Morgunblaðið - 22.07.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 22.07.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 1999 39* __________________UMRÆÐAN Staðgreidd unglingafar- gjöld SVR verði lækkuð HINN 8. júlí sl. tók ný gjaldskrá SVR gildi. Athyglisverðustu breytingamar á gjald- skránni varða stað- greidd fargjöld 12-15 ára unglinga, sem hækka úr 60 kr. í 150 kr. eða um 150%! Aðrar fargjaldahækkanir eru á bilinu 10-25%. Tutt- ugu miða kort fyrir 12-15 ára unglinga hækka hins vegar ekk- ert og kosta 1.000 kr. eins og áður. Unglinga- fargjöldin hafa því mikla sérstöðu í hinni nýju gjaldskrá. Sérstök unglingafar- gjöld SVR hafa verið við lýði sl. 5 ár. Málefnið er undirrituðum nokk- uð skylt, þar sem unglingafargjöld skv. tillögu hans í borgarstjóm Reykjavíkur, voru í gildi frá miðju ári 1994 fram til haustsins 1995. Þá hækkaði R-listinn farmiðaspjöld unglinga um 100% og staðgreiðslu- gjöld um 20%. Nú afnemur R-list- inn hins vegar afslátt á stað- greiðslugjaldi unglinga. Því er ástæða til þess að rifja upp sögu unglingafargjaldanna aðeins nánar. U nglingafargj ald tekið upp árið 1994 í borgarstjóratíð Áma Sigfússon- ar í apríl árið 1994 var tekið upp sérstakt unglingafargjald fyrir 12-15 ára unglinga. Staðgreiðslu- gjald þeirra var lækkað úr 100 kr í 50 kr. Jafnframt gátu unglingar keypt 20 miða farmiðaspjöld fyrir 900 krónur, en höfðu áður greitt sömu upphæð fyrir 10 miða, eins og fullorðnir. Þessi breyting kostaði borgarsjóð 40-50 milljónir króna á ársgrundvelli, sem kom bamafjöl- skyldum í Reykjavík til góða. Að mati undirritaðs vai- það vel við hæfi á svonefndu ári fjölskyldunnar. Tillögur um lækkun unglingafargjalda En menn vildu ganga lengra. Á fundi borgarstjómar 5. maí árið 1994 fluttu borg- arfulltrúar þáverandi minnihluta vinstri- flokkanna í borgar- stjóm tfllögu um, að 12-15 ára unglingar gætu keypt mánaðar- kort (græna kortið) með 50% afslætti eða á 1.425 kr. Miðað við meðalnýtingu græna kortsins, sem var 57 ferðir á mánuði, leiddi þetta ta 25 króna kostnaðar fyrir hverja ferð unglings með SVR. Undirritaður vildi ná fram ein- faldari og skavirkari kjarabót fyi’ir 12-15 ára unglinga og ná fram sam- ræmi í gjaldtöku þessa hóps og líf- eyrisþega. Hann flutti því svohljóð- andi breytingartaiögu við tillögu vinstriflokkanna: Strætisvagnafargjöld 150% hækkun á stað- greiddu unglingafar- gjaldi SVR, segir ÓlaÞ ur F. Magnússon, vek- ur spurningar um fjöl- skyldustefnu R-listans. „Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkir að farmiðaspjöld í strætis- vagna borgarinnar með 20 miðum fyrh’ 12-15 ára unglinga taki mið af greiðslum lífeyrisþega og verði kr. 500 í stað kr. 900 áður.“ Viðbrögð vinstrimanna við tillögu minni voru þau, að draga tOlögu sína tO baka og lýsa yfír stuðningi við tOlögu mína. Það var Guðrún Ágústsdóttir, sem hafði orð fyrir fulltrúum þáverandi minnihluta borgarstjórnar og sagði m.a.: „Tillaga Ólafs borgarfulltrúa, sem hér hefur verið flutt, hún geng- ur lengra en okkar tOlaga og við í minnihlutanum drögum okkar tO- lögu tO baka og lýsum yfir stuðningi við tOlögu Ólafs, fáist hún afgreidd hér og nú, og um leið myndum við fagna áfangasigri, sigri í baráttu sem staðið hefur yfir sleitulaust í um 11 ár.“ Ellefu ára barátta í súginn Áðumefndri tOlögu minni var vís- að tO borgarráðs, þar sem hún var samþykkt samhljóða. Skömmu síðar féll borgarstjórnai’meirihluti sjálf- stæðismanna og vinstrimenn í borg- arstjórn fengu tækifæri tO þess að láta verkin tala. Það gerðu þeir 16 mánuðum síðar með því að hækka 20 miða farmiðaspjöld unglinga og aldraðra um 100%! Um þá gjörð vinstrimanna skrifaði undirritaður grein í Morgunblaðið 29. september árið 1995 undir heitinu „Ellefu ára barátta í súginn“. Áhugafólki um „sleitulausa baráttu“ vinstrimanna í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir lág- um fargjöldum unglinga í strætis- vagna borgarinnar er vinsamlegast bent á þá grein. Staðgreiðslugjöld unglinga verði lækkuð 150% hækkun á staðgreiddu ung- lingafargjaldi SVR vekur spuming- ar um fjölskyldustefnu R-listans. Eg skora á borgarfiúltrúa R-listans að beita sér fyrir því, að staðgreidd unglingafargjöld SVR lækki á ný og verði innan þess 10-25% ramma fargjaldahækkana, sem gOdir um önnur fargjöld hjá fyrirtækinu. Höfundur er læknir og borgarfull■ trúi í Reybjavik. Ólafur F. Magnússon Um hvað snýst kennara- deilan í Reykjavík? TÍMINN líður. Fjöldi kennara í Reykjavík hefur sagt upp starfi sínu frá og með 1. september nk. Almenningi virðist ekki Ijóst um hvað deOan snýst. Margoft hefur komið fram í við- tölum við Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra að Reykjavíkurborg hefur ákveðið að leggja fram 170 millj- ónir króna í grunn- skóla Reykjavíkur á næsta skólaári til að kaupa viðbótarþjón- ustu af kennurum. Gott og vel svo langt sem það nær en það nær bara ekki mjög langt og er ekki afturvirkt. Hún segir í Morgunblaðinu 11. júli sl. að ekki hafi allir skólastjórar gert kennurum grein fyrir hvað þeim stendur til boða á næsta skólaári. Staðreyndin er sú að skólastjórar geta notað þessa pen- inga til að greiða einstaka kennur- um eða hópum fyrir eitthvert til- tekið verkefni í þágu skólans, til að efla samvinnu kennara, efla for- eldrasamstarf, efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda og laga skóla- starf að nýrri aðalnámskrá. Annars hefur það ekki verið tilgreint nánar til hvers er ætlast að skólastjórar noti peningana. Þeir eiga að setja á laggirnar starfshóp skólastjóm- enda og kennara í hverjum skóla sem hafi það verkefni að ákveða hvernig fjárveitingu skólans verður ráð- stafað í samræmi við þær línur sem hafa verið lagðar. Skóla- stjórar hafa varla haft tök á því að hefja þessa vinnu enn sem komið er. Eitt er víst að peningarnir koma sér vel og skólastjórar verða ekki í vandræð- um með að ráðstafa þeim skynsamlega. Óvíst er hvort þessir peningar komi öllum kennurum tO góða en þeir verða ekki notað- ir til að borga kennur- um fyrir aukna vinnu vegna skólanámskrárgerðar sl. skólaár en engu er líkara en Ingi- björg Sólrún vilji láta almenning halda að svo verði. í Morgunblaðinu 11. júlí sl. við- urkennir Ingibjörg Sólrún að styrinn stendur um greiðslu fyrir seinasta skólaár, afturvii’kar greiðslur sem kennarar fara fram á. Kennarar fara fram á að fá auka- lega greitt fyrir vinnu sem unnin var á seinasta skólaári. Þeir lögðu á sig gífurlega vinnu síðastliðið skólaár vegna krafna um enn ítar- legri skólanámskrá fyrir næsta skólaár (því annars hefði hún ekki verið tilbúin tímanlega) sem er lið- ur í því að gera góða skóla enn betri. Það var ekki gert ráð fyrir þessari auknu vinnu í síðustu kjarasamningum. Þetta er mergur Kennarar Það var ekki gert ráð fyrir þessari auknu vinnu í síðustu kjara- samningum, en Jóna Linda Hilmisdóttir segir það merg inálsins í deilunni. málsins! Þetta er ástæðan fyrir því að kennarar eru að fara fram á við- urkenningu á þeirri vinnu sem leyst var af hendi vegna kröfu skólayfirvalda sl. skólaár og þess vegna breytir engu fyrir þessa deOu hvað borgaryfirvöld ætla að setja margar milljónir í skólann næsta skólaár. Athygli er vakin á því að þessi vinna hefur verið við- urkennd í flestum öðrum sveitarfé- lögum, því ætti Reykjavíkurborg þá ekki að viðurkenna þetta aukna vinnuframlag? Ingibjörg Sólrún hefur einnig sagt að ekki sé hægt að taka út einn starfshóp borgar- innar með þessum hætti og gi’eiða honum afturvirka gi-eiðslu fyrir seinasta vinnuár. Getur verið að margir starfshópar Reykjavíkur- borgar séu í sömu stöðu og við kennarar? Það er forkastanlegt af Ingibjörgu Sólrúnu að kjósa heldur að ráða leiðbeinendur til starfa í Hugleiðing um persónuvernd á Internetinu HVAÐ varðar per- sónuvemd á Internet- inu þá vita kannski ekki allir að það er skráð niður hver þú ert á Intemetinu, hvenær þú komst á Intemetið og hvenær þú hættir. Þetta em grannkröfur um skráningu á internet- notkun, en einnig er hægt að skrá allt ann- að á Internetinu, allt frá hvert þú ferð, hvað þú gerir, hvaða póst þú sendir tO þess sem þú segir á spjallrásum. Hver má skoða þessar skrár? Hver hefur aðgang að þeim? Hvaða lög gilda um með- höndlun, vistun og umgang á þess- um skrám? Era það íslensk lög? Að sögn þeirra sem ég hef haft sam- band við eru það lög um persónu- vemd sem ná yfir meðhöndlun á þessum skrám, en ekki hefur reynt á það hvort þau lög nái yfir allt það sem getur komið upp á Internet- inu. Öryggismál eins og tölvupóstur og notendanöfn á Internetinu eru eign, samt er hægt að stelast til að nota þau á tiltölulega einfaldan hátt. Fölsun á visa-númeram er einnig þekkt, og hvað gerist ef fólk erlendis brýst inn í tölvuna þína? Hver er réttur hins almenna not- anda í slíkum tOfellum? Tölvuvíras- um er oft dreift með tölvupósti, hver er ábyrgur fyrir skemmdum sem vírasinn veldur? Ekki finnst mér það ósvipað að fá tölvuvíras í tölvupósti og að fá sprengju í bögglapósti. Á internetnotandi að þurfa að fá tryggingar hjá trygg- ingafélögum, eða ætti internet áskrift að innihalda varnir gegn árásum sem þessum. Eg tel að það vanti reglur um vernd og ábyrgð á Internetinu í íslenska löggjöf, þá tO verndar > íslendingum frekar en reglur um notkun Internetsins. Reglur hafa verið settar í nokkram lönd- um heimsins eins og t.d. Kína, Sádi-Arabíu, Singapore og Ástralíu. Þá fjalla reglur þeirra að stærstum hluta um dreifingu kláms á Internetinu en hvað kemur í veg fyrir það að þeir sem miðla því sem er bannað í þessum Skrár * Eg tel, segír Björn Leví Gunnarsson, að það vanti reglur um vernd og ábyrgð á Internetinu í íslenska löggjöf. löndum fari tO annarra landa þar sem ekki era til reglur sem banna þessa dreifingu á Netinu eða hrein- ' lega að stunda þetta áfram ólög- lega innan landsins. Það er hægt að líkja þessu við áfengið hérna um árið. Það er þess vegna sem ég sting frekar upp á reglum um vernd frekar en reglum um notk- un. Höfundur er tölvufulltrúi l\já LÍN. Björn Leví Gunnarsson grunnskólunum en að ganga að réttmætum kröfum kennara, á sama tíma og gerðar eru miklar kröfur um gæði skólastarfs og menntun barnanna okkar. Því má ekki gleyma að kennarar hafa þeg- ar hafið breytingar á kennsluhátt- um t.d. í stærðfræðikennslu yngri barna þar sem nýja námsefnið Kátt er í Kynjadal innleiðir nýjar áherslur sem eru í fullu samræmi við nýja aðalnámskrá. Fjöldi kenn- ara hefur sótt námskeið til að auka þekkingu sína og færni. Ætli borg- arstjóri að láta sér lynda að hafa fjölda leiðbeinenda í störfum kenn- ara þá er nemendum mikil hætta búin, því leiðbeinendur geta ekki fyllt skarð kennarans og fylgt þeirri þróun eftir sem er í fullum gangi í skólum borgarinnar. Mér finnst einkennilegt hve lítið heyrist frá foreldrum. Ég veit að þeir bera ugg í brjósti vegna stöðunnar sem verður orðin að veruleika þegar skólar taka tO starfa í haust. Sam- tökin Heimili og skóli mættu líka láta málið sig meira vai’ða en þau hafa þegar gert, þar sem þau eru sterkasti málsvari foreldra. Ég ætla að þessi grein verði tO þess að almenningur fái réttar upp- lýsingar um deilu þessa á milli kennara í Reykjavík og Reykjavík- urborgar. Höfundur er kennari við Seljaskóla. EINKAMÁL Góður maður Einhleypur 32 ára, 70 kg, kristinn amerískur ríkisborgari, sem er góður, áreiðanlegur, jákvæður og opinn fyrir nýjungum, óskar eftir að kynnast kristinni íslenskri konu, jafnvel með lengri tíma vin- áttu i huga. Verður á íslandi frá 23. júlí — 23. ágúst 1999. e-mail: kevkiraly@yahoo.com FELAGSLIF Kl. 20.00 Lofgjörðarsamkoma. Majsan og Ingemar Myrin frá Svíþjóð tala. Allir hjartanlega velkomnir. S57 fdmhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í kvöld kl. 20.00. Fjölbreyttur söngur. Samhjálp- arkórinn tekur lagið. Vitnisburð- ir. Ræðumenn Vilhjálmur Friðþjófsson og Jóhanna Ólafsdóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Minnum á opið hús 31. júlí. Samhjálp. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.