Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Fóðurverksmiðjan Laxá selur um 500 tonn af foðri til Færeyja Væntingar um meiri sölu á næsta ári Morgunblaðið/Margit Elva Velheppnaðir tónleikar í Grímsey VALGERÐUR Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurverk- smiðjunnar Laxár á Akureyri, væntir þess að á næstu misserum muni sala á fiskfóðri sem framleitt er í verksmiðjunni til Færeyja aukast. Unnið er að því þessa dagana að framleiða fóður sem sent verður til Funning Laks t.f. í Færeyjum í næstu viku og mun Valgerður í framhaldi af því halda utan í næsta mánuði tii viðræðna við forsvars- menn fyrirtækisins. Funning Laks er með stæm fiskeldisfyrirtækjum í Færeyjum. Annað stórt fiskeldis- fyrirtæki, Faroesalmon t.f. í Klakksvík hefur gert samning um kaup á 500 tonnum af fiskafóðri af Laxá á þessu ári. Njótum velvildar Valgerður sagði að vonir stæðu til að á næstu árum yrði hægt að tvö- til þrefalda sölu á fiskafóðri til Færeyja og yrði markvisst unnið að því. Hún sagði markaðinn í Færeyj- um mjög stóran, en þar væri verið að framleiða yfir 30 þúsund tonn af fiski á ári. „Við finnum að íslend- ingar njóta mikillar velvildar í Færeyjum og íbúarnir vilja gjamar eiga við okkur viðskipti, þannig að við vonum að við náum góðum samningum um sölu á okkar fóðri þangað," sagði Valgerður. A síðasta ári framleiddi Laxá um 3.300 tonn af fiskafóðri og gerði Valgerður ráð fyrir að magnið yrði svipað á þessu ári. Einn stór við- skiptavinur hætti að skipta við fyr- irtækið á árinu, en hann keypti um 8-900 tonn af fóðri. Með aukinni sölu til Færeyja á Valgerður von á að hægt verði að ná því upp þannig að framleiðslan verði álíka mikil og hún var í fyrra. „Það er vaxandi markaður í Færeyjum og við höfum verið að undirbúa okkur fyrir að fara inn á hann. Það tekur tíma en skilar sér þegar fram líða stundir. Við seljum um 500 tonn þangað á þessu ári en vonum að salan geti orðið um 2.000 tonn á næsta ári ef allt gengur upp,“ sagði Valgerður. RÓMANTÍSKIR, glaðlegir og í senn djassaðir tónar fylltu fé- lagsheimilið Múla í Grímsey nú nýlega. Þá fóni fram lokatón- leikar þeirra Onnu Sigríðar Helgadóttur söngkonu og Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur píanó- leikara, en tónleikaför sína um Norðurland hófu þær í síðustu viku undir yfirskriftinni „íslensk söng- og dægurlög fyrri ára.“ Þeim Öllu og Önnu Siggu var vel tekið í Grímsey og ákaft fagnað á tónleikunum. Þær léku á Sauðárkróki, Kópaskeri, Húsa- vík, Akureyri og Grímsey og að sögn Önnu Siggu var aðsókn að tónleikunum í heild sinni góð og væru þær stöllur því ánægðar með ferðina. Þær Alla og Anna Sigga létu ekki við það eitt sitja að halda tónleika, heldur voru þær einnig með tónlistarkynningu fyrir börnin í Grunnskóla Grímseyjar. Þær, ásamt vin- konu sinni, Þórunni Þórarins- dóttur kennara, kenndu börn- unum örlítið um tónskáldið Mozart og kynntu þeim óper- una Töfraflautuna í máli og tónum. Einnig kynntu þær börnunum mannsröddina og margskonar form á söng, m.a. tveggja radda og keðjusöng. Tónlistarkynningunni lauk með fimmundarsöng í Miðgarða- kirkju. Skólakrakkarnir sögðu að tónlistartíminn hefði verið rosalega skemmtilegur, en myndin var einmitt tekin í tím- anum. Bæjarstjóri vill sjá frekari samvinnu Þórs og KA Sameiginlegur draumur að eiga lið í úrvalsdeild Fimm menn handteknir vegna fíkni- efnamáls RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Akureyri handtók fimm menn á tví- tugsaldri í gærmorgun vegna ííkni- efnamáls en í fórum þeirra fundust 100 grömm af hassi. Við yfirheyrslu viðurkenndi einn mannanna að eiga efnið en þrír til viðbótar viður- kenndu neyslu á hassi. Daníel Snorrason, lögreglufull- trúi hjá rannsóknardeild lögregl- unnar, sagði að mennimir hefðu verið stöðvaðir vegna ofsaaksturs á bíl og leiddi það til þess að ökumað- urinn var sviptur ökuleyfi tíma- bundið. Þremur mannanna var sleppt að lokinni yfirheyrslu en hin- ir tveir voru enn í haldi seinni part- inn í gær vegna rannsóknar á auðg- unarbrotum, m.a. innbrotum og fölsun ávísana. Annar mannanna sem var enn í haldi viðurkenndi innbrot í bif- reiðaverkstæðið Múlatind í Ólafs- firði í lok september en að öðru leyti er málið enn í rannsókn. Fjór- ir mannanna sem handteknir voru hafa áður komið við sögu lögregl- unnar vegna fíkniefnamála og ann- arra mála. FORMENN íþróttafélaganna Þórs og KA á Akureyri voru boðaðir á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra fyrir helgi þar sem hann viðraði m.a. þá hugmynd að félögin sendu fram sameiginlega keppnislið í meistaraflokkum í handbolta og fót- bolta. Málið var rætt á stjórnarfund- um félaganna í vikunni og þar var samþykkt að skipa viðræðuhóp til að fara yfir hugmyndir bæjarstjóra. „Kristján Þór sagðist hafa gert formönnum Þórs og KA grein fyrir þeim afstöðu sinni, að hlutirnir gætu ekki gengið svona lengur. „Við erum að halda úti liðum af vanmætti og ljóst að þessi samkeppni sem við eigum í er fyrirfram töpuð ef menn ætla að haga sér með sama hætti og þeir hafa gert. Þessi umræða um hugsanlega sameiningu er mjög há- vær í bænum, bæði meðal íþrótta- manna og annarra áhugamanna og íþróttafélögin verði að svai-a þessari umræðu. Þau verða því að taka málið til alvarlegrar skoðunar og ég er til- búinn að koma að því verki með þeim.“ Kristján Þór sagði að ekki væru allir á sama máli og sjálfsagt hefðu einhverjir eitthvað við það að athuga að bæjarstjórinn hefði frumkvæði í málinu. Menn spili betur úr Qármununum „Málið snýst ekki um það, heldur um það hvort íþróttahreyfingin ætl- ar að halda á sínum málum með sama lagi og hún hefur gert mörg undanfarin ár, öllum sem að koma til ama. íþróttahreyfmgin þarf að laga sig að þeim veruleika sem hún þarf að leika í, bæði varðandi skipulag starfsins og fjármálalega þætti þessi. Þar er ég að tala um að menn spili betur úr þeim fjármunum sem hér eru í umferð. Þetta svæði leyfir það ekki fjárhagslega að halda úti tveim- ur fótboltaliðum í úrvalsdeild. Það hlýtur að vera sameiginlegur draum- ur okkar allra að geta haldið úti liði í úrvalsdeild en nú er staðan sú menn hrópa húrra yfir því að KA tókst að halda sæti sínu í 1. deild. Er það við- unandi árangur - ég segi nei,“ sagði Kristján Þór. Svala Stefánsdóttir, formaður Þórs, sagði að félögin hefðu ekki útilokað neinn möguleika á þessu stigi en þau vildu jafnframt sjá hvað bæjaryfirvöld væru tilbúin að gera ef af slíkri sameiningu yrði. „Við ætlum að skoða málið í róleg- heitunum og það er því enn allt of snemmt að segja til um hvað út úr því kemur.“ Félögin tilbúin til viðræðna Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður KA, sagði félagið tilbúið til viðræðna en að svona mál væri ekki hrist fram úr erminni. Því væri nauðsynlegt að gefa því tíma, þar sem þetta væri ekki síst mikið til- finningamál. Hún sagði það vissu- lega rétt að fjárhagurinn væri í járn- um en að unnið hafi verið í þeim þætti allt síðasta ár og væri farinn að sjást árangur af því starfi. Þór og KA hafa þegar hafið sam- starf en meistaraflokkar kvenna í handbolta og fótbolta eru reknir sameiginlega undir merkjum beggja félaga. Vestnorrænar þjóðir á tím- um hraðfara breytinga VESTNORRÆNAR þjóðir á tím- um hraðfara breytinga er yfirski’ift ráðstefnu sem haldin verður á Fiðl- aranum á Akureyri dagana 7. til 8. október næstkomandi. Ráðstefnan er skipulögð af Há- skólanum á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar í samvinnu við háskólana í Grænlandi og Færeyjum. Meðal umræðuefna á ráðstefnunni eru alþjóðleg áhrif, staðbundin viðbrögð og möguleikai' til sjálfbærrar þróunar, byggðaþró- un og hlutverk háskóla í dreifbýli og fjarskipti, fjölmiðlar og menning á Vestnorræna svæðinu. Ráðstefnan mun einnig fjalla um möguleika þessara smáu samfélaga til að viðhalda byggð og sérstakri menningu í alheimsþorpinu þar sem alþjóðavæðing skilyrðir framtíð þjóða, ekki síst þeirra smáu. Ráðstefnan fer fram á ensku, að- gangur að henni er ókeypis og kaffi- veitingar og hádegisverður er í boði ráðstefnuhaldara. Skráning fer fram hjá Ferðaskrifstofunni Nonna á Akureyri, en Ingi Rúnar Eðvarðs- son í Háskólanum á Akureyri veitir nánari upplýsingar. Lax- oq silungsá tij leigu Auglýst er eftir tilboðum í lax- og silungsveiði Fnjóskár ánari upplýsingar gefur ormaður veiðifélagsins, Jón F. Sigurðsson, arðarholti, Fnjóskadal, 601 Akureyri, sími 462 6914. Tilboðum skj^l einnig skila til hans ifyrir 1. nóvember nk. Stjórn veiðifélagsins áskilur sér allan rétt til að taka pvaða tilboði sem er eða hafna öNum. í Suður-Þingeyjarsýslu, frá árósum fram að ármótum Bakkár. Júdódeild KA fær ÍSÍ- bikarinn BRYNJAR Helgi Ásgeirsson tók á dögunum við ISÍ-bikarnum sem Júlíus Hafstein fyrrverandi for- maður Júdósambandsins afhenti til minningar um föður hans, Ásgeir Arngrímsson. Ásgeir lést af slys- förum í desember á síðasta ári, en hann var m.a. stjórnarmaður í Júd- ósambandinu og í stjórn júdódeild- ar KA. Brynjar Helgi hefur æft júdó með KA um árabil og er landsliðs- maður í 66 kílóa flokki. Hann hefur 11 sinnum orðið íslandsmeistari í íþróttinni, bæði í sveita- og einstak- lingskeppni. Dýrleif Skjóldal þakkaði fyrir hönd júdódeildar KA þá virðingu sem Ásgeiri var sýnd með því að veita deildinni bikarinn í nafni hans. Morgunblaðið/Kristján Brynjar Helgi Ásgeirsson tekur við bikarnum hjá Júlíusi Hafstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.