Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 43
+ Jóhannes Bene-
diktsson fæddist
á Saurum í Dala-
sýslu 6. mars 1950.
Hann lést hinn 18.
september síðastlið-
inn og fór útför
hans fram í Dala-
búð í Búðardal 1.
október.
Mig setti hljóðan
þegar bróðir minn
hringdi í mig og til-
kynnti mér að frændi
okkar, hann Jóhannes
Benediktsson, væri lát-
inn. Ég fylltist miklum söknuði og
settist niður og það runnu í gegnum
huga minn ýmsar minningar frá
liðnum árum.
Við Jói ólumst eiginlega upp sam-
an því foreldrar okkar bjuggu fyrst
í sama húsinu og vorum við þá oft
frekar eins og bræður heldur en
frændur en fyrst og fremst vorum
við vinir og sú vinátta hélst alla tíð.
Ég minnist æskuáranna á Saur-
um þar sem við undum okkur við
leik og störf að ógleymdum öllum
prakkarastrikunum sem okkur
fyrigafst alltaf fljótt.
Síðan liðu árin og við stofnuðum
báðir fjölskyldur og heimili í Búðar-
dal, og var ég tíður gestur á heimili
hans enda stóð það mér alltaf opið
og oft í þessum heimsóknum gátum
við setið og spjallað um heima og
geima, enda höfðum við mörg sam-
eiginleg áhugamál sem voru meðal
annars vinnuvélar og bílar.
Jóhannes stofnaði síðan sitt eigið
verktakafyrirtæki og átti ég þá því
láni að fagna að starfa hjá honum
um þriggja ára skeið. Hann hafði
einstakt lag á að hafa vinnuandann í
góðu lagi. Þess vegna var mjög gott
að starfa með Jóa frænda og var oft
slegið á létta strengi því Jói var létt-
ur í lund og var þá oft stutt í glettni
og glaðværð þar sem hann var
staddur.
Ég fluttist síðan til Reykjavíkur
en leiðir okkar skildi samt ekki því
við héldum alltaf sambandi þó að
stundum liðu kannski mánuðir sem
við hittumst ekkert en er við hitt-
umst gáfum við hvor öðrum alltaf
tíma til að ræða saman og það þurfti
kannski ekki mörg orð til að vita
hveming hvor öðrum leið og hvem-
ig gengi. Og þó að maður vissi að
hann ætti oft sínar erfiðu stundir
var samt alltaf stutt í glettnina hjá
Jóa, og var þá slegið á léttari
strengi. Fjölskylda mín mun sakna
Jóa frænda mikið eins og við vorum
vön að kalla hann og þó sérstaklega
Hermann sonur minn sem hélt mik-
ið upp á Jóa frænda og alltaf á
hverjum jólum fékk hann senda
dagbók frá Jóa merkta fyrirtækinu
og eru þær geymdar vel.
Ég bið algóðan Guð að geyma
hann. Og vernda og blessa fjöl-
skyldu hans og vini og ég veit að
honum líður vel á þeim stað sem við
öll munum fara á að lokum. Ég kveð
þig með söknuði, elsku frændi og
vinur, og við fjölskyldan vottum Vil-
borgu, börnum þínum, móður þinni
og systrum þínum og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Guðbrandur Hermannsson
og fjölskylda.
Dauðinn er það eina sem við
göngum að sem vísu í þessum
heimi. Samt kemur hann okkur sí-
fellt á óvart. Þessi dularfulli haust-
maður er genginn úr garði áður en
við vissum af komu hans og alltíeinu
verður okkur ljóst að hann hefur
haft einn heimilismann á brott með
sér. Og alltaf spyrjum við agndofa:
Hvers vegna hann? Hvers vegna
núna? Þessar spurningar leita ekki
endilega svai’s. Þær eru fremur
tjáning sorgar og saknaðar, eins og
til að fylla upp í tómarúmið sem
hinn látni skildi eftir sig.
Hann var alltaf kallaður Jói Ben.
og ég hef þekkt hann frá því að við
vorum smástrákar í Barnaskólanum
á Laugum fyrir margt löngu. Ég
man að hann var
ærslafullur, uppátekt-
arsamur og ekkert
þægðarljós. Og hann
var gæi. Góður gæi.
Við vorum ekki ná-
skyldir, en frændur
engu síður og vinir.
Um tíma vorum við
svilar.
Hann gerðist um-
svifamikill athafna-
maður í sinni heima-
sveit og raunar náðu
umsvif hans langt út
fyrir sveitarmörk.
Hann færðist stundum
mikið í fang, en vann að settum
markmiðum af þrautseigju og út-
sjónarsemi. Hann lét til sín taka í
málefnum lands og sveitar og hafði
einarðar og oft frumlegar skoðanir
á mönnum og málefnum. Grundvall-
arviðhorf hans einkenndust af já-
kvæðni og samstarfsvilja.
Á erfiðri stund í lífi mínu barst
mér bréf frá Jóa Ben. og var þá lið-
inn langur tími frá því að við höfð-
um síðast heyrst eða sést. Bréfið
var skrifað með stóru letri og hafði
að geyma boðskap sem var stór í
sniðum eins og bréfritarinn. Þessu
bréfi gleymi ég aldrei og gæti þess
vel. Á þessari kveðjustundu er mér
efst í huga þakklæti fyrir þessa
uppörvandi hugulsemi frænda míns.
Eins og venjulega hafði hann frum-
kvæði og áræði til að gera það sem
dugði.
Jói glímdi lengi við erfiðan sjúk-
dóm og varð að lokum að lúta í
lægra haldi. Það er sannfæring mín
að í þeirri glímu hafi hann hvergi
skort kjark né þor. Það vinnast ekki
allar glímur og við því er ekkert að
gera.
Ég sendi aðstandendum öllum
einlægar samúðarkveðjur. Mig
langar að lokum til að kveðja Jóa
Ben. með þessu gullfallega kvæði
eftir Jóhann S. Hannesson.
Við spyrjum drottin særð, hvers vegna hann
hafi það dularfulla verkalag
að kalla svona vænan vinnumann
af velli heim á bæ um miðjan dag.
Og þó, með trega og sorg, skal á það sæst,
að sá með rétti snemma hvílast megi
í friði, er hafði, fyrr en sól reis hæst,
fundið svo til, að nægði löngum degi.
Benedikt Jónsson.
Hann er farinn, horfinn, dáinn
hann Jói Ben vinur okkar og við
sitjum hljóð. Ótal blendnar tilfinn-
ingar setjast að í huganum, tóm-
leiki, reiði, sársauki og söknuður,
mikill söknuður. Við vitum hins veg-
ar, ef við skoðum djúpt og ærlega
inn í hugarfylgsni okkar, að þær eru
flestar sprottnar af eigingirni, við
vildum einfaldlega hafa hann lengur
hjá okkur. Enginn svarar lengur í
símann „Tak - Jóhannes" og breyt-
ir röddinni snögglega þegar hann
heyrir hver er á hinum endanum.
Þá vék framkvæmdastjórinn Jó-
hannes fyrir persónunni og vinin-
um, Jóa Ben. Var þá oftar en ekki
fyrst spurt hvernig maður hefði það
og hvemig lífið gengi, síðan gert
góðlátlegt grín, án nokkurra meið-
inga, og svo upphófust spádómar og
spekúleringar um lífið og tilveruna.
Upp komu fletir á mönnum og mál-
efnum sem við höfðum ekki komið
auga á sjálf. Og þegar samtalinu var
lokið var hinn þröngi sjóndeildar-
hringur okkar víðari en áður, við
ríkari og höfðum margt nýtt um að
hugsa.
Mörg ár eru liðin síðan við
kynntumst fyrst, þá hafði Jói svart
skegg, reykti pípu og skildi hvorugt
við sig. Fyrst var hann bflstjóri,
síðan framkvæmdastjóri eigin fyr-
irtækis, vann og bjó í Búðardal.
Mikið vatn er runnið til sjávar síð-
an þetta var. Jói var reyndar enn
framkvæmdastjóri í eigin fyi’irtæki
en pípan og svarta skeggið voru
horfin og Jói kominn í Borgarnes.
Þar bjó hann og hafði aðstöðu fyrir
fyrirtæki sitt. Og þar tókum við
upp gamlan þráð að nýju.
Jói var ekki hár í loftinu en hins
vegar stór og mikill persónuleiki
sem rúmaði bæði Jóhannes - fram-
kvæmdastjórann og Jóa Ben, vin-
inn, gullmolann og ljósgeislann sem
lýsti upp umhverfi sitt og tilveru
okkar, beint inn í hjörtun, þótt hann
fyndi ekki alltaf ljósið sitt sjálfur,
eins og hann sagði, er þau mál bar á
góma. Hjálpsemi hans var við-
brugðið. Oftar en ekki kom hann
okkur á óvart með óvæntri gjöf eða
gjörð sem sýndi glöggt hversu
næmur hann var á mannlegt eðli og
líðan okkar er gengum með honum
götuna og hversu vænt honum þótti
um vini sína.
Jói var dugnaðarforkur, vann
langan vinnudag, og lét víða til sín
taka. Hann var t.d. mikill sjálfstæð-
ismaður og vann þar mikið starf á
bak við tjöldin og markaði þar mun
fleiri spor en margur vissi um.
Hann var líka fastur fyrir og ef
ákvörðun hafði verið tekin þá
breytti því enginn, svona skyldi
þetta vera, og ekkert meira um það
að segja.
Jói Ben, vinur okkar, er farinn.
Hann veit núna, það sem hann lang-
aði alltaf til að vita, hvemig hlutim-
ir ganga fyrir sig hinum megin.
Hann hafði sérdeilis góða nærvera
og við söknum hennar en við trúum
að hann hafi það betra þar sem
hann er núna og því reynum við, í
eigingirni okkar, að gleðjast með
honum. Kæri vinur! Þegar við sát-
um hér heima á Borgum, hnuggin
yfir því að þú værir farinn, fundum
við ljóð eftir annan Dalamann, sem
okkur finnst segja svo margt. Við
kveðjum þig með þessum línum,
þökkum þér samfylgdina og hlökk-
um óendanlega til að hitta þig aftur
síðar.
Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys,
hnígur að ægi gullið röðulblys.
Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd,
og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd.
Ég er þreyttur, ég er þreyttur,
og ég þrái s\'efnsins fró.
Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og
ró.
Syngdu mig inn í svefninn, ljúfi blær.
Sorgmæddu hjarta er hvfldin jafnan vær.
Draumgyðjan ljúfa, Ijá mérvinarhönd
og leið mig um þín töfraglæstu draumalönd.
(Jón frá Ljárskógum.)
Kæra Vilborg og aðrir aðstand-
endur. Við biðjum góðan Guð að
styrkja ykkur og leiða í ykkar miklu
sorg. Ljúflingur er fallinn frá, en
minnumst þess hversu rík við eram,
að hafa fengið að ganga með honum
veginn, um stund.
Bima, Brynjar (Binni)
og fjölskylda, Borgum.
Ástkær móðurbróðir minn, hann
Jói Ben., er dáinn.
Mig langar að reyna með örfáum
orðum að minnast þín, elsku Jói.
Ég ætla að vitna strax í grein
sem þú skrifaðir í Morgunblaðið
fyrir nokkram áram en þar sagðir
þú að orðið „Kærleikur" væri stórt
orð, og líklega eitt það mikilvægasta
sem til væri í orðasafninu. Eg er
þér sammála. Við eram allt of mikið
að velta okkur upp úr smávægileg-
um hlutum og gleymum yfirleitt
kærleiknum. En kærleikur var eitt-
hvað sem þú áttir mikið af. Einnig
sagðir þú að þeim sem fyndist þeir
hafa orðið undir í hinni marg-
slungnu lífsbaráttu ættu að herða
upp hugann því að það væra ljósar
hliðar á öllum málum, maður þyrfti
bara að koma auga á þær.
Og þannig veit ég að þú varst,
sást ljósu punktana í öllu og öllum.
I lok þessarar blaðagreinar sem
þú skrifaðir var þessi vísa:
Þótt þig lífið leiki grátt
og lítið veiti gaman,
skalt þú bera höfuð hátt
og hlæja að öllu saman.
Það er svo margt sem flýgur í
gegnum huga manns á svona stund-
um. Allar gömlu og góðu minning-
arnar um þig þegar ég og Óli vorum
að leika okkur saman. Og alltaf gat
maður spurt þig um allt og leitað
JOHANNES
BENEDIKTSSON
svara því þú tókst manni alltaf sem
jafningja. Eitt sinn er mig vantaði
vinnu þá útvegaðir þú mér vinnu við
að keyra malarflutningabíl í
Reykjavík og það er svo margt ann-
að sem þú hjálpaðir mér við. Fyrir
allt það vil ég þakka.
Oft var mér líkt við þig, ekki veit
ég af hverju en mér þótti alltaf vænt
um að heyra það og mun alltaf vera
stoltur af því að hafa verið líkt við
þig, manninn sem ég leit alltaf upp
til. Og vonandi hef ég eitthvað af
þeim kostum öllum sem prýddu þig.
Þegar við afkomendur ömmu
Steinu fóram í eyjasiglinguna um
Breiðafjörðinn á 80 ára afmæli
ömmu í lok ágúst í sumar, komst þú
með mér, Óla, Karen og Sunnevu í
bíl úr Borgarnesi og út í Stykkis-
hólm. Við Öli tókum ferðina upp á
myndband og nú er það myndband
orðið mun dýrmætara en það var.
Um kvöldið er leiðir skildust að nýju
í Borgamesi þá faðmaði ég þig eins
og ævinlega þegar við kvöddumst.
Þessu hlýja faðmlagi gleymi ég
aldrei og mun ávallt hafa minningu
þína á sérstökum stað í hjarta mér.
Að lokum get ég ekki látið hjá
líða að minnast á pípulyktina sem
fylgdi þér svo oft. Hún minnti mig
alltaf á Benna afa á Sauram, en
núna minnir hún mig á ykkur báða.
Elsku Vilborg, Addbjörg, Biggi,
Óli, Sunneva og Benedikt, guð
blessi ykkur og okkur öll á þessum
erfiðu tímum.
Hvíl þú í friði, góði frændi og vin-
ur.
Það grétu allir englar á himnum í nótt.
hamingjutárum,
og ég upplifði það sem ég ætíð hef sótt,
til þín, á liðnum árum.
(Haraldur Reynisson)
Sigurður Sigurbjörnsson frá
Vígholtsstöðum.
Vinur minn Jói Ben hefur kvatt
þennan heim. Enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur. Hugurinn
leitar allt til ársins 1963, þegar ég
kynntist þér sem ungum dreng. Þú
og ég unglingurinn náðum vel sam-
an og alla tíð þar til leiðir nú skilja.
Þú göfgaðir það sem þú umgekkst,
gerðir öllum gott og vildir öllum vel.
Þú hafðir þann mannkost að greiða
götu lítilmagnans en menn með
þessa góðu eiginleika sem þú hafðir
era afar dýrmætir. Mig langar til að
segja svo mikið um okkar samferða-
tíma, en skortir orð. Þú kemur upp í
huga mínum aftur og aftur en ég
mun geyma minninguna um þig.
Son Guðs ertu með sanni,
sonur Guðs, Jesú minn,
son Guðs, syndugum manni
sonar arf skenktir þinn,
son Guðs einn eingetinn.
Syni Guðs syngi glaður
sérhver lifandi maður
heiður í hvert eitt sinn.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Vilborg, böm, móðir og
systur. Algóður Guð styrki ykkur í
sorginni en björtu minningamar
t
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, simi 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Svarrir Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhrínginn. www.utfararstofa.ehf.is/
munu lýsa ykkur veginn um hinn
dimma dal uns birtir að nýju. Guð
veri með þér, kæri vinur. Blessuð sé
minning þín. £
Baldvin Guðmundsson.
Þegar um nætur þögla stund,
ég þreyi einn og felli tár
og hjartað slegið und við und
um öll sín hugsar djúpa sár.
Þá er sem góður andi þrátt
að mér því hvísli skýrt, en lágt:
„Senn er nú gjörvöll sigruð þraut,
senn er á enda þymibraut."
(Kristján Jónsson.)
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hvíl í friði, kæri vinur.
Hulda, Rúnar og börn.
Mig langar til með örfáum orðum
að kveðja góðan vin og samferða-
mann, Jóhannes Benediktsson. Ég
kynntist honum þegar hópur bjart-
sýnisfólks í Dölum tók sér fyrir
hendur að setja á fjalirnar söngleik-
inn Ævintýri á gönguför. Segja má
að vinnan í kringum þetta hafi verþkv
okkur sem þá voram ung og áköf
hreint ævintýri. Mér féll strax vel
við þennan ljúfa pilt sem alltaf virt-
ist í góðu skapi á hverju sem gekk.
Seinna átti ég eftir að starfa með
Jóhannesi þegai’ hann starfaði í
skólanefnd Grannskólans í Búðar-
dal um árabil. Allt samstarf við Jó-
hannes var mjög gott. Hann bar
hag skólans mjög fyrir brjósti og
fylgdist vel með skólanum. Énn átt-
um við svo eftir að eiga samstarf á
vettvangi stjómmálanna, þegar ég.
tók sem fulltrúi Dalamanna sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins á Vestur-
landi. Jóhannes studdi mig dyggi-
lega í framboðinu, enda hafði hann
hvatt mig mjög til að gefa kost á
mér.
Alltaf var Jóhannes léttur í við-
móti og vildi gera gott úr öllu. Síð-
asta samtal okkar var nú sl. vor
þegar ég átti í nokkram vanda og
hringdi í Jóhannes til að heyra hans
álit. Eins og alltaf sagði hann mér
sína skoðun, en lagði jafnframt
áherslu á að mitt væri að taka
ákvörðun. Þannig var Jóhannes, lá
ekki á skoðunum sínum, en
þröngvaði þeim ekki upp á neinn.
Ég vissi að Jói átti við margt að
stríða sjálfur, en hann bar ekkí^
áhyggjur sínar á torg.
En Jóhannes var góður vinur og
alltaf reiðubúinn að leggja öðram
lið. Ég vil þakka Jóhannesi Bene-
diktssyni samstarf og stuðning í
leik, starfi og stjómmálavafstri og
sendi Vilborgu og bömum þeirra
Jóhannesar, móður Jóhannesar og
systrum, innilegar samúðarkveðjur.
Þrúður Kristjánsdóttir,
skólastjóri Búðardal.
itrt
CyarSsKom
^ v/ Possvo^ski^kju^ai'ð y
V Sími: 554 0500