Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 1

Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 1
254. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SnpTor an lustralian ;ad of State for an Australian Head of State Australií Australian Head of StatefHeadof S\ If you wont the poople to vote for the President.... MIÍJANS' REPUBLIC Ástralar höfnuðu tillög-- unni um lýðveldisstofnun Ákvæðið um þingkjörinn forseta talið hafa ráðið úrslitum Sydney. Reuters, AP. ÁSTRALSKIR kjósendur felldu í gær í sögulegri atkvæðagreiðslu til- lögu um að gera landið að lýðveldi og afnema um leið stöðu Elísabetar Bretadrottningar sem þjóðhöfðingja. Er niðurstaðan rakin til þess, að í kosningunni tóku höndum saman konungssinnar og róttækir lýðveldis- sinnai', sem fannst tillagan ganga of skammt. Kim Beazley, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Verka- mannaflokksins, sem barðist fyrir lýðveldisstofnun, sagði er hann við- urkenndi ósigurinn, að baráttunni yrði haldið áfram. Fyrstu tölur bentu strax til, að til- lagan yrði felld eins og skoðanakann- anir höfðu raunar bent tii síðustu daga. Til að verða samþykkt varð hún að fá meirihluta atkvæða og að auki meirihluta í fjórum af sex ríkjum Astralíu. Er rúmlega 70% atkvæða höfðu verið talin höfðu andstæðingar tillögunnar fengið 54% atkvæða en stuðningsmenn 46%. Þá var einnig ljóst, að henni hafði verið hafnað í fímm ríkjum að minnsta kosti. Um 12 milljónir manna voru á kjörskrá og bar öllum skylda til að kjósa. Howard kom í veg fyrir þjóðkjör Beaziey, leiðtogi Verkamanna- flokksins, viðm-kenndi ósigurinn í gær en sagði, að tillagan hefði verið felld eingöngu vegna þess, að John Howard forsætisráðherra og stuðn- ingsmaður óbreyttrar skipanar hefði neitað að leyfa Aströlum að kjósa sinn eiginn forseta. Tillagan var um það, að þingið kysi forsetann og það notuðu konungssinnar sér vel í áróðr- inum, til dæmis með því að skora á fólk að segja „nei við forseta stjórn- málamannanna“. Skoðanakannanir sýndu hins vegar, að tillaga um þjóð- kjörinn forseta hefði verið samþykkt. Beazley sagði, að Verkamanna- flokkui-inn myndi berjast fyrir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurt yrði hvort Ástralar væru yfir- leitt hlynntir lýðveldi. Ef henni yrði svarað játandi, yrði kannað hvers konar lýðveldi landsmenn vildu. Að því búnu væri hægt að leggja hina eiginlegu tillögu fram. Malcolm Turnbull, sem stýrði kosningabaráttu lýðveldissinna, sagði í gær, að Howard forsætisráð- herra hefði fengið tækifæri til að vera minnst í sögunni sem eins þeirra manna, sem mótað hefðu ástr- alska þjóð, en þess í stað hefði hann Microsoftdómuriim kallar á aukna samkeppni Mikill fögnuður í Kísildal Konungssinnar líma áróður sinn fyrir nei-inu fyrir ofan já-ið lýðveldissinnanna. Skoruðu þeir fyrrnefndu á fólk að segja nei við meiri völdum til sljórnmálamannanna og virðist sem það hafi riðið baggamuninn í kosningunum. sundrað henni. Hann væri maðurinn, sem hefði tryggt útlenda drottningu sem þjóðhöfðingja. Landfræðilegar og efnahagslegar línur Eins og líklegt var varð mikill fögnuður í herbúðum konungssinna er Ijóst var hvert stefndi og sagði leiðtogi þeirra, Kerry Jones, að úr- slitin væru sigur fyrir lýðræðið í landinu. „Ekkert lýðveldi, engar áhyggjur" var kjörorð konungssinna en skýrustu línurnar milli íylking- anna voru landfræðilegar og efna- hagslegar. Landsbyggðin og verka- fólk margt studdi konungdæmið en borgarsamfélagið var hlynntara lýð- veldi. Sem dæmi um það má nefna, að tillagan var samþykkt með 60% atkvæða í kjördæmi Howards for- sætisráðherra í Sydney. Ben Pimlott, konunglegur ævi- söguritari, sagði í London í gær, að úrslitin væru bestu fréttirnar fyrir breska konungdæmið í langan tíma. „Eg er viss um, að það er einhver brosandi í Buckinghamhöll," sagði hann. Loftárás á Grosní Tugir sagðir fallnir Grosní. Reuters. RÚSSNESKAR sprengjuflug- vélar gerðu árás á Grosní, höf- uðborg Tsjetsjníu, í gær og er haft eftir vitnum, að tugir manna hafí fallið eða særst. „Rússar hafa þá aðferð að drepa óbreytta borgara með því að láta sprengjunum rigna yfír þá úr Iofti,“ sagði tsjet- sjneski skæruliðaforinginn Shamil Basajev í Grosní í gær. Sagði hann, að fáir sinna manna hefðu fallið í hernaði Rússa, sem hefði haft þau áhrif ein að efla stuðninginn við skæruliða. Haft er eftir vitnum, að sprengjuárásin hafi staðið i 40 mínútur og var hún gerð á nokkur hverfi í borginni og einnig á miðborgina að sögn rússnesku Interfax-fréttastof- unnar. Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins vildi hvorki játa né neita, að árásin hefði verið gerð. Vaclav Havel, forseti Tékk- lands, segir í næsta hefti af þýska tímaritinu Der Spiegel, að ástæðan fyrir hryðjuverka- starfsemi í Kákasuslöndum sé kúgun og yfirdrottnun Rússa á svæðinu. Hún hafi kynt undir öfgafullri bókstafstrú meðal múslima á svæðinu. Palo Alto. Reuters. MIKILL fögnuður ríkir í Kísildal í Kalifomíu, óðali tölvuiðnaðarins, með þann dóm bandarísks alríkis- dómara, að risafyrirtækið Microsoft hafi haft einokunaraðstöðu og notað hana til að kveða keppinautana í kútinn. Ekki er þó talið líklegt, að fyrirtækinu verði gert að brjóta starfsemina upp þótt dómurinn verði staðfestur á síðari stigum. „Þetta er merkisdagur fyrir allan tölvuiðnaðinn," sagði James Barks- dale, fyrrverandi aðalframkvæmda- stjóri Netscape, sem kom fyrst fram með vafrann og er einn helsti keppi- nautur Microsoft á netmarkaði. Þótt bandaríska dómsmálaráðu- neytið og ríkin 19, sem höfðuðu mál- ið gegn Microsoft, fagni dóminum, verður honum áfrýjað og langur tími mun enn líða áður en endanleg nið- urstaða fæst. Það skyggði þó ekkert á fögnuðinn hjá starfsmönnum fyrir- tækja á borð við Oracle og Sun Microsystems og raunar öllum öðr- um, sem hafa átt undir högg að sækja gagnvart Microsoft. Ekki ósigrandi „Sú trú flestra, að Microsoft væri eitthvert yfirþyrmandi og ósigrandi afl, hefur nú minnkað verulcga,“ sagði Michael Morris, aðallögfræð- ingur Sun Microsystems, og Bob Young, aðalframkvæmdastjóri Red Hat Inc., stærsta dreifanda Linux- stýrikerfisins, sem keppir við Windows-kerfið frá Microsoft, sagði, að allir í þessum iðnaði hefðu vitað, að „Microsoft hefur haft ein- okunaraðstöðu hvað varðar stýri- kerfi einkatölva og beitt henni að vild. Á því hafa aðrir fengið að kenna“. Hvergi var þó spennan og gleðin meiri en hjá núverandi og fyrrver- andi starfsmönnum Netscape og þeir slógu upp veislu í fyrrakvöld þegar tíðindin bárust. Aukin samkeppni Sérfræðingar í tölvuiðnaðinum segja, að Microsoft fái nú sam- keppni, sem það hafi ekki þekkt fyiT, einkum frá Linux-kerfinu og tölvustýrðum tækjum, sem ekki nota Windows. Þá er Intel-hugbún- aðarrisinn að vinna að því að vera ekki jafn háður Windows og verið hefur. Borgarstjórn vill að byggð þróist fyrst norður WJSSóFgaHv*OTT Þróun byggðar til norðurs oða suðurs? Frá vísindum til viðskipta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.