Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 29 Tangótónleikar í Salnum í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Izumi Tateno píanóleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari á æfingu fyrir tangótónleik- ana í Salnum í kvöld. Tangó fyrir tríó út á geisladisk og það má segja að þetta séu útgáfutónleikar,“ segir Auður. Diskurinn er nú þegar kominn út í Japan, hjá King Records, einu stærsta út- gáfufyrirtæki landsins, og er væntanlegur í verslanir hér á landi á allra næstu vikum. Hann hefur nú þegar selst í yfir 10 þúsund eintökum í Japan og hlotið frábæra dóma þar í landi, að sögn Auðar. TANGÓTÓNAR munu óma í Salnum, Tónlistarhúsi Kópa- vogs, í kvöld en þar leika þau Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Izumi Tateno pianóleikari tangótónlist eftir Astor Piazzolla og Nazareth í tilefni af útgáfu geisladisks tríósins með tangótónlist Pi- azzolla í Japan og á Islandi. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.Þær Auður og Bryndís Halla hafa komið fram saman við fjölmörg tækifæri á undan- förnum árum en samstarf þeirra og japanska píanóleikarans Izumi Tateno hófst sumarið 1998, þegar þau léku saman á tónlistarhátíðinni í Oulonsalu í Finnlandi. Á síðasta ári fór tríó- ið í tónleikaferð um Japan og næsta vor er þeim á ný boðið að leika á Qölmörgum stöðum þar í landi, auk þess sem þau munu leika aftur í Oulonsalu næsta sumar. Tateno er þekktur píanóleikari í heimalandi sínu og leikur reglulega á tónleikum víða um heim. Hann hefur leikið inn á fjölda geisladiska á síðustu árum og er stofnandi og list- rænn stjórnandi tónlistarhátíð- arinnar í Oulonsalu. „í Oulonsalu lékum við saman ýmis verk og þar á meðal nokk- ur tangóverk. Síðan fórum við í tónleikaferð til Japans og höfð- um alltaf tangóverk með á efnis- skránni. Izumi fékk svo þá hug- mynd að taka þau upp og gefa Hróður tangósins fer vaxandi um allan heim Upptökurnar fóru fram í Finnlandi í febrúar siðastliðnum en þar í landi er sem kunnugt er löng og sterk hefð fyrir tangóið- kun. Aðspurð hvort tangó njóti viðlíka vinsælda í Japan segir Auður að reyndar fari hróður tangósins vaxandi um allan heim og verk Piazzolla séu sér- staklega mikið leikin um þessar mundir. Flest verkin sem þau leika í kvöld eru í útsetningum eftir José Bragato. „Verkin eru svolítið sérstök að því leyti að að þau eru flest í tríóútsetningum fyrir fiðlu, píanó og selló. Eitt er raunar fyrir pianó, annað fyrir píanó og selló og eitt fyrir píanó og fiðlu,“ segir Auður. „Þetta er mjög áheyrileg tónl- ist og falleg,“ heldur hún áfram og útilokar ekki að viðstaddir munu stíga dans í Salnum í kvöld. „Við myndum að minnsta kosti ekki stoppa það af,“ segir hún. OREIÐAI INNHEIMUM Bækur Ljóð TÓLF DRÁPU KVER eftir Halldór Ásgeirsson, Silver Press, 1999 - 81 bls. ÖLL listsköpun er í eðli sínu skrán- ing hvað sem sú fullyrðing segir um listgildi verka. Eg hygg það vera eitt af sérkennum nútímalistar að gera ekki stóran greinarmun á ytri veruleika og þeim innri hvað þessa skráningu varðar. Módemískar stefnur eru býsna líkar hvað þetta áhrærir. Ef vel er gáð er ekki svo trosnaður þráður milli dadaisma og súrrealisma annars vegar og hug- myndalistar seinni hluta aldarinn- ar. Halldór Ásgeirsson er á þessum hugmyndalistarslóðum í ljóðabók sinni, Tólf drápu kveri. Hún á sér að nokkru rætur í ísfirsku landslagi, er myndskreytt af Jóni Sigurpálssyni og sækir hugmyndina að titlinum til Kristjáns Guðmundssonar sem einnig gerir bókarkápu og gefur bókina út. Áberandi í þessari ljóðabók er sjónarhorn myndlistarmannsins. Svið ljóðanna teygir sig út í ýmis Evrópuhom, til Amsterdam, París- ar, Feneyja sem allt em helgistaðir hugmyndalistamanna enda þótt áv- allt sé komið til baka til orkustöðv- arinnar á Isafirði. Ort er til minn- ingar um gallerí og til heiðurs Hreini Friðfinnssyni svo að eitt- hvað sé nefnt. Það er ákveðinn díónýsískur blær yfir öllu verkinu, ölvun, jafnvel langþráð ruglun allra skilvita. Á stundum em kvæðin eins konar ósjálfráð skrift. Þau ein- kennast af því að skáldið leitast við að fanga augnablikið, stemmning- una í kringum sig. í Eftirmála verksins segir Halldór: „Svo undar- lega sem það kann að hljóma þá hefur þessi drápuárátta aðallega sótt á mig undir áhrifum áfengis, stundum í góðra vina hópi eða á framandi stað við ókunnar aðstæð- ur eða einfaldlega einsog skáldið sagði: ljóðið kemur til mín.“ Af þessum sökum er til lítils að ætla að leita hefðbundinna eiginda Leikskáldafélag fslands Hvetur til framleiðslu á leiknu efni A AÐALFUNDI Leikskáldafélags Islands sem haldinn var á dögunum komu fram eindregnar skoðanir fé- lagsmanna um að hvetja sjónvar- psstöðvarnar íslensku til aukinnar framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni og voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar þar að lútandi. „Leikskáldafélag íslands lýsir þungum áhyggjum sínum yfir þeirri þróun sem blasir við í ís- lensku sjónvarpi, þar sem fjölgun sjónvarpsstöðva og aukinn útsend- ingartími hefur leitt til þess að í heild hefur hlutur íslensks dag- skrárefnis minnkað stórlega frá því sem var í upphafi. Leikskáldafélagið beinir því til stjórnvalda að kannað verði hvort ástæða sé til að færa í lög ákveðin skilyrði um hlutfall innlends efnis í íslenskum sjónvarpsstöðvum. I ályktuninni segir ennfremur. „Sé miðað við Ríkisútvarpið-Sjónv- arp, Stöð 2 og Sýn, nemur heildar- hlutfall íslensks dagskrárefnis af dagskrám allra stöðvanna innan við 15 af hundraði. Einungis RUY- Sjónvarp heldur nokkurn veginn sama hlutfalli og í byi-jun, eða um 27 af hundraði. I ljósi þessa skorar Leikskálda- félagið á sjónvarpsstöðvarnar, að auka hlut innlends efnis í dagksrám sínum, enda hæpið að kalla þær sjónvarpsstöðvar íslenskar, sem til dæmis sýna margfalt meira efni frá Bandaríkjunum, en íslandi." Skorar á RÚV að setja á stofn leiklistardeild Þá skorar Leikskáldafélag ís- lands á stjórnendur Ríkisútvar- psins að „setja hið fyrsta á stofn leiklistardeild við Sjónvarpið, með sérstakan fjárhagsramma, til að tryggja vöxt og viðgang þessarar vinsælustu tegundar íslensks dag- skrárefnis," einsog segir í síðari ályktun aðalfundarins. „Aðeins með því móti verður slíkri dag- skrárgerð tryggt það fjármagn sem nauðsynlegt er og henni sköpuð sú faglega umgjörð, sem hún þarf á að halda, með stöðugri og markvissri þróunarvinnu. RUV Sjónvarp hef- ur alla tíð sinnt framleiðslu og öflun á leiknu efni sem hluta af yfirgrips- drápunnar sem raunar var aldrei skýrt af- markað form ellegar vænta reglu á hugsun- um og tilfinningum í kvæðabálkinum. Miklu nær væri að lýsa honum sem óreiðu í innheimum. Út frá þeirri forsendu er unnt að njóta verksins. Myndlistargenið leyn- ir sér ekki í kveðskap Halldórs. I drápunni Islandsbrot er þessi sýn: inn undir auga blundarbirtan rjómagul hulinshjálmur grásvörtský í ágústnóttinni blíðu fjöllinteiknasigblá ogsigna fyrirnýjumdegi það heyrist í ánni ogþaðerenginnfugl Oft einkennist textinn af afhelg- un og hátíðleikabresti og verður stundum býsna persónulegur þar sem hugflæðið er nánast birt órit- skoðað: Skáld vantar bensín út í blóð ilr blóði beint í blús .Halldór Ásgeirsson ogThorgamliskegg- hundur! ég sendiþérár- naðarhugskeyti eins fljótt, fljótt og næsti fugl þegar ég sit í þeim ramma stól þar sem teygaður var átta lítrafrostlögur ítalskur merktur sem vín og mörghundruð- metramargmálið flæddi í litum yfm pappírinn oghananú! Slíkri aðferðafræði við bókmenntaskrif fylgir að vísu sú hætta að hún verði stefnu- laus og sundurlaus og raunar er ljóðabók þessi ekki alveg laus við þá galla. Auk þess hefði að mínu mati mátt betur hreinsa burt nokkra málfræðihnökra og ritvillur. Mynd- skreytingar Jóns Sigurpálssonar, sem hann nefnir rekaristur, eru ein- hvers konar afþrykkingar af reka- viði þar sem æðar viðarins njóta sín. Þessar myndir gefa bókinni raunar eitthvert hald eða ramma. Tólf drápu kver er hrjúft hug- myndaverk laust við fullkomnunar- áráttu en byggist á hömlulitlu hug- flæði. Það er tilraun til að brjóta upp ljóðmál og hefðir og hefur gildi sem slíkt. Skafti Þ. Halldórsson miklu starfi Innlendrar dagskrár- deildar (áður Lista- og skemmti- deildar). ^ Þetta hefur leitt til þess að leikið efni, sem ávallt er tiltölulega dýrt í framleiðslu, hefur verið í stöðugri og óhagstæðri samkeppni um hverja krónu við annað og ódýrara dagskrárefni, auk þess sem engar forsendur hafa verið fyrir þeirri faglegu þróunar og undirbúnings- vinnu sem nauðsynleg er til að standa vel að slíkri framleiðslu. Þetta hefur löngu verið viður- kennt í öllum nágrannalöndum okkar, þar sem öflugar leiklistar- deildir hafa verið stai’fræktar við sjónvarpsstöðvarnar um áratuga skeið. Leikskáldafélag íslands sér engin rök fyrir því að framleiðsla og þróun leikins sjónvarpsefnis á íslensku lúti öðrum lögmálum en samsvarandi efni á öðrum tungum- álum, né heldur fyrir því að það skuli þurfa að berjast fyrir tilveru- rétti sínum gagnvart öðru innlendu sjónvarpsefni," segir í niðurlagi ályktunar Leikskáldafélags Is- lands. Svanurinn kemur út á Italíu NÝLEGA tókust samningar um útgáfu Svansins eftir Guðberg Bergsson við il Saggiatore á íta- líu og verður ítalska útgáfan sú 10. erlenda, en áður hefur bókin komið út í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Danmörku, Svíþjóð og Tékklandi, auk þess sem hún kemur út í Brasilíu og Búlgaríu í haust. Svaninum hef- ur hvarvetna verið vel tekið af gagnrýnendum og var bókin endurprentuð í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi sök- um góðrar sölu. Bókaútgáfan il Saggiatore mun gefa Svaninn út á Italíu, en meðal annarra höf- unda á útgáfulista il Saggiatore eru t.d. Jorge Luis Borges, Willi- am Faulkner, Simone de Beau- voir og Umberto Eco. Svanurinn kom út hjá Forlag- inu árið 1991. Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera sagði m.a. um Svaninn í vikuritinu Le Nouvel ObseiTateur: „Eftir að hafa lesið Svaninn var ég dögum saman frá mér numinn og sem töfraður. í þessari bók munið þið uppgötva mikinn evi’ópskan rithöfund sem af sérstakri næmni og á einstak- an hátt túlkar tilvistarkreppu ungrar stúlku.“ I spánska blaðinu La Vanguardia skrifaði Gregorio Román um Svaninn sem falleg- ustu, grimmustu og dularfyllstu skáldsögu sem hann hafði lesið lengi og í Junge Welt var fjallað um hana sem „fimm stjarna bók, alveg stórkostlega". Svanurinn hlaut Islensku bók- menntaverðlaunin 1991 og var bókin auk þess tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandai’- áðs árið 1993. Svanurínn er nú fáanlegur í kiljuútgáfu. LEIKLISTARNAMSKEIÐ - KVIKMYNDUN dasana 22. okt. - 20. nóv. Á námskeiöinu eru seröar marsskonar æfinsar sem stuöla aö aukinni einbeitinsu 03 sterkari naerveru á sviöi eöa fyrir framan kvikmyndatökuvél. Æföar verða stuttar tvessja manna senur (sem nem- endur skrifa sjálfir eöa finna eftir öörum leiöum) sem svo eru kvikmyndaöar í námskeiöslok. Námskeiöiö er krefjandi 03 opið öllum sem hafa áhusa á aö leika os/eöa skrifa fyrir kvikmyndir 03 leikhús. Fyrirlesarar: Uppl. 03 skránins í E3ÍII Ólafsson síma 551 551 8 Óskar Jónasson Guðmundur Takmarkaður fjöldi nemenda. Leiklist Kvikmyndun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.