjum
ÖRN Ævar Hjartarson, GS, og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR,
fögnuðu sigri á fyrsta stigamóti sumarsins í golfi sem fór fram í
Eyjum um helgina. Leiknar voru 36 holur á laugardag, 18 á
sunnudaginn - að vísu með þeirri undantekningu að í kvenna-
flokki varð að fresta þremur síðustu holunum fyrri daginn til
næsta dags vegna myrkurs. Vindar blésu ekki byrlega fyrri dag-
inn og var erfitt að leika golf á annars ágætum vellinum í Eyjum
en síðari daginn var veðrið mun betra og kom þetta berlega
fram á skori kylfinganna.
Sigfús Gunnar
Guðmundsson
skrífar
Eftir 36 fyrstu holurnar var nán-
ast allt í hnút í karlaflokknum -
Örn Ævar Hjartarson, GS, og Har-
aldur Hilmar Heimis-
son, GR, leiddu, voru
á 12 höggum yfir pari
en síðan kom hópur
kylfinga rétt á hæla
þeim þannig að allt var opið fyrir
síðustu átján holumar, Örn Ævar
(222 höggum) var þó ekkert á því
að láta toppsætið því hann lék vel
seinni dag - lék völlinn á pari og
sigraði með fjögurra högga mun,
næstur kom Kristinn G. Bjarnason,
GR (226 höggum), hann lék einnig á
pari seinni daginn. Haraldur Hilm-
ar Heimisson, GR (227 höggum),
varð svo þriðji eftir að hafa sigrað
Júlíus Hallgrímsson, GV (227), í
bráðabana.
„Vonandi byrjunin"
Örn Ævar Hjartarson var
ánægður með sigurinn. „Petta gekk
mjög vel í dag [sunnudag] - sér-
staklega seinni níu holurnar. Ég átti
í smá erfiðleikum í byrjun, en ég
náði að bjarga mér á seinni níu hol-
unum, sem er reyndar mjög óvenju-
legt á þessum velli. Ég náði að leika
holurnar níu á tveimur undir pari.
Fyrri dagurinn var erfíður, þar sem
vindurinn var sterkur og erfitt að
stjórna boltanum á flötunum. Sigur-
inn hér er vonandi byrjunin á góðu
sumri hjá mér,“ sagði Öm Ævar.
Eyjamaðurinn Porsteinn Hall-
grímsson, sem keppir nú fyrir GR,
mætti á heimaslóðir. Honum gekk
ekki sem best - varð sextándi á 239
höggum. Þorsteinn sagðist hafa
unnið eitt á mótinu - fengið flest
vítin. Sex kúlur hans fóm útaf
braut, tvær enduðu í tjörn.
Öruggt hjá Ragnhildi
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
(229 högg), stóð uppi sem sigurveg-
ari í kvennaflokki. Hún hafði gott
forskot eftir 36 íyrstu holurnar -
sex högg - og bætti svo tveimur við
á lokahring, þannig að hún sigraði
með 8 högga mun. Olöf María Jóns-
dóttir, GK (237 högg), kom næst og
þriðja varð Herborg Arnarsdóttir,
GR (244 högg). Kvenfólkið gat ekki
alveg lokið fyrstu 36 holunum íyrri
daginn vegna myrkurs og þær hófu
því daginn á að klára þær þi'jár hol-
ur sem eftir vom áður en þær lögðu
af stað í lokahringinn.
Ragnhildur, sem var einu höggi
undir pari fyrir síðustu þrjár hol-
umar á seinni keppnisdeginum,
endaði með því að leika á tveimur
höggum yfir pari. „Astæðan fyrir
þessu var klaufaskapur hjá mér við
flatirnar," sagði Ragnhildur.
■Schwe^eSj~,!!^>
á íslandi
/ - o O O O -
^OOOOOOO',
fO OOOOOOOO1
llOOOOOOOQOI
tOOOOOOOOOi
ftOOOOOOOj
o O ° O O o
Schweppes Open í
Grafarholti 29. maí 1999.
Leiknar verða 18 holur með schramble
fyrirkomulagi, tveir í liði. Hámarksforgjöf er 36.
Kariar leika af gulum teigum og konur af rauðum.
Vegleg verðlaun verða veitt fyiir 1.-5 sæti.
1. Verðlaun
ViP-ferð með flugi og gistingu
á British Open í júlí 1999.
Morgunblaðið/Golli