Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 9

Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 9 ______________FRÉTTIR_______________ Stýrihópur til að ákveða kynningu á íslandi í Norður-Ameríku verður skipaður 350 milljónir til að kynna Island RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær að skipaður verði sjö manna stýrihópur til að ákveða hvernig haldið verður á kynningu á Islandi í Norður-Ameríku. Sam- gönguráðuneytið mun tilnefna tvo nefndarmenn, utanríkisráðuneytið tvo og þrír stærstu hagsmunaaðil- ar vestanhafs, Flugleiðir, Coldwa- ter Seafood og Icelandic Seafood einn fulltrúa hver. Þá samþykkti ríkisstjórnin að lagðar verði allt að 350 milljónir króna á næstu fimm árum til kynningar á íslandi ytra, að upp- fylltum þeim skilyrðum að fyrir- tæki sem þar eiga hagsmuna að gæta leggi fram fé á móti. Samvinna fyrirtækja og ríkis Jakob Falur Garðarsson, að- stoðarmaður samgönguráðherra, segir að samgönguráðuneytið og Islensk-ameríska verslunarráðið hafi á sínum tíma gert samning við bandarískt markaðsráðgjafarfyrir- tæki um að koma með tillögur um hvernig best væri að standa að kynningu á íslandi í Norður-Am- eríku. Akvörðun um skipun stýri- hóps hafi verið tekin í kjölfar þess að fyrirtækið skilaði tillögum sín- um. „Það er mál manna að til að kynna Island og íslenskar vörur, þannig að árangur náist í Norður- Ameríku á grundvelli þeirra til- lagna um framkvæmdir sem fyrir- tækið bar fram, þurfí að lágmarki 70 milljónir króna á ári í fimm ár, eða samtals 350 milljónir. Ríkis- stjórnin samþykkti þetta, með þeim fyrirvörum að stjórnvöld skuldbindi sig til að standa undir allt að 70% að þessum kostnaði í að minnsta kosti fimm ár, gegn því að fulltrúar þeirra fyrirtækja sem hagsmuna eiga að gæta á mörkuð- um Norður-Ameríku skuldbindi sig til að leggja fram allt að 30% mótframlag á sama tíma,“ segir Jakob Falur. Þrír kostir fýsilegastir Hann segir að þrír kostir séu helst taldir koma til álita hvað varðar kynningu í Vesturheimi. í íyrsta lagi að ráða markaðsþjón- ustufyrirtæki til að taka verkefnið að sér, í nánu samráði við stýri- hópinn. í öðru lagi að ráða fólk til starfa ytra sem hefur þekkingu á þessu sviði og fela því kynningar- málin. í þriðja lagi að fara bil beggja, þ.e. að byggja upp núver- andi skrifstofur Islands í Norður- Ameríku til að sinna kynningar- starfinu en semja við markaðs- þjónustufyrirtæki um sérverkefni. Stýrihópnum verði falið að taka ákvörðun um hvernig verkefnið verður útfært. Jakob Falur kveðst gera ráð fyrir að skipað verði í hópinn hið fyrsta og hann taki til starfa í kjölfarið. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin lætur til sín taka og ekki að búast við öðru en menn vilji hrinda þessu verkefni í framkvæmd hið fyrsta. Þetta er ímyndarvinna fyrir Island í Bandaríkjunum og Kanada, sem bæði fyinrtæki og stjórnvöld hafa hag af að sameinast um,“ segir hann. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Gervigrasið fór á landsmót skáta SKÁTAR á Iandsmótinu á Ulfljótsvatni sátu á gamla gervi- grasinu, sem áður var á vellinum í Laugardal, og sungu varðelda- söngva á kvöldin. Bandalag ísl. skáta bauð tæpar 65 þús. krónur í um 650 fermetra af grasinu þegar það var boðið út. Að sögn Þorsteins Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Bandalags ísl. skáta, var búið að selja möl í varðeldalautina þegar ákveðið var að kaupa grasið og leggja yf- ir enda væri mun þægilegra og betra að sitja á því. Ekki hefur verið afráðið hvað gert verður við grasið nú þegar iandsmótinu er Iokið. Gervigrasið var boðið til sölu upprúllað en ekki seldist nema hluti af því sem í boði var. ÚTSALA - ÚTSALA VÖÐLUJAKKAR -50%. NÚ KR. 6.840. NEOPRENEHANSKAR -50%. NÚ KR. 1.975. KVENSKÓR f STÓRUM STÆRÐUM -40%. NÚ KR. 4.740. BRESKA BÚÐIN Laugavegi 54. Sími 552 2535. Fomistekkur - einbýli Fallegt 155 fm einbýlishús, byggt 1968, á einni hæð ásamt 30 fm bílskúr. Tvær stofur, 4 svefnherb. (möguleiki á 6 herb.), gestasnyrting og baðherb. Falleg gróin lóð með stórri sólverönd. Verð 18 milljónir Séreign, sími 552 9077, Skólavörðustíg 41. Viðar F. Weldine löee. fasleienasali UTSALA Hverfisgata 6, Reykjavih, Sírni 562 2862 íkonar S' Borðstofuborð Ljósakrónur / //T \ Bókahillur hzintíix \ i -titornn& muntt' * Urval góðra gripa Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. ICHA * CHA l Mikið af góðum vörum. Kringlunni og Hringbraut 121 (J.L. hús) Útsala í Hnébuxur Áður kr. 2.990 l\lú kr. 1.490 Anorakkar Áður kr. 5.990 Nú kr. 3.990 7-11 ára kr. 2.990 Laugavegi 54, sími 552 5201 Skyrtur Áður kr. 2.990 Nú kr. 1.490

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.