Morgunblaðið - 22.07.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 22.07.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 29 ERLENT Mótmæli við Bundeswehr-athöfn Stórfelldar skattalækkanir ræddar á Bandarfkjaþingi Repúblikanar deila um eigin skattatillögur Reuters FORYSTUMENN repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings reyndu í gær að koma í veg fyrir klofning í eigin þingflokki vegna tillögu þeirra um stórfelldar skattalækkanir á næsta áratug. I tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir því að tekjuskattar allra bandarískra skattgreiðenda verði lækkaðir um 10% á tíu árum og vonast repúblikanar til að hún verði á meðal þeirra mála sem kos- ið verður um í kosningunum á næsta ári. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að óvíst er hvort repúblikanar geti sameinast um til- löguna því um það bil tólf þing- menn þeirra telja hana ganga alltof langt. Skorað á repúblikana að samein- ast um tillöguna Dennis Hastert, forseti fulltrúa- deildarinnar, skoraði á repúblikana að sameinast um tillöguna, sem fel- ur í sér að skattarnir verði lækkað- ir um 792 milljarða dala á næsta áratug. Stjórn Bills Clintons for- seta hefur spáð því að tekjuafgang- ur Bandaríkjanna verði 3.000 millj- arðar dala á þessu tímabili og Hastert og aðrir forystumenn repúblikana segja að nota eigi tækifærið til að lækka skatta þjóð- arinnar. I tíu ára áætlun repúblikana er gert ráð fyrir því að tekjuskattar allra Bandaríkjamanna verði lækk- aðir um 10%, hjón fái skattaafslátt, fjármagnstekjuskattar verði lækk- aðir og eignaskattar lagðir af í áföngum. Demókratar vilja greiða skuidirnar niður Þorri demókrata er andvígur til- lögunni og hugsanlegt er að um það bil tólf repúblikanar snúist á sveif með þeim þegar hún verður borin undir atkvæði í deildinni. Repúblikanar eru með nauman meirihluta í deildinni, 222 þing- menn gegn 211. Andstæðingar tillögunnar segja hana skerða um of væntanlegan tekjuafgang Bandaríkjanna á næsta áratug og vilja að megnið af fénu verði notað til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og fjármagna umbætur á sjúkratryggingakerfinu og fleiri forgangsmál. „Við verðum að forðast að eyða peningum sem við höfum ekki fengið," sagði Sherwood L. Boehlert, repúblikani frá New York. Hastert ræddi við andstæðinga tillögunnar úr röðum flokksbræðra sinna og sagði þeim að repúblikan- ar yi-ðu að standa saman til að styrkja samningsstöðu sína þegar þeir hefja viðræður við Clinton for- seta um breytingar á skattalög- gjöfínni og fjármögnun sjúkra- og almannatrygginga. Hastert lofaði á fundinum að bæta við tillöguna yfirlýsingu um mikilvægi þess að greiða niður skuldir Bandaríkjanna en nokkrir þingmannanna sögðust ekki geta sætt sig við slíka málamiðlun. Repúblikaninn Fred Upton kvaðst efast um að tillagan yrði samþykkt í fulltrúadeildinni. „Eg tel ekki að margir hafí skipt um skoðun,“ sagði hann eftir fundinn. Clinton hótar að beita neitunarvaldinu Hastert varaði þingmennina við því að kjósendur kynnu að efast um að repúblikanar væru færir um að stjórna landinu ef þeir gætu ekki komið sér saman um breyt- ingar á skattalöggjöfinni. Forystu- menn flokksins óttast að tilraunir þeirra til að gera skattalækkanir að kosningamáli á næsta ári fari út um þúfur takist þeim ekki að sann- færa eigin þingmenn um ágæti skattatillagna flokksins. Repúblikanar segja skattalækk- animar nauðsynlegar til að við- halda hagvexti í landinu og koma í veg fyrir að stjórnin noti fjárlaga- afganginn til að auka ríkisútgjöld- in. Bandaríkjaforseti hefur hótað að beita neitunarvaldi sínu til að hindra skattalækkanirnar. Repúblikaninn Michael N. Castle hefur lagt til að skattarnir verði lækkaðir um 500 milljarða dala í stað 792 milljarða. Demókratar í fulltrúadeildinni hafa hins vegar boðað tillögu um 250 milljarða dala skattalækkanir. Berlín. Reuters, Daily Telegraph. NÝLIÐAR í þýzka hernum, Bundeswehr, sóru eiðstaf sinn í fyrsta sinn við há- tíðlega athöfn við Bendlerblock- bygginguna í Berlín í fyrradag, þar sem aðsetur yfírstjórnar þýzka hersins var á tím- um síðari heims- styrjaldar. At- höfnin fór fram 55 árum upp á dag eftir að fjöldi hermanna var tekinn af lífí við bygginguna. Höfðu þeir tekið þátt í ,,20.-júlí- samsærinu" svo- kallaða árið 1944 en þá tókst greif- anum Claus Schenck von Stauffenberg næstum að ráða Adolf Hitler af dögum. Bendlerblock hýsir nú safn til minningar um Stauffenberg greifa og aðra Þjóðverja sem reyndu að steypa Hitler af stóli til að binda enda á þá ógæfu sem nazistar leiddu Þýzkaland út í. Gerhard Schröder kanzlari sagði í ávarpi til nýliðanna 432 að þeir væru arftakar þess anda, sem Stauffenberg og hans líkar hefðu haft að leiðarljósi. Sagði hann, að Bundeswehr - sem stofnaður var sem vestur-þýzkur her árið 1955 - hefði „meira en nokkur annar her þurft að færa sönnur á lýðræðislegan grund- völl sinn“. Þátttaka Bundeswehr í aðgerðum í Kosovo sýndi að hann væri „sannkallað friðar- afl“. Mikil öryggisgæzla var við at- höfnina, þar sem æstir mótmæl- endur reyndu að tnifla hana. Hér fjarlægja tveir hermenn þátttakanda í mótmælaaðgerð- unura. FERÐALAGIÐ BYRJAR VEL HJA ELLINGSEN... Yesport (EZD Fralrgm ítalskir gönguskór, stærðir 36-47. AÐEINS 4.995- (áður 7.260-) OPIÐ VIRKA DAGA 8-18 OG LAUGARDAGA 10-14 Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855 og 800-6288 Maðkafötur, 3,5 lítrar. VERÐ 1.978- \kUtti/rhU\ X ^OAM ÁíxUm, thlcl jzjUbid’ MAAvWMWtA Vöðlujakkar eru á óskalista sérhvers veiðimanns. Þeir eru 100% vatns- og vindheldir. Flugur, spúnar, önglar, sökkur, flotholt og allt hitt... Regnslár í ferðalagið. " \ Nýkomnir flísjakkar. '________ Ftís\aW^ Stangaveiðisett í úrvali: Flugustöng með hjóli frá 10.776- krónum. Kaststöng (hefðbundin silungs- og laxastöng) með hjóli frá 4.565- krónum. Barnasett; lítil stöng fyrir byrjendur með lokuðu hjóli í setti frá 2.173- Veiðikassar og veiðibox í úrvali. Box frá 362-, kassar frá 783-. Maðkabox í vasann 98- Neoprene-vöðlur kosta frá 9.900-. Klofstígvél og gúmmí- vöðlur á tilboði. Stillongs-ullarnærfötin eru ekki síður heppilegur klæðnaður á sumrin. Stillongs er tilvalið í fjallaferðina, veiðitúrinn eða útileguna. Þú getur valið um þrjár gerðir. Beituönglar, pilkar, plötuönglar, og Triple Fish-girni. Vind-og vatnsheldir útivistar- jakkar í miklu úrvali. Verð frá 6.494- MARGAR AÐRAR GERÐIR. - TILBOÐ - Stangarhaldarar fyrir bíla átilboði, aðeins 6.681-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.