Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 1

Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913 163. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Átökin í Kasmír Skæruliðar hunsa sam- komulag Nýju Delí, Islamabad. Reuters, AFP. TUGIR skæruliða hunsuðu í gær samkomulag Indverja og Pakistana um að hverfa frá vígstöðvum þeim sem þeir höfðu náð tangarhaldi á inn- an indversku markalínunnar í Kasm- ír-héraði. Talið er að sextán manns að minnsta kosti hafi fallið á yfirráða- svæði Indverja í gær er skæruliðarn- ir, sem berjast í nafni Pakistana, gerðu árás á liðsmenn indverska hersins. Indversk hermálayfirvöld sögðu í gær að barist væri á þremur stöðum á Kargil-fjallshryggnum i norður- hluta Kasmír og að um 100-150 skæruliðar hefðust þar enn við. Tals- menn skæruliðasveitanna sögðu að liðsmenn þeirra hefðu ekki og myndu ekki hörfa og að hernaðaraðgerðum yrði haldið til streitu þrátt fyrir sam- komulag Indverja og Pakistana. Fljótt flæmdir burt Indverjar lýstu því yfir um helgina að átökum í Kasmír væri svo gott sem lokið eftir að stjórnvöld í Islama- bad höfðu farið þess á leit við skæru- liða að þeir drægju sig til baka frá yf- irráðasvæði Indverja. í gær lýsti ind- verski herinn því yfir að þeir skæru- liðar sem enn héldu sig á óvinasvæði yrðu fljótt flæmdir í burtu. Sartaj Aziz, utanríkisráðherra Pakistans, sagði í gær að alþjóðlegur þrýstingur væri að aukast á Indverja að taka á ný upp formlegar viðræður til að leysa með varanlegum hætti deilu landanna um Kasmír. Bandaríkjamenn miðla málum milli Kína og Taivans Taívanar sefa reiði Taípei, Peking. AP, AFP, Reuters. STJORNVÖLD á Taívan hafa dregið verulega í land með yfirlýsingar sín- ar um „tvö kínversk ríki“. Hafa þær farið mjög fyrir brjóstið á Peking- stjórninni, sem hefur ítrekað haft í hótunum um innrás í Taívan. Ákveð- ið hefur verið, að háttsettir, banda- rískir embættismenn reyni að miðla málum í deilunni á næstu dögum. Talsmaður taívönsku ríkisstjórn- arinnar, Chen Chien-jen, sagði í gær, að ekki stæði til að Taívan yrði lýst sjálfstætt ríki og ekki væri fyrir- hugað að breyta stjórnarskránni í þá átt að um tvö kínversk ríki væri að ræða. Sagði hann að fyrri yfirlýsing- ar um „tvö ríki“, „tvö Kína“, „eitt Kína, tvö ríki“ og fleiri í þessum dúr væru nú ómerkar. Hann ítrekaði þó þá afstöðu taívanskra stjómvalda að „eitt Kína“ væri aðeins mögulegt með lýðræðislegri sameiningu Taí- reyna að Kínverja „eitt Kína“. Hann sagðist sannfærður um að Kínverj- ar og Taívanar myndu finna friðsamlega lausn á deilu- málum sínum. Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær, að hátt- settir bandarískir embætt- ismenn yrðu sendir til við- ræðna við ráðamenn í Kína og Taívan um hugsanlega lausn á deilu ríkjanna. Er meðal annars ráðgert að Richard Bush, yfirmaður Bandarísku stofn- unarinnar í Taívan, sem sér um óop- inber tengsl Bandaríkjastjórnar við yfírvöld í Taívan, ræði í vikunni við ráðamenn í Taívan en Stanley Roth, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, fari til Peking til viðræðna við ráðamenn þar. vans og kínverska megin- landsins. „Við viljum ekki koma af stað neinum misskilningi og teljum að „sérstök milli- ríkjatengsl“ segi það, sem segja þarf,“ sagði Chen. Hætta á hernaði talin lítil Stjórnvöld í Kína hafa hótað að grípa til hernaðar gegn Taívan láti yfirvöld þar í landi ekki af hugmyndum sínum um aðskilnað frá Kína en Kínverjar segja Taívan tilheyra meginlandinu. Fréttaskýrendur telja þó ólíklegt að af hernaðaríhlutun verði, a.m.k. á næstu tíu árum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að sér þætti affarasælast að ekki yrði horfið frá stefnunni um Lee Teng-hui, forseti Taívans AP Neyðarað- stoðar beðið VEÐURFRÆÐINGAR vöruðu við því í gær að líkur væru á afar miklum flóðum í Bangladesh vegna mikilla monsún-rigninga að undanförnu. Þúsundir heimil- islausra á flóðasvæðum landsins bíða nú neyðaraðstoðar, þar á meðal þetta fólk í Manikgonj- sýslu, um 40 km norður af höfuð- borginni Dhaka. Leitin að flaki flugvélar Johns F. Kennedys yngra 011 þijú líkin fundin Aquinnah (Massachusetts, Boston. AP, Reuters. KAFARAR bandarísku strandgæzl- unnar fundu í gær lík allra sem um borð voru í einkaflugvél Johns F. Kennedys yngra, sem fórst undan strönd eyjarinnar Martha’s Vineyard aðfaranótt laugardags að íslenzkum tíma. Fyrst fannst lík Kennedys sjálfs í braki úr vélinni á 30 m dýpi. Síðar um daginn fundust jarðneskar leifar eiginkonunnar Carolyn Bes- sette Kennedy og systur hennar, Lauren Bessette. Líkin voru flutt í land í gærkvöldi í fylgd öldungadeildarþingmannsins Edward M. Kennedys, föðurbróður hins látna, og tveggja sona hans, en þeir höfðu fylgzt með leitaraðgerðum í gær í stjórnstöð þeirra á flotaskip- inu USS Grasp. Kryfja á líkin á Bamstable County-sjúkrahúsinu í Boume á Cape Cod í kvöld, undir stjórn réttarlæknis. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins Minningarathöfn á morgun greindi frá því, að til athugunar væri hvort til greina kæmi að láta útförina fara fram á sjó, að beiðni Kennedy- fjölskyldunnar. Flak vélarinnar fannst í fyrrinótt með hjálp fjarstýrðrar neðansjávar- myndavélar, á um 30 m dýpi. Tölu- verður straumur er í sjónum á þessu svæði og mikill gróður á hafsbotnin- um og því reyndist leitin erfið, enda hefur brakið úr flugvélinni dreifzt um allstórt svæði, um 12 km undan suðvesturströnd Martha’s Vineyard. Hrapið var mjög hratt Nýjar ratsjárapplýsingar um að- draganda þess að Piper Saratoga-vél Kennedys steyptist í hafið hafa leitt í ljós að hrapið síðustu sekúndurnar var mun hraðara en áður virtist, eða yfir 5000 fet (1.600 metrar) á mínútu. Svo virðist sem eitthvað hafi byrj- að að fara úrskeiðis þegar þremenn- ingamir áttu um 30 km óflogna að flugvellinum á Martha’s Vineyard. Eftir að hafa verið í beinu flugi í 2.300 feta hæð virðist Kennedy hafa sveigt til hægri, hækkað flugið um 300 fet, þá sveigt aftur til hægri og byrjað að stefna skarpt niður á við. Flugfróðir menn telja að af þessu megi álykta að Kennedy hafi misst stefnuskyn og haldið að hann væri að hækka flugið þegar hann stefndi í raun niður. Kennedy-fjölskyldati tilkynnti í gær að hún áformaði að halda minn- ingarathöfn um Kennedy og eigin- konu hans á föstudag, í kaþólsku St. Thomas More-kirkjunni í New York. Verða aðeins valdir gestir við athöfn- ina, Clinton-hjónin þar á meðal. Bonn kvödd GERHARD Schröder, kanzlari Þýzkalands, afhjúpar hér vegg- spjald með skilaboðunum „skiln- aðarorð verða að vera stutt eins og ástarjátningar", sem tekin eru að láni hjá 18. aldar-skáldinu Theodor Fontane og beint er til Bonn-borgar, sem ríkisstjóm og þing Þýzkalands eru þessa dag- ana að yfirgefa eftir 48 ára far- sælt starf í hinni friðsælu borg á Rínarbökkum. Schröder hafði áður - í hlut- verki sínu sem flokksleiðtogi - læst dyrum höfuðstöðva þýzka Jafnaðarmannaflokksins SPD í Bonn, en þær verða eins og aðrar helztu stofnanir þýzkra sljórn- mála fluttar til Berlinar i sumar. Þýzka ríkisstjórnin tilkynnti formlega í gær að frá og með 1. september yrði Þýzkalandi stjórnað frá Berlín. Fram að þessu hafði engin föst dagsetning legið fyrir um það hvenær stjórn- arsetursskiptin yrðu endanleg. Húsmæðra- verkfall Mexfköborg. Reuters. í DAG gætu karlar í Mexíkó neyðst til að strauja sjálfir fotin sín og elda handa sér mat, nokkuð sem fáir þeirra hafa vanist á að gera, efni þarlendar húsmæður til verkfalls eins og boðað hefur verið. Nefnd sem starfar á vegum Mexíkóborgar og sem ætlað er að finna leiðir til að auka þátt- töku kvenna í opinberu lífi, hef- ur boðað sólarhrings vinnu- stöðvun til að krefjast „viður- kenningar á húsmæðrastörf- um“. Er konum uppálagt að koma ekki nálægt eldunarstörf- um á meðan verkfallið varir, og ekki heldur skuli þær strauja, þrífa eða þvo. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.