Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 5 7
FÓLK í FRÉTTUM
1
i
I
1
I
Umdeild kvikmynd og listasýning í New Yc
Vér mótmæl-
um allir
EFTIR annasama helgi vegna
mótmæla við umdeilda sýningu í
Brooklyn-safninu í New York fjöl-
menntu hundruð kaþólikka fyrir
utan Lincoln Center þar sem
Dogma var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í New York. Mót-
mælendurnir sungu,
fóru með bænir og
sveifluðu mótmæla-
spjöldum með áletrun-
um á borð við:
„Stöðvið guðlastið."
I myndinni leika
Matt Damon og Ben
Affleck tvo fallna
engla sem leggja á
ráðin um það hvernig
þeir geti komist aftur
til himnaríkis. Mynd-
inni leikstýrir Kevin
Smith og eru Linda
Fiorentino, Salma Ha-
yek og gamanleikar-
inn Chris Rock í stór-
um hlutverkum. Á sá
síðastnefndi að vera
þrettándi postulinn
sem fram að þessu
hefur verið óþekktur.
„Við erum að skora
á fólk að sýna meiri
virðingu og ást og
vera ekki svona gagn-
rýnin á trú annarra,"
sagði Bev Santini,
einn mótmælenda.
„Við erum að biðja
fyrir Michael Eisner
og Disney og Miramax
svo þau hætti að skop-
ast að kristnu fólki og
kaþólikkum í heimin-
um.“
Miramax er dóttur-
fyrirtæki Disney en
kanadíska kvikmynda-
fyrirtækið Lions Gate,
sem dreifði ósk-
arsverðlaunamyndinni
Guðir og skrímsli í fyrra, sá um
dreifingu myndarinnar. Lions Ga-
te keypti Dogma af Miramax sem
fjármagnaði gerð hennar. Það
Það fer ekki á milli
mála hvað þessum
New York-búa ligg-
ur á hjarta.
Leikstjórinn Kevin
Smith á frumsýningunni
með syni sínum sem er
með englavængi.
kann að skjóta skökku við en leik-
stjórinn Smith er einlægur kaþ-
ólikki.
I dreifibréfi sem gekk meðal
mótmælenda sagði að myndin
„skopaðist að öllu sem er heilagt
fyrir okkur - Guði, kirkjunni,
messunni og meydómi
Maríu. Hún lætur við-
gangast það sem við
fordæmum - morð,
klám, ofbeldi, blóts-
yrði, eiturlyf, ölvun og
uppreisn!"
Það á ekki af kaþ-
ólikkum í New York
að ganga því sýningin
Hugaræsing var opn-
uð í Brooklyn-safninu
við metaðsókn um
helgina þrátt fyrir að
Giuliani, borgarstjóri
New York-borgar,
hefði opinberlega ráð-
ist að forráðamönnum
safnsins fyrir að leyfa
sýninguna og hótað að
stöðva fjárveitingar til
safnsins.
Sýningin stendur til
9. janúar og á meðal
þess sem notað er í
listaverkin er súrsað
kýrkjöt, mannablóð og
blanda af lifandi
möðkum og kýrhaus.
En það er verk Chris
Ofili „Heilög María
mey“ sem hefur vakið
mesta hneykslan því
myndin er blettuð fíla-
mykju og skreytt með
úrklippum úr klám-
blöðum. Þessu mót-
mæla kaþólikkar en
þeir eru ekki einir um
að mótmæla því fylgis-
menn listræns frelsis
með leikkonuna Susan
Sarandon í broddi
fylkingar efndu einnig til mótmæla
við ákvörðun Rudolphs Giulianis
borgarstjóra um að stöðva fjár-
veitingar til safnsins.
aðborg-
~~.*SSSSS3**»~~
Ekki eru a^r^^fyrir að
arstjóranumGiuUan.
Heilög guðsmóðir er ekki frýnileg á umdeildri mynd Chris Ofili.
Morgunblaðið/Ásdís
Er Robbie
skemmtilegur?
JOANNA Lumley er konan
sem flestir Bretar vilja um-
gangast á meðan þeir vilja
forðast William Hague í
lengstu lög, samkvæmt nýrri
könnun á því hvað Bretum
finnst skemmtilegt. Lumley
hafði betur en kynbomburnar
Denise van Outen og Zoe Ball
og hafnaði í efsta sæti könn-
unarinnar hjá 24% karl-
manna. Konurnar höfðu
greinilega aðra reynslu af
Robbie Williams en íslending-
ar því hann varð í efsta sæti
hjá þeiin. íþróttakynnirinn
Des Lynam varð hins vegar
efstur lyá ekkjum. Þjóðverjar
voru sú þjóð sem þótti síst
skemmtileg og 98% að-
spurðra sögðust ekki geta
ímyndað sér að skemmtilegt
væri í félagsskap Williams
Hague.
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið urval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufasgata 9 • AK
PTq
til útlaada
-auðvelt dð murid
SÍMINN
www.simi.is
Bjóöum mjög hentuga fataskápa.
Aðeins vönduð vara úr gæðastáli.
Mjög gott verð!
hjónusú * hekkmg • i • Átatuga leynsb
MECALUX
- gæði fyrír gott verð
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN „
Ssnaumur&hf
SUNDABORG 1 • SÍMI568-3300
Tilboð baðherbergissett!
Kr. 25.000,- stgr.
Handiaug á vegg.
Stœrð 55 x 43 cm
Ath. öll hreinlætis-
tæki hjá okkur eru
framleidd hjá
sama aðila sem
tryggir sama
litatón á salerni,
salernissetu,
handlaug og
_ . . M , baðkari.
Salemi með stut i vegg
eða gólf. Hörð seta og
festingar fylgja.
VERSUIN FYSJR ALiA I
r
í