Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 20

Morgunblaðið - 22.07.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Breskur hermaður vitjar Víkur Fagradal - fbúum í Mýrdal hlotn- aðist sú ánægja nýverið að fá í heimsókn breskan hermann sem dvaldi hér í Vík í lok seinna stríðs. Þetta þótti merkur við- burður því ekki hefur Vík áður verið heimsótt af fyrrverandi hermanni svo vitað sé. Upplýsingamiðstöð ferðamála í Vík barst skeyti frá Eric Webst- er, gömlum hermanni, sem hafði hug á því að sækja heim fornar slóðir. Hann hafði rekist á heima- síðu Mýrdalshrepps, www.vik.is á veraldarvefnum og kveikti það m.a. áhuga hans á að sækja stað- inn heim. Var honum boðin gist- ing og fæði meðan á dvöl hans stóð í boði Reynisbrekku og Vík- urskála. Hann lét einstaklega vel af dvöl sinni þessa tvo daga og hafði mikla ánægju af. Meðferðis hafði hann fjölda mynda frá Vík frá stríðsárunum og afhenti Brydebúð að gjöf. Þessar myndir eru ómetanlegar heimildir um stríðsárin í Vík en ekki er vitað um mikið af ljósmyndum frá þeim tíma og kann Brydebúð honum bestu þakkir fyrir. Bretar og Bandarikjamenn ráku lóransstöð uppi á Reynis- Ijalli á stríðsárunum og eftir stríð var sú stöð starfrækt allt til ársins 1977 af Alþjóða póstmála- stofnuninni. Eric starfaði sem loftskeytamaður á lóransstöðinni veturinn 1945-1946 og bjó fyrst í braggabyggð sem var uppi á fjalli en síðar á „kampinum á bökkunum í Vík“ en nú eru öll hermannvirki þessa tíma að mestu horfín. Eftir standa rústir á bökkunum og sér enn móta fyr- ir braggarúst uppi á Reynisfjalli. Eric segir að mikil leynd hafi hvflt yfir störfum þeirra á lórans- stöðinni, svo mikil að menn máttu hvorki ræða um starf sitt við fjölskyldur sínar, né sam- starfsmenn af ótta við njósnara. Jafnvel eftir að stríði lauk ríkti mikil leynd yfir þessum störfum, allt fram á síðustu ár en þá var farið að safna saman heimildum frá starfsmönnum úr hernum sem eftir lifðu. Á héðan góðar minningar Eric kvaðst eiga góðar minn- ingar héðan enda feginn að þurfa ekki að þjóna á átakasvæði. Hér hafi verið friðsælt, þrátt fyrir veðurfar sem honum þótti leiði- gjarnt enda dvaldi hann hér yfir veturinn. Því miður rigndi eldi og brennisteini báða dagana sem hann dvaldi hér, en kom ekki á óvart, að hans sögn. Þó fannst þeim félögum merkilegt á si'num tíma að geta keypt vöru eins og nælonsokka og aðra munaðar- ERIC Webster hjá hermannabragganum árið 1945. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ALDRAÐUR Eric á sama stað nú í júlí 1999. ERIC afhenti Sigrúnu Lilju myndirnar sem hann tók í Vík á stríðsárunum. vöru í gamla Kaupfélaginu og í Halldórsbúð en slíkt var ófáan- legt í Bretlandi. Aðspurður kvaðst Eric lítil samskipti hafa haft við heima- menn og hafí það átt við um flesta sem voru honum samtíða hér. Taldi hann samskiptin við heimamenn hafa farið friðsam- lega fram í „kurteisislegri fjar- lægð“. Þó voru nokkur nöfn sem hann mundi eftir, þ.á.m. Hákon Einarsson í Vík og Finnbogi Ein- arsson í Presthúsum. Eric eyddi dögunum tveimur í að skoða sig um í Vík og ná- grenni og fór meðal annars uppi á Reynisfjall til að vitja um sinn gamla vinnustað. Kvað hann miklar breytingar hafa orðið á Vfldnni á þessum rúmlega fímm- tíu árum sem liðin eru frá veru hans hér, en þó taldi hann yfir- bragð og andrúmsloft staðarins lítið hafa breyst, þrátt fyrir sam- félagslegar og efnahagslegar breytingar. Fjöldi manns sótti sæluhelgi á Suðureyri Suðureyri - Hin árlega sæluhelgi á Suðureyri stóð yfir dagana 15.-18. júlí. Að vanda mættu fjölmargir gestir til staðarins til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum. Brottfluttir Súgfirðingar fjölmenntu að vanda ásamt öðrum gestum. Var því troð- fullt út að dyrum í hverju húsi og komust færri að en vildu. Veðrið setti aðeins strik í reikninginn, en dagskráin gekk þó að mestu eftir. Dagskrá sæluhelgarinnar var mjög fjölbreytt, þótt eflaust hafi „mansakeppnin“, sem fram fór á laugardeginum, staðið upp úr hjá yngri kynslóðinni. Þar kepptu vel á annað hundrað krakkar á aldrinum 0-12 ára. Aflakóngurinn í ár var Smári Karvel Guðmundsson. Af öðr- um dagskrárliðum sæluhelgarinnar má nefna leiksýningu, fjallgöngu, hjólarall, sandkastalakeppni, kassa- bílarall, gjarðaskopp, kleinukeppni, harðfiskkeppni, söngvarakeppni, auk ýmissa kraftakeppna, svo sem sleggjukast, karadrátt og rusla- tunnuhlaup svo eitthvað sé nefnt. Húsmæður á skotskónum Þátttaka í þessum greinum var mjög almenn og kepptu jafnt full- orðnir, unglingar og börn. Ýmsir voru til kallaðir, og mátti m.a. þekkja þingmanninn Kristin Á. Gunnarsson í sleggjukasti. Hann stóð sig nokkuð vel af byrjanda að vera, en það var Sturla Gunnar Eðvarðsson sem sigr- aði þessa keppnisgrein með glæsi- legu kasti. Þá vakti mikla lukku „húsmæðra- fótboltinn", sem verið hefur árviss viðburður á sæluhelgi. Þar mættu til leiks á knattspyrnuvellinum heima- húsmæður (búsettar á Suðureyri) og aðkomuhúsmæður. Eftir mikinn bar- áttuleik voru það aðkomuhúsmæður sem fóru með sigur af hólmi, 2-0, undir frækilegri stjórn Sveinbjargar Hermannsdóttur. En Sveinbjörg hefur farið fyrir liði aðkomuhús- mæðra síðastliðin ár. Fyrir allar keppnisgreinar eru veitt vegleg verðlaun, þ.e. bikarar og aðrar medalíur. Auk þess hljóta sigurveg- Bíldshöfða 16 • sími 587 7666 • fax 587 7665 netfang: geiriehf@centrum.is ZODIAC yHr 100 ár HGEIRI frá upphafi Morgunblaðið/Sturla Páll HLUTI keppenda í „mansaveiðinni" ásamt Guðna og Ævari Einars- sonum, sem stóðu að keppninni. arar hina ýmsu titla, svo sem krafta- strumpur og kraftastrympa, gull-, silfur- og bronsbarkar, svo fátt eitt sé nefnt. Grillað, sungið og dansað Sameiginlegt útigrill með söng, glensi og gleði var á föstudagskvöld- inu en á laugardagskvöldið var byrj- að á eldfjörugu barnaballi en síðan tóku þeir eldri við og dönsuðu langt fram á nótt á stórdansleik með Geir- fuglunum. Á sunnudeginum var úti- markaður í gangi. Þar var ýmislegt á boðstólum, m.a. vestfirskt handverk, harðfiskur, rauðmagi, bækur, fatn- aður, tælenskur matur og fleira. Þá seldu kvenfélagskonur kaffi og vöfflur í stóru sölutjaldi á svæðinu við góðar undirtektir. Dagskránni lauk svo á sunnudagskvöldið með veitingu viðurkenninga og bikara, sem allir eru gefnir af útgerðar- mönnum á Suðureyri. Að sögn Ævars Einarssonar „Sælustrumps nr. 1“ fjölgaði íbúum Suðureyrar vel yfir 100% um sæluhelgina og alltaf fjölgar þeim brottfluttu Súgfirðingum sem sækja heim í fjörðinn um þessa helgi. Að- spurður segir hann að hátíðin verði veglegri á næsta ári, og því rétt að fara að tryggja sér gistingu fyrir næsta sumar. GESTIR sæluhelgarinnar fylgjast af áhuga með söngvarakeppninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.