Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Staldrað við, skoðað og spurt ✓ Bókastefnunni í Gautaborg er nýlokið. I þessari fyrri grein þaðan staldrar Jenna Jensdóttir við á umfangsmikilli sýningu bóka og veltir fyrir sér gildi stefnunnar. I stjórn Bókastefnunnar í Gautaborg sem fram fór dagana 16.-19. september: Anna Einarsdóttir, Bertil Falck og Gunilla Sandin. Sýningarsvæði fslands: Andrea Jóhannsdóttir ræðir við gesti. Kuran Swing á Alafoss- föt best MENNINGARSAMKOMUR vetarins á Alafossfót best í Mos- fellsbæ hefjast með tónleikum Kuran Swing fimmtudagskvöld- ið 7. október kl. 22.15. Næstu tónleikar verða 21. október og bera yfirskriftina „Á írskum nót- um“. 4. nóvember leika Guitar Islancio lög úr ýmsum áttum, þ. á m. útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Lokatónleikamir í röðinni verða svo 18. nóvember þar sem íram kemur tríó Andreu Gylfadóttur, en með henni eru gítarleikaramir Guð- mundur Pétursson og Eðvard Lámsson. Kuran Swing er skipað þeim Szymoni Kuran fiðluleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara, Ólafi Þórðarsyni gítarleikara og Bjarna Sveinbjörnssyni kontrabassaleikara. Tónlist Kuran Swing er í ætt við Django Reinhard-sveifluna, enda hljóðfæraskipan lík. Tveir kassagítarar, kontrabassi og fiðla. Gítartónlist 20. aldarinnar verður flutt á Kaffi Puccini. Gitar Islancio leikur á Puccini TRIÓ Gitar Islancio leikur á djasskvöldi á Kaffi Puccini, Vitastíg 10, í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 21.30. Tríóið er skipað þeim Birni Thoroddsen, gítar, Gunnari Þórðarsyni, gít- ar og Jóni Rafnssyni, kontra- bassa. Flutt verður gítartónlist 20. aldarinnar, djass, blús, latin og þjóðlög. Á efnisskránni em m.a. verk eftir Chick Corea, Duke Ellington, Georg Gers- hwin, Gunnar Þórðarson og Björn Thoroddsen. Judith Gans með söngnám- skeið í Ými BANDARÍSKA sópransöng- konan Judith Gans verður með Masterclass í Ými dagana 8. og 9. október á vegum Nýja söngskólans Hjartansmál. Judith Gans söng íslensk einsöngslög inn á geisla- plötu við pí- anóundirleik Jónasar Ingi- mundarsonar sem kom út sl. vor. Hún hefur í þrígang haldið tónleika hér á landi og verið með söngnámskeið. Hún heldur reglulega tónleika víðsvegar um Bandaríkin ásamt því að kenna söng í Texas og Kaliforníu. ÞAÐ nærir hugann að ganga um hið víðfeðma sýningarsvæði á Bóka- stefnunni í Gautaborg 16.-19. sept. sl., svo margt skemmtilegt og fróð- legt er að sjá og heyra. I raun er hér allt áhugavert af því bak við hverja uppsetningu og gjöminga er maðurinn sjálfur, sem lagt hefur hugvit og orku í að gera allt sem best úr garði. Hinir afar fjölbreyttu munir, sem til sýnis eru, auk bókmennta og ým- issa menningarverðmæta, blandast svo einkennilega heillandi tónlist, dansi, söngvum og upplestri ljóða eða smá sögukafla. Við Kristín Bjarnadóttir eigum það sameiginlegt að okkur finnst ekki nauðsynlegt að skilja hin fram- andi, ólíku tungumál við þessar að- stæður. Það kemur allt til manns, þjáningin, sorgin, tortímingin, gleð- in, dýrðin að lifa og skapa. Allt kem- ur þetta - afar sterkt - hreyfing, látbragð og svipbrigði er vitundin skynjar það og vinnur úr því. Víst er að sýningarbásamir á svæðinu eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Sumir vekja almennt meiri eftirtekt og draga að sér. En greini- lega langai' alla, sem þar vinna til þess að hjá þeim sé staldrað við, skoðað, spurt og það sem mestu varðar, keypt. Austurlenskir sýningarbásar virðast gæddir dulmagni. Eins og básinn frá Kóreu. Þar eru gólf lögð rauðu teppi. Alls staðar getur að líta fallega skrautmuni og smyrslbauka. Skreyttar bækur sem eflaust geyma efni úr Kóraninum. Stór há- tíð, með austurlenskum smáréttum, vökva og lágværri músík var fyrir TOJVLIST Salurinn, Kópavngi EINLEIKSTÓNLEIKAR Alain Lefövre lék verk eftir Franz Liszt og umritanir Liszts á verkum annarra tónskálda. Sunnudagskvöld kl. 20.30. FRANZ Liszt var ekki bara tón- skáld og frábær píanóleikari. Mikil- vægi hans í tónlistarsögunni liggur al- veg jafnt í því, að hann var einn besti „agent“ annarra tónskálda lífs og lið- inna sem um getur. Það var sama hvort það vora stór verk eða smá; fyrir eitt hljóðfæri, söngrödd eða heila hljómsveit, Liszt veigraði sér ekki við að taka það sem hann lysti og gera að píanómúsík, oft með miklum tæknilegum tilþrifum. Hann var eins og lifandi djúkbox, gat spilað hvað sem var eftir hvem sem var með lítilli fyrirhöfn. Ekki var þetta allt jafnt að músíkölsku innihaldi, margt, og kannski flest, frábær tónlist, en sumt einskær sýndarmennska, þar sem tæknilegar kúnstir sem píanóleikar- inn þurfti að yfxrvinna í flutningi verksins voru aðalatriðið. Á fjörar Salarins í Kópavogi rak á sunnudagskvöld fransk-kanadíska pí- anistann Alain Lefévre. Hér á landi er hann lítið þekktur, en ljóst má vera af ferilsskrá hans, að hann er þegar orðinn númer úti í heimi; er gestaeinleikari með mörgum frægum hljómsveitum, og annars borið níu sinnum sigur úr býtum í Kanadísku tónlistarkeppninni. Verkin sem hann lék í Salnum vora Prelúdía og fúga nr. 1 í a-moll eftir Bach umrituð af Liszt, Tilbrigði Liszts um bassastef gesti einn daginn. Fallegai’ stúlkur sátu á gólfi og léku á hljóðfæri sín lágt og stundum angurvært. Ásamt því og hefðbundinni háttvísi og klæðnaði gestgjafa virtist fólk svo töfrað að örtröð var um stund. Roskinn maður, sem stendur við handknúna ljósritunarvél alla dag- ana, framleiðh' fjölda ljósrita af teikningum sínum. Beiðni í augum hans og von hjálpa honum - hann selur. Það er ekki hégómi að finna þægilega til þess að íslenski básinn er næstum við hliðina á þýska básnum, þar sem setningarathöfn- in fór fram að morgni 16. sept. Hinn þekkti, þýski rithöfundur Martin Walser flutti setningar- ræðuna. Þýskur barnakór söng, svo falleg lög og fallega að við- kvæmnin sagði til sín. Auk þess talaði framkvæmdastjóri Bóka- stefnunnar, Bertel Falek. Þeirri stöðu hefur hann gegnt allt frá byrjun - í 15 ár. Falck er ræðis- maður Islands í Gautaborg. Starf hans hér er mikilvægt. Ávallt er ís- lenski básinn eftirtektarverður fyrir stílhreint og listrænt útlit. Frá byrjun hefur Anna Einars- dóttir verslunarstjóri haft veg og vanda af öllu því er viðkemur Is- landi á stefnunni. Hún hefur einnig setið í Norrænu undirbúnings- nefndinni öll 15 árin. Þessa hlýju og góðvild í andrúmi bássins hefur hún einnig mótað. Til hennar er leitað með spurnir um hvaðeina er viðkemur bókastefnunni, það er eins og orðið að venju að hún leysi úr mörgu hér. En allt hefur þetta þótt svo sjálf- úr kantötu Bachs, Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen; eigin tónsmíðamar Mefistóvalsinn og Funerailles, og loks umritanir á óperatónlist tengda- sonarins, Wagners, Ástardauða Isoldar úr Tristan og Isold og Söngn- um til kvöldstjörnunnar og forleikn- um að Tannháuser. Það varð alveg ljóst í fyrstu tökt- um Bach-prelúdíunnar, að hér var á ferðinni stórkostlegur píanóleikari. Ásláttur hans var fallegur; hver ein- asti tónn klingdi kristaltær frá hljómborðinu, hrynjandin var yfir- veguð og línur og hendingar Bachs voru byggðar upp á afar músíkalskan hátt. Það sem var að flutningnum á fyrsta verkinu var að það var leikið of sterkt. Tilbrigði Liszts við bassastef- ið úr kantötu Bachs, Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen, eru giíðarmikið harmljóð og ákaflega „píanísk" tón- smíð. Liszt samdi tilbrigðin i minn- ingu nýlátinnar dóttur sinnar og verkið er ákaflega tilfinningalegt og persónulegt. Upphafið er mögnuð dramatík, þung undiralda og króma- tík sem endar í viðkvæmnislegu og veikburða stefi. Óbærilegar tilfinn- ingar harmsins; sorg, tómleiki, reiði og örvinglun, skera í merg og bein í óskaplegum slætti sem jaðrar við sturlun. I niðurlaginu er hamrað orðalaust á orðunum Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen í hljóðnandi og hnígandi tónstiga sem leitar loks friðar og kyrrðar í hljóðlátu niður- lagi. Alain Lefévre lék þetta verk gríðarlega vel og náði upp magnaðri stemmningu í músíkölskum leik sín- sagt að ekki hefur verið í frásögur færandi heima á Islandi. Á hinum Norðurlöndunum er frammistaða Onnu, hvað viðkemur bókmenntum, vel þekkt. Framkvæmdastjóri félags bóka- verslana í Svíþjóð hafði aðsetur í ís- lenska básnum, Tomas Rönström. Hann er ritstjóri „En nordisk Litt- eraturskatt, Nobolandstötten 25 Sr“, sem gefið er út af Norrænu ráðherranefndinni 1999. Bókinni var deilt út ókeypis á Bókastefn- unni. I tilefni að því var myndarleg veisla í íslenska básnum, látlaus og hógvær eins og ritstjórinn sjálfur. Bamatorgið hefur alltaf visst að- dráttarafl. Þar gleymist tíminn við skemmtilegar uppákomur og aðlað- andi uppsetningu. Bæklingur „Kvinnofolk Högskol- um. Andstæðurnar voru djúpar, dramatíkin mikil og leikur Lef evres stórkostlegur. Mefistóvalsinn er líkast til þekktasta og vinsælasta verk Liszts. Túlkun Lefévres á þessum stríðsfáki píanóbókmenntanna var létt og leik- andi. Fingrafimi hans er ótrúleg og tæknileg úrvinnsla nánast fullkomin. Eins og sönnum virtúós sæmir lék Lefévre líka með tilþrifum, í anda Liszts, og var sjálfur sem heltekinn af tónlistinni. Þrátt fyrir sýningu í tæknikúnstum og svolítið „show“ var það sem upp úr stóð og eftir situr frábærlega músíkalskur leikur Lefévres, og þar skilur á milli þess sem spilar af íþrótt og þess sem spil- ar af list. Annað harmljóð tónleikanna var Funerailles, sem Liszt samdi í minn- ingu ungverskra byltingarmanna sem teknir voru af lífi af keisara- stjórninni í Vín 1849. Þetta er fallegt verk, með harmþrungnum undirtón, en stilltara og viðkvæmnislegra en Bachtilbrigðin. Aðalstef verksins ein- falt og einlægt, liggur í bassarödd og einfaldir hljómar í efri röddunum taka undir, mjúkt og blíðlega. Enn var leikur Lefévres samur, þetta lýríska tregaljóð lék í höndum hans. Þó var komið að verkum Wagners. Umritun Liszts á Ástardauða Isold- ar, úr óperunni Tristan og ísold, er vel heppnuð; hún er píanísk, en tækniæfingar bera hana ekki ofurliði. Lefévre sýndi hér af sér undur blíðan leik, áslátturinn var mjúkur og þýður og fíngerð spilamennskan gjörólík an Göteborg“ er athyglisverður og gaman að kynna sér það sem þar er tif fróðleiks. Það er heldur lítið hægt að segja í stuttu máli frá öllu því sem felst í Bókastefnunni, ekki einu sinni því markverðasta. I seinni grein minni verður drep- ið á fyrirlestra, pallborðsumræður og skáldskap. Þá er það tungumála- kunnáttan sem varðar mestu. Skáldin okkar koma þar við sögu, Gyrðir Elíasson og Þórarinn Eld- járn, sem staðfesta vonir um áhrifa- mikil, sönn og athyglisverð skáld í framtíð okkar. Sagt verður frá Auði Magnúsdóttur er flutti erindið; „Den starka vikingkvinnan?". Og einnig Onnu S. Björnsdóttur skáldi, er las upp úr ljóðum sínum í „Spea- kers Corner". þeim kraftmiklu látum sem hann sýndi af sér t.d. í Bachtilbrigðunum. Niðurlag verksins fjaraði út með sí- fellt dvínandi styrk og löng lokahend- ingin var hreint frábærlega spiluð. Söngurinn til Kvöldstjörnunnar úr Tannhauser er af sama kyni, blítt og þýtt kvöldljóð, þrungið undursam- legri stemmningu. Wagner leikur það snilldarbragð að framlengja stemmninguna endalaust með því að leyfa kadensum ekki að ljúka á grannhljómi, heldur með svokölluð- um gabbendi, sem leiðir tónlistina inn í nýja hljóma og nýjar víddir, svo kvöldstjörnunnar verði notið ögn lengur. Unaðsleg spilamennska Lefévres magnaði upp það yndi sem þetta verk er. Það var sem píanóleik- arinn kastaði álögum yfir salinn með leik sínum, og seiddi áheyi-endur í töfraheima. Umritun Liszts á for- leiknum að Tannhauser er mikilúð- legt verk, en þó langt frá því að geta kallast mikiifenglegt. Hér fer tón- skáldið á flug sem það ræður ekki við. Umritunin er ofhlaðin tæknileg- um þrekæfmgum, og fyrir vikið til- gerðarleg og sneydd músíkölsku samhengi. Yerkið naut sín engan veginn í flutningi Lefévres, enda ekk- ert kjöt að kjamsa á. Og vegna þess hve músíkin er mikið aukaatriði í um- ritun Liszts fór píanóleikarinn að fip- ast og náði sér aldrei almennilega á strik. Eftir mikið og innilegt klapp lék Alain Lefévre tvö aukalög, bæði eftir Chopin, Vals í cís-moll op. 64 nr. 2 og Byltingaretýðuna op. 10 nr. 12 í c- moll. Frábær leikur hans og per- sónuleg túlkun voru dásamlegt vega- nesti út í haustnóttina. Bergþóra Jónsdóttir Listrænn Liszt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.