Morgunblaðið - 06.10.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
v
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 1999 41
+ Kenneth Dean
Nelson fæddist í
Cedar Rapids, Iowa,
12. nóvember 1941.
Hann lést eftir löng
og erfið veikindi á
heimili sínu í Chot-
eau, Montana, hinn
3. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Clair og
Harvey Nelson, Ced-
ar Rapids, Iowa.
Bróðir hans er Mich-
ael Nelson, New
York borg, New
York, tvær systur
hans eru Patricia Koch, Okla-
homa borg, Oklahoma, og Linda
Dreier, San Antonio, Texas.
Kenneth bjó hér á landi á sjö-
unda áratugnum. Eftirlifandi
eiginkona hans, Eygló Hulda
Valdimarsdóttir Nelson, er
fædd í Sandgerði 23. nóvember
1949. Fjögur börn þeirra eru: 1)
Ester Ellen Nelson Petterle,
fædd í Cedar Rapids, Iowa, 25.
júlí 1973. Maður hennar er Jos-
eph S. Petterie, fæddur 31.
mars 1968. Sonur Ester er
Schad Christian, fæddur í
North Platte, Nebraska, 21. júli
1993, og sonur Est-
er og Joseph er Jos-
eph S. II, fæddur í
Sparks, Nevada, 8.
september 1999. 2)
Connie Lynn Nel-
son, fædd í Gothen-
burg, Nebraska, 11.
nóvember 1976. 3)
Kristy Dee Nelson,
fædd í Billings,
Montana, 2. október
1979. 4) Kenneth
Dean Nelson II,
fæddur í Billings,
Montana, 27. mars
1981. Einnig lætur
Kenneth Dean Nelson eftir sig
soninn Harald Dean Nelson,
fæddan í Keflavík 24. júní 1965,
sem Kenneth átti með Bertu
Guðbjörgu Rafnsdóttur, þáver-
andi sambýliskonu sinni.
Sambýliskona Haraldar Dean
er Guðrún Hulda Gunnarsdótt-
ir, fædd á Ólafsfirði 31. mars
1966. Börn þeirra eru Gunnar
Lúðvík, fæddur á Akureyri 28.
júlí 1988, og María Dögg, fædd í
Reykjavík 15. janúar 1992.
Utför Kenneth Dean Nelson
fór fram í Choteau, Montana,
hinn 9. september.
um um bor-ð við þessar erfiðu að-
stæður.
Nelson var ákveðinn og sterkur
persónuleiki, vel skipulagður, agað-
ur og orðheldinn. Það sem hann
sagði stóð eins og stafur á bók.
Hann var hins vegar skapstór og lét
menn hiklaust fá það óþvegið ef
honum sýndist sem svo. Hann var
ákafur föðurlandsvinur og tók því
illa ef menn töluðu niðrandi til föð-
urlands hans og reyndar hef ég það
fyrir víst að síðar hafi hann á sama
hátt staðið vörð um heiður Islands
ef honum þótti á það hallað, enda
unni hann bæði landi og þjóð. Sagði
hann t.d. syni sínum, Haraldi Dean
Nelson, sem var hjá honum rétt fyr-
ir andlátið, að hefðu veikindi hans
ekki hamlað því hefði hann viljað
eyða ævikvöldi sínu í Reykjavík
með vinum sínum á Islandi. Mikið
vildi ég að honum hefði orðið að ósk
sinni, því gaman hefði verið að hitta
Nelson aftur eftir öll þessi ár.
Mig langar í lokin að minnast
þessa vinar míns með tveimur er-
indum úr sálmi Valdimars Briem
um leið og ég votta aðstandendum
hans mína dýpstu samúð. Minningin
geymir góðan dreng og sannan fé-
laga:
Kallið er koraið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
KENNETH DEAN
NELSON
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast gamals vinar míns og
félaga, Kenneth Dean Nelson, sem
nú er fallinn frá langt um aldur
fram, 57 ára gamall, eftir langa og
harða baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Ég kynntist Nelson vel á þeim ár-
um sem hann dvaldist hér á landi
en við vorum saman til sjós á togar-
anum Hafliða frá Siglufu-ði seint á
sjöunda áratugnum. Nelson hafði
þá verið í sambúð með frænku
minni, Bertu Rafnsdóttur, og eiga
þau saman einn son, Harald Dean
Nelson (1965). Nelson var ákaflega
myndarlegur og hraustur maður,
góður félagi og sannur vinur vina
sinna. Til marks um hreysti hans
og manndóm bjargaði hann einu
sinni skipsfélaga okkar frá drukkn-
un um hávetur í innsiglingunni á
Isafirði sem var á þessum tíma
ákaflega straumhörð og þröng,
þannig að skip áttu þar mjög erfitt
um vik ef eitthvað fór úrskeiðis.
Skipsfélagi okkar féll útbyrðis í ís-
kaldan sjóinn og Nelson stakk sér
hiklaust á eftir honum og kom hon-
KRISTINN RUNAR
INGASON
+ Kristinn Rúnar
Ingason fæddist
í Keflavík 3. febrú-
ar 1974. Hann lést
11. júlí siðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Fossvogs-
kirkju 21. júlí.
Elsku Kiddi.
En hvað það er sárt
að vita að þú sért dá-
inn og að þér hafi liðið
svona illa. Þú varst svo
góður og fallegur
strákur. Það var svo
gaman að sjá þig síðastliðið haust
því við höfðum ekki sést svo lengi.
Þú leist svo vel út og það gekk svo
vel hjá þér. En hvað það var leiðin-
legt hvað síðasta kveðjan okkar var
snubbótt. Þú hefðir getað leitað til
mín eins og þú hafðir gert áður.
Þakka þér fyrir stuðninginn sem þú
veittir mér þegar ég þurfti mest á
þér halda. Þú vildir alltaf hjálpa ef
þú sást að einhver átti um sárt að
binda. Þakka þér fyrir allar ótelj-
andi góðu stundirnar sem við áttum
saman í Rjúpufellinu og á Sogaveg-
inum. Við gátum talað um allt sam-
an. Það var svo gaman þegar þú
eldaðii- fyrir okkur, þér fórst það
svo vel úr hendi og þá naustu þín.
Ég man sérstaklega þegar þú eld-
aðir súpuna handa mér og bættir í
hana hinu og þessu sem þú fannst, í
skápnum til að gera hana betri. Ég
man líka þegar við vorum nýbúin
að kynnast og þú komst með kökur
sem þú hafðir bakað til að gefa
mér. Þá heillaðir þú mig alveg upp-
úr skónum. Þú naust þín líka svo
við að spila á trommur með strák-
unum. Það var mjög gaman að fá að
hlusta á ykkur æfa og spila á
Hressó og í Rósenberg. Ég man
þegar við biðum eftir
strákunum tvö ein og
þú spilaðir og bauðst
síðan til að kenna mér.
Þetta eru allt dýrmæt-
ar minningar sem ég
mun geyma í hjarta
mínu.
Ég votta ömmu,
mömmu og systur
þinni og öðrum ætt-
ingjum og vinum mína
dýpstu samúð og megi
Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Elsku Kalli, Halli og
Siggi, tíminn læknar
öll sár. Ég bið Guð að blessa og
vernda Indíönu og ófædda barnið
þeirra. Elsku Kiddi, mér þótti mjög
vænt um þig og sakna þín sárt. Ég
bið Guð að umvefja þig kærleika
sínum, þangað til við hittumst á ný.
Þín
Kristín Auður.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Hvíl í friði, gamli vinur. Sjáumst
síðar.
Magnús Steinar Sigmarsson
(Maggi Steini).
Mig langar til að minnast fyrrver-
andi sambýlismanns míns og bams-
föður, Kenneth Dean Nelson, sem
lést hinn 3. september síðastliðinn,
með eftirfarandi Ijóði Sigurbjöms
Einarssonar:
Mig dreymdi mikinn draum: Eg stóð
með Drottni háum tindi á
og horfði yfir lífs míns leið,
hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.
Þau blöstu við. Þá brosti hann.
„Mitt bam,“ mælti hann, „sérðu þar,
ég gekk með þér og gætti þín,
í gleði’ og sorg ég hjá þér var.“
Þá sá ég fótspor frelsarans
svo fast við mín á langri braut
Nú gat ég séð, hvað var mín vöm
í voða, freistni, raun og þraut.
En annað sá ég síðan brátt:
Á sumum stöðum blasti við,
að sporin vora aðeins ein.
- Gekk enginn þá við mína hlið?
Hann las minn hug. Hann leit til mín
og lét mig horfa í augu sér:
„Þá varstu sjúkur, blessað barn,
þá bar ég þig á herðum mér.“
Elsku Halli minn og aðrir að-
standendur. Ég votta ykkur öllum
mína dýpstu samúð.
Berta Rafnsdóttir.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn íremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og dóttir,
INGILEIF ÖRNÓLFSDÓTTIR,
Básbryggju 51,
varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn
4. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Marinó Óskarsson,
Stefanía Arna Marinósdóttir, Vilhjálmur Ragnarsson,
Theódóra Marinósdóttir, Stefán Jónsson,
Stefanía Guðmundsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, stjúp-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Fagrahvammi,
Hlíf II,
ísafirði,
lést laugardaginn 2. október.
Jarðarförin fer fram frá jsafjarðarkirkju laugar-
daginn 9. október kl. 14.00.
Arndís Hjartardóttir,
Guðbjörg Hjartardóttir,
Einar Hjartarson,
Svavar Einarsson,
Kristján Einarsson,
Guðmundur Einarsson,
Hjördís Hjartardóttir,
Sverrir Hjartarson,
Bernharð Hjartarson,
barnabörn og
Finnbogi Bernódusson,
Hafþór Gunnarsson,
Elínóra Rafnsdóttir,
Margrét Þórarinsdóttir,
Matthildur Björnsdóttir,
Ólöf Veturliðadóttir,
Pétur Sigurðsson,
Sólveig Hjartarson,
barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BÖÐVAR HERMANNSSON,
Þórsbergi 18,
Hafnarfirði,
lést af slysförum laugardaginn 2. október.
Jarðarförin auglýst siðar.
Jóhanna Margrét Sveinsdóttir,
Magnús Jón Áskelsson, Brynja Haraldsdóttir,
Herdís Hanna Böðvarsdóttir, Sigurður Sigurðarson,
Ragnar Böðvarsson
og barnabörn.
«r
+
Ástkær sonur okkar og bróðir,
BIRGIR ÞÓR HÖGNASON,
Keldulandi 3,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 3. október, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 8. októ-
ber kl. 13.30.
Hadda Halldórsdóttir, Högni Jónsson,
Esther Gerður Högnadóttir, Marteinn Karlsson,
Þórunn Högnadóttir, Brandur Gunnarsson.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
RAKEL SÓLBORG ÁRNADÓTTIR,
Fjóluhlíð 6,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 7. október kl. 13.30.
Bragi Guðmundsson,
Guðmundur R. Bragason, Ásta Gunnarsdóttir,
Sigríður Á. Bragadóttir, Eyjólfur Guðjónsson,
Þorsteinn Bragason, Malín Shirimekha,
Daði Bragason, Inga Jóhannsdóttir
og barnabörn.